Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 ✝ Anna LaufeyStefánsdóttir fæddist í Reykjavík 30. desember 1928. Hún lést í hjúkr- unarheimilinu Mörkinni 10. sept- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Stefán Guðnason f. Reykjavík 8. októ- ber 1882, skó- smiður, verkstjóri og tónlist- armaður í Reykjavík, d. 2. des. 1974 og Vigdís Sæmundsdóttir f. á Brekkubæ í Gerðarhr., Gull., 7. sept. 1888, d. 15. feb. 1969. Systkini hennar voru Guðný Richter, f. 1907, d. 1993, Sæmundur Marinó, f. 1909, d. 1909, Margrét, f. 1910, d. 1985, Stefán Þórhallur, f. 1915, d. 1986, Ásta María, f. 1917, d. 1993, Skafti Sæmundur, f. 1921, d. 1946, Árný Fjóla, f. 1923, d. 1996 og Gunnar Héðinn, f. 1925, d. 1981, fósturbróðir Bragi Stefánsson (Kristgeirs), f. 1928. Anna Laufey var trúlofuð Halldóri Hjálmarssyni, f. 1927, d. 2010, þau slitu samvistum. f. 1956, eiginmaður Gunnar Einarsson, f. 1955, börn: 1) Eva Ýr, f. 1979, fyrrv. eiginmaður, John David Cilwa, barn: Max- imos Aiden Gísli Cilwa Jo- hnsson, f. 2003, unnusti Wilf- ried Serrie, börn: Nökkvi Knox Charles Serrié, f. 2009 og Alex- andra Freyja Iréne Serrié, f. 2012, 2) Einar Gísli; c) Vigdís Braga, f. 1973, fyrrv. eig- inmaður Baldvin Snæland, barn Arnar Snæland, f. 1996, eig- inmaður Hlynur Ívar Ragn- arsson, börn: Hilmar Bjarki, f. 2007 og Emelía Björk, f. 2009, stjúpsonur Kristófer Anton, f. 1995. Anna Laufey lauk barna- skólanámi í Austurbæjarskóla. Lengst af eða í 33 ár starfaði hún í Hagkaupum, fyrst í Lækj- argötu 4 og síðar í Skeifunni 15 þar sem hún var deildarstjóri fata- og vefnaðarvörudeildar. Hún var lengi trúnaðarmaður á sínum vinnustað og var í stjórn VR í allmörg ár. Réttindi versl- unarmanna og kjör voru henni hjartans mál. Á yngri árum stundaði Anna Laufey fimleika með fimleikadeild Ármanns og hafði mikinn áhuga á leiklist, lék lítil hlutverk í nokkrum sýn- ingum, m.a. fyrstu uppfærslu Gullna hliðsins. Útför Önnu Laufeyjar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag, 20. september 2013, kl. 15. Sonur þeirra er Skafti Þorkell, f. 1951, eiginkona Sigríður Hagalíns- dóttir, f. 1952, börn: 1) Bragi f. 1978, eiginkona Kristjana Ósk Jóns- dóttir, börn Þorri, f. 2007 og Helga Sigríður, f. 2010, 2) Sólveig, f. 1983, sambýlismaður Sigurður Rafnar Sigur- björnsson, 3) Sigrún, f. 1988. Árið 1955 giftist Anna Laufey Gísla Brynjólfssyni, f. 1930, d. 2002. Börn þeirra eru: a) Brynj- ólfur, f. 1955, eiginkona Gerður Þórisdóttir, f. 1957, börn þeirra: 1) Anna Álfheiður, f. 1977, fyrrverandi sambýlis- maður Hreiðar Árni Magn- ússon, börn þeirra: Snæfríður Birta, f. 1998 og Ísabella Erna, f. 2002. 2) Sverrir, f. 1980, eig- inkona Dagný Gréta Ólafs- dóttir, börn þeirra Ronja Björk, f. 2009 og Erik Óli, f. 2013, 3) Gísli Þór, f. 1987, fyrrv. sam- býliskona Júlíanna Garð- arsdóttir, barn: Hrafntinna Amelía f. 2012; b) Hafdís Inga, Í síðustu viku lést mamma mín, elsku mamma, sem hafði átt við erfiðan sjúkdóm að etja í mörg ár. Ekki löngu eftir fráfall pabba fór mamma að hverfa frá okkur smátt og smátt og með árunum vissi hún ekki hverjir það voru sem stóðu henni næst. Hún var þrátt fyrir það og alla tíð ljúfasta og besta kona sem ég þekki. Hún átti gott líf og góða að. Ég er óendanlega þakklátt fyrir það að hafa átt hana að í öll þessi ár, vildi bara að við hefðum fengið fleiri góð ár saman. Ég ólst upp