Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 21
Hofsós er þorp við austanverðan Skagafjörð og er hluti sveitar-
félagsins Skagafjarðar. Á Hofsósi er gott skipalægi frá náttúr-
unnar hendi og voru fiskveiðar og vinnsla aflans lengst af
aðalatvinnuvegir. Síðustu árin hefur þjónusta við ferðamenn
færst í aukana. Á Hofsósi eru nú tæplega 200 íbúar.
Einn
elsti versl-
unarstaður
landsinsLjósmynd/MatsWibe Lund
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Hofsós Meginstarfsemi Vesturfarasetursins er í Gamla kaupfélagshúsinu sem er lengst til vinstri. Fjær eru nýjar
byggingar, Frændgarður og Nýja konungsverslunarhúsið. Starfsemin eflist og bætt er við húsakostinn.
Frændgarð sem tekið var í notkun
árið 2000 og Nýja konungs-
verslunarhúsið árið 2002. Áherslu-
verkefnið núna snýst um að skoða
sögu Íslendinganna sem fóru til
Brasilíu um 1873 og fyrirhugað er
að saga þessi verði sögð á nýrri
sýningu setursins á næsta ári.
Verkefnið er unnið í samstarfi við
Sigurstein Másson en hann vinnur
um þessar mundir að gerð heimild-
armyndar um málefnið sem verður
frumsýnd innan tíðar í Brasilíu,“
segir Valgeir.
Ræðismaður og bækur
Í tímans rás hefur tengslum
milli Íslendinga og frændfólks
okkar vestra verið misvel sinnt.
Starfið efldist um aldamót, t.d.
með opnun Vesturfarasetursins og
þegar afmælis landafunda var
minnst. Þá var einnig sett á lagg-
irnar skrifstofa íslensks aðalræð-
ismanns í Winnipeg sem virkaði
sem vítamínsprauta á samskiptin.
Bækur Guðjóns Arngrímssonar og
Böðvars Guðmundssonar um vest-
urferðirnar höfðu einnig áhrif og
sköpuðu áhuga.
„Margir gesta okkar að vestan
gera boð á undan sér og segja til
sín. Þegar þeir koma hingað erum
við þá gjarnan búin að finna út
ættartengslin og hvar slóðir fólks-
ins eru. Við stöndum fyrir þessari
starfsemi svo lengi sem áhuginn
endist og frændsemin lifir,“ segir
Valgeir.
voru Möðruvellir veraldlegur höfuðstaður Norður-
lands og Hólar höfuðból kirkjunnar. Voru löngum
gagnvegir milli þessara staða.
„Ég finn vel fyrir því að Skagfirðingar horfa heim til
Hóla með virðingu, bæði með tilliti til sögunnar og þess
starfs sem hér er unnið,“ segir Solveig Lára og bætir
við að milli biskupsstólsins, Háskólans á Hólum og Há-
skóla Íslands sé margvíslegt samstarf. Megi þar nefna
Guðbrandsstofnun sem nefnd er eftir Guðbrandi Þor-
lákssyni biskupi, en markmið hennar er að efla og
styðja t.d. guðfræði, sögu, bókmenntir, listir og ýmsar
raungreinar á sviði Hólaskóla þar sem megináherslan
er lögð á landbúnaðargreinar eins og fiskeldi, hesta-
mennsku og ferðaþjónustu.
Fólk í fórnfúsu starfi
Hólastifti, eins og starfssvæði vígslubiskups er kall-
að, nær frá Hrútafirði suður fyrir Djúpavog. Á þessu
svæði eru rúmlega 100 kirkjur og sóknir og þunginn í
starfi Hólabiskups er að styðja við það kirkjustarf sem
unnið er á þessu svæði, það er í samstarfi við fólkið úti
á akrinum. „Síðasta árið hef ég farið um nánast allt
stiftið, heimsótt margar kirkjur og rætt við fólk. Það
hefur verið mjög lærdómsríkt að kynnast viðhorfum
þessa fólks og því fórnfúsa og góða starfi sem unnið er
á vettvangi kirkjunnar,“ segir Solveig Lára.
sbs@mbl.is
Sigríður Björnsdóttir dýralækn-
ir fylgist grannt með sjúkdómum
í íslenska hestinum. Hún starfar
fyrir Matvælastofnun en er með
aðsetur á Hólum. „Hólar eru
góður staður til að sinna þessu
starfi, enda hefur hér verið
byggt upp mikið þekkingarsetur
um hestinn,“ segir Sigríður.
