Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
✝ Magnús fæddistí Reykjavík 9.
mars 1936. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 7.
september 2013.
Foreldrar hans
voru Helga Har-
aldsdóttir, f. 1902 á
Hrafnkelsstöðum í
Hrunamanna-
hreppi, d. 1955, og
Einar Kristjánsson,
f. 1903 í Langholtsparti í Flóa, d.
1984. Bræður Magnúsar eru
Haraldur, f. 1934, d. 2013,
kvæntur Margréti Magn-
úsdóttur, f. 1940, og Kristinn, f.
1944, kvæntur Hönnu Sigurð-
ardóttur, f. 1946.
Magnús kvæntist 2. maí 1964
Guðrúnu Þ. Jóhannsdóttur frá
Hafnarf., f. 2. maí 1943. For-
eldrar: Halldóra Guðjónsdóttir
frá Réttarholti í Garði, f. 1909, d.
1996, og Jóhann Vilhjálmsson
frá Hafnarf., f. 1907, d. 1980.
Synir þeirra eru: 1) Einar Þór, f.
1964, kvæntur Hönnu Sím-
onardóttur, f. 1966. Börn: Magn-
ús Már, f. 1989, Agnes Eir, f.
1992, Anton Ari, f. 1994, og Pat-
rik Elí, f. 1996. 2) Elvar Örn, f.
1968, kvæntur Önnu Maríu
skóla lauk Magnús námi við
Gagnfræðaskóla verknáms og að
því loknu lá leið hans í Sam-
vinnuskólann þar sem hann lauk
námi 1954. Einkaflugmannspróf
tók hann nokkrum árum síðar.
Sem unglingur vann hann m.a.
hjá bandríska hernum í Keflavík
og í búsáhaldaversluninni Bier-
ing við Laugaveg. Magnús hóf
tvítugur störf á Eignasölunni
Reykjavík og starfaði við fast-
eignasölu næstu 50 árin. Síðar
keypti hann fyrirtækið af stofn-
anda þess, tók við rekstrinum og
rak allt til ársins 1998 þegar
hann seldi það Húsakaupum.
Fyrirtækin voru sameinuð og
gerður starfssamningur við
Magnús til þriggja ára. Árið 1981
útskrifaðist Magnús sem löggilt-
ur fasteignasali og tók þátt í
stofnun Félags fasteignasala árið
1983. Magnús sat í stjórn félags-
ins 1985-1986. Hann var
framkvæmdastjóri Félags fast-
eignasala 2001-2004. Um árabil
var hann í eftirlitsnefnd félags-
ins. Magnús var útnefndur heið-
ursfélagi félagsins 2012. Magnús
lagði stund á útivist og hreyfingu
alla tíð. Þegar árin færðust yfir
gerðist hann heimsóknarvinur
hjá Rauða krossinum.
Útför Magnúsar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 20. sept-
ember 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
Snorradóttur, f.
1971. Börn: Alex-
andra, f. 1995, Rúna
Maren, f. 2001, og
Snorri Hrafn, f.
2007. 3) Agnar Már,
f. 1974, kvæntur
Berglindi Helgu
Sigurþórsdóttur, f.
1974. Börn: Gauti
Leon, f. 2002, Egill
Dofri, f. 2008, og
Lára Kristín, f.
2011.
Magnús ólst upp í Reykjavík,
fyrst í Sogamýri og síðar á Laug-
arnesvegi þar sem hann bjó til
fullorðinsára. Eftir fyrstu bú-
skaparár Magnúsar og Guðrúnar
í Hafnarfirði byggðu þau við
Efstaland þar sem fjölskyldan
bjó í átta ár. Árið 1976 byggðu
þau raðhús við Breiðvang í Hafn-
arf. og bjó fjölskyldan þar meðan
synirnir luku grunn- og fram-
haldsskólagöngu. Hjónin fluttu á
Skúlagötu í Reykjavík árið 1997
og hafa búið þar síðan. Magnús
og Guðrún byggðu sumarbústað
í landi Miðhúsa í Biskupstungum
árið 1973 og þar hafa þau varið
frítíma sínum við uppbyggingu
og skógrækt.
