Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgina skort-ir ekki fjár-muni þegar
breyta þarf gatna-
kerfinu í vestur-
hluta borgarinnar í
þá átt sem sérviska
meirihluta borgarstjórnar
krefst. Borgina munaði til að
mynda ekki um að setja tæpar
tuttugu milljónir króna í að
spilla Hofsvallagötunni og
dreifa fuglahúsum og öðru, sem
ekkert erindi á út í umferðina, á
miðja götuna. Fyrir þetta hafa
borgaryfirvöld ekki svarað enda
upptekin við að sinna hags-
munum borgara annarra landa.
Litlu austar standa nú yfir
framkvæmdir sem ekki eru síð-
ur sérkennilegar en þær sem
ráðist var í á Hofsvallagötunni,
þó að áferðin sé önnur og fugla-
húsin færri.
Til að setja þær fram-
kvæmdir í samhengi er rétt að
nefna fyrst að um árabil höfðu
verið gönguljós yfir Hring-
brautina hjá Háskóla Íslands og
höfðu ekki valdið teljandi vand-
ræðum. Borgaryfirvöld sáu því
sitt óvænna og fluttu ljósin
vestar, nær hringtorginu. Frá
þeirri stundu hefur verið síend-
urtekin umferðarteppa í hring-
torginu enda bilið frá ljósunum
að hringtorginu svo stutt að
þegar gangandi vegfarendur
nota ljósin fyllist gatan að
hringtorginu fljótt með fyrr-
nefndum vanda og þeirri hættu
fyrir vegfarendur sem honum
fylgir óhjákvæmilega.
Eins og þessi tilfærsla á
gönguljósunum væri ekki nógu
slæm ákváðu borgaryfirvöld ný-
lega að enn væri takmarkinu
ekki náð. Fólk á bílum lenti að
vísu reglulega í verulegum
vanda við hringtorgið, en nú
skyldi það líka bíða á göngu-
ljósum á næstu gatnamótum,
við Sæmundargötu, eins og
greint er frá framar í blaðinu í
dag.
Á milli þessara tveggja
gönguljósa eru aðeins fáeinir
tugir metra og ávinningurinn af
þeim fyrir gangandi vegfar-
endur því sáralítill. Ávinning-
urinn fyrir þá sem engan einka-
bíl mega sjá án þess að vilja
koma honum úr umferð er hins
vegar talsverður, enda verða
umferðartafirnar tvöfaldar frá
því sem var.
Samhliða þessum nýju ljósum
er svo verið að ráðast í miklar
breytingar á Sæmundargötu
vegna hjólastíga og er áætlað að
þessar framkvæmdir muni
kosta um níutíu milljónir króna.
Borgaryfirvöld spara við sig
á ýmsum sviðum, svo sem í al-
mennu viðhaldi, hreinsun og
umhirðu, skólakerfi og velferð-
arþjónustu, en þegar kemur að
því að þjóna sérviskulegum
fjandskap við einkabílinn er
ekkert til sparað og
ráðist í miklar og
kostnaðarsamar
breytingar á gatna-
kerfinu, jafnvel þó
að þær eigi aðeins
að vera tímabundn-
ar. Allt kapp er lagt á að hindra
för þeirra borgarbúa sem kjósa
að ferðast um á eigin bíl og tefja
þá þannig að bíllinn virðist ekki
allt of góður kostur í sam-
anburði við aðra ferðamáta.
Fjandskapurinn við einkabíl-
inn kemur þó ekki aðeins fram í
þeirri áherslu að breyta gatna-
kerfi borgarinnar þannig að
bílar lendi í auknum töfum.
Þetta viðhorf borgaryfirvalda
birtist einnig í ýmsum skipu-
lagsmálum sem upp hafa komið
að undanförnu, nú síðast í fyr-
irhugaðri nýrri byggð við gömlu
höfnina og annarri við Braut-
arholt.
Í byggðinni við gömlu höfnina
hafa borgaryfirvöld lagt upp
með að einungis 0,8 bílastæði
eigi að fylgja hverri íbúð, sem
verður óhjákvæmilega til þess
að tugir bíla og jafnvel á annað
hundrað munu flæða inn í nær-
liggjandi hverfi.
Í breytingu sem umhverfis-
og skipulagsráð, að undan-
skildum Júlíusi Vífli Ingv-
arssyni, samþykkti á fundi í vik-
unni á deiliskipulagi
Rauðarárholts vegna lóðar við
Brautarholt felst að íbúðum
muni fjölga úr 54 í 96. Áður
hafði verið gert ráð fyrir 86
bílastæðum en eftir breyt-
inguna er aðeins gert ráð fyrir
20 bílastæðum, eða 0,2 á hverja
íbúð.
