Morgunblaðið - 20.09.2013, Side 34

Morgunblaðið - 20.09.2013, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 ✝ Páll Jónssonfæddist 22. ágúst 1924 á Búð- areyri við Reyðar- fjörð, Suður- Múlasýslu. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Fossheimum á Sel- fossi 11. september 2013. Foreldrar hans voru hjónin Jón Pálsson, dýralæknir, f. í Þing- múla í Skriðdal 7.6. 1891, d. 19.12. 1988, og Áslaug Steph- ensen, f. á Mosfelli í Mosfells- sveit 23.4. 1895, d. 30.10. 1981. Þeim Jóni og Áslaugu varð fjög- urra sona auðið, þeir voru, auk Páls, Garðar, f. 22.11. 1919, d. 25.10. 2003, kona hans var Mó- eiður Helgadóttir, f. 12.5. 1924, d. 12.3. 2008; Ólafur, f. 29.3. 1922, d. 18.2. 2004, kona hans var Hugborg Þuríður Bene- diktsdóttir, f. 27.2. 1922, d. 23.10. 2002; Helgi, f. 9.2. 1928, í fjarbúð með Margréti Ingvars- dóttur, f. 20.10. 1946. Kona hans var Hallbjörg Teitsdóttir, f. 18.3. 1933, d. 30.3. 1998. Þá ólu þau Jón og Áslaug upp Stein- unni Helgu Sigurðardóttur, systurdóttur Áslaugar, f. 6.6. 1937. Steinunn er gift Halldóri Jónssyni, f. 3.11. 1937. Hinn 29. ágúst 1951 gekk Páll að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína, Þórhildi Svövu Þorsteinsdóttur húsmóður, f. 4.2. 1931. Foreldrar hennar 2003. Börn Guðnýjar eru Hug- björg, f. 2000 og Dagbjartur Tumi, f. 2007. Páll fluttist með foreldrum sínum frá Reyðarfirði á Selfoss 1934, þá níu ára gamall, og bjó þar allar götur síðan, ef frá eru talin námsárin. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA vorið 1945 og kandídatsprófi í tannlækn- ingum frá HÍ 1. febrúar 1951 og opnaði sína fyrstu tannlækna- stofu á Selfossi 9. september 1951 og var jafnframt fyrsti tannlæknirinn á Suðurlandi. Lengst af rak hann stofu sína í kjallaranum á Skólavöllum 5 í húsi þeirra hjóna og starfaði óslitið við fagið í 45 ár eða til ársins 1996. Páll gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum og var m.a. formaður stjórnar Hestamannafélagsins Sleipnis 1954-56, forseti Rótarýklúbbs Selfoss 1962-63 og heiðursfélagi þar, varafulltrúi í hreppsnefnd Selfosshrepps í forföllum árin 1968-70 og sem aðalfulltrúi 1970-78. Bæjarfulltrúi í fyrstu bæjarstjórn Selfoss 1978-82, auk þess að gegna ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Páll var í stjórn- arnefnd Sjúkrahúss Suðurlands í fjölda ára og varaformaður Samtaka sunnlenskra sveitarfé- laga 1974-82. Páll gekk í Frí- múrararegluna á Íslandi 1957 og var jafnframt einn af stofn- endum Röðuls. Hann var sæmd- ur stórriddarakrossi Frímúr- arastúku Íslands. Útför Páls fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 20. september 2013, og hefst athöfnin klukkan 13.30. voru Þorsteinn Tyrfingsson, bóndi í Rifshalakoti í Ásahr., Rang., f. 28.4. 1891, d. 22.10. 1973, og Guðbjörg Bjarnadóttir, verkakona í Reykjavík, f. 28.9. 1886, d. 27.11. 1970. Börn þeirra Páls og Þórhildar Svövu eru: 1) Ás- laug, tannsmiður og sjúkraliði á Selfossi, f. 15.9. 1958. Sambýlis- maður Guðmundur Jónsson, f. 1961, synir þeirra eru: a) Jón Ingibergur, f. 1995, b) Brynjar Páll, f. 1997, d. 2003. Fyrir átti Áslaug Þórhildi Svövu, f. 1978, gift Torfa Ragnari. Dætur þeirra eru Emilía, f. 2003 og Ás- dís Laufey, f. 2008. 2) Jón Páls- son, flugvirki búsettur í Hafn- arfirði, f. 2.12. 