Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 35
áður en langt um leið voru þau
farin að kalla Pál afa og Svövu
ömmu. Samverustundirnar voru
margar og allar ánægjulegar.
Þær voru ófáar máltíðirnar sem
við snæddum hjá Páli og Svövu.
Þaðan fóru allir saddir og sælir
enda þau hjón miklir höfðingjar
heim að sækja. Páll bjó yfir mikilli
þekkingu og visku. Reynslan hafði
líka kennt honum margt og öllu
þessu var hann tilbúinn að miðla.
Hann var víðsýnn með góða
kímnigáfu og alveg var ljóst hvar
hjarta hans sló í stjórnmálunum.
Þar eins og í mörgu öðru vorum
við sammála.
Páll var smekkmaður og hafði
mikinn áhuga á bílum. Hann ók
alltaf um á flottum Wagoneer eða
alveg þangað til mér tókst að selja
honum fyrsta Pajeroinn. Eftir það
ók hann á bílum frá Heklu. Í gegn-
um tíðina hef ég oft leitað til Páls.
Hann hefur alla tíð reynst mér
sem besti vinur og fyrir það ber að
þakka. Þegar forseti Tékkneska
lýðveldisins ákvað að koma til Ís-
lands sér til heilsubótar lánuðum
við Páll okkar bústaði fyrir Havel
og starfslið hans. Páll var fljótur
að svara játandi þegar ég bað
hann um að lána bústaðinn. Greið-
vikni og hjálpsemi einkenndu
hann.
Páll var sagnamaður og kunni
að segja skemmtilega frá. Sög-
urnar verða ekki fleiri en minn-
ingin um góðan dreng lifir. Það
var mikil gæfa fyrir mig, börnin
mín og konu mína að fá að kynnast
Páli og hans góðu fjölskyldu. Síð-
ustu samverustund okkar
hjónanna með Páli og Svövu
geymi ég innra með mér. Við sát-
um við hafið og gerðum að gamni
okkar. Blámi himinsins og hafsins
runnu saman og stundin var okk-
ar.
Það er komið að kveðjustund.
Fyrir hönd fjölskyldunnar votta
ég Svövu, börnunum þeirra og
fjölskyldunni allri mína dýpstu
samúð.
Ég kveð kæran vin með djúpri
virðingu og þakklæti. Guð blessi
minningu Páls Jónssonar.
Sigfús R. Sigfússon og María
Solveig Héðinsdóttir.
Ég kynntist Púlla fyrst á tann-
læknastofunni aðeins sex ára
gamall, fyrir dyrum stóð tanntaka
sem mér leist nú mátulega á en
málið leystum við Púlli með stæl
og uppskar ungi maðurinn 50
krónur að launum fyrir hetjulega
frammistöðu. Heiðursmaðurinn
Páll Jónsson, Austfirðingur að
ætt, hefur búið á Selfossi nánast
alla sína tíð, kom hér tveggja ára
og reiknaðist okkur til í samtali að
aðeins einn annar heiðursmaður
hér á Selfossi ætti lengri sam-
fellda búsetu en sá er Gunnar á
Fossi. Minningar mínar frá þess-
ari fjölskyldu, þeim Hlaðabræðr-
um, spanna langan tíma og þekkti
ég þá Garðar, Ólaf og Púlla best.
Púlli sat lengi í bæjarstjórn hér
á Selfossi fyrir okkur sjálfstæðis-
menn og efa ég að harðari flokks-
menn hafi verið að finna en þá
bræður. Okkar kynni hófust í al-
vöru fyrir áratugum þegar ég var
að sniglast á kosningaskrifstof-
unni og vildi leggja mitt af mörk-
um og oftar en ekki voru þeir
bræður Púlli og Óli þar staddir og
vakti það snemma athygli mína
hvað þeir sýndu unga manninum
mikinn áhuga og vildu virkja mig.
Ég sneiddi þá framhjá kosninga-
stjóranum, góðvini mínum Þór
heitnum Hagalín, sem lést nýlega,
með hugmynd um að setja X-D-
límmiða á biðskyldumerki bæjar-
ins til að vekja athygli kjósenda og
lögðu þeir bræður blessun sína yf-
ir ráðahaginn og sögðu mér að
drífa mig. En daginn eftir hringdi
Þór í mig og sagði þetta ekki hafa
verið sniðuga hugmynd því lög-
reglan hefði fundið að þessu en
ekki var gert frekara mál úr
þessu.