við gott atlæti hennar og pabba og ég veit að í hans fang er hún kom- in núna. Nú eru þau saman komin aftur hvíldinni fegin, sjálfsagt eitthvað að bardúsa í sveitinni þar sem þeim leið svo vel. Elsku besta mamma mín, ég veit að þér líður betur núna, ég elska þig. Kysstu og knús- aðu pabba frá mér. Þín Vigdís Braga. Í dag verður jörðuð móðir mín Anna Laufey Stefánsdóttir. Hún lést 10. september síðast- liðinn eftir langa vanheilsu. Móðir mín minntist oft á æskuheimili sitt og foreldra sinna á Bergstaðastræti 17 í Reykjavík, einkum talaði hún um móður sína, Vigdísi Sæ- mundsdóttur, og þeirra sam- verustundir. Einnig göngur með föður sínum, Stefáni Guðnasyni, um Reykjavík. Hún hlustaði á umræður afa við þekkta Íslendinga sem komu oft upp hjá henni þegar keyrt var um borgina á seinni árum. Einnig hafði hún skemmtilegar sögur að segja af systkinum sínum í uppvextinum, t.d. við matarborðið. Þá var alltaf sleg- ið á létta strengi og spilað með hnífum og göfflum á borðið og sungið með. Einnig áttu þau systkini alltaf mjög lifandi sam- band, sérstaklega á meðan amma lifði og alltaf skemmti- legt að hittast á sunnudögum á Bestó. Hún stundaði akróbatik hjá Ármanni í gamla daga og þótti mjög efnileg, einnig dansaði hún hjá leikfélagi Reykjavíkur, m.a. í Gullna hliðinu. Hún trú- lofaðist Halldóri Hjálmarssyni og eignaðist Skafta en þeirra samband entist ekki. Hún bjó hjá foreldrum sínum fyrstu árin með Skafta þar til hún hitti föð- ur minn, Gísla Brynjólfsson. Þau trúlofuðu sig og hófu bú- skap í Barmahlíð 18 og þeim fæddist Brynjólfur þar. For- eldrar mínir giftu sig 29.10. 1955 og rúmu ári síðar fæddist ég. Þau festu kaup á íbúð í Ljósheimum 9 í Reykjavík og bjuggu þar í byrjun en fluttust til Flateyrar í rúm tvö ár þar sem faðir minn var sveitar- stjóri. Ekki kunni móðir mín vel við sig þar og þráði að kom- ast til Reykjavíkur og eftir tveggja ára dvöl var farið aftur suður. Fljótlega eftir það byrj- aði hún að vinna í Hagkaupum við Lækjargötu og var boðið að vera með í uppbyggingu á Hag- kaupum í Skeifunni þar sem hún sá um fata- og húsbún- aðardeild og gerði það í nær 30 ár með miklum sóma. Einnig var hún í stjórn VR um árabil. Foreldrar mínir áttu mjög farsælt hjónaband og var unun að fylgjast með þeim og hvern- ig þau skildu hvort annað í einu og öllu. Við bjuggum við mikið öryggi og umhyggju þó að ekki væri mikið ríkidæmi en þó átt- um við allt. Hún var fámál en hafði sínar leiðir til að tjá sig og notaði mikið augun. Alltaf vissi ég hvenær hún var ánægð með mig og öfugt og þurftum við bara að horfast í augu, þá skild- um við hvor aðra. Okkur systk- inum bættist við gullmoli, hún Vigdís (Dísa), í systkinahópinn þegar við vorum um og yfir tví- tugt, gaf hún okkur og foreldr- um mínum mikið og var gleði- leg viðbót við hópinn. Upp frá því var farið í byggingu á sum- arbústað sem átti hug þeirra allan og var fjölskyldan mikið saman þar um árabil og eigum við öll góðar minningar með þeim í sveitinni. Þegar faðir minn féll frá 2002 var það móður minni mikið áfall og fór henni að förlast upp frá því. Síðustu þrjú árin hefur hún búið í Mörkinni í Skeifunni þar sem henni leið mjög vel enda aðbúnaður til fyrirmyndar og starfsfólk með eindæmum gott og langar mig (okkur) að þakka þeim fyrir alla þá umhyggju sem þau sýndu móður okkar og okkur þennan tíma. Þín verður sárt saknað