1959, kvæntur Aðalheiði Jónu Gunnarsdóttur, f. 26.9. 1958, synir þeirra eru: a) Páll, f. 1979, sambýliskona hans er Guðrún Ýr, f. 1975. Þau eiga óskírða dóttur, f. 2013, fyrir átti Guðrún Ýr Sigrúnu Nönnu, f. 2003. b) Þór, f. 1983, sambýlis- kona hans er Karólína, f. 1984, saman eiga þau Torfa, f. 2012. 3) Þorsteinn Pálsson, tann- læknir á Selfossi, f. 18.11. 1964, unnusta hans er Guðný Magn- úsdóttir, f. 1.3. 1976. Börn hans af fyrra hjónabandi með Jónínu Lóu Kristjánsdóttur eru: a) Kristján Patrekur, f. 1993, Þor- bergur, f. 2001, Sóllilja Svava, f. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga Pál Jónsson sem pabba. Já, það hljómar kannski eins og klisja en þannig er mér innanbrjósts þegar ég hugsa til baka. Pabbi var vandaður maður og vildi hverjum manni aðeins það besta og þess naut maður í hví- vetna alla tíð. Ætíð til staðar hvernig sem viðraði á lífsins braut. Eitt var alveg á hreinu í uppvextinum og það kenndi hann mér fljótt að ekkert fengist nema með vinnusemi. Sæi hann soninn hvíla sig t.d. í hádeginu var hann iðulega búinn að finna verkefni, bara eitthvað annað en að liggja fyrir, ungur maðurinn. Hann pabbi varð strax á unga aldri mín fyrirmynd í lífinu og tók ég líkast til snemma ákvörðun um að gera það sama og pabbi, tannlæknir skyldi ég verða. Þegar svo kom að starfsvali eftir stúdentspróf varð ég hikandi, en pabbi minnti mig á gamalt loforð svo úr varð að tann- lækningar urðu fyrir valinu. Sam- an unnum við feðgar í 4 ár við fag- ið sem var bara yndislegur tími, og enn er notuð PJ-tækni við ýmsa hluti. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, pabbi minn, fyrir ferðalagið með þér í gegnum lífið og ég veit að það tekur eitthvað betra við núna eftir erfið veikindi síðustu ár. Ég vil þakka starfsfólki á Foss- heimum fyrir einstaklega hlýlega og góða umönnun. Ásu systur minni vil ég þakka sérstaklega fyrir allan þann tíma og ást sem hún gaf pabba. Þinn sonur, Þorsteinn (Steini). Í dag kveðjum við afa í síðasta sinn. Góðu minningarnar eru ótelj- andi. Morgnarnir um helgar í eld- húsinu á Skóló, allar samveru- stundirnar uppi í sumó, vídeógláp, heitar kleinur og lítrabox af ís. Minningar sem ég mun búa að og varðveita um ókomna tíð. Það eru mikil forréttindi að hafa átt þig sem afa. Helgarheimsóknir á Selfoss til ömmu og afa á Skóló voru alltaf skemmtilegar – þó bílferðin hafi verið alltof löng í huga lítils pjakks. Afi var yfirleitt kominn snemma á fætur og tók á móti mér á morgnana með rjúkandi kaffiilm og Rás eitt í eldhúsútvarpinu. Seinna, þegar við vorum farnir að drekka kaffi saman, viðurkenndi hann fyrir mér glottandi að það væri það eina sem hann kynni – að öðru leyti væri hann ekki liðtækur í eldhúsinu. Athvarf ömmu og afa, sumó, hefur að geyma margar af mínum bestu æskuminningum. Ferðir í heita pottinn voru fastir liðir sem og bíltúrar með afa. Afi kom þá púða fyrir undir rassinum á mér og leyfði mér að keyra um mal- arvegina allt um kring. Það er al- farið afa að þakka hversu miklir afbragðsökumenn við frænd- systkinin erum í dag, enda nutum við fyrsta flokks leiðsagnar löngu áður en við sáum upp fyrir stýri. Eftir að ég fékk bílpróf fórum við Kalla að fara reglulega upp í sumó. Þá var föst regla að koma við hjá ömmu