Eftir skyldunám í Laugarnes-
Gull af manni. Það er það
fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar ég hugsa um þig, afi. Þær
eru endalausar skemmtilegu
minningarnar um þig en þær
neikvæðu eru einfaldlega ekki
til. Frá því að ég man eftir mér
þá vildirðu allt fyrir alla gera og
ég man eftir mörgum skemmti-
legum helgum sem ég dvaldi hjá
þér og ömmu þegar ég var yngri.
Hvort sem það var í Hafnarfirði,
á Skúlagötu eða í Hreiðri þá var
alltaf gaman að koma í heimsókn
til ykkar og ég var alltaf spennt-
ur fyrir því að fá að koma yfir
helgi til ykkar. Hjálpsemi þín og
góðmennska hefur ekki minnkað
neitt með árunum og það var
ómetanlegt að fá hjálp frá þér
síðastliðinn vetur þar sem
reynsla þín í fasteignabransan-
um kom að góðum notum. Þú
vildir alltaf gera allt til að hjálpa
til, sama hver átti í hlut. Allir
minnast þín með bros á vör enda
var alltaf gleði í kringum þig.
Ég mun alltaf vera þakklátur
fyrir stundirnar sem ég átti með
þér. Þakka þér fyrir allt, afi. Ég
er stoltur af því að fá að bera
sama nafn og þú.
Magnús Már Einarsson.
Minn kæri bróðir, Magnús
Einarsson, er fallinn frá eftir
hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Í hugann koma myndir
frá fjölmörgum samverustund-
um okkar Magga á liðnum árum
og áratugum, þar sem hann var
jafnan fremstur í flokki, fljót-
huga og drífandi í öllu.
Við vorum þrír bræðurnir,
Haraldur elstur (en hann lést í
apríl sl.), þá Maggi tveimur ár-
um yngri og loks ég örverpið, tíu
árum yngri en Haraldur. Ég
minnist æsku- og unglingsára
okkar á Laugarnesveginum, þar
sem við bjuggum lengi þrír
ásamt pabba, eftir að móðir okk-
ar féll frá. Við bræður nutum
mikils frjálsræðis í Laugarnes-
inu, með fjöruna og stór óbyggð
svæði í nánd við heimilið. Var
þar margt brallað með krökk-
unum í hverfinu. Frá þessum
tíma er mér einkar minnisstætt
hve Maggi var alltaf þolinmóður
og góður við okkur pollana, mig
og leikfélaga mína, alltaf tilbúinn
að spjalla eða taka eina skák. Ég
naut þess líka að eiga vísan
stuðning eldri bræðranna ef eitt-
hvað bjátaði á, en við höfum allt-
af verið samrýndir.
Minnisstæðar eru ferðir sem
við bræðurnir fórum þrír saman,
ásamt eiginkonum okkar, á
hverju sumri í samfellt yfir 20
ár. Þessar ferðir kölluðum við
„bræðraferðir“. Þær voru skipu-
lagðar tímanlega og jafnan val-
inn nýr áfangastaður eða svæði
hér innanlands, þar sem við
dvöldum í nokkra daga og skoð-
uðum það markverðasta. Við
hjónin höfum gegnum árin notið
fjölmargra góðra stunda með
Magga og hans góðu eiginkonu
Rúnu, bæði á ferðalögum hér
heima og erlendis. Einnig höf-
um við átt margar samveru-
stundirnar í frábærum bústað
þeirra hjóna, „Hreiðri“ í Bisk-
upstungum, þar sem þau hafa
byggt upp og ræktað af miklum
myndarskap.
Í starfi sínu sem fasteignasali
um áratuga skeið kynntist
Maggi fjölda fólks og ávann sér
þar traust og tiltrú með störfum
sínum og viðmóti. Þannig var al-
gengt að menn leituðu til hans
aftur og aftur og síðar með
börnum sínum og jafnvel barna-
börnum, þegar þau uxu úr grasi
og hugðu á húsnæðiskaup.
Magnús var vinmargur, enda
hress og skemmtilegur félagi.
Hann var einstaklega hjálpsam-
ur og alltaf boðinn og búinn að
liðsinna vinum sínum og vanda-
mönnum. Hann var alltaf fljótur
til og ekki mikið að velta fyrir
sér einhverjum vandamálum,
heldur gekk strax í þau verkefni
sem vinna þurfti. Einstaka sinn-
um gat þó hugurinn og kappið
hlaupið aðeins með hann, en þá
var jafnan stutt í brosið og grín-
ið hjá honum.
