Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 ný barnafatalína frá Lín Design Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is 25% Stjörnubörn kynningarafsláttur Íslensk hönnun unnin úr 100% hágæða bómull STUTTAR FRÉTTIR ● Heimilum sem eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð hefur fækkað um 10% það sem af er ári eða um 420 heimili. Í lok ágúst nam fjárhæð vanskila út- lána til einstaklinga 4,7 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 81,5 milljarðar króna eða um 12,43% útlána sjóðsins til einstaklinga. Þetta samsvarar 0,45% lækkun frá fyrri mán- uði. Heimili í vanskilum eru 4.291 og þar af eru 638 heimili með frystingu á lán- um sínum. Alls voru 8,59% þeirra heim- ila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok ágúst 2013. Nánar á mbl.is. Færri í vanskilum ● Stjórnvöld á Kýpur stefna að því að aflétta fjármagnshöftum á fyrri hluta næsta árs að öllu leyti að undanskildum fjármagnsflutningum til annarra landa. Þetta er haft eftir Harris Georgiades, fjármálaráðherra Kýpur, á fréttavef kýp- verska dagblaðsins Cyprus Mail í gær. Fjármagnshöftin á Kýpur voru sett á í mars á þessu ári og voru mun umfangs- meiri en hér á landi þar sem Kýpverjar eru ekki með eigin gjaldmiðil heldur deila evrunni með öðrum ríkjum á evru- svæðinu. Nánar á mbl.is. Áfram höft á fjármagns- flutninga frá Kýpur Eigi að takast að laða erlenda fjár- festa til Íslands skiptir sköpum að tryggja stöðugleika á Íslandi – bæði pólitískan og efnahagslegan – þannig að íslensk löggjöf og skattaumhverfi sé fyrirsjáanlegt. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra í opnunar- ávarpi sem hann flutti á fjárfestinga- ráðstefnu í London í gærmorgun, en hann lauk máli sínu með þeim skila- boðum til erlendra fjárfesta að hann vonaðist til að „sjá ykkur, og pen- ingana ykkar, á Íslandi“. Ráðstefnan er haldin af Merger- market, en samstarfsaðilar eru Ar- ion banki, Fjárfestingastofa Íslands, Carbon Recycling og lögfræðistofan Logos. Um það bil 150 manns sækja ráðstefnuna. Sigmundur sagðist telja að Ísland stæði nú á ákveðnum tímamótum. Komin væri til valda ríkisstjórn, með ríflegan meirihluta á Alþingi, sem hefði skýra sýn um hvernig mætti auka fjárfestingu á Íslandi. For- sætisráðherra benti á að sögulega séð hefðu samstarfsstjórnir Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins staðið sig vel í stjórnun efnahagsmála; með góðum hagvexti, lækkun ríkisskulda og stöðugleika í ríkisfjármálum. Allt væru þetta at- riði sem skiptu áhugasama erlenda fjárfesta miklu máli. Að sögn Sigmundar verður ís- lenska krónan gjaldmiðill landsins til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Stjórn- völd hafi trú á íslensku krónunni og muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að skapa þá efnahagslegu umgjörð sem treystir stoðir gjald- miðilsins. Forsætisráðherra er sann- færður um að krónan muni endur- heimta styrk sinn þegar ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem séu í und- irbúningi verði að veruleika. Hluti af þeim aðgerðum er að losa um fjármagnshöftin. Uppgjör föllnu bankanna er nauðsynleg forsenda áður en ráðist er í afnám hafta og sagði forsætisráðherra að það „svig- rúm“ sem myndi skapast í þeim að- gerðum, með samningum við erlenda kröfuhafa, yrði nýtt að hluta til að koma til móts við skuldug íslensk heimili. Sagði forsætisráðherra að slík niðurstaða væri báðum aðilum í hag þar sem í kjölfarið yrði hægt að losa um fjármagnshöft, sem myndi gagnast bæði lántakendum og kröfu- höfum. hordur@mbl.is Tryggja þarf stöðugleika  Fjárfestar reiða sig á fyrirsjáanleika Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir ríkið verða að nýta þá fjármuni sem losna við sölu á eignarhlutum þess í íslensku viðskiptabönkunum til þess að draga úr skuldum og greiða upp íþyngjandi lán. „Ég sé fyrir mér að sala á eignarhlutum muni fyrst og fremst gagnast til að bæta skulda- stöðuna og um leið lækka vaxta- byrði ríkissjóðs.