Þegar gerðar voru at-
hugasemdir við þessi fáu bíla-
stæði sýndu fulltrúar Samfylk-
ingar, Besta flokks og Vinstri
grænna hvað ræður afstöðu
þeirra og sögðu það „sannkallað
fagnaðarefni að eigendur lóð-
arinnar telji sig aðeins þurfa 20
bílastæði, þannig er hægt að
nýta borgarlandið og fjármuni í
annað og þarfara en einkabílinn
sem líður engan skort í dag.“
Fjandskapnum í garð þeirra
borgarbúa sem kjósa að ferðast
um á eigin bíl verður að fara að
linna. Komist borgaryfirvöld
upp með það áfram að breyta
borginni eftir þessum duttl-
ungum sínum verður þess ekki
langt að bíða að fólk hrekist í
auknum mæli úr borginni, bæði
með heimili sín og fyrirtæki.
Fólk þarf að geta hugsað sér að
ferðast um borgina, búa þar og
starfa. Til þess þarf fólk að geta
ferðast um á þann hátt sem það
kýs og lagt bílnum sínum án
teljandi vanda, velji það þann
ferðamáta.
Skilji borgaryfirvöld ekki
þessar einföldu staðreyndir er
ekki ofsagt að þau ráði ekki við
verkefnið.
Fjandskapur borg-
aryfirvalda í garð
einkabílsins birtist
með ýmsum hætti}
Peningum borgarbúa
sóað í gæluverkefni
Í
slenskir nemendur eru langt á eftir
jafnöldrum sínum í öðrum löndum í
námi. Ofbeldi meðal nemenda hefur
aukist, bæði andlegt og líkamlegt og
skólarnir geta ekki/vilja ekki/nenna
ekki að taka á því. Nemendur eru vondir við
kennarana sína, taka asnalegar myndir af þeim
og dreifa á netinu, þeim til háðungar. Bæði
grunnskóla- og framhaldsskólanám er allt of
langt, fáir vilja í kennaranám vegna þess að það
er líka of langt og til að bæta gráu ofan á svart
eru kennarar alltaf í fríi.
Einhvern veginn svona er þorri fréttaflutn-
ings af skóla- og menntamálum hér á landi.
Mikið um gífuryrði og almennar fullyrðingar
og umfjallanir um einstaka nemendur sem
skólakerfið virðist ekki hafa sinnt sem skyldi.
Lítið fer fyrir uppbyggilegri umræðu.
Þeir sem mestu þekkinguna hafa á þessum málaflokki
segja fátt. Fólkið sem þekkir best til, sem gæti leitt okkur
fyrir sjónir hvað er að gerast upp við töfluna, inni í
kennslustofunni, úti á skólalóðinni. Kennararnir sjálfir og
annað starfsfólk skólanna.
Hvers vegna taka kennarar og forystumenn samtaka
þeirra ekki meiri þátt í skólamálaumræðu en raun ber
vitni? Hvers vegna heyrist helst í þeim í tengslum við kaup
og kjör, einkum þegar vinnudeilur standa yfir, sem reynd-
ar eru allt of tíðar vegna skammarlega lágra launa. Hér er
ekki átt við að kennarar tjái sig um mál einstakra nem-
enda sem stundum komast í hámæli í fjölmiðlum, heldur
almennt um nám, kennslu og aðstæður í skól-
um.
Kannski er fylgni á milli þessarar þagnar og
þeirrar áherslu sem fjölmiðlar leggja á mála-
flokkinn, en sé tekið mið af vægi umfjöllunar
um þessi mál mætti helst ráða að áhugi á
menntamálum sé almennt lítill. Á erlendum
netmiðlum er algengt að sérstakur flokkur
frétta sé merktur menntun eða skólum, rétt
eins og á íslenskum netmiðlum eru fréttaflokk-
ar merktir viðskiptum, fólki eða íþróttum. Þá
er algengt að erlend dagblöð séu með fasta
umfjöllun um skóla- og menntamál og að á rit-
stjórnum séu sérfræðingar sem sérhæfa sig í
henni. Reglulega er fjallað um þennan mála-
flokk í helstu fjölmiðlum Norðurlanda, ríkis-
reknum jafnt sem einkareknum. Til álits eru
kallaðir starfsmenn skólanna, foreldrar og
nemendur.
Ekki bara menntamálaráðherra eða aðrir ráðamenn.
Svona er þetta í útlöndum.
Hér á landi er umfjöllun fjölmiðla um skóla- og mennta-
mál allt of oft eins og lýst er í upphafi greinarinnar. Ef
þessi málaflokkur fengi t.d. þó ekki væri nema helminginn
af því plássi sem tíðindi af því hver var hvar eða hvernig
eigi að léttast um fimm kíló á þremur dögum fá í fjöl-
miðlum, þá væri umræðan hugsanlega á allt öðru plani.