Við hjónin viljum þakka
Magga bróður mínum sam-
fylgdina og ævilanga vináttu
sem aldrei bar skugga á.
Minningin um góðan dreng
mun lifa.
Kristinn Einarsson.
Eftir margra áratuga göngu
um litríka mannlífsflóru flokk-
ast samferðamennirnir með
ýmsum hætti. Sumir koma og
fara áhrifalítið og tilfinninga-
laust, aðrir verða málkunnugir
og kunningjar. Örfáir verða vin-
ir og skipta miklu máli. Magnús
Einarsson hitti ég fyrst fyrir um
60 árum. Hann var traustasti og
ærlegasti maður sem ég hef
kynnst. Hann var einn af mín-
um bestu vinum.
Magnús menntaðist í Sam-
vinnuskólanum, þar sem Jónas
frá Hriflu var í uppáhaldi sem
kennari. Eftir ýmis almenn
störf tók hann til við fasteigna-
sölu, síðar löggiltur og gegndi
mörgum ábyrgðarstörfum fyrir
stétt sína. Hann var fasteigna-
sali á sjötta áratug; kunnur og
virtur fyrir heiðarleika og þekk-
ingu í sinni starfsgrein.
Hvorki blettur né hrukka féll
á starf hans og æru. Vinum sín-
um var hann einstök hjálpar-
hella; ávallt reiðubúinn að að-
stoða og veita góð ráð. Hann var
vinur vina sinna og brást aldrei.
Mannkostir hans voru dæmafáir.
Magnús var lánsamur í einka-
lífinu. Hann kvæntist Guðrúnu
Jóhannsdóttur og eignuðust þau
þrjá syni sem allir hafa spjarað
sig vel. Hjónaband þeirra, sem
stóð í tæpa hálfa öld, einkenndist
af ást og trausti. Þau voru sam-
stiga í verkum sínum og í fjöl-
skyldunni allri ríkti kærleiksrík-
ur einhugur og samstaða. Hér er
ekkert ofsagt.
Fjölskyldur okkar bjuggu hlið
við hlið í nokkur ár, og í marga
áratugi hittist hópur vina og fé-
laga hvern föstudag í hádegis-
mat. Þar áttum við dýrmætar
stundir sem urðu stöðugt mik-
ilvægari. Nú eru tveir úr hópn-
um látnir. Magnús greindist með
krabbamein, sem hann tókst á
við af miklu æðruleysi, en vissi
sem var, að enginn vinnur sitt
dauðastríð.
Í erfiðum veikindum veitti
Guðrún manni sínum aðdáunar-
verðan stuðning og styrk, sem
létti langa og erfiða baráttu. Þar
var ekki hvikað frá loforði, sem
gefið var í upphafi hjónabands.
Lífi þessa góða drengs er nú
lokið. Minning um atorkumann,
ljúfan félaga og vin mun lengi
lifa skýr og vel varðveitt í huga
samferðamanna. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum honum allar
samverustundirnar og vináttuna
sem var svo dýrmæt. Guðrúnu
og fjölskyldunni flytjum við okk-
ar dýpstu og innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Árni Gunnarsson.
Föstudagar.
Okkur föstudagsfélögum
Magga verður föstudagurinn 19.
júlí 2013 minnisstæður. Þann
dag snæddi Maggi síðasta há-
degisverðinn með okkur. Við
vissum hvert stefndi því tveimur
árum áður greindist hann með
erfitt krabbamein. Maggi lét
sjúkdóminn ekki buga sig og
eins og ávallt var hann æðru-
leysið uppmálað.
Við félagarnir munum líka vel
eftir fyrsta föstudeginum sem
við snæddum saman. Við vorum
allir skriðnir yfir fyrstu 40 árin
og Gunnar Thoroddsen var for-
sætisráðherra. Peningaseðlarnir
voru glænýir og að nafninu til
var króna hundrað sinnum verð-
mætari en fyrir áramótin á und-
an. Hjörleifur upplýsti „um
hækkun í hafi“ og Davíð bar sig-
urorð af Markúsi Erni og Alberti
í prófkjöri og var kosinn borg-
arstjóri árið eftir. Nafnið Gerva-
soni var á allra vörum.
