Morgunblaðið - 20.09.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Borgarráð Reykjavíkur ákvað á
fundi sínum í gær að úthluta Há-
skóla Íslands lóð við Sæmundargötu
15-19 vegna Vísindagarða. Alþjóð-
lega lyfjafyrirtækið Alvogen fyrir-
hugar að reisa um ellefu þúsund fer-
metra byggingu á lóðinni, sem er
um 7.000 fermetrar. Þar verður
starfrækt Hátæknisetur í samvinnu
við Vísindagarða Háskóla Íslands.
Alvogen hyggst hefja fram-
kvæmdir við Hátæknisetrið fyrir
lok þessa árs, en um 6 milljarðar
króna verða lagðir í byggingu húss-
ins og stefnt er að því að henni ljúki
innan tveggja ára. Fjármögnun
hússins er unnin í samstarfi við inn-
lenda og erlenda aðila. Um 19 millj-
arðar króna verða svo lagðir í rann-
sóknarstarf og þróun á
samheitalyfjum. Heildarfjárfesting
Alvogen vegna verkefnisins verður
því samtals um 25 milljarðar króna.
Hátæknisetrið mun hýsa alþjóð-
legar skrifstofur Alvogen, auk þess
sem þar mun fara fram þróun og
framleiðsla samheitaútgáfu líftækni-
lyfja sem eru nú þegar á markaði og
verða markaðssett þegar einkaleyfi
þeirra renna út. Þá munu um 200 ný
störf verða til á næstu tveimur ár-
um vegna setursins og er gert ráð
fyrir því að þau muni að meginhluta
fara til langskólagenginna Íslend-
inga.
Ísland ákjósanlegur staður
Dr. Fjalar Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri tækni- og gæðasviðs
Alvogen, mun stýra hönnun og upp-
byggingu setursins. Hann segir Ís-
land vera ákjósanlegan stað fyrir
lyfjaþróun þar sem einkaleyfaum-
hverfið hérlendis geri fyrirtækjum
kleift að hefja þróun og framleiðslu
lyfja áður en einkaleyfi þeirra renn-
ur út. „Þetta skapar ákveðið sam-
keppnisforskot fyrir Alvogen á
heimsvísu. Við sjáum því mikil tæki-
færi á þessu sviði,“ segir Fjalar.
Dagur B. Eggertsson, formaður
borgarráðs, fagnaði ákvörðun ráðs-
ins og sagði þetta vera tímamóta-
mál. „Í fyrsta lagi hefur Reykjavík
orðið ofan á í alþjóðlegri samkeppni
um að ná þessari mikilvægu starf-
semi og fjárfestingu til sín,“ segir
Dagur og bætti við að það sýndi
hvað hægt væri að gera með nánu
samstarfi borgarinnar við há-
skólana. „Í öðru lagi er þetta
stærsta beina fjárfesting á Íslandi
frá hruni,“ segir Dagur. Þá sé þetta
upphafið að uppbyggingu Vísinda-
garða Háskóla Íslands í Vatnsmýri.
„Öll þessi atriði eru í fullkomnu
samræmi við nýja atvinnustefnu
borgarinnar,“ segir Dagur að lok-
um.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há-
skóla Íslands, segir verkefnið vera
mikla lyftistöng fyrir Háskólann,
sem geti hagnýtt gríðarlega þekk-
ingu sem hafi byggst upp í áratuga
kennslu- og rannsóknarstarfi.
25 milljarða fjárfesting
Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst reisa Hátæknisetur í sam-
ráði við Háskóla Íslands 200 ný störf munu skapast
Ljósmynd/Alvogen
Milljarða fjárfesting Svona er ráðgert að anddyri Hátæknisetursins líti út þegar húsið er fullbyggt. Setrið mun
rísa við Sæmundargötu 15-19 og hýsa rannsóknastarf og þróun á samheitaútgáfu svonefndra líftæknilyfja.
Hátæknisetur
» Uppbygging á aðstöðu mun
kosta um 6 milljarða króna.
» Að auki verða 19 milljarðar
lagðir í þróun og framleiðslu á
líftæknilyfjum.
» Heildarfjárfesting Alvogen
verður því 25 milljarðar króna.
» Áætlað er að um 200 ný
störf verði til vegna verkefn-
isins á næstu tveimur árum.
Frásagnir minninganna með Þór-
arni Eldjárn. „Það komu um 80
manns og það var mjög gaman að
koma saman, fá sér kaffi og kleinur
og sjá sýninguna,“ segir Halldóra
Arnardóttir, verkefnisstjóri smiðj-
unnar. „Það voru allir ánægðir og
ef maður nær fram brosi þá er
markmiðinu náð.“
Opnuð var sýning sem gefur yfirlit
yfir afrakstur fyrstu smiðjunnar á
Íslandi innan verkefnisins Listir og
menning sem meðferð við Alzheim-
ers-sjúkdómnum. Á sýningunni má
sjá afrakstur samstarfs myndlistar-
nema og sjúklinga með Alzheimers-
sjúkdóminn. Við sama tækifæri var
einnig fagnað útgáfu bókarinnar
Morgunblaðið/Rósa Braga
Samkoma Hér afhendir Halldóra Arnardóttir Þórarni Eldjárn blóm, bók
og kaffibolla að gjöf. Kaffibollinn táknar það að tala saman og vera vinir.
Listir og menning sem
meðferð við Alzheimer
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
hefur séð tilefni til þess að benda
ISAVIA á það að þeir endurskoði
verklagsreglu varðandi slátt á gras-
flugbrautum. Þessi ábending kemur í
kjölfar flugslyss sem varð á Hellu-
flugvelli þann 3. september 2011 en
lokaskýrsla um flugslysið er nýkomin
út. Þá hugðist flugmaður snertilenda
á flugvél með einn farþega. Eftir
snertilendinguna náði flugvélin ekki
upp nægilegum hraða fyrir flugtakið.
Flugvélin rann fram af brautarenda,
nefhjól grófst í mjúkan jarðveg og
flugvélin steyptist fram yfir sig.
Verklag tekið til athugunar
Friðþór Eydal, talsmaður ISAVIA,
segir það eðlilegt verklag að lagfæra
það sem nefndin telur að betur megi
fara. „ISAVIA starfar alfarið eftir
reglum Samgöngustofu. Ef einhvers
staðar er pottur brotinn þá er það
tekið til alvarlegrar athugunar og það
að sjálfsögðu lagfært,“ segir Friðþór.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar
kemur meðal annars fram að hún telji
að flugmanni hafi mistekist að fram-
kvæma mjúkbrautarsnertilendingu
með þeim afleiðingum að flugvélin
missti niður meiri hraða en æskilegt
var. Meðverkandi þættir voru að
grasið á flugbrautinni á Hellu var
blautt, grasið yfir hæðarmörkum,
flugvélin þung og snertilendingin
framkvæmd í meðvindi. Við rannsókn
kom í ljós að gras mældist 12-14 sm
hátt en almennt er miðað við að það
sé ekki hærra en 7 sm.
Gras yfir hæðarmörkum
Verklag tekið
til athugunar í
kjölfar flugslyss
www.myndasafn.is
Hella Flugslys varð á Helluflugvelli í september 2011. Snertilending mis-
tókst auk þess sem grasið var talið yfir hæðarmörkum eða um 12-14 sm.