Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Jafnræði fyrir lögunum er efst áblaði á fyrstu síðu bókarinnar
sem fjalla mundi um hvort lesand-
inn byggi í réttarríki.
En Viðskipta-blaðið upp-
lýsir: „Fjármála- og
efnahagsráðuneytið
neitar að veita upp-
lýsingar um það
hvernig útidyra-
hurðir Seðlabank-
ans og í Fossvogs-
kirkju voru
flokkaðar og hvaða
tollur var lagður á
þær.“
Í frétt blaðsins segir að LeifurBreiðfjörð hafi stefnt ráðuneyt-
inu og vilji vita hvort bronshurðir
sem hann gerði fyrir Hallgríms-
kirkju árið 2010 séu listaverk eða
smíðavörur í skilningi tollalaga.
Lögmaður Leifs telur niðurstöðu
málsins geta haft áhrif á túlkun
tollalaga og hvar vörur eru flokk-
aðar samkvæmt þeim. Smíðavörur
bera samkvæmt skilgreiningu tolla-
laga 25,5% virðisaukaskatt. Enginn
skattur er hins vegar lagður á lista-
verk.
Söfnuðurinn safnaði í 14 ár fyrirkirkjuhurðunum, þar af vænt-
anlega í þrjú og hálft ár fyrir virð-
isaukaskattinum. Hurðirnar voru
smíðaðar í Þýskalandi og eru þær
engin smásmíði; hvor þeirra vó um
átta hundruð kíló og þurfti krana til
að koma þeim á sinn stað.
Hurðirnar í Seðlabankanum og
Fossvogskirkju eru mikil listasmíði
eins og hurðirnar í Hallgrímskirkju.
Lögmaður Leifs telur að hurðirnar
hafi verið tollafgreiddar sem lista-
verk og því án virðisaukaskatts.
Fjármálaráðuneytið neitar aðsvara. Leifur kemur þar að
lokuðum dyrum, með eða án virð-
isaukaskatts.
Dyr Hallgríms-
kirkju.
Leyndarhyggja
lokar dyrum
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 19.9., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 6 rigning
Akureyri 6 rigning
Nuuk 10 skýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 12 léttskýjað
Kaupmannahöfn 16 léttskýjað
Stokkhólmur 12 léttskýjað
Helsinki 16 skýjað
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 13 léttskýjað
Dublin 16 skýjað
Glasgow 12 alskýjað
London 16 skýjað
París 16 skýjað
Amsterdam 13 skýjað
Hamborg 15 léttskýjað
Berlín 12 léttskýjað
Vín 15 skýjað
Moskva 13 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 26 heiðskírt
Winnipeg 16 alskýjað
Montreal 17 léttskýjað
New York 22 heiðskírt
Chicago 22 alskýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:06 19:37
ÍSAFJÖRÐUR 7:10 19:43
SIGLUFJÖRÐUR 6:53 19:26
DJÚPIVOGUR 6:36 19:07
Kl. 12–13 föstudaginn 20. september í stofu 101 í Lögbergi í
Háskóla Íslands.
Matthew Elliott segir frá baráttu breskra skattgreiðenda gegn
ágengum og ágjörnum stjórnvöldum.
Elliott stofnaði skattgreiðendasamtökin 2004. Þau berjast fyrir
lægri sköttum og betri nýtingu almannafjár. Elliott hefur gefið
út nokkrar bækur, þar sem komið er upp um sóun í opin-
berum rekstri, jafnt hjá breska ríkinu og Evrópusambandinu.
Elliott stofnaði líka grasrótarsamtökin Gætum Stóra bróður
(Big Brother Watch) árið 2011, en þau standa vörð um rétt-
indi og frelsi einstaklinga gagnvart ríkisvaldinu.
Elliott er talinn einn áhrifamesti stjórnmálaráðgjafi og skipu-
leggjandi grasrótarsamtaka í Bretlandi.
Varnarbarátta skattgreiðenda
Samtök skattgreiðenda á Íslandi, RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt,
og AECR, Evrópusamtök íhaldsmanna og umbótasinna.
Bændur á Jökuldal og Fljótsdal hafa
verið að finna kindur sem fennt hefur í
kaf og drepist í óveðrinu sem gekk yfir
í byrjun vikunnar. Ekki er búið að
finna margar dauðar og bændur segja
erfitt að átta sig á hversu margt hafi
drepist.
Eyjólfur Ingvason, bóndi á Melum í
Fljótsdal, segir að fjórar ær hafi fund-
ist dauðar á þriðjudaginn í svoköll-
uðum Rana milli Jökulsár á Dal og Ey-
vindarár. „Þær voru í bleytu og hafa
kannski orðið undir í troðningi. Lömb-
in stóðu ofan á þeim, en þau voru lif-
andi. Við fundum síðan 14 kindur lif-
andi sem við grófum úr fönn.“ Eyjólfur
sagði í samtali við mbl.is í gær að klár-
að yrði að smala svæðið í dag.
Bóndinn á Skjöldólfsstöðum á Jök-
uldal hafði í gærdag fundið eina dauða
kind og grafið tvær lifandi upp. Hann
segir snjóinn mikinn og fjöldi kinda
gæti leynst í grafningum og lækjum.
egol@mbl.is
Bændur finna kindur
sem fennt hafa í kaf
Sauðfé Óttast er að fleiri kindur eigi eftir að finnast dauðar undir snjó.
Eignir sem
Íbúðalánasjóður
hefur tekið yfir
eru nú 2.575 tals-
ins, samkvæmt
skýrslu sjóðsins
fyrir ágúst. Tæp-
ur helmingur
þeirra eigna er
þegar í útleigu
eða um 1.195. Þær 1.300 íbúðir sem
ekki eru í útleigu eru í mjög mis-
jöfnu ástandi, frá því að vera vart
fokheldar til þess að þarfnast nokk-
urra lagfæringa, segir í skýrslunni.
Íbúðalánasjóður setur að hámarki
1,5 milljónir króna í viðgerðir og
frágang á íbúð til þess að gera hana
leiguhæfa. Um 130 eignir í eigu
sjóðsins falla í þann flokk, segir í
frétt um málið á mbl.is.
Viðgerðum og standsetningu er
hraðað eftir megni og mun taka um
átta vikur að gera íbúðirnar allar til-
búnar fyrir leigumarkað. Í nóv-
ember er því áætlað að allar leigu-
hæfar íbúðir Íbúðalánasjóðs verði
komnar í leigu eða boðnar á leigu-
markaði. „Kosti standsetning fyrir
leigu meira en 1,5 milljónir kr. fer
viðkomandi eign í söluferli. Slíkar
eignir eru yfir þúsund talsins og er
stefnt að því að þær verði tilbúnar í
sölu fyrir áramót. Markaðsaðstæður
á mismunandi stöðum geta þó að
sjálfsögðu haft áhrif á það hversu
hratt eignir eru settar í sölu,“ segir
enn fremur í skýrslunni.
Íbúðalánasjóður
hefur tekið yfir
2.575 eignir