Maggi var lífsglaður ungur
maður með ævintýraþrá og „til í
allt nema sjálfsmorð“ eins og
hann sagði oft. Og ævintýrin
leyndust á hverju götuhorni og
bak við hvern hól. Miðað við sög-
urnar sem Maggi sagði af sínum
yngri árum og skólagöngu þá
var ekki sjálfgefið að hann
þroskaðist í þennan mannkosta-
mann sem hann var.
Hann var alltaf jákvæður,
stálminnugur og sagði skemmti-
lega frá. Ekki síst vegna þess að
hann var næmur á fas manna,
raddblæ og málfar og laginn við
að herma eftir þeim. Hann átti
til að gantast með pólitíkusa og
aðra framámenn. Einn af þeim
var t.d. Jónas frá Hriflu sem var
kennari hans í Samvinnuskólan-
um. Miðað við sögurnar var það
uppátækjasamur hópur sem sat
með honum í Samvinnuskólan-
um.
Einu sinni átti Maggi bíl sem
hann var stundum kenndur við í
vinahópi og kallaður Maggi
plast. En Maggi var ekki úr
plasti gerður. Hann var af skíra-
gulli. Heiðarlegur, hreinskilinn,
áreiðanlegur, hjálpfús og góð-
gjarn. Hann var ráðagóður og
gott til hans að leita. Í mörg ár
heimsótti hann aldraða einstak-
linga á vegum vina Rauða kross-
ins.
Fyrir utan föstudagana tengj-
ast einnig margar okkar bestu
stundir þeim Magga og Rúnu.
Þau eiga saman og sitt í hvoru
lagi sérstakan sess í hjörtum
okkar enda einstaklega elskuleg
og samheldin hjón. Þegar við
byrjuðum að hittast á föstudög-
um höfðu þau þegar eignast
strákana sína þrjá. Síðan hafa
tengdadætur og barnabörn bæst
við. Maggi lætur eftir sig fallega
fjölskyldu sem var þungamiðjan
í lífi hans.
Fyrsti föstudagshittingurinn
var 16. október 1981 á Lækj-
arbrekku. Við höfðum afrekað
ýmislegt en áttum flest eftir.
Síðan eru liðnir 1.665 föstudagar
og nærri 32 ár. Það eru góðir
vinir sem maður hlakkar til að
hitta í hverri viku í 32 ár.
Hugur okkar og samúð er
með Rúnu og fjölskyldu hennar
þegar Maggi kveður.
Takk fyrir samveruna, Maggi
minn, takk fyrir vináttuna.
Guðl. Gauti Jónsson og Karl
Grönvold, föstudagsfélagar.
Fallinn er frá sómamaðurinn
Magnús Einarsson fasteignasali
en hann var einn af stofnendum
Félags fasteignasala og stjórn-
armaður þess á fyrstu árum fé-
lagsins. Magnús var einn af þeim
mönnum sem allir vildu eiga að
vini. Hann var virðulegur í allri
framgöngu, vammlaus í starfi
sínu sem fasteignasali og menn
treystu honum í öllu því er hon-
um var falið að taka að sér.
Magnús var ávallt boðinn og
búinn að veita Félagi fasteigna-
sala liðsinni sitt og gegndi marg-
víslegum trúnaðarstörfum fyrir
félagið í áratugi. Öll störf hans í
þágu félagsins báru þess glöggt
vitni hve honum var umhugað
um að fasteignaviðskipti færu
fram með traustum og tryggum
hætti. Á árunum 2000 til 2004
gegndi Magnús stöðu fram-
kvæmdastjóra Félags fasteigna-
sala, yfirgripsmikil þekking hans
á öllu er laut að fasteignamark-
aðinum naut sín þar vel við
margháttuð og vandasöm störf
er sneru að innra starfi félagsins
ásamt því að veita starfandi fast-
eignasölum ráðgjöf og ekki síður
þeim er leituðu til félagsins með
úrlausnarefni í fasteignavið-
skiptum en þar var ekki í kot
vísað. Magnús sat í eftirlitsnefnd
Félags fasteignasala á árunum
2004 til 2007 og var öflugur
nefndarmaður, sem var afar um-
hugað um að störf fasteignasala
væru unnin af vandvirkni og í
anda laga og siðferðisreglna er
um þau gilda.