Menntamál eru meðal stærstu útgjaldaliða ríkisins. Er
það eitt og sér ekki nægilega góð ástæða til að fjalla um og
ræða þessi mál af alvöru? annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Hvar er umræðan?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
næstkomandi um makrílveiðar
næsta árs. Fram hefur komið að
hrygning makríls á Norðaustur-
Atlantshafi hafi í ár verið um 31%
meiri en var í eggjaleiðangri fyrir
þremur árum. Aukning varð á
hrygningu í íslenskri lögsögu í ár
og á vef norsku hafrann-
sóknastofnunarinnar kemur fram
að í leiðangri nýverið hafi makríl-
ungviði fundist austar í Barents-
hafi en áður og magnið verið
meira en lengi.
Fundur um stjórnun
Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra hefur sagt
að nýjar stofnmælingar, sem gefi
til kynna að meira sé af makríl en
áður var talið, lofi góðu. Fundur
strandríkjanna um stjórn makríl-
veiða verður haldinn 23. október.
Síðustu tonnin á
makrílvertíðinni
160.000
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
20062005 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Heimild: Fiskistofa
32
7
4.
22
2
36
.2
57
11
2.
35
2
11
6.
16
4
12
0.
85
3
15
3.
35
9
14
5.
89
4
13
0.
83
8
Makrílafli í tonnum
Hátt í 100 smábátar hafa landað makríl í sumar og er um mikla fjölgun
að ræða frá síðustu árum. Heildarafli þeirra var orðinn yfir 4.500 tonn
í gær, en í dag er síðasti dagur vertíðar smábátanna. Upphaflega var
þeim heimilt að veiða 3.200 tonn, en síðan var reglugerð breytt og
bátunum leyft að stunda ólympískar veiðar til 20. september.
Afli bátanna hefur verið frá nokkrum kílóum upp í um 175 tonn í
sumar, en bæði Brynja SH 237 og Særif SH 25 hafa komið með þann
afla að landi. Þrettán bátar eru búnir að veiða meira en 100 tonn af
makríl. Algengt hefur verið að 100-120 krónur fengist fyrir kíló af
krókamakríl og gæti aflaverðmæti aflahæstu bátanna slagað í 20 millj-
ónir króna. Dæmi munu um að allt að 300 krónum hafi verið borgað
fyrir kíló af stærsta og feitasta makrílnum, en slíkt heyrir þó til und-
antekninga.
Smábátarnir hafa aflað þokkalega fram undir þetta þegar gefið hef-
ur. Einkum hefur makríll fengist síðustu daga í Steingrímsfirði, út af
Snæfellsnesi, við Helguvík, suður af Sandgerði og í Berufirði.
Aflakóngar með 175 tonn
SMÁBÁTARNIR KOMNIR MEÐ YFIR 4.500 TONN
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Skipverjar á Hugin VE eru ísíðasta makríltúr sumars-ins og sagði Gylfi Guð-mundsson skipstjóri upp
úr hádegi í gær að enn væri mak-
ríll í lögsögunni og virtist hann
vera seinna á leið út fyrir en í
fyrra og hittifyrra. Gylfi sagði að
makríllinn veiddist nú helst á nótt-
unni og í fyrrinótt hefðu þeir feng-
ið um 100 tonn af góðum makríl,
stórum og feitum, topphráefni eins
og hann orðaði það.
Þrjú frystiskip voru þá að
makrílveiðum út af sunnanverðum
Austfjörðum, Huginn VE, Að-
alsteinn Jónsson SU og Kristina
EA. „Við reynum að fá einhver
tonn í viðbót, svo erum við hættir
þessu og förum á síldina,“ segir
Gylfi. Hann segir að vertíðin hafi
farið hægt af stað og verið heldur
leiðinleg framan af. Makríllinn hafi
verið smár og lítill kraftur í veiðum
í júní og framyfir miðjan júlí, en
ágúst og september hefðu verið
góðir. Eflaust hefði skipt máli að
sjór var kaldari í vor og sumarið
sólarlítið fyrir Suður- og Vest-
urlandi.
Þótt meira hafi þurft að hafa
fyrir aflanum en síðustu tvö ár
verður tæpast annað sagt en að í
heildina hafi árangur á makríl-
vertíðinni verið góður. Í gær voru
komin yfir 130 þúsund tonn á land
samkvæmt vef Fiskistofu. Upp-
sjávarskipin, sem byggja á afla-
reynslu í makríl, eru með stærsta
hluta kvótans. Þeim er heimilt að
geyma 15% milli ára eða að veiða
10% fram yfir úthlutaðan kvóta.
Færeyingar að
klára kvótann
Færeyingar eru nánast búnir
með makrílkvóta sinn og á aktu-
elt.fo kemur fram að eftir sé að
veiða um sex þúsund af 128.500
tonna kvóta. Nóg sé enn af makríl í
færeyskri lögsögu og 17 norsk
makrílskip hafi í vikunni verið að
veiðum skammt frá færeysku lög-
sögunni. Enn sé eftir að veiða rúm-
lega 40 þúsund tonn af síldarkvóta
ársins.
Búist er við ráðgjöf Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins 3. október