Púlli var einn af mörgum hörð-
um stuðningsmönnum Selfoss í
knattspyrnunni og í mínu ung-
dæmi stóðu þeir í minningunni við
girðinguna næst vellinum Púlli,
Þórmundur Guðsteinsson og
Marel Jónsson og fékk girðingin
oft að finna fyrir því ef stressið og
spennan var mikil.
Kona Púlla, Svava, ávarpaði
mig alla tíð frænda og því taldi ég
mig hafa góða stöðu hjá fjölskyld-
unni. Við Púlli höfum aldrei verið
ósammála nema ef vera skyldi um
tíma þegar átök voru í flokknum
um Gunnar og Geir en það jafnaði
sig allt. Ég gæti sagt margar sög-
ur úr kosningum af þeim bræðr-
um en þar voru þeir alltaf í essinu
sínu og stóðum við þar saman sem
klettur.
Púlli var gæfumaður í lífinu og
einn af mörgum hornsteinum
þessa samfélags hér við bakka
Ölfusár. Síðustu árin barðist Púlli
við veikindi en aldrei brást hann
og hélt línunni, eins og við gjarn-
an sögðum, framundir það síð-
asta. Daginn sem Púlli kvaddi
ætlaði ég að snyrta hár hans en
því miður varð ekki af því, kallið
var að koma eftir rúmlega 89 far-
sæl ár.
Ég vil þakka Púlla persónulega
fyrir vináttustreng á milli okkar
sem stóð til hinstu stundar. Ég sit
í bæjarstjórn sveitarfélagsins og
fyrir hönd okkar fulltrúa sjálf-
stæðismanna færum við Púlla
mikið þakklæti fyrir framlagið til
samfélagsins og stuðninginn við
flokkinn í gegnum árin. Fjöl-
skyldunni færum við innilegar
samúðarkveðjur og kveðjum
heiðursmanninn Pál Jónsson með
ljóði Pálma Eyjólfssonar um Sel-
foss:
Hér við straumþunga á
vil ég starfa og sjá
áfram stórhug í vaxandi bæ.
Hér er framtíðin björt,
margt til framfara gjört,
hér er fegurð með kyrrlátum blæ.
Kjartan Björnsson
rakari og bæjarfulltrúi.
Það er gott að minnast Páls
Jónssonar, Púlla tannlæknis, eins
og hann var kallaður af flestum.
Leiðir okkar Páls lágu saman á
svo mörgum sviðum hér í bæjar-
lífinu á Selfossi á liðnum árum að
minningarnar hlaðast upp þegar
hugsað er til þessa góða manns.
Páll var hreinn og beinn í öllum
samskiptum, ákveðinn og sann-
gjarn. Þegar ég fluttist til bæj-
arins 1971 þurfti ég fljótlega að
leita til Púlla sem með kunnáttu
sinni og tækjum leysti allan minn
vanda þegar ég opnaði munninn.
Leiðir okkar lágu oft saman
eftir þetta, hann var þá að ljúka
sínum ferli í bæjarpólitíkinni en
minn að hefjast. Ég las margar
bæjarfundagerðir á þessum tíma
og sá strax að framganga Páls var
mér að skapi. Hann barðist fyrir
framfaramálum þvert á flokks-
pólitík en var þó alltaf hollur sjálf-
stæðismaður.
Páll var að mörgu leyti mín fyr-
irmynd í bæjarmálunum en ég
komst þó ekki upp að honum á
þeim sviðum.
Aldrei kom það upp í hugann á
þessum árum að við Páll og fjöl-
skylda hans ættum eftir að tengj-
ast eins náið og við gerðum, við
urðum afar og ömmur þriggja
barna sem börnin okkar Páls og
Svövu hafa lagt til samfélagsins.
Góðra einstaklinga sem við erum
stolt af og gleðjumst að eiga sam-
an.
Í kringum þetta ævintýri urðu
samverustundirnar enn fleiri og
alltaf skemmtilegar. Púlli hafði
frá mörgu að segja. Maður
margra tímaskeiða, ungur dreng-
ur var hann t.d. sendur á hesti frá
Selfossi niður að Litlu-Sandvík
með miða sem var hvatning til
hreppstjórans að koma í símann
upp á Selfoss.
Nú á síðustu árum var hægt að
hringja í Púlla í farsímann hans.
Páll tók þátt í að skila til fram-
tíðarinnar góðu samfélagi hér á
Selfossi og víðar, það var gaman
og gott að ganga til hliðar við
hann götuna fram eftir veg.