Árið 2012 var Magnús gerður
að heiðursfélaga Félags fast-
eignasala, sá fyrsti og eini í 30
ára sögu félagsins, er hlotnast
hefur sú sæmd sem viðurkenn-
ing fyrir einstaklega gifturík
störf við fasteignasölu og fyrir
félagið.
Magnús var einstaklega þægi-
legur maður í allri umgengni,
var viðræðugóður, hafði létta
lund og sá oft spaugilegu hlið-
arnar á málunum. Hann var
nærgætinn og meiddi aldrei
neinn með orðum eða gjörðum,
var orðlagður fyrir afburða fag-
mennsku og heiðarleika við milli-
göngu í stærstu viðskiptum er
menn eiga í á lífsleiðinni. Fast-
eignasalar hafa misst mætan fé-
laga og vin sem var óumdeildur
innan stéttarinnar og langt utan
hennar.
Félag fasteignasala þakkar
Magnúsi Einarssyni samfylgdina
og vottar eiginkonu hans og fjöl-
skyldu innilegrar samúð. Geng-
inn er góður og vammlaus maður
sem fasteignasalar munu minn-
ast um ókomna tíð.
F.h. Félags fasteignasala,
Ingibjörg Þórðardóttir,
formaður FF, og Grétar
Jónasson, framkvæmda-
stjóri FF.
Fallinn er frá kær vinur og fé-
lagi, Magnús Einarsson fast-
eignasali, lengst af á Eignasöl-
unni í Ingólfsstræti, þar sem
hann byrjaði kornungur maður,
nýútskrifaður úr Samvinnuskól-
anum. Á þessum árum þótti
Magnúsi ekki tiltökumál að taka
strætó til að skoða eða sýna fast-
eign. Bílaeign var ekki jafn-
almenn þá. Fasteignasala var
honum í blóð borin, fasteignasali
af lífi og sál. Kynni okkar hófust
1980, þegar auglýst var próf til
löggildingar fasteignasala. Við,
fimm fasteignasölumenn; Heimir
L. Fjeldsted, Magnús og und-
irritaðir, undir forystu Daníels
heitins Árnasonar, mynduðum
leshóp til undirbúnings fyrir
prófið. Ekkert formlegt nám var
í boði. Prófið var auglýst og þeir
sem hugðust þreyta það undir-
bjuggu sig sjálfir.
Á fyrsta fundinum sem var
haldinn á Eignaumboðinu á
Laugavegi 87 var Magnús seinn
fyrir. Við hinir biðum hans, litum
út um gluggann og sáum Range
Rover koma á siglingu niður
Laugaveginn og lagt með mikilli
sveiflu, snyrtilega við gangstétt-
arbrún. Út rýkur vörpulegur
maður með hratt, sérstakt
göngulag, hendur beinar niður
með síðum, en handarbökin upp
á við. Þar var kominn Magnús
Einarsson, hafði verið að skoða
„greni“ og orðið seinn fyrir.
Hann ávarpaði hópinn hrað-
mæltur: „Sælir piltar, er nokkuð
að gera í bransanum? Ég seldi
holu á Grettisgötu í dag og það
er töluvert að ske.“ Magnús seldi
„holur“ og „greni“, þegar aðrir
gortuðu af stórsölum. Þannig var
hann hógvær og kíminn. Þetta
varð upphaf að mikilli og góðri
vináttu sem aldrei bar skugga á.
Magnús var í forystusveit við
stofnun Félags fasteignasala.