og afa á Seftjörn til að sækja lykla, drekka kaffi, borða hlaðborð af kökum og spjalla saman um alla heima og geima. Afi sat þá með krosslagða fætur, með buxnaskálmarnar upp á miðja kálfa og velti lyklakipp- unni í vasanum þannig að það hringlaði í henni. Þegar lyklunum var síðan skilað var amma oftar en ekki búin að elda dýrindis sunnu- dagssteik með öllu tilheyrandi. Þetta voru sannkallaðar gæða- stundir. Afi var mikill húmoristi og allt- af í góðu skapi, allt fram til síðasta dags. Hann er okkar fyrirmynd og mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Þór, Karólína og Torfi. Mig langar til að minnast hans afa míns, Páls Jónssonar, eða nafna eins og hann kallaði mig iðulega, en hann lést hinn 11. sept- ember síðastliðinn. Eftir sitja margar góðar minningar sem verða ekki gerð skil í stuttri minn- ingargrein, en þær mun ég ávallt geyma í huga mínum og hjarta. Á mínum uppeldisárum bjuggu afi Páll og amma Svava á Skóla- völlum 5 á Selfossi. Þetta var glæsilegt heimili og þar var ávallt tekið á móti manni með kostum og kynjum. Mér er alltaf minnisstætt hversu vel mér leið þar hjá þeim og hvað við Þór bróðir minn höfð- um nóg fyrir stafni í leik og skemmtun. Þaðan á ég líka mínar helstu minningar um samveru afa og langafa, Jóns Pálssonar. Þau voru ófá skiptin sem við bræður læddumst niður á tannlæknastofu til að fylgjast með afa að störfum og fá að skoða öll fínu tækin og fikta í tannlæknastólunum. Afi var gjarn á að fara með okkur bræður í bíltúr, hvort sem það var að heimsækja ættingja á Selfossi, út í mjólkurbúð eða lengri ferðir um Suðurland. Er mér minnis- stætt hversu vel hann þekkti land- ið, kennileiti og sögu hvers staðar fyrir sig, enda hafði hann mikinn áhuga á ferðamennsku og var afar fróður maður. Við afi höfðum báð- ir brennandi áhuga á knattspyrnu og horfðum við gjarnan saman á leiki í sjónvarpinu og fórum sam- an völlinn að horfa á Selfoss spila. Ég man hversu mikið hann lifði sig inn í leikina og fannst mér stundum eins og hann væri inni á vellinum að bruna upp kantinn og smella boltanum í samskeytin, slík var innlifunin. Afi og amma reistu sér sumar- hús á Snæfoksstöðum og hófst bygging þess árið 1976. Þaðan á ég óteljandi minningar um okkar stundir saman. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég aðstoðaði hann við að gróðursetja trjáplöntur og rækta þar garðinn. Ég rifja oft upp þá stund þegar ég kom upp í bústað til afa og ömmu á þrítugs- aldri einn sumardag til að mála. Það ríkti svo mikil kyrrð og ró yfir vötnum og við spjölluðum um dag- inn og veginn alla þá helgi og hlóg- um dátt, enda var alltaf stutt í hláturinn og léttleikann hjá hon- um afa. Mér fannst svo gaman og fróðlegt að hlusta á hann segja frá ferðasögum þeirra í gegnum árin, fjölskyldunni og ættinni, en afi hafði mikla þekkingu á ættfræði. Þau byggðu upp sannkallaðan sælureit sem er mér afar kær og eftir sitja fallegar minningar um afa minn þaðan, sem ég rifja upp í hvert og einasta skipti er ég dvel þar. Eftir lifir þakklæti og minning um sannkallaðan heiðursmann, fyrirmynd og góðan vin sem ég mun sakna sárt. Páll Jónsson. Þann 11. september lést á Sel- fossi heiðursmaðurinn og föður- bróðir minn Páll Jónsson. Páll var farinn að kenna heilsubrests um nokkurt skeið