“ Þá leggur hann áherslu á að á næstu árum verði fundnar leiðir til þess að afnema ábyrgðaryfirlýsingu ríkisins vegna innistæðna í íslenskum bönkum. Bjarni var einn ræðumanna á morgunfundi Landsbankans í Hörpu í gærmorgun en yfirskrift fundarins var: Eru íslensk fjár- málafyrirtæki spennandi fjárfest- ingarkostur? Bjarni sagði styttast mjög í að íslensku fjármálafyrirtækin verði álitlegur fjárfestingarkostur. Enn sé þó margt í vinnslu, bæði hjá hinu opinbera og hjá markaðinum. „Það er greinilegt að reglur um eigið fé banka eru í mikilli endur- skoðun og mætti segja að kröf- urnar væru nokkuð háar. Það verður erfiðleikum bundið að ná góðri ávöxtun á það fé til lengri tíma litið.“ Gísli Hauksson, framkvæmda- stjóri GAMMA, tók undir þau orð en hann benti á mikilvægi þess að minnka bankana áður en hugað væri að sölu þeirra. „Eigið fé þeirra er of mikið.“ Sem dæmi nefndi hann að hægt væri að greiða út arð og lækka með þeim hætti eiginfjárhlutfall bankanna. Í erindi sínu benti Bjarni jafn- framt á að kostnaðarhlutföll bank- anna þyrftu hugsanlega að vera lægri hér á landi til að vega upp ókosti hins litla markaðar. Draga úr þætti ríkisins Hann sagði að mynda þyrfti skýra framtíðarsýn varðandi eign- arhald ríkisins á bönkunum og taldi hann brýnt að draga nokkuð úr þætti ríkisins. „Við eigum eftir að klára þessa umræðu á vettvangi stjórnmálanna en ég sé það fyrir mér að ríkið stefni að því að eiga drjúgan hlut, mögulega stærsta hlutinn, í Landsbankanum, en að öðru leyti losni um eignarhaldið með skráningu á markað. Hvað varðar aðra eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum finnst mér einsýnt að ríkið eigi að losa um það eignarhald við fyrsta tækifæri.“ „Brettum upp ermar“ Magnús Harðarson, aðstoðarfor- stjóri Kauphallarinnar, sagði hluta- bréfamarkaðinn ráða vel við skrán- ingu Landsbankans á markað. Í erindi sínu fjallaði hann meðal ann- ars um hvernig eignarhaldi á nor- rænum bönkum væri háttað. Benti hann á að mikilvægustu bankarnir á Norðurlöndunum væru skráðir í kauphöll og að traust sé sett á dreift eignarhald, þar sem ríkið er ekki áberandi eigandi. Sagði hann að skráning Landsbankans á mark- að myndi vera virðisaukandi að- gerð fyrir eigandann, í þessu tilfelli ríkið, myndi styrkja verðbréfa- markaðinn og greiða fyrir fjár- mögnun atvinnulífsins. „Skilaboð mín eru einföld: Brettum upp erm- ar!“ Alvarleg skuldastaða ríkis- ins kallar á sölu ríkiseigna  Fjármálaráðherra vill finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankainnistæðum Djúpt hugsi Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Á fundi Lands- bankans í gær var reynt að leita svara við því hvort íslensk fjármálafyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur. Morgunblaðið/Eggert Bankarnir of stórir » Gísli Hauksson, fram- kvæmdastjóri GAMMA, telur bankana vera of stóra til að skrá þá á hlutabréfamarkað í dag. » Ef bankarnir myndu fara inn á markaðinn í dag yrðu þeir um 60% af nýjum hlutabréfamark- aði. » Vert sé að skoða hvort ekki sé mögulegt að sérhæfa bank- ana í meira mæli í stað þess að þeir sinni allir sömu verkefn- unum. » Sérhæfðir bankar gætu frek- ar höfðað til fjárfesta.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +,+-01 ++2-1 3+-20 3.-23+ +4-42 +0.-45 +-3.01 +43-/2 +2+-05 ++,-00 +,+-45 ++1-.5 3+-2,0 3.-243 +4-,+/ +0+-3+ +-3.13 +40-+ +2+-1, 3+1-0/55 ++,-2+ +,3-0+ ++1-04 3+-1/2 3.-150 +4-,1 +0+-/4 +-3+.1 +40-25 +23-35 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.