Morgunblaðið - 20.09.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.09.2013, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 ✝ SverrirBjarnason fæddist á Gerð- isstekk við Norð- fjörð 15. janúar 1933. Hann lést 13. september 2013. Foreldrar hans voru Bjarni Sig- fússon, bóndi og útgerðarmaður á Gerðisstekk, f. 27.2. 1886, frá Barðsnesi, d. 25.9. 1941, og Halldóra Jónsdóttir, húsfreyja frá Gerðisstekk, f. 9.7. 1891, d. 7.1. 1970. Systkini Sverris eru: 1) Guðný, f. 19.3. 1915, d. 25.5. 2005. 2) Vilhelmína Sigríður, f. 12.11. 1916, d. 10.9. 1972. 3) Guðfinna, f. 19.1. 1918, d. 1.8. 2008. 4) Kristbjörg, f. 14.5. 1919, d. 21.4. 1995. 5) Jón Sig- fús, f. 14.8. 1920, d. 17.6. 1944. 6) Bjarni Halldór, f. 1.10. 1921, d. 14.6. 2002. 7) Ragnar Krist- inn, f. 9.4. 1924, d. 26.3. 1991. 8) Guðmundur, f. 19.9. 1925, d. 21.1. 1999. 9) Hermann, f. 23.1. 1927, d. 3.2. 1998. 10) Óskar, f. 3.5. 1931. Sverrir kvæntist 2.9. 1956 Ernu Fríðu Berg, f. 2.9. 1938. Sverrir ólst upp á Gerð- isstekk við Norðfjörð. Hann var aðeins átta ára þegar faðir hans féll frá og bjuggu hann og móðir hans hjá ýmsum ætt- ingjum þar til Sverrir fór að heiman 16 ára. Sverrir starf- aði sem sjómaður og við fisk- verkun fyrstu starfsárin og kom til Hafnarfjarðar 1955. Þar kynntist hann fyrrverandi eiginkonu sinni og stofnaði fjölskyldu. Eftir það vann hann á Keflavíkurflugvelli en lærði síðan húsgagnabólstrun og starfaði við það fag í nokk- ur ár. Þá lærði hann til húsa- smiðs. Hann vann lengi hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði ásamt því að sinna bólstrun í aukavinnu. Þá starf- aði hann í nokkur ár hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars en síðustu starfsárin hjá Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. Sverrir kunni alltaf vel við sig í Hafnarfirði og vildi hvergi annars staðar vera. Fyrir 16 árum eignaðist Sverrir góða vinkonu í Stef- aníu Önundardóttur, en þau þekktust sem unglingar á Norðfirði og endurnýjuðu kynnin nokkrum áratugum síðar. Útför Sverris verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 20. september 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Þau slitu sam- vistum 1979. Sverrir og Erna Fríða eign- uðust saman þrjú börn. Þau eru: 1. Sigurrós, f. 15.11. 1957, gift Sig- urjóni Inga Ing- ólfssyni, f. 7.6. 1956. Börn þeirra eru: a) Sverrir Örn Sveinsson, f. 20.2. 1977, í sam- búð með Halldóru Ágústs- dóttur. Börn þeirra eru Heimir Freyr Sveinsson, f. 17.4. 2003, Eygló Rós, f. 9.8. 2008, og Sig- urrós, f. 11.8. 2011. b) Marta, f. 23.11. 1979, í sambúð með Hermanni Sigurgeirssyni, f. 9.1. 1982. Börn þeirra eru: Baldvin Ingi, f. 30.1. 2000, og Birkir, f. 14.5. 2006. c) Ingi- björg, f. 18.7. 1991. Sambýlis- maður hennar er Sigþór Ein- arsson, f. 26.7. 1990. 2. Lillý Halldóra, f. 28.2. 1960. Hún er ógift og barnlaus. 3. Björn Bragi, f. 22.4. 1967, í sambúð með Elísabetu Katrínu Benón- ýsdóttur, f. 16.4. 1971. Börn þeirra eru: a) Arndís Erna, f. 5.5. 1991, og Arnar Bjarki, f. 23.2. 2003. Margar horfnar minningar svo ljúfar streyma fram um lítinn dreng sem lék sér sæll við mildan móðurfaðm Hérna voru sporin mín svo mörg, svo létt og glöð Í kveðjuskyni horfi ég um heima- byggðar tröð. Þessar fallegu ljóðlínur eftir frænda Sverris, Daníel Arason, koma upp í hugann þegar kær tengdapabbi kveður þetta líf. Ljóðlínurnar gætu vísað til upp- runa Sverris sem var ættaður frá Gerðisstekk við Norðfjörð. Það kom glampi í augun á Sverri þegar talið barst að Norðfirði og að æskuheimilinu að Gerðisstekk. Hann átti þar sín bernskuspor í stórum systk- inahóp. Líklega hefur hann kynnst þeim misvel þar sem elsta systir hans var 18 ára þegar hann fæðist og næstu ár fóru systkini hans að heiman eins og gengur þegar fólk verð- ur fullvaxta. Lífið gekk sinn vanagang fyrstu árin en síðan kom áfallið. Faðir Sverris drukknaði þegar hann var aðeins átta ára. Þetta hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á fjölskylduna og næstu ár bjuggu Sverrir og móðir hans til skiptis hjá systkinum hans, sem þá voru flutt að heiman. Til að afla sér viðurværis á þessum árum þurfti að sýna af sér vinnusemi og dugnað en það voru einmitt þeir eiginleikar sem ég skynjaði í fari Sverris þegar ég kom inn í fjölskyldu hans árið 1977. Þegar dagvinnu lauk voru ófáir tímarn- ir, bæði um kvöld og helgar, sem Sverrir var úti í bílskúr við að sinna þeim bólstrunarverkefnum sem hann hafði tekið að sér. Það var gaman að spjalla við hann og var hann fróður um ýmis þjóðfélagsleg mál og einn- ig var hann nokkuð vel að sér í sögu. Þá kom maður ekki að tómum kofunum þegar stang- veiði var annars vegar. Hann hafði mjög gaman af því að fara í veiði og minnist ég ánægju- legra stunda sem við áttum við veiðar í Álftá á Mýrum. Einnig veiddi hann í Grenilæk og Hvítá svo einhverjar ár séu nefndar. Eftir að Sverrir byggði sér myndarlegt hús að Ljósabergi 8 í Hafnarfirði þá var alltaf opið hús fyrir okkur Eyjamennina þegar við þurftum á gistingu að halda, einnig reyndist hann okkur mjög vel þegar sonur okkar, og nafni hans, fór í skóla í Reykjavík, þá fékk hann inni hjá afa sínum. Það var honum tengdaföður mínum til mikilla heