Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Framlag ríkisins til Landhelgisgæslu Íslands hefur ekki haldist í hendur við aukin heildarútgjöld hennar síð- ustu ár. Heildarútgjöld Landhelg- isgæslunnar hafa aukist um tæpar þrjú þúsund milljónir á fimm ára tímabili, eða 2.752 milljónir, milli ár- anna 2008 til 2012. Þetta kemur fram í ársskýrslu Landhelgisgæslunnar. Mestu breytingarnar eru að hlut- fall reksturs flugdeildarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Þessi aukning hefur bein áhrif á siglingar varðskipanna sem dregið hefur verið úr í kjölfarið. Þetta kemur fram í fyr- irspurn Morgunblaðsins til Land- helgisgæslunnar. Árið 2012 námu heildarútgjöld Landhelgisæslunnar 5.622 milljónum króna en framlag ríkissjóðs var þá 3.685 milljónir króna, eða 65% af heildarútgjöldum. Í lok ársins var uppsöfnuð staða neikvæð um 55 milljónir króna. Þrátt fyrir tekjur af verkefnum erlendis. Hins vegar árið 2009 héldust heild- arútgjöld og framlag ríkisins í hend- ur. Greiðsla úr ríkissjóði nam 90% af heildarkostnaði Landhelgisgæsl- unnar. Það ár var uppsöfnuð staða í lok ársins jákvæð um 125 milljónir króna. Miklar breytingar 2011 Árið 2011 var tími mikilla breyt- inga hjá Landhelgisgæslunni. Þá kom varðskipið Þór nýtt inn í skipa- flotann. Þá sameinaðist einnig Varn- armálastofnun Landhelgisgæslunni sem þýddi að tilheyrandi verkefni voru komin á borð Landhelgisgæsl- unnar. Til að mynda bættist við nýr liður; loftrýmiseftirlit sem var það ár 21% af rekstrartekjunum, eða 741 milljón króna. Sá liður var mun hærri en rekstur varðskipanna sem nam 300 milljónum, eða 9%. Það ár var framlag ríkissjóðs aukið um 600 milljónir króna milli áranna 2010- 2011. Árið 2011 var uppsöfnuð staða í lok árs jákvæð um 419 milljónir. Flugrekstur kostnaðarsamur Flugrekstrarkostnaðurinn hefur aukist milli ára. Árið 2009 var hann 1.659 milljónir króna, eða 63% af heildarkostnaði þegar litið er til skiptingar kostnaðar milli deilda inn- an Landhelgisgæslunnar. Til sam- anburðar nam kostnaðurinn árið 2012 2.347 milljónum króna sem þá var 56% af kostnaði. Breytingin sést einnig ef litið er til allra flugtíma loftfara frá árunum 2008 til 2011 þá hefur þeim fjölgað um 639 tíma. Árið 2008 voru þeir 1.163 en voru komnir upp í 1.802 tíma árið 2011. Tekjur Landhelgisgæslunnar Stofnunin hefur frá árinu 2010 sinnt verkefnum erlendis m.a. fyrir landamærastofnun Evrópu og Evr- ópusambandið. Hefur það verið gert í því skyni að afla tekna til reksturs- ins. Heildartekjur árið 2011 voru 1.528 milljónir króna, þar af 1.236 vegna erlendra verkefna. Heildar- tekjur árið 2012 voru öllu minni eða námu 1.459 milljónum króna, þar af 1024 vegna erlendra verkefna. Upp- safnaður tekjuafgangur var að fullu notaður á árinu 2012. Ekki náðist í Georg Lárusson forstjóra Landhelg- isgæslunnar við vinnslu fréttarinn- ar. Kostnaður umfram framlag  Hlutfall reksturs flugdeildar Landhelgisgæslunnar hefur aukist mikið síðustu ár  Hefur komið niður á siglingu varðskipa  Heildarútgjöld aukist um tæpar þrjú þúsund milljónir frá 2008 til 2012 Landhelgisgæsla Íslands Rekstrartölur 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 -1.000 Heildarútgjöld Framlag ríkissjóðs Uppsöfnuð staða í lok árs Tölurnar eru í m.kr. 2008 2009 2010 2011 2012 2. 87 0 2. 86 8 3. 59 2 4. 98 6 5. 62 2 2. 60 4 2. 90 4 2. 83 5 3. 40 2 3. 68 5 -1 55 12 5 36 9 41 9 -5 5 Skipting kostnaðar eftir deildum *2011 fluttist loftrýmiseftirlit til Landhelgisgæslunnar vegna sameiningar við Varnamálastofnun. Varðskiparekstur Flugrekstur Stjórnstöð, sprengisveit Sjómælingar Annar rekstur *Loftrýmiseftirlit 2009 2010 2011 2012 21% 18% 9% 16% 63% 66% 56% 56% 6% 7% 6% 6% 2% 2% 2% 2% 8% 8% 6% 2% Ýmsar tölur úr rekstrinum *Árið 2011 fjölgaði þeim vegna verkefna fyrrumVarnarmálastofnunnar. Einnig var fjölgun í áhöfnum varðskipa vegna erlendra verkefna, alls 11 ársverk, úr 45 í 56. 2008 2009 2010 2011 Ársverk* 159 146 149 205 Úthaldsdagar varðskipa 533 393 587 576 Útköll flugdeildar 150 136 188 155 Flugtímar þyrlu 933 900 847 995 Flugtímar flugvél 230 310 818 807 Samtals flugtímar loftfara 1.163 1.210 1.665 1.802 Þegar skoðað er meðaltal útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar fyrstu átta mánuði þessa árs og síðastliðin tíu ár; frá ágúst 2003- 2013, og fjöldi þeirra borinn saman kemur í ljós 40% aukning útkalla. Þetta kemur fram á vef Landhelg- isgæslunnar. Þá hefur útköllum hjá þyrlum einnig fjölgað ört síðastliðin ár, og sýna niðurstöður fyrir fyrstu átta mánuði ársins fjölgun um 28% frá sama tímabili í fyrra. Fjölgunin er rakin til aukinnar ferðamennsku og fjölgunar ferðamanna til lands- ins. Erlendum einstaklingum sem fluttir eru með þyrlu fjölgar 110 einstaklingum var bjargað/ fluttir með þyrlu árið 2012, þar af voru 38 einstaklingar erlendir eða 35%. Árið áður voru útköllin 102, þar af 26% erlend. Verkefnin í út- köllum árið 2012 skiptast eftirfar- andi: 53% sjúkraflug, 33% leit og björgun, 8% önnur verkefni. Á sama tíma hefur úthaldsdögum varðskipanna fækkað til muna. Ár- ið 2012 voru öll varðskip flotans samtals 465 daga á sjó. Árið 2008 voru dagarnir 533. Í ársskýrslu Landhelgisgæsl- unnar fyrir árið 2011 kom fram að þá þegar stefndi í að úthald varð- skipanna yrði minna vegna niður- skurðar. „Vegna síendurtekins nið- urskurðar fjárveitinga stefnir í enn meiri samdrátt í rekstri LHG með minna úthaldi varðskipa og erf- iðari rekstrarstöðu þyrlubjörgunar og alls annars reksturs.“ Sú varð raunin en það sem af er ári 2013 hefur varðskipið Þór verið í 80 daga á sjó, til samanburðar við 125 daga allt árið 2012. Samtals hafa úthaldsdagar varðskipa það sem af er ári verið 190. Allt síðasta ár voru dagarnir 304. Varðskipin eru nú á tveimur stöðum; Reykjavík og á norðaust- urhorni landsins, til að geta fyrr brugðist við áföllum á þeim hluta hafsvæðisins. Ljósmynd/Eyjafréttir Varðskipið Þór Í ársskýrslu LHG fyrir árið 2011 kom þá þegar fram að það stefndi í að úthald varðskipanna yrði minna vegna niðurskurðar. Sú varð raunin, Þór hefur verið 80 daga á sjó það sem af er ári. Útköll flugdeildar aukist um 40% á tíu ára tímabili Morgunblaðið/Árni Sæberg Á flugi Útköllum þyrlu hefur fjölg- að sem og útköllum flugdeildar. Hæstiréttur stað- fest í gær fimm mánaða fangelsi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem sakfelldur var fyrir að kasta bjórglasi í annan mann á öldurhúsi í miðborg Reykjavíkur árið 2010. Maðurinn var með óflekkað sakavottorð og rannsókn málsins dróst og þótti því rétt að skilorðsbinda refsinguna. Glasið brotnaði með þeim afleið- ingum að maðurinn sem fékk það í andlitið hlaut skurð á vinstri auga- brún, vinstra megin á nefi og efri vör, sár á vinstri kinn og á hvirfli. Var árásarmanninum gert að greiða fórnarlambinu 300 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn játaði að hafa kastað bjórglasinu en sagði að um ósjálf- ráð varnarviðbrögð vegna yfirvof- andi árásar hefði verið að ræða. Dæmdur fyrir að kasta bjórglasi í annan mann Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.