Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 29

Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 Á framboðsfundum vorið 2006 boðuðu nokkrir frambjóð- endur til borg- arstjórnar að gera ætti stórátak á öllum leiksvæðum borg- arinnar og ljúka verk- efninu sumarið eftir þ.e. gera þau ein barn- vænustu í Evrópu, en lítið varð um fram- kvæmdir/efndir. Ég þekki reyndar ekki til á öllum leiksvæðum borgarinnar, en nokk- uð vel varðandi leikvöll milli Foss- vogsvegar og Álftalands. Það eina sem gert var við nefndan og mikið notaðan leikvöll var að unglingar komu sumarið eftir og slettu máln- ingu hér og þar á leiktækin. Vorið 2009 kom svo hópur manna á nokkrum bílum frá borginni og/ eða verktökum til að skoða vall- arsvæðið. Nokkrum vikum síðar voru leiktækin fjarlægð þ.e. nema ein róla. Eftir stóðu oddhvassar festingar tækjanna sem veruleg slysahætta stafaði af, en úr því var bætt eftir ábendingar frá íbúum svæðisins. Nokkru síðar var smíðaður lítill sandkassi á vallarsvæðið, en hann síðan fjarlægður nokkrum vikum síðar. Sumarið 2011 kom svo stór- virk vinnuvél og fjarlægði nefnda rólu. Eftir stendur þökulagt svæði og fallegur gróðurreitur grenitrjáa sem vernduðu leiksvæðið fyrir norðanvindum. Þetta er nú saga nefnds leikvallar og það sem gert var fyrir leikvöllinn eftir kosning- arnar 2006. Mér skilst reyndar að tæki og umhverfi leikvalla hafi verið lag- fært undanfarið í Breiðholti og Seljahverfi og er það vel ef svo er. Þess skal getið að gott samstarf var við umsjónarmann svæðisins varðandi umhirðu og fleira fyrrum, en öll umhirða hefur drabbast niður undanfarin ár og illgresi sótt í miklu mæli inn í garða vegna þessa. Ég hef stundum íhugað í ferðum mínum um borgina hvort borgin sé ekki með eftirlitsaðila gagnvart verktökum t.d. varðandi slátt og aðrar framkvæmdir. Víða skilja þeir eftir heyhauga, poka og fleira og ganga misvel til verka á ýmsum sviðum. Fyrir þessi verk er borgin væntanlega að greiða háar upp- hæðir. Síðast þegar ég fór með barna- barnið í Húsdýragarðinn virtust sum leiktækin á svæð- inu vera í frekar döpru ástandi, en um- gjörð kringum dýrin til fyrirmyndar. Inn á svæðið borga foreldrar nokkuð hátt gjald og frekar dýrt er í leiktækin. Nauð- synlegt er að borgin komi þarna betur að verki svo hægt sé að leggja meiri metnað í svæðið, því í garðinn sækir fjöldi barna til að njóta nærveru við dýrin og til útiveru og leikja. Önnur svæði til útiveru/leikja fyrir börn eru nánast ekki til stað- ar í borginni þ.e. nema þá sund- laugarnar og opin grassvæði. Í sundlaugarnar á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn. Verið er að bæta skíðasvæðið við Ártúnsbrekkuna og er það gott og þarft verk. Ég nefndi í grein fyrir nokkrum árum hvort ekki væri æskilegt að setja upp á Öskjuhlíð- arsvæðinu veglegt útivistarsvæði búið fjölbreyttum afþreying- artækjum og fleiru fyrir börn og unglinga, þ.e. í tengslum við að- stöðuna sem fyrir er í Nauthólsvík, þar sem fjölskyldur gætu dvalið daglangt á góðviðrisdögum í hinum ýmsu leikjum og til útiveru. Um svæðið liggja hinir frábæru hjólreiða-og göngustígar tengdir flestum hverfum borgarinnar. Það er alltaf verið að tala um mikilvægi þess að hafa góð athafnasvæði fyrir börn og unglinga hér í borginni sem víðar þar sem foreldrar geta einnig verið með þeim í leik og starfi. Þarna var/er upplagt svæði til slíks sem og að svæðið geti einn- ig boðið upp á öruggt gæslusvæði fyrir börn hluta dags á sumrin. Ég veit ekki betur en að þörfin sé fyrir hendi, reyndar aldrei meiri en nú, en svæðið er nú komið undir hinn ágætasta háskóla sem hefði jafnvel átt heima á öðrum stað með betra umferðaraðgengi. Öflug tómstunda- og leiksvæði eiga fullan rétt á sér í borginni þar sem borgarbúar geta notið útiveru og þeir sem sækja borgina heim. Reykvísk börn eiga það ekki skilið að höfuðborgin okkar sé langt á eftir öðrum menningarborgum varðandi barnvæn útivistar-og leik- svæði. Á flugvallarsvæðinu við Naut- hólsvík gæti einnig verið safn flug- véla og þær hafðar til sýnis útivið á góðviðrisdögum. Höldum a.m.k. svæðinu opnu sem eftir er í jaðri Öskjuhlíðar til útiveru og leikja. Það er nauðsyn- legt að borgin geti andað sínum ferskleika með opnum og fallegum útivistarsvæðum. Slík svæði eru nauðsynleg í öll- um borgum og teljast til mikils mannauðs/verðmæta í stað enda- lausra húsasamstæðna hvert sem litið er. Að hljóðlátar flugvélar lendi á Reykjavíkurflugvelli og taki þar á loft gerir svæðið bara líflegra og vekur áhuga ungmenna til tækni- framfara. Flugvöllurinn á að vera þarna áfram a.m.k. þar til önnur raunhæf lausn finnst á málinu í stað rándýrra íbúðarblokka sem fá- ir hefðu efni á að kaupa íbúðir í né búa í, a.m.k.ekki námsmenn. Að sjálfsögðu átti að byggja mynd- arlega samgöngumiðstöð í Vatns- mýrinni til að þjóna víðtæku sam- göngukerfi á landsvísu. Jafnframt innri Sundabraut vegna öryggis og bættra sam- gangna við Grafarvogssvæðið með síðari tengingu á ytri Sundabraut með tengingu upp á Kjalarnes. Vonandi koma borgaryfirvöld barnvænum svæðum í borginni til betri vegar sem fyrst og aðstoða Húsdýragarðinn að koma svæðinu í betra horf sem og samgöngukerfi borgarinnar. Hugleiðingar um barnvæn svæði í borginni, Reykjavíkurflugvöll o.fl. Eftir Ómar G. Jónsson » Flugvöllurinn á að vera þarna áfram a.m.k. þar til önnur raunhæf lausn finnst á málinu í stað rándýrra íbúða sem fáir hefðu efni á að kaupa né búa í. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og áhugamaður um betri borg og talsmaður sjálfstæða framfarahópsins sem íhugar að koma jafnvel að framboði til borgarstjórnar að vori. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl- inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar all- an sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga ÁLGLUGGAR - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Since 1921 Lífræn og nærandi morgunfrú (calendulajurtin) veitir húð barnsins þíns þá vörn og umhyggju sem hún þarfnast. Fullkomin leið til að stuðla að heilbrigðri húð, allt frá fyrsta degi - í samhljómi við mann og náttúru www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek, barnaverslanir og heilsuverslanir um allt land Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaBabyIceland Mamma veit best!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.