Löng hefð er fyrir hrossarækt
í Skagafirði og áhugi fyrir því
faglega starfi sem unnið er á
Hólum. „Hrossaræktendur, og
raunar fleiri hér í nærsamfélag-
inu, hafa lagt mér ómetanlegt lið
í rannsóknarverkefnum sem þar
með hafa orðið öflugri en ella.“
Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn
smitsjúkdómum eru sífellt í
gangi. Íslenski hrossastofninn er
landfræðilega einangraður sem
gerir hrossin afar móttækileg
fyrir smitsjúkdómum sem kunna
að berast til landsins. Því er mik-
ilvægt að viðbragðsáætlanir,
þekking og reynsla sé til staðar
ef smitsjúkdómar láta á sér
kræla og Sigríður stendur vakt-
ina fyrir íslenska hestinn á Hól-
um. vilhjalmur@mbl.is
Heilbrigði og velferð hrossastofnsins í forgrunni
Ljósmynd/Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Dýralæknir Sigríður segir íslenska hestinn viðkvæman fyrir smiti.
Stendur vörð um
íslenska hestinn
Vesturfarasetrið og starfsemi þess hefur vakið áhuga margra á burtflutn-
ingi Íslendinga til annarra landa. Eitthvað nálægt 300 Íslendingar flutt-
ust til dæmis til Ástralíu frá 1967 til 1970 og settust þar að, en stjórnvöld
þar vestra voru á þeim tíma áfram um að fá innflytjendur til landsins –
rétt eins og Kanadamenn einni öld fyrr. Um 1970 fluttu margir til Málm-
eyjar í Svíþjóð, einkum iðnaðarmenn og fjölskyldur þeirra og allmargir úr
þeim hópi sneru ekki til baka. Þá má nefna að fyrst eftir hrunið árið 2008
fluttust þúsundir Íslendinga til Noregs – og hafa ekki heimferð í hyggju
að því er fréttir fjölmiðla herma.
„Þetta eru mál sem væri sannarlega verðugt að gera skil. Hins vegar
eru þessi mál kannski of nærri okkur í tíma til að þau séu saga eða efni í
sýningu. En sá tími kemur áður en langt um líður og mikilvægt að fara að
búa í haginn með söfnun heimilda og öðru slíku,“ segir Valgeir Þorvalds-
son. sbs@mbl.is
Sagan sem vert er að segja
MARGIR ÍSLENDINGAR HAFA FLUTT UTAN
Staðarprýði Vesturfarasetrið setur sterkan svip á þorpið.
Næst verður komið við á
Sauðárkróki á 100 daga
hringferð Morgunblaðsins.
Á morgun
Alls 78 manns eiga lögheimili á Hólum í Hjaltadal.
„Ríðum heim til Hóla,“ segir í kvæði Guðmundar
skólaskálds sem hvert barn lærði forðum daga og
ræður miklu um að velflestir þekkja til staðarins. Að
fara heim til Hóla er málvenja fyrir norðan sem end-
urspeglar að þetta er stór staður.
Af mörgum þekktum biskupum á Hólum eru
stærstu nöfnin líklega Guðbrandur Þorláksson sem
sat staðinn um 1600 og lét þýða og prenta biblíuna
frægu, á undan honum var Jón Arason, síðasti kaþ-
ólski biskupinn á Hólum.
Starfsemi bændaskóla á Hólum hófst árið 1881.
Öld síðar hafði hún nánast lagst af, en þá var blásið
til sóknar og án þess að á aðra sé hallað var Jón
Bjarnason, þá skólastjóri og seinna ráðherra, pott-
urinn og pannan í málinu. Árið 2003 var starfsemi
skólans færð á háskólastig.
Biblíu-Guðbrandur
og Jónarnir eru tveir
HÓLAR ERU STÓR STAÐUR
Hofsós er einkar fallegt og vinalegt þorp
við austanverðan Skagafjörð. Hofsós er
einn elsti verslunarstaður landsins og mörg
gömul og falleg hús sem setja svip sinn á
staðinn.
Íbúar Hofsóss hafa lengst af byggt afkomu
sína á sjávarútvegi en á síðustu árum hefur
ferðaþjónusta skipað sífellt stærri sess í
atvinnulífinu enda margt athyglisvert að sjá
og upplifa á staðnum. Má þar nefna Vestur-
farasetrið, Staðarbjargarvík og glæsilega
sundlaug sem var gjöf frá athafnakonunum
Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur.
Á Hofsósi er eina fyrirtækið á landinu sem
framleiðir saumaða íslenska fána og auk
þess eina fyrirtækið á landinu sem framleiðir
pústkerfi í bíla.
Á Hofsósi og nágrenni er gott mannlíf, mikil
náttúrufegurð, fjölbreytt þjónusta og lausar
byggingalóðir fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
www.skagafjordur.is
Velkomin í Skagafjörð!