Góð minning lifir um Pál Jóns-
son.
Kristján Einarsson.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
✝ Þóra KristínHelgadóttir
fæddist í Ólafsvík 8.
apríl 1947. Hún lést
2. september 2013.
Þóra Kristín var
dóttir hjónanna
Helga Björnssonar
frá Grund í Ólafs-
vík og Kristínar
Petrínu Gunn-
arsdóttur frá Kast-
hvammi í Laxárdal.
Systkini hennar: Bjarni Helga-
son, f. 12. nóvember 1948, d. 4.
október 1965. Alda Kolbrún
Helgadóttir, f. 30. maí 1951,
maki Sigurður Ottósson.
Börn Þóru Kristínar eru:
Bjarni Höskuldsson, f. 18. júní
1966, maki Anna
Gerður Guðmunds-
dóttir, börn þeirra:
Halldóra Kristín,
Guðmundur Helgi,
Jana Valborg og
Þráinn Maríus.
María Höskulds-
dóttir, f. 6. janúar
1971, maki Jón
Gísli Þorkelsson,
börn þeirra: Þor-
kell, Höskuldur Þór
og Freyr Jökull. Kristín Dögg
Höskuldsdóttir, f. 5. desember
1979, maki Steinn Jónsson, börn
þeirra: Jón Leví og Þór Leví.
Útför Þóru Kristínar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
20. september 2013, klukkan 15.
Eftir fregnina af andláti Þóru
frænku sat ég hugsi í nokkra
stund og áður en ég vissi af var
hugurinn farinn að reika, minn-
ingar um Þóru, létta og káta
frænku sem ávallt var gaman að
sjá. Hugurinn fór með mig aftur
í tímann, m.a. í Kasthvamm þar
sem við pabbi vorum í heimsókn
sem oft áður, og þarna er líka
Þóra og fjölskylda, mikið stuð á
okkur krökkunum og umræða
yfir drekkhlöðnu borði fjörlegar.
Ekki fór minnst fyrir Þóru
þarna sem oft áður og glaðværð
með Kasthvammskátinu var
þarna til staðar í sambland við
djúpa væntunþykju fólksins
hvers til annars. Við krakkarnir í
góðum og skemmtilegum leikj-
um (ótrúlegt gæti sumum fund-
ist hvað við gátum leikið okkur
saman þrátt fyrir engar tölvur).
Góðar stundir þarna og alltaf svo
margir og mikil gleði í loftinu.
Ásgarður 5 var svo annað félags-
heimili okkar stórfjölskyldunnar.
Ófáar voru stundirnar sem ég
dvaldi þar og það er gaman að
rifja þessar stundir upp. Þóra
var oft á sama tíma, ávallt var
gaman að spjalla við hana í
kvöldkaffinu og á tímabili hafði
ég tíma til að létta undir með
henni, negla nagla og eitthvað
slíkt.
Þóra var ávallt mjög glaðleg,
hress og skemmtileg að hitta. Í
þessum félagsheimilum ættar-
innar, sem oft voru þétt setin,
varð til vinátta og væntunþykja
milli okkar í fjölskyldunni en það
ber þó að hafa í huga að tengsl á
milli okkar tvímenninga hefðu
ekki komið til nema vegna
óhemjusterkra banda þeirra
Kasthvammssystkina eldri. Ég
er þakklátur fyrir þær stundir
sem ég átti með frænku, sem
voru góðar og bar ekki skugga á.
Nú eru þau öll „gömlu“ systkinin
látin og við tvímenningarnir er-
um líka farnir að týna tölunni.
Einhver sagði að svona væri víst
lífið en æi hvað það virkar stund-
um snúið að sætta sig við það.
Þóra mín, þakka þér fyrir allar
góðar stundir, lífshlaup þitt hef-
ur gefið af sér þrjú vel gerð börn
og fjölda góðra barnabarna, vin-
áttu og ánægjuleg samskipti við
ættingja og vini. Við sem enn
stígum lífsdansinn getum glaðst
í gegnum tárin fyrir þær góðu
minningar sem þú skilur eftir í
huga okkar. Blessuð sé minning
góðrar konu, Þóru frænku.
Gunnar Jón Yngvason.
Nú er komið að því að kveðja
þig, kæra frænka mín og nafna.
Við vorum þrjár sem vorum
skírðar í höfuðið á ömmu Þóru í
Kasthvammi og mér hefur alla
tíð fundist mikið til þess koma að
vera í hópi með svona merkum
konum eins og þér og Goggu.
