Morgunblaðið - 20.09.2013, Side 10

Morgunblaðið - 20.09.2013, Side 10
Malín Brand malin@mbl.is Algengasta form daggæsluer að dagforeldrar taki ámóti börnum á heimilisínu. Það hentar mörg- um en öðrum þykir gott að skilja að heimili og vinnustað. Það gerðu þær Björg og Eva sem gripu gæs- ina þegar hún gafst og leigðu skúrinn við gæsluvöllinn í Hlað- hömrum í Grafarvogi. „Dagforeldrar hafa verið að leigja svona gamla gæsluvelli og við vorum heppnar og fengum þetta hús,“ segir Björg sem fagnar því að dagforeldrum standi slíkt til boða í Reykjavík. Þær hófu störf í húsinu í ágúst á síðasta ári og kunna afar vel við aðstöðuna. Gamlir gæsluvellir fá ný hlutverk Til þess að nýta gamla gæslu- velli á þennan hátt þarf tilskilin leyfi frá borginni og er það til- tölulega auðsótt mál að fá leyfið, að sögn Bjargar en þær frænkur hafa áður starfað sem dagfor- eldrar og mega því vera með fimm börn hvor. Stúlkurnar eru búnar að innrétta húsnæðið listilega og fer afskaplega vel um börnin í Glaðhömrum, eins og staðurinn kallast. Með þessu móti nýtist allt sem gamli gæsluvöllurinn hafði upp á að bjóða, þar með talinn af- girtur leikvöllur með leiktækjum. Húsnæðið er rúmlega 130 fermetr- ar og þar af er leikrými barnanna um 60 fermetrar, sem er töluvert stærra en almennt er hægt að bjóða upp á í heimahúsi. Nýtt hlutverk gamals gæsluvallar Frænkurnar Björg Sonde Þráinsdóttir og Eva Bragadóttir nýta gamlan gæsluvöll undir starfsemi sína. Þær eru dagmæður og leigja húsnæðið af Reykjavíkurborg. Það iðar allt af lífi og fjöri á Glaðhömrum við Hlaðhamra því allir eru velkomnir í garðinn við gæsluvöllinn. Þangað koma krakkarnir í hverfinu líka og bera virð- ingu fyrir litlu manneskjunum sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum. Pláss Það fer vel um ungviðið á 60 fermetra leiksvæðinu í Glaðhömrum. Leikur Þessar litlu manneskjur finna upp á ýmsu sér til skemmtunar. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 Alveg er það kjörið smjörið til að komast í gott skap að fara á hverjum degi inn á Facebook-síðuna hans Simba í Hafnarbúðinni á Ísafirði. Þar setur Simbi, sem er starfsmaður í búðinni, inn á hverjum degi skemmti- legar myndir þar sem hann setur málshætti, orðtök, orðatiltæki og allskyns vitleysu í myndrænt form, eins og hann orðar það sjálfur. Simbi hefur ótrúlegt hugmyndaflug og er frumlegur í útfærslum sínum, þar sem húmorinn leikur stórt hlutverk. Hann kallar sig Kallinn og fær gjarn- an í lið með sér fólkið sem vinnur með honum í búðinni, vini sína eða fjölskyldumeðlimi til að útfæra hug- myndir. Hann leggur heilmikið á sig við gerð myndanna, t.d fer hann á kaf í djúpan skít, lætur halda sér á hvolfi upp við stál, fer allsber í berjamó, klifrar upp í tré til að vera á grænni grein o.s.frv. Njótið Simba! Vefsíðan www.Facebook/Simbi í Hafnarbúðinni Simbi Hann er aldrei uppiskroppa með útfærslur, hér með öndina í hálsinum. Simbi sprellar á hverjum degi Nú er lag að reima á sig hjólaskauta eða línuskauta því í dag milli kl. 17 og 20 geta allir sem vilja komið í bíla- stæðakjallara Ráðhúss Reykjavíkur og rennt sér þar á skautum. Kjallar- anum hefur verið breytt í hjóla- skautadiskó, plötusnúður heldur uppi stuðinu og Roller Derby-félag Íslands mætir á svæðið. Nemendur Listahá- skólans hafa sett upp diskókúlur ofl. Hægt verður að fá lánaða skauta. Þeir sem eiga hjólaskauta og eru hættir að nota þá eru hvattir til að gefa þá og koma með þá í móttökuna í Ráðhúsið eða í þjónustuverið í Borg- artúni 12-14. Nú verður gaman! Endilega… …farið á hjóla- skautadiskó Morgunblaðið/Árni Sæberg Í fyrra Þá var líka hjólaskautafjör. Alltaf er nóg að gera í hinu menning- arlega Sláturhúsi á Egilsstöðum. Í kvöld kl. 20 verður Litla ljóðahátíðin í frystiklefanum, en það er upplestrar- kvöld þar sem fram koma rithöfund- arnir Einar Már Guðmundsson, Ing- unn Snædal, Kristín Laufey Jóns- dóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Sjón. Kynnir kvöldsins er Hrafnkell Lárusson. Þetta eru sannarlega skemmtilegir höfundar og næsta víst að gestir fá sitthvað fyrir sinn snúð. Myndlistarsýningin „Þetta vilja börnin sjá“ er opin í Sláturhúsinu fram til 26. september, en á sýning- unni eru myndskreytingar í íslensk- um barna- og unglingabókum sem gefnar voru út í fyrra. Fimmtudaginn 26. sept kl. 20 verð- ur farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við notkun á hljóðverinu Græna herberginu í Sláturhúsinu. Farið verður í grunnatriðin á upp- tökum í Proo Tools, meðhöndlun á tækjabúnaði og fleira. Leiðbeinandi verður Halldór Warén. Frítt inn. Nánari upplýsingar á vefsíðunni www.slaturhusid.is. Litla ljóðahátíðin í frystiklefanum í Sláturhúsinu Ingunn Snædal, Sigurbjörg Þrastardóttir og fleiri lesa ljóð Morgunblaðið/Kristinn Skáldkona Ingunn Snædal er afbragðs ljóðskáld og skemmtileg í alla staði. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Handverksbakarí fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ Daglega er bakað bakkelsi sem fá bragðlaukana til að kætast. Hjá okkur er hægt að fá þetta gamla og góða og einnig eitthvað nýtt og spennandi. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.