af okkur öllum elsku mamma mín. Þín dóttir, Hafdís Inga. Elsku besta amma okkar. Nú hefur þú kvatt þennan heim og yndislegar minningar um þig streyma fram í hugann. Við minnumst þess hversu notalegt var að koma til ykkar afa í heimsókn. Þú varst svo dugleg að gera vel við fólkið þitt og tókst ávallt svo vel á móti okk- ur þar. Það var ákveðin hefð að koma á laugardagsmorgnum í kaffi og „meððí“, svo hlýlegt og gott og allir svo léttir og kátir. Afi las upp úr Newsweek eða fræddi okkur um heimsmálin á meðan þú tókst til kræsingarn- ar létt og kát. Heimilið svo hreint og fínt og þú með svo fínt hárið eftir föstudagslagn- inguna. Þú varst svo rosalega mikill sælgætisgrís og þótti ekkert betra en að fá smá súkkulaði og kökur. Okkur fannst ekkert slæmt að þér þætti það jafngott og okkur og vorum alveg hæst- ánægð með þig sem gestgjafa. Eitt af því sem okkur er minn- isstætt í matarboðum er hversu fljót þú varst að borða. Stund- um varstu búin þegar hinir voru rétt að byrja. Okkur fannst það alltaf svo fyndið og krúttlegt. Þessi ávani var lík- lega frá árunum þínum í Hag- kaup þar sem þú lagðir á þig mikla vinnu sem deildarstjóri. Þar varstu nánast alltaf á hlaupum, ávallt mjög dugleg og ósérhlífin. Þið afi voruð alltaf svo miklir félagar og vinir. Þið elskuðuð að vera uppi í sumarbústaðnum ykkar við Apavatn og gróður- setja þar tré og blóm saman í hvernig veðri sem var. Þarna gátuð þið dundað ykkur allan daginn með góðum kaffipásum á milli þar sem þið spjölluðuð við okkur barnabörnin, frædd- uð okkur um plöntur og dekr- uðuð með sætindum. Við minn- umst einnig dillandi hláturs þíns þegar afi var að stríða þér. Þú hafðir svo gaman af því og það yljar manni að hugsa til þess. Það var alltaf svo stutt í húmorinn hjá þér enda umvafin fólki sem finnst ekkert leiðin- legt að fíflast svolítið en þér fannst það svo skemmtilegt. Eitt af þínum skemmtilegu ein- kennum var hvað þú gast verið hreinskilin. Þú áttir það til að hugsa upphátt og segja eitt- hvað upp úr þurru sem gat vakið athygli okkar. En það var alltaf vel meint og þú vildir öll- um vel. Þú varst bara hrein og bein og maður vissi alltaf hvar maður hafði þig. Þú varst um- hyggjusöm og yndisleg amma, dugleg, sterk og sjálfstæð. Síðustu ár þín hrjáði sjúk- dómur þig og þú hvarfst smám saman inn í heim óminnis. Þrátt fyrir veikindin varstu ávallt glöð að sjá okkur. Það var augljóst að þú þekktir and- lit okkar fram á síðustu stund og var ómetanlegt að fá að halda í höndina þína eins og þér þótti svo gott. Þú varst svo mikil kelirófa. Þessi stund var okkur dýrmæt og hverfur okk- ur seint úr minni. Við eigum eftir að sakna þín ótrúlega mikið elsku amma. Við trúum því að afi hafi tekið vel á móti þér og nú líði þér vel og sért hraust. Það er svo gott að hugsa til þess og trúa að nú séuð þið afi loks saman á ný. Við munum ætíð geyma minningar um þig í hjörtum okkar. Hvíl í friði, elsku amma. Með ást og virðingu, þín barnabörn, Anna Álfheiður, Sverrir og Gísli. Elsku amma mín, mikið varstu mér alltaf góð. Ég gleymi aldrei því að vera í næt- urgistingu í Snælandinu hjá þér og afa. Sofna í sykurvímu út frá hrotunum í ykkur tveim- ur. Vakna svo og fá kókópuffs og nýmjólk. Bústaðurinn við Apavatn vekur einnig yndisleg- ar minningar, hjálpa þér og afa að setja niður og taka upp kart- öflur. Þessi yndislega draum- veröld sem ykkur tókst að byggja upp og græða landið. Sumarið 2005 er mér alltaf dýrmætt, það sumar bjuggum við amma saman í Lautarsm- áranum. Þar eyddum við kvöld- unum saman hlið við hlið að horfa á gamlar myndir, spjalla, fá ráð út í lífið og neyta óhóf- legs magns af sælgæti og kók. Já, amma, sorgin er mikil en eftir lifa yndislegar minningar um kraftakonu. Konu sem gat allt. Stýrt Hagkaup í Skeifunni og haldið heimili með fjórum börnum. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness) Sigrún. Ástkæra amma mín. Núna ertu alveg farin frá okkur. Ég vona að þú og afi séuð saman á ný. Ég hef óteljandi margar minningar um þig. Alltaf varstu svo góð, blíð og brosmild. Ég kom oft til þín í Hagkaup þar sem þú varst að vinna og fannst mér alltaf svo gaman þegar ég fékk að fara með þér í kaffi. Ég fékk alltaf kókómjólk og snúð og svo sat ég með þér og stelpunum að spjalla. Á sumrin kom ég heim til Ís- lands, ég vildi frekar koma heim til þess að vera hjá ykkur en að ferðast um Evrópu. Best- ar voru helgarnar uppi í sum- arbústað. Hlaupandi um að skoða, tína ber og að horfa á minnsta svarthvíta sjónvarp sem til er. Og var ekki á það bætandi að það var appelsínu- gult með handfangi. En allt eru þetta frábærar minningar sem gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég var alltaf svo stolt af þér, amma mín. Allt sem þú gerðir fyrir okkur mun lengi lifa í hjarta mínu og mun ég aldrei gleyma góðmennsku þinni, brosinu þínu, kexskúffunni þinni, hlátrinum þínum, sunnu- dagslambalærinu og jólaboðun- um. Takk, amma, fyrir allar sam- verustundir okkar. Takk fyrir að sitja óteljandi klukkustundir með mér að horfa á Önnu í Grænuhlíð, fyrir að hugga mig þegar ég saknaði mömmu og pabba, fyrir að vera alltaf til staðar þegar ég þufti á þér að halda. Ég mun aldrei gleyma þér og þú munt lifa áfram í sögum mínum og hjarta. Þitt barnabarn, Eva Ýr. Anna frænka, Gísli og fjöl- skylda voru stór partur af lífi okkar systkina frá upphafi. Of- arlega eru í huga öll sjónvarps- lausu fimmtudagskvöldin sem fjölskyldur okkar áttu saman, annaðhvort á heimili þeirra eða okkar. Einnig öll aðfangadags- og gamlárskvöldin sem þær frænkur Ása móðir okkar og Anna skiptust á að taka á móti fjölskyldum hvor annarar. Lýs- ir það dugnaði þeirra og vænt- umþykjunni á milli þeirra og til fjölskyldunnar að leggja þessa vinnu á sig þrátt fyrir að vera báðar útivinnandi. Margar góð- ar stundir áttum við einnig saman í sumarbústöðunum í Holtunum. Allra þessara stunda minnumst við systkinin og söknum þeirra tíma sem við átt- um með stórfjölskyldunni og eru þessar minningar okkur mjög dýrmætar. Anna frænka var mikill dugnaðarforkur og vann alla sína starfsævi hjá Hagkaup. Þegar við systur urðum ung- lingar útvegaði hún okkur vinnu hjá Hagkaup í sumar- og jólafríum og upplifðum við þá hve dugleg og vel metin hún var af sínu samstarfsfólki. Aldr- ei heyrði maður styggðaryrði um hana sem yfirmann en við vissum líka að hún gerði kröfu um að starfsfólkið skilaði sínu enda alin upp á þeim tíma sem allir þurftu að leggjast á eitt við að hafa í sig og á. Kæri Skafti, Binni, Inga, Dísa og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Við minnumst Önnu frænku með söknuði, væntumþykju og þakklæti. Guðrún, Guðlaug og Þórhallur (Halli). Anna Laufey Stefánsdóttir Elsku afi. Okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér fyrir stundirnar okk- ar saman. Við munum eftir því þegar við komum í heimsókn til ykkar ömmu í Ásendann þar sem þú tókst á móti okkur með opinn faðminn og sagðir: „Nei, halló litlu sætu, mikið rosalega er gaman að sjá ykkur elskurnar mínar! Má ég ekki bjóða ykkur súkkulaðirúsínur?