Hann var gjaldkeri þess um ára-
bil. Síðar varð hann fram-
kvæmdastjóri félagsins og
fulltrúi þess í Eftirlitsnefnd fast-
eignasala. Fórst honum hvort
tveggja mjög vel úr hendi, mild-
ur og strangur í senn, vel liðinn
af öllum. Glaðværð hans kom í
veg fyrir að hann yrði óvinsæll,
þótt starfið fælist öðrum þræði í
að setja út á félaga sína. Rétt-
sýni og staðfesta í rökstuddum
aðfinnslum skópu honum virð-
ingu. Hann var fljótur til verka,
hlustaði af athygli, ígrundaði
lausnir, hugsaði hratt og lá á að
útskýra úrræðin. Oft talaði hann
mjög hratt. Þótt honum lægi á
að tala var hugurinn á undan
talfærunum. Það gat komið út
eins og hann ræki í vörðurnar,
en það voru talfærin, sem höfðu
ekki við hugsuninni. Hann var
skemmtilegur og fyndinn í góðra
vina hópi, kunni skemmtilegar
sögur og var vinmargur. Eftir
að við urðum löggiltir fasteigna-
salar hittumst við reglulega og
ræddum málin. Einnig áttum
við, sem þetta ritum, þess kost
ásamt mökum að njóta gestrisni
Magnúsar og Rúnu bæði á heim-
ili þeirra og í bústaðnum. Þá var
heldur betur glatt á hjalla og
margt skrafað. Magnús Einars-
son var myndarlegur á velli,
teinréttur, kvikur í hreyfingum
og glaðbeittur. Hann stundaði
göngur, sund og golf fram undir
það síðasta. Hann var heiðarleg-
ur, sjálfum sér samkvæmur og
honum lá gott orð til allra.
Hnökralaus áratuga ferill hans
ber þess vitni að genginn er
mikill mannkostamaður. Við og
eiginkonur okkar vottum Rúnu
og fjölskyldu Magnúsar okkar
dýpstu samúð.
Ingileifur
Einarsson,
Magnús Axelsson.
Vinur minn og félagi, Magnús
Einarsson, er fallinn í valinn eft-
ir baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Magnús varði meginhluta af
sinni starfsævi við störf á fast-
eignamarkaði. Hann var fast-
eignasali af gamla skólanum,
gegnheill og grandvar, skarp-
greindur og fljótur að greina
hismið frá kjarnanum í hverju
máli. Það var engin tilviljun að
hann var ráðinn framkvæmda-
stjóri Félags fasteignasala, þeg-
ar hann dró sig í hlé frá rekstri
fasteignasölu þegar leið á sjö-
tugsaldurinn. Betri mann var
vart hægt að hugsa sér til þess
starfa. Hann var hafsjór af
reynslu og fróðleik og nutu fé-
lagsmenn góðs af störfum hans
allt þar til hann var sjötugur.
„Nú er ég orðinn ellismellur og
verð að hætta,“ sagði hann í
gamansömum tón.
Örlögin höguðu því þannig að
við áttum samstarf um nokkurra
ára skeið þegar ég sat í stjórn
Félags fasteignasala. Mörg urðu
símtölin milli okkar á þeim tíma
til að fara yfir málefni líðandi
stundar. Magnús var fljótur að
hugsa og lá ekki á liði sínu þegar
taka þurfti afstöðu til hinna
ýmsu erinda sem félaginu bár-
ust. Oft rifjaði hann upp gamla
tíma frá því að hann byrjaði í
fasteignasölu upp úr miðri síð-
ustu öld, en hann hefur líklega
lifað mesta breytingaskeið á
fasteignamarkaði á Íslandi. Þá
var fólk almennt ekki með síma
og farið var með tilboðin heim til
fólks á kvöldin í strætó. Síðan
kom tölvuöldin og internetið og
allt var gjörbreytt á stuttum
tíma.
Magnús hafði einstaka frá-
sagnargáfu og færði sögur af
mönnum og málefnum í búning
sem iðulega kom viðmælandan-
um til að hlæja. Gamansögur
hans munu eflaust lifa áfram
með samferðamönnum hans. Ég
kveð að leiðarlokum góðan
dreng og umfram allt skemmti-
legan mann. Blessuð sé minning
hans.
Runólfur Gunnlaugsson.
Magnús Einarsson HINSTA KVEÐJA
Glaðlyndur, grallari,
ljúfmenni, töffari.
Rausnarlegur, röskur og
framkvæmdaglaður.
Alls ekki smámunasamur.
Heiðarlegur, hrifnæmur,
hlýr og hjálpsamur.
Stemmningsmaður.
Matelskur, tónelskur,
skarpur og bókhneigður.
Virkur, skemmtilegur,
sjarmerandi, eftirsóttur,
yndislegur og umfram allt,
æðrulaus.
Takk fyrir samfylgdina.
Berglind Helga
Sigurþórsdóttir.