sem leiddi til þess að hann fluttist á hjúkrunardeild- ina Fossheima við heilsugæslu- stofnun Suðurlands á Selfossi. Ég hitti Pál frænda minn síðast 27. ágúst síðastliðinn og var augljóst að þar var veikur og aldraður maður sem mátti búast við að gæti yfirgefið okkar jarðvist hvenær sem var. Við minnsta áfall mátti búast við öllu, enda varð það raun- in. Kynnum okkar Púlla eins og við kölluðum hann jafnan bar saman við fæðingu mína á Selfossi fyrir 65 árum. Á þessum langa tíma er margs að minnast. Púlli var vel lesinn um flesta hluti og hafði frá mörgu að segja. Hann var traustur, yfirvegaður og góð- ur maður. Þessir kostir gerðu hann eftirsóttan félaga og vin- margan. Okkur krökkunum þótti alltaf spennandi í kringum Púlla því hann átti alltaf góða bíla og oft var boðið í bíltúr, sem enginn sló hendinni á móti í þá daga. Hann hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndun og átti mikið af tólum og tækjum þessu tengt. Eftir hann liggur mikið magn mynda sem eru heimildir um margt það sem áður gerðist og var. Á árum áður var Púlli mikill áhugamaður um hesta og átti þó- nokkra góða hesta. Ég minnist ferðar sem ég fór með honum og fleirum 1958 en þá var riðið á Þingvöll til að taka þátt í Lands- móti hestamanna sem þar fór fram. Er ferð þessi mér mjög minnisstæð. Í hestaferðir fór Púlli víða um land og ef ekki var ferðast á hestum þá tók bíllinn við. Ferða- mennska var eitt af hans áhuga- málum, enda var hægt að fletta upp í honum eins og orðabók ef eitthvað var ekki ljóst þar sem hann þekkti landið með öllum ör- nefnum. Ég man vel eftir ferð fjöl- skyldunnar í Landmannalaugar þar sem gist var og haldið áfram daginn eftir fjallabaksleið nyrðri og komið niður Skaftártungur. Á þessum tíma voru talstöðvar í mörgum jeppum og í þessu ferða- lagi kom það sér vel þar sem Púlli lýsti öllu sem fyrir augu bar á þessari leið um talstöð. Þannig fór ekkert fram hjá neinum sem vildi fræðast um landið og leiðina sem farin var. Að endingu skemmdi það ekki ferðina að gos hófst í Heklu er við vorum á heimleið, og var lögð lykkja á leiðina og gert stutt stopp til að skoða það. Púlli var tannlæknir okkar alla tíð meðan hann starfaði. Oft var farið til hans seinnipart dags til skoðunar eða viðgerða. Þær ferðir enduðu oft í mat hjá þeim hjónum, sem ætíð voru höfðingjar heim að sækja. Það eru forréttindi að hafa átt svo mikinn drengskapar- og heið- ursmann að frænda sem Púlli var. Við biðjum góðan guð að styrkja eiginkonu hans Svövu og börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn í sorginni. Jón Ólafsson og Sigurborg Valdimarsdóttir. Páll Jónsson, eða Púlli eins og hann var alltaf kallaður, tann- læknir og föðurbróðir minn, lést hinn 11. september á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands, Selfossi. Kynni okkar hófust eins og hann sjálfur sagði frá þegar hann ók foreldrum mínum með ný- fæddan son úr Reykjavík á Sel- foss. Þetta var í nóvember 1953, veður var vont og slæm færð á Hellisheiðinni. Púlli átti lengst af góða ferðabíla og var því fenginn í þetta ferðalag. Þar sem ég fædd- ist á stórafmæli Moggans nefndi Púlli mig Moggann og sagði hann þessa sögu á tíu ára fresti. Nú verður sú saga ekki sögð oftar. Frá tíu ára aldri ólst Púlli upp á Selfossi og