Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er auðvitað gaman að fá tæki- færi til að vinna í Þjóðleikhúsinu auk þess sem í því felst skemmtileg áskorun. Hins vegar verður að viðurkennast að hjá mér er list- ræna ferlið og list- sköpunin alltaf sú sama, hvar svo sem sýningin er sett upp,“ segir Una Þorleifs- dóttir sem leik- stýrir nýju ís- lensku leikriti, Harmsögu eftir Mikael Torfason, sem frumsýnt verð- ur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 19.30. Samkvæmt upplýs- ingum frá leikhúsinu er Harmsaga nútímaleg ástarsaga um allt sem heppnaðist og líka allt sem fór úr- skeiðis í sambandinu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinnur höf- undur með þekkt þemu og morðmál úr íslenskum samtíma. „Verkið er þó ekki um eitthvert eitt ákveðið morð- mál. Það er meira um þessar að- stæður þar sem samband tveggja ein- staklinga er komið í öngstræti og fólk missir algjörlega stjórn á sam- skiptum sínum og tilfinningum og tekur ekki ábyrgð á sjálfu sér.“ Viðfangsefni sem tekur á Fram hefur komið að sögunni lýk- ur á morði og því liggur beint við að spyrja Unu hvernig hún nálgist verk- ið þegar öllum áhorfendum megi vera ljóst fyrirfram hvert stefni. „Fyrir mér skiptir mestu máli að miðla von- inni, því það hlýtur einhver ást að liggja að baki öllum samböndum. Fyrir mér skiptir mestu máli að segja sögu þessara samskipta og velta fyrir sér hvort aðrar lausnir hefðu verið í boði. Við spyrjum hvort þetta hefði þurft að gerast, hvenær þau voru komin of langt, hvenær ekki var leng- ur hægt að snúa við. Það er uppleggið hjá mér. Burtséð frá því hvernig verkið endar þá er meginspurningin í mínum huga hvað sé ofbeldi, þ.e. bæði líkamlegt og andlegt, og hvenær maður gerir eitthvað ófyrirgefanlegt. Mér finnst mikilvægt að áhorfendur upplifi að það sé möguleiki fyrir eitt- hvað annað en það sem í reynd gerist og möguleiki fyrir ástina. Því eitthvað er það sem heldur manni í svona helj- argreipum,“ segir Una og viður- kennir að það reyni á að takast á við svona erfitt efni. „Umfjöllunarefni verksins er þann- ig að allt listafólkið sem kemur að sýningunni horfir líka á sjálft sig og eigin samskipti. Sýningin er ekki bara um eitthvert fólk úti í bæ heldur alveg jafn mikið um okkur og um samskipti almennt,“ segir Una og tekur fram að áhorfendur muni þann- ig geta speglað sig í persónum verks- ins þó þeir hafi ekki persónulega reynslu af ofbeldissamböndum. „Því í öllum ástarsamböndum er einhvers konar valdatafl og samskiptamunstur sem myndast. Maður er berskjald- aðri í nánum samskiptum, enda leyfir maður sér að segja hluti við maka sinn sem enginn annar fær að heyra. Stundum eru ástarsambönd óheil- brigð og öllum fyrir bestu að ljúka þeim, en stundum er það bara ekki hægt og fólk er fast í óheilbrigðu munstri.“ Aðeins tvö hlutverk eru í Harm- sögu og eru þau í höndum Elmu Stef- aníu Ágústsdóttur og Snorra Eng- ilbertssonar. Elma útskrifaðist frá LHÍ í vor og Snorri í fyrra. „Ég hef bæði kennt þeim og unnið uppsetn- ingar með þeim og þekki þau því mjög vel. Mér fannst þau því bæði geta staðið undir þeirri áskorun sem þetta verk er.“ Vill samtal við leikskáldið Una starfar sem lektor í sviðs- listum við leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands auk þess að vera fagstjóri násmbrautarinnar fræði og framkvæmd við sömu deild. Hún réð sig til starfa við LHÍ að námi loknu, en Una lauk mast- ersnámi í leikstjórn frá Royal Hol- loway, University of London, árið 2004 en áður hafði hún stundað nám í leikhúsfræðum og -list við Gold- smiths College, University of Lond- on. Helstu leikstjórnarverkefni Unu fram til þessa eru Nú er himneska sumarið komið eftir Sigtrygg Magnason sem sýnt var á Árbæj- arsafninu sl. vor, samsköpunarverkið Óraland sem unnið var í samvinnu við Jón Atla Jónasson og útskrift- arnemendur LHÍ í Nemendaleikhús- inu árið 2012, Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason í Nemenda- leikhúsinu 2010 og Gengið á vit sög- unnar í samvinnu við START ART og Listahátíð í Reykjavík 2009. Allar ofangreindar uppfærslur eiga það sameiginlegt að vera ný ís- lensk verk og því liggur beint við að spyrja hvort Una sækist sérstaklega eftir slíkum verkefnum. „Já, því mér finnst mest spennandi að fást við ný leikrit sem velta upp spurningum um hver við séum og hvernig sé að vera manneskja á 21. öldinni. Mér finnst samvinnan og samtalið við leik- skáldið líka svo áhugavert,“ segir Una og bætir við: „Við Mikael náðum einstaklega vel saman í samtölum okkar um listina og lífið almennt og það er ómetanlegt í sköpunarferl- inu.