“ Þú brostir alltaf svo fallega og varst svo jákvæður og glað- ur. Eina skiptið sem við mun- um eftir þér fúlum var þegar þú hafðir leikið af þér og tapað Bjarni Linnet ✝ Bjarni Linnetfæddist í Vest- mannaeyjum 1. september 1925. Hann lést 6. sept- ember 2013. Bjarni Linnet var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 17. september 2013. í leiðinni skák á netinu við einhvern útlending. Við er- um þakklátar þér fyrir þann stuðning sem þú hefur veitt okkur í okkar tón- listarnámi gegnum árin og fyrir það að þú komst okkur alltaf til að hlæja og brosa með þín- um grallarastælum og krúttleika. Það er ekki hægt að hugsa sér betri afa en þig. Það var ótrúlega erfitt að kveðja þig en svona er bara líf- ið og við vitum að þú munt allt- af vera hjá okkur í anda. Við hittumst svo seinna þarna hin- um megin og við búumst við því að þú takir á móti okkur með þessum orðum: „Nei, halló stóru sætu, mikið rosalega er gaman að sjá ykkur elskurnar mínar! Má ég ekki bjóða ykkur súkkulaðirúsínur?“ Ingibjörg Ragnheiður Linnet (Imba) og Herdís Ágústa Linnet (Dísa). Riddarar reitaða borðsins minntust fallins félaga og skákforystumanns á taflfundi sínum í vikunni sem leið, en Bjarni Linnet er sá þriðji úr hópi Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, sem fellur frá á innan við ári. Þar er því sann- arlega skarð fyrir skildi. Bjarni heitinn Linnet var frumkvöðull að stofnun Skák- félags Hafnarfjarðar og for- maður þess fyrstu árin þegar taflfélag bæjarins var endur- reist 1974 til að blása nýju lífi í skáklíf staðarins. Einnig átti hann sæti í varastjórn Skák- sambands Íslands á árunum 1976-78, fyrstu tvö ár mín þar sem forseta fyrir margt löngu og ég minnist ljúfra samskipta við hann og hvatningar til góðra verka frá þeim tíma. Þá átti Bjarni einnig frum- kvæði ásamt sr. Gunnþóri Þ. Ingasyni að stofnun Riddarans – Bjarna Riddara – árið 1998, skákklúbbs eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, með að- setri í Strandbergi, safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju, þar sem hann tefldi sjálfum sér og öðrum til ánægju og yndisauka um árabil. Fyrir fimm árum var ákveðið í tengslum við tíu ára afmæli Riddarans að heiðra Bjarna með því að slá hann til riddara með pomp og prakt, sæma hann stórridd- aranafnbót í virðingar- og þakklætisskyni fyrir störf hans og þátttöku í klúbbnum allt frá stofnun hans, hug- kvæmni hans, háttvísi og snilli á skákborðinu. Friðsöm átakataflmennska með þungri undiröldu setti jafnan svip sinn á skákstíl Bjarna sem var öflugur og slyngur skákmaður, jafn- framt því að vera traustur fé- lagi og hvers manns hugljúfi í góðra vina hópi og brosmild- ur mjög. Nú er staðan breytt á skákborði lífsins. Hinn glað- væri andi Bjarna Linnet mun þó áfram svífa yfir vötnunum í skákstofunni Vonarhöfn en fögur minning um einstak- lega geðþekkan og ljúfan mann lifir þar áfram. Aðstandendum Bjarna heitins Linnet er vottuð inni- leg samúð frá þeim stóra hópi sem skáklistinni ann. Einar S. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.