Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Hver sem orsökin er eiga loftslags- breytingar sér nú stað. Þær hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir norðrið og ríki svæðisins, sem mörg hver eru aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Þessar breytingar leiða að sjálf- sögðu til stóraukinnar skipaum- ferðar, ekki síst skemmtiferðaskipa með fjölda farþega sem sigla á svæð- um sem hafa aðeins verið kortlögð að hluta og þar sem möguleikar á björgun eru takmarkaðir,“ segir Knud Bartels, hershöfðingi og for- maður hermálanefndar NATO, um þróunina á norðurslóðum. „Það þarf að gæta ýtrustu varúðar til að afstýra slysum. Því ef horft er raunsætt á málið verður svigrúm til aðgerða takmarkað ef hlutirnir fara á versta veg. Hvað framtíðina varðar er enginn vafi um það í mínum huga að Ísland mun gegna mjög mikil- vægu hlutverki í að koma á sam- hæfðum viðbúnaði á svæðinu. Ís- lendingar hafa sýnt mikla framsýni í þróun skipa sem geta siglt um þessi höf og tekið þátt í björgunar- aðgerðum við mjög erfiðar að- stæður,“ segir Bartels og nefnir hvernig hann sjái fyrir sér samvinnu Íslendinga, Dana, Kanadamanna, Norðmanna og fleiri þjóða í málinu. Umhverfisslys kalli á viðbúnað Hann segir fleira en auknar sigl- ingar skemmtiferðaskipa kalla á samhæfðan viðbúnað þessara ríkja vegna óhappa á norðurslóðum. „Umhverfisslys og aðrir atburðir myndu einnig kalla á aðgerðir,“ seg- ir Bartels sem leggur áherslu á að hér ræði fyrst og fremst um aðgerð- ir af hálfu borgaralegs liðs, þ.e. björgunaraðila og lögreglu, en ekki hers. Hins vegar geti sérhæfð her- skip nýst til slíkra aðgerða eins og til dæmis Kanadamenn séu að smíða núna. Þá eigi Danir slík skip. „Nokkrar þjóðir, þar með talin Bandaríkin, eiga ísbrjóta. Rússar eiga þá líka. Svo á norska strand- gæslan auðvitað skip sem eru sér- hönnuð til að sigla á svæðum þar sem hafís er að finna. Þetta eru að- eins nokkur dæmi. Þetta snýst einn- ig um styrk flugflotans, þyrlur og sérútbúnar flugvélar,“ segir hann og ítrekar að hann sjái fyrir sér að Ís- land gegni veigamiklu hlutverki í samhæfingu leitar og björgunar. Olían myndi breyta miklu Bartels hélt fyrirlestur um verk- efni NATO fyrir fullu húsi í Nor- ræna húsinu í gær en hann er æðsti hermálafulltrúi bandalagsins og var áður æðsti yfirmaður danska hers- ins. Hann stiklaði í erindi sínu á stóru í sögu bandalagsins og hvernig það hefði á síðari árum sinnt verk- efnum vegna stríðsins í Líbíu og gæslu á hafi vegna þeirrar ógnar sem skapaðist vegna sjóræningja undan ströndum Sómalíu og víðar. Þá ætti NATO sér bandamenn í Sýr- landi, þar sem nú geisar blóðugt stríð, og í Afríkuríkinu Malí, þar sem franskir og kanadískir hermenn hröktu íslamista frá völdum eftir valdarán fyrr á þessu ári. Þá ræddi hann einnig um mögu- lega náma- og olíuvinnslu á Græn- landi með þeim orðum að hún myndi gerbreyta stöðunni á norðurslóðum. Spurður hvað hann eigi við með því segir Bartels að fyrir utan að stórauka verðmætasköpun á svæð- inu muni líkur á umhverfisslysum aukast verulega. Því þurfi ríkin að efla viðbúnað og vera við öllu búin. Varðskipin bundin við bryggju Landhelgisgæslan sinnir leit og björgun á stóru svæði sem nær allt frá syðsta odda Grænlands og langt norður fyrir lögsögu Íslands. Spurður út í þróun öryggismála á norðurslóðum og þátttöku Íslend- inga í því samstarfi segir Halldór Benoný Nellett, skipherra hjá Land- helgisgæslunni, að fjárskortur hamli öflugu eftirliti um þessar mundir. „Til að geta tryggt góðan við- búnað þurfum við í fyrsta lagi að geta haldið skipunum á sjó. Ástandið er þannig núna að það er ekkert varðskip á sjó. Það er ekki beysin staða en auðvitað erum við klár með skip í höfn og getum farið út ef eitt- hvað kemur upp á. Síðan erum við með þyrlurnar klárar til björgunar og leitarflugvél. TF-SIF er heima núna. Því miður er það þannig að varðskipunum er mjög lítið haldið úti. Ég hef vissar áhyggjur af því hvað úthald varðskipa er lítið þessa dagana og stefnir í að svo verði næstu vikurnar,“ segir Halldór. Óttast sjóslys í norðrinu  Forystumaður hjá NATO segir það munu verða mikla áskorun að bjarga sjófarendum í norðrinu  Ísland muni gegna veigamiklu hlutverki í samhæfðum aðgerðum margra ríkja við leit og björgun Morgunblaðið/Eggert Kulusuk Grænlendingar eiga mörg orð yfir ís enda er hann síbreytilegur eftir aðstæðum og getur verið torséður. Á annan tug ungliða í Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði beið fyrir utan Norræna húsið á 10. tímanum í gærmorgun með kröfuspjöld á lofti. Voru þeir þar samankomnir til að mótmæla komu Bartels til Íslands. Gísli Garðarsson, talsmaður ungliða í VG í utanríkismálum, lýsir kröfum þeirra svo: „Við viljum að Ísland segi sig tafarlaust úr Atlantshafs- bandalaginu. Helstu rökin fyrir því að Ísland segi úr bandalag- inu eru að okkar mati þau að það er herskátt árásarbandalag sem ræðst inn í önnur lönd. Það samræmist ekki hugsjónum okkar um frið og mannréttindi á alþjóðavísu,“ segir Gísli um af- stöðu ungliðanna. Ísland segi sig úr NATO UNGLIÐAR Í VG Bandaríkin í efsta sæti » Fram kemur á vef NATO að árið 2011 vörðu Bandaríkin 731.879 milljónum dala til hernaðarútgjalda, Kanada 23.436 milljónum dala, og öll aðildarríkin 28 samtals 1.038.145 milljón dölum. Morgunblaðið/RAX Í Norræna húsinu Knud Bartels, formaður hermálanefndar NATO, fór yfir helstu verkefni bandalagsins. EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA KEMUR HEILSUNNI Í LAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.