Ein af mínum fyrstu minning-
um um þig er þegar ég var lítil
og leit upp til þín, hvað þú varst
glæsileg, flott klædd, falleg og
barst þig vel. Ég man hvað mér
fannst mikið til þess koma þegar
ég fékk að koma í heimsókn til
þín í Laxárvirkjun, hvað matur-
inn var góður og vel tekið á móti
okkur.
Síðan þegar þú fluttir í Ás-
garð, þá urðum við meira eins og
vinkonur. Við sátum oft á kvöld-
in inni hjá þér og ræddum um
hjartans mál; stráka, föt og önn-
ur álíka mikilvæg málefni. Einn-
ig var oft setið frammi í eldhúsi í
Ásgarði þar sem var stöðugt
fjör, endalaus straumur fólks og
allt rætt á milli himins og jarðar.
Núna þegar ég hugsa til þín,
þá minnist ég hláturs þíns, ég
heyri þig hlæja að einhverri vit-
leysunni sem við erum búnar að
sjóða upp og svo segir þú alltaf í
lokin á hláturgusunni, „já, já“.
Við höfum nú varla hist í gegn-
um tíðina öðruvísi en að rifjuð sé
upp sagan góða af pilsinu og orð-
óheppni minni við það tækifæri.
Það var nú þér til hróss hvað þú
tókst þessu vel en sagan sú er
engan veginn prenthæf, en við
þekkjum hana vel öll sem erum í
fjölskyldunni.
Ég hugsa líka til hlýleika þíns
og góðmennsku. Þegar ég fór að
Fossvogskapellu að kveðja þig
þá mundi ég svo glöggt daginn
þegar ég var að kveðja pabba og
þú sást um að hugga mig þar
sem ég stóð einsömul. Eins var
það þegar mamma dó í vetur, þá
varst þú komin með fallega gjöf,
samúð þína og hlýju.
Síðasta stund okkar saman
var núna í ágúst yfir kaffibolla
og við áttum svo ánægjulega
stund þar. Fórum síðan næsta
dag saman að heimsækja pabba
þinn og ég dáðist að lagni þinni
við hann. Ég er óendanlega
þakklát fyrir þessar síðustu
stundir okkar saman.
Nú þegar þú ert farin og við
sem eitt sinn vorum unga fólkið
breytumst hægt og rólega yfir í
gamla fólkið, þá veltir maður
óneitanlega fyrir sér þessu
ferðalagi sem lífð er. Ég held að
lífið sé kannski svolítið eins og
lífið í Ásgarði forðum; stöðugt
fólk að koma og stöðugt fólk að
fara. Við stöldrum við í forstof-
unni og tökum góðan tíma í að
kveðja góða vini. Svo heldur lífið
áfram og við sem eftir erum
höldum áfram að spjalla, hlæja
og umfram allt vera góð hvort
við annað.
Hvíl í friði, kæra frænka, og
þakka þér fyrir að hlæja með
mér og vera góð við mig.
Elsku Stína Dögg, Maja,
Bjarni og fjölskyldur. Ég vona
að fallegar minningar verði ykk-
ur huggun í sorginni og Guð gefi
ykkur styrk til að takast á við
áfallið.
Þóra Valný.
Þóra Kristín Helgadóttir vin-
kona okkar varð bráðkvödd að
heimili sínu þann 3. september
síðastliðinn. Það er nú svo að við
erum aldrei viðbúin því að nú sé
stundin komin. Enda ótímabært,
en þetta er nú það eina sem við
eigum víst, en kemur okkur allt-
af jafn mikið í opna skjöldu.
Við höfum verið saman í
saumaklúbb vinkonurnar í all-
nokkur ár, eða síðan við vorum
18 ára. Við höfum átt margar
góðar stundir saman, alltaf sami
kærleikurinn og virðingin hver
fyrir annarri. Við höfum sam-
glaðst hver annarri, t.d. þegar
við vorum að eignast börnin ung-
ar mæður. Og einnig þegar
ömmubörnin komu þá var sam-
kenndin og gleðin ljúf í klúbb.
Það er gott að eiga góðar vin-
konur gegnum lífið þar sem aldr-
ei hefur borið skugga á.
Við viljum með þessum fáu
orðum þakka Þóru allar góðu
stundirnar sem við höfum átt
saman.
Blessum Guðs fylgi Þóru
Kristínu Helgadóttur og minn-
ingu hennar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Innilegar samúðarkveðjur til
aðstandenda sem eiga nú um
sárt að binda. Guð veri með ykk-
ur.
F.h. saumaklúbbsins,
Jónína Steiney.
Þóra Kristín
Helgadóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn,
svo og æviferil. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar
Þessi kona er nú
svolítið skemmtileg, hugsaði ég,
þegar ég sá Guðrúnu
Georgsdóttur fyrst. Það var á
einu af mörgum námskeiðum
sem við sóttum samtímis, hið
fyrsta í Miðgarði, hjá félagi sem
var til húsa á Bárugötu; andleg
námskeið um endurfæðingar,
hugleiðslu. Fyrirlestrar um eitt
og annað. Kona þessi, kjarna-
kona, var sífellt að biðja um
skýringar á hinu og þessu, vildi
hafa allt á hreinu. Það var Guð-
rún Georgs. Hún vildi fá svör,
og það á skýru máli.
Og við urðum samferða
næstu árin. Ég geri mér grein
fyrir því í dag hvers vegna mér
fannst ágætt að vera innan um
ófeimið fólk. Þegar ég sjálf
greindist með ADHD (athygl-
isbrest) og fór að lesa mér til
um efnið var ég fljót að sjá út,
Erna Guðrún
Georgsdóttir
✝ Erna GuðrúnGeorgsdóttir
fæddist í Reykjavík
8. júní 1939. Hún
lést á Landspít-
alanum í Reykjavík
5. september 2013.
Útför Guðrúnar
verður gerð frá
Dómkirkjunni 17.
september 2013.
að margir vinir
mínir voru með
samskonar ein-
kenni, m.a. Guðrún,
og hún kom á einn
fræðslufund um
efnið fyrir mín orð
og taldi að líklega
væri það rétt, en þá
væri það bara svo.
Ekkert alvarlegt í
gangi svosem. Báð-
ar nokkuð hvatvís-
ar, gleymnar. Þurftum að fara
eigin leiðir á eigin hraða. Eini
munurinn var, að hún var of-
virk, ég vanvirk, sennilega
ástæða þess hve mér þótti oft
hressandi að hitta hana.
Guðrún sá og skynjaði meir
en almennt gerist. Við urðum
samferða í fyrsta Heilunarskóla
á Íslandi, sem Jytta Eiríksson
stofnaði hér fyrir u.þ.b. 25 árum
í Reykjavík. Vorum í mörg ár
síðan í bænahópi, með félögum,
andlega sinnuðu fólki. Við ásamt
Kristínu og Magnúsi og öðrum
góðum í minningunni nokkur
sumur á Arnarstapa á Snæfells-
nesi á hugræktarmótum. Hug-
leiddum líka við Flosagjá á
Þingvöllum, og voru Jytta, okk-
ar ástfólgni leiðbeinandi, og
Rakel með okkur.
Þegar við Guðrún fórum að
ræða saman, eftir að við kynnt-
umst fyrir tugum ára, kom í ljós
að við höfðum báðar eignast
syni á sama degi á sama ári!
Nokkru seinna kom í ljós, að
eiginmaður minn á þeim tíma og
fyrri eiginmaður hennar, hann
Skúli Marteins heitinn, voru
systrasynir! Ótrúlegt fannst
mér hvað Guðrún vissi og margt
um ættfræði samtímafólks okk-
ar.
Ég mun sakna Guðrúnar. Það
var fallegt að sjá hve natinn
seinni maður hennar, Skúli
Magnússon, fyrrverandi jóga-
kennari, var við að létta henni
lífið í rúmgóðri stofu Hjúkrun-
arheimilisins Sóltúns, eftir að
hún fór að vera þar, hún í hjóla-
stól og hann spilaði Beethoven,
Mozart og Bach úr gamla plötu-
safninu. Og kembdi silfurlitt hár
hennar. Fóru þegar vel viðraði
út á stóra flötina fyrir framan
húsið, hann ók hjólastólnum og
hundurinn Prins rölti með.
Börnin hennar og Skúla Mar-
teins og barnabörn komu svo
seinnipart dags til skiptis. Ég
skynjaði að hún var sátt, það
var vel hugsað um hana. Það
geislaði frá henni birtu.
Börnum hennar, eiginmanni,
barnabörnum, bróður og systur
votta ég samúð mína.
Margir muna Guðrúnu
Georgs sem hafa kynnst henni,
konunni með bjarta brosið, há-
væran hláturinn, sem smitaði
frá sér. Sú sem leitaði svara.
Blessuð sé minning hennar.
Norma.