“ Ljósmynd/Eddi Sársaukafullt Snorri Engilbertsson og Elma Stefanía Ágústsdóttir í hlutverkum sínum í Harmsögu. „Í öllum ástarsamböndum er einhvers konar valdatafl“  Leikritið Harmsaga frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld Una Þorleifsdóttir Úthlutað hefur verið í fyrsta skipti úr nýstofnuðum myndlistarsjóði sem heyrir undir myndlistarráð. Tuttugu milljónum króna var úthlutað til myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar. Alls bárust sjóðnum 83 umsóknir; 66 sóttu um verkefnastyrki og 17 und- irbúningsstyrki. Heildarupphæð um- sókna hljóðaði upp á 121 milljón króna. Úthlutað var 2,5 milljónum króna í undirbúningsstyrki til átta verkefna og hins vegar 17,5 milljónum króna í verkefnastyrki til 20 verkefna. Undirbúningsstyrkir  Bryndís Björnsdóttir 500.000 kr. vegna „Occupational Hazard“.  Hulda Rós Guðnadóttir 200.000 kr.: „útgáfa um rannsókn…“  Kristinn E. Hrafnsson 200.000 kr. vegna sýningar í Bogasal.  Nýlistasafnið 400.000 kr. vegna „Arkíf um listamannarekin rými“.  Ólafur Sveinn Gíslason 250.000 kr. vegna „Fangavarða“.  Sequences 450.000 kr.  Þóra Sigurðardóttir 300.000 kr. vegna Dalir og hólar 2014.  Þórdís Jóhannesdóttir 200.000 kr. vegna „Áráttu“. Verkefnastyrkir  Áhugamannafélagið Fríðfríð ein milljón kr. vegna Lusus Naturae.  Birna Bjarnadóttir 500.000 kr.: „Könnunarleiðangur á Töfrafjall- ið“.  Crymogea 500.000 kr.: „Hrafnkell Sigurðsson – Ljósmyndaverk“.  Einar Garibaldi 500.000 kr. vegna „Chercer un forme“.  Elín Hansdóttir 1.500.000 kr. vegna „One Room One Year“.  Ferskir vindar ein milljón kr. vegna Ferskra vinda í Garði.  Finnur Arnar Arnarsson 500.000 kr.: Menningarhúsið Skúrinn  Gjörningaklúbburinn ein milljón kr.: „Hugsa minn – Skynja meira“.  Hannes Lárusson 1.300.000 kr. vegna Íslenska bæjarins.  Íslenski skálinn KÍM 2.500.000 kr.: Íslenski skálinn á Feneyjatvíær- ingnum.  Jón Proppe 1.000.000 kr. vegna Ís- lenskrar samtímalistfræði.  Katrín Elvarsdóttir 500.000 kr.: „Dimmumót“.  Kristín Gunnlaugsdóttir 500.000 kr. vegna „Sköpunarverks“.  Kristinn E. Hrafnsson 500.000 kr. vegna Hverfisgallerís.  Listasafn Reykajvíkur tvær millj- ónir kr.: „Grunnur“.  Menningarfélagið Endemi 500.000 kr.: „Endemi – aukið samtal“.  Pétur Thomsen 700.000 kr. vegna útgáfu „Aðflutts landslags“.  Steinunn Gunnlaugsdóttir og Snorri Páll 500.000 kr. vegna „Slegið-sleikt-bleikt“.  Vasulka 500.000 kr.: „Vasulka stofa“.  Æsa Sigurjónsdóttir 500.000 kr. vegna „En Thule froiduleuse…“. 20 milljónum úthlutað í myndlist FeneyjaskálinnElín Hansdóttir Tónleikar í röðinni Á ljúfum nótum verða haldnir í Háteigskirkju í dag, helgaðir Disney- og söngleikjalög- um. Því verður um sannkallaða fjöl- skyldutónleika að ræða. Flytjendur eru Valgerður Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð sem bæði slógu í gegn í uppsetningu Þjóðleikhússins á Vesalingunum vorið 2012. Á tón- leikunum í dag syngja þau við und- irleik Vignis Þórs Stefánssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 12. Al- mennt miðaverð er 1.000 kr. Fjölskyldutónleikar í hádeginu í Háteigskirkju Fjölskyldutónleikar Þór og Valgerður verða á ljúfum nótum í hádeginu í dag. Helgar Alvöru Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch brunch Steikt beikon Spælt egg Steiktar pylsur Pönnukaka með sírópi Grillaður tómatur Kartöfluteningar Ristað brauð Ostur Marmelaði Ávextir kr. 1740,- pr. mann Barnabrunch á kr. 870 Ávaxtasafi og kaffi eð a te fylgir. H ug sa sé r! H ug sa sé r! Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi! Alla laugardaga og su nnudaga frá kl. 11.30 til kl. 14 .30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.