stækkaði með sam- félaginu enda tók hann virkan þátt í mótun ungs byggðarlags. Hann sat, fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins, í hreppsnefnd og ýms- um öðrum nefndum á vegum sveitarfélagsins. Í nokkur ár leiddi hann framboðsmálin til sveitarstjórnar og tókst honum vel til við að fá fólk til starfa fyrir sveitarfélagið. Hann var formaður Hestamannafélagsins Sleipnis og vann þar mikil störf í þágu þess fé- lagsskapar. Hann, ásamt Gísla Bjarnasyni, tók fyrstur upp hóp- reið á viðburðum hestamanna og var Sleipnir í fararbroddi lengi vel á landsmótum hvað þetta varðaði. Hann ræktaði nokkur hross, var Mósi þekktastur þeirra og fékk hann æðstu gæðingaverðlaun, Sleipnisskjöldinn. Eitt af áhuga- málum Púlla voru myndatökur, svart-hvítt, slæds og kvikmyndun. Nú þegar hefur hestamannafélag- ið birt hluta af þessum myndum á heimasíðu sinni. Þar er um mikil menningarverðmæti að ræða fyr- ir samfélagið sem þar á í hlut. Þegar æviferill Púlla er skoð- aður er rétt að minna á hvernig menntun var á þeim tíma er hann var ungur. Til að komast inn í Menntaskólann á Akureyri fer hann til prestanna og feðganna í Fellsmúla á Landi og stundar þar undirbúningsnám. Páll frændi hans frá Bræðratungu skrifaði góða grein um þessa námsdvöl í Skildi. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stunduðu á þessum tíma nám í Fellsmúla og var Púlli einn af þeim síðustu sem stund- uðu þar nám. Eftir menntaskól- ann hóf hann tannlæknanám við Háskóla Íslands. Að náminu loknu starfaði hann hjá Jóni K. Hafstein tannlækni í Reykjavík. Sjálfur segir Púlli svo frá að hon- um hafi boðist að kaupa tann- læknastofu í Hafnarfirði en fyrir hvatningu Lúðvíks Norðdal hafi hann komið á Selfoss og opnaði eigin stofu 9. september 1951 í húsnæði héraðslæknisins á Aust- urvegi 28, Selfossi. Um nokkurra ára skeið stóð Púlli ásamt fleirum að fjallaferð- um um hálendi Íslands og nefndu þeir félagið sem að þessu stóð Áfanga. Það var aðdáunarvert hversu fróður Púlli var um há- lendið, enda hafði hann lesið allar bækur Ferðafélags Íslands og vissi nöfn á fjöllum, lækjum og ám. Púlli var frændrækinn og lagði sig fram um að aðstoða eftir því sem hann gat, hann fylgdist með uppvexti frændfólksins og bar hag þess fyrir brjósti. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar og sem formaður Hestamannafélagsins Sleipnis þakka Púlla fyrir alla þá alúð og drengskap sem hann sýndi í gegnum árin. Um leið sendi ég Svövu og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Kjartan Ólafsson. Allt hefur sinn tíma, sagði pré- dikarinn sonur Davíðs. – Mér duttu þessi spekiorð í hug, þegar mér var sagt frá andláti vinar míns, Páls Jónssonar tannlæknis. Það rann upp fyrir mér, að við hefðum fyrst kynnst á Kirkjubæj- arklaustri á Síðu árið 1957. Þau hjónin, Svava Þorsteinsdóttir og Páll, komu þá austur til tannlækn- inga. Ekki veitti af. – Sveitin á milli sanda var þá einangruð, svartur sandur á báða vegu, hafn- laus sandur í suðri en heiði og stórfljót í norðri. – Allt hefur sinn tíma. – Sveitin er nú í alfaraleið. Við tókum þeim fagnandi og nóg var að gera þessa daga sem hann dvaldi á Klaustri. Og nú líður drjúgur áratugur. Við hittumst aftur haustið 1968 á Selfossi. Kynnin urðu lengri, allt að hálfri öld. Margt breytist á svo löngum tíma. Selfosshreppur, seinna kaupstaður og nú bæjar- félag, var „frumbyggjabær“ á ár- unum eftir miðja síðustu öld. Páll var frumbyggi, alinn upp á Sel- foss. – Allt hefur sinn tíma. – Við unnum saman í hreppsnefnd á ár- unum 1974-80. Mynduðum svo- kallaðan meirihluta, hann íhald, ég krati. Á ýmsu gekk enda stór- mál á dagskrá sem setja svip sinn á Selfoss enn í dag. Samvinna okk- ar var alltaf góð. Þessi staðfasti íhaldsmaður var alltaf maður orða sinna. Við hittumst svo á ýmsum vettvangi bæjarins. Það var snertispölur á milli sumarbústaða okkar, því urðu kynnin mjög náin. Ég kveð vin minn Pál, sem var mér sannur og heill. Staðfestan var alltaf sú sama. Ég þakka kynnin. Hans tími var kominn. Ég sendi Svövu og fjölskyldu kveðju mína. Brynleifur Steingrímsson. Góður drengur og mannkosta- maður er fallinn frá. Leiðir okkar Páls lágu saman fyrir rúmum þremur áratugum. Fyrstu kynni okkar segja mikið um þá mann- kosti sem Páll bjó yfir. Hann kom hlaupandi til mín, ókunnugs manns, að rétta mér hjálparhönd þar sem hann sá að ég hafði hras- að. Upp frá þessum fyrstu kynn- um mynduðust tengsl og mikil vinátta. Fáum árum síðar vorum við orðnir nágrannar í sveitinni þar sem Páll og Svava kona hans höfðu reist sér sumarhús. Sum- arbústað á þessum fallega stað á ég Páli að þakka. Eins og vænta mátti af hálfu Páls og fjölskyldu hans tóku þau okkur, nýju ná- grönnum sínum, afar vel. Börnin mín hændust að þeim hjónum og Páll Jónsson Í dag, 20. septem- ber, hefði vinur minn Þorsteinn Erlingsson, barnabarn og alnafni skáldsins, orðið 51 árs, en hann lést 15. júlí sl. Við hittumst fyrst í sex ára bekk í Ísaksskóla, en urðum bestu vinir í menntaskóla. Næstu árin urðum við óaðskiljanlegir, sóttum Laugardalslaugina, þá eingöngu heita pottinn, og tókum saman á því öllu sem fylgdi því að fullorðnast. Þorsteinn var einn af þeim sem eftir var tekið, átti allt- af fallegustu bílana, vel klæddur, hár og myndarlegur, gaf öllum þétt faðmlag, var einlægur og alltaf stutt í brosið. Hann hafði alveg einstaklega þægilega og ljúfa nærveru. Við urðum fljótt heimagangar hvor hjá öðrum og voru þær margar góðar stundirnar þar Þorsteinn Erlingsson ✝ Þorsteinn Erl-ingsson fædd- ist í Reykjavík 20. september 1962. Hann lést 15. júlí 2013. Útför Þorsteins var gerð frá Foss- vogskirkju 31. júlí 2013 í kyrrþey. sem við áttum með hans fólki. Vil ég sérstaklega minnast þeirra tíma sem við áttum með ömmu Þorsteins, sem bjó á heimili dóttur sinn- ar. Ég hef oft hugs- að um það síðan hversu vel hún skildi okkur strák- ana og var hún þrátt fyrir háan aldur langt á undan sinni samtíð, eða það fannst okkur að minnsta kosti. Eftir menntaskóla skildi leiðir okkar, en vinátta okkar var heil og traust þrátt fyrir það. Við töluðum saman í síma a.m.k. einu sinni í mánuði og urðu þau símtöl mæld í klukkustundum. Elsku Þorsteinn, þú átt tvö myndarleg og vel gerð börn sem halda minningu þinni á lífi, svo ekki sé talað um yngri systur þína sem var þér svo kær. Ég bið að heilsa öllum í sum- arlandinu góða, en ég kem til með að sakna samtala okkar, það voru gæðatímar, kæri vinur. Guð geymi þig og til hamingju með daginn, sjáumst síðar. Þinn vinur, Óskar M. Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.