Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 13

Morgunblaðið - 20.09.2013, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 „Brögð hafa verið að því að fólk hafi ekki skilið upp á hár hvernig samn- ingi um gjaldfrjálsar tannlækningar barna er háttað,“ segir Kristín Heim- isdóttir, formaður Tannlæknafélags- ins, um samning Sjúkratrygginga Ís- lands og Tannlæknafélags Íslands. Nú fá öll 3ja ára börn, og 12 til 17 ára börn gjaldfrjálsar tannlækning- ar. Fyrir utan 2.500 króna árlegt komugjald. Þetta tekur til almennrar tann- læknaþjónustu, ekki tannréttinga. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni. Skráning fer fram í gegnum Réttindagátt Sjúkratrygg- inga Íslands en tannlæknar geta einnig séð um skráninguna. Innleiðing kerfisins fer fram í skrefum eins og sjá má í eftirfarandi töflu. Börn sem eru fædd árið 2010, sem sagt þriggja ára gömul, fá fría tann- læknaþjónustu í eitt ár. Þau fá aftur fría tannlæknaþjónustu þegar þau eru orðin sex ára gömul, 1. janúar 2016 detta þau aftur inn í kerfið. Þeg- ar þau eru fjögurra og fimm ára göm- ul þarf að greiða fyrir þjónustuna. Hins vegar geta þau fengið end- urgreitt samkvæmt gamla kerfinu þegar þau eru ekki inni í því nýja. „Ákveðið var að byrja á elsta ald- urshópnum. Mikilvægt er að tann- heilsa þeirra barna sé góð. Unglingar drekka mikið gos og neyta mikilla sætinda. Vart þarf að fjölyrða um skaðsemi þess,“ segir Kristín. Foreldrar barna í grunn- og fram- haldsskólum hafa fengið senda til- kynningu um tannlæknaþjónustuna í gegnum Mentor, samskiptakerfi skólanna. thorunn@mbl.is Innleiðing tannlæknaþjónustu 15. maí 2013 1. sept. 2013 1. janúar 2014 1. janúar 2015 1. janúar 2016 1. janúar 2017 1. janúar 2018 Frá og með Yngri en 3 ára 3 ára 4 og 5 ára 6 og 7 ára 8 og 9 ára 10 og 11 ára 12-14 ára 15-17 ára 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 Elsti hópurinn gengur fyrir  Gjaldfrjálsar tannlækningar kynntar Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Harðari refsingar við vímuakstri virðast ekki endilega skila sér í færri brotum. Frekar ætti að leggja áherslu á forvarnir og hugarfars- breytingu en að víkka refsiramma fyrir slík brot, að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hátt í tvö þúsund brot af þessu tagi voru skráð á landinu öllu í fyrra skv. tölfræði rannsóknarnefndar sam- gönguslysa. Þar af voru hátt í fjögur hundruð einstaklingar teknir oftar en einu sinni. Unnið er að því hjá innanríkisráðu- neytinu hvernig eigi að efla löggæslu í landinu og segir ráðherrann að vímuakstur sé eitt af því sem hljóti að verða skoðað í því samhengi. Í nýju frumvarpi að umferðarlögum er jafn- framt gert ráð fyrir að leyfilegt há- mark áfengis í blóði lækki úr 0,5‰ í 0,2‰ líkt og er í Noregi og Svíþjóð. Ekki er þó nóg að ræða þessi mál eingöngu út frá því hvort víkka eigi refsirammann, að mati Hönnu Birnu. Aldrei verði hægt að ná utan um vandann nema tryggt verði að litið sé á það að setjast undir stýri undir áhrifum alvarlegri augum en tölurnar nú gefa til kynna. Lagaramminn um vímuakstur sé mismunandi eftir löndum en Hanna Birna segir að ekki virðist fylgni á milli hans og brotanna. „Það virðist ekki vera að þó þú þyngir lagarammann hafi það mikil áhrif. Mikið af þessu fólki á við stórt heilbrigðisvandamál að stríða,“ segir hún. Bent hefur verið á að líta þurfi til annarra úrræða fyrir þá sem gerast ítrekað sekir um vímuakstur en sviptingar ökuréttinda eða fangelsis- vistar. Hanna Birna segir rannsóknir benda til þess að þjóðir sem hafa lagaákvæði sem heimila að fólk sé skikkað í meðferð skili árangri með þá sem brjóta endurtekið af sér. Stöðvi neysluna og brotin Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, tekur undir að ekki þurfi endi- lega auknar refsingar fyrir þá sem stunda vímuakstur heldur þurfi það fólk viðeigandi meðferð. Heimildir í lögum til að dæma fólk í meðferð hafi hins vegar ekki verið mikið notaðar. „Allt okkar meðferðarstarf miðar að því að draga úr neyslunni og stoppa helst alveg og þar með skaða og vandamál af henni eins og það að keyra undir áhrifum.“ Ekki nóg að herða refsingar  Ráðherra vill forvarnir og hugarfars- breytingu gegn vímuakstri á Íslandi Hanna Birna Kristjánsdóttir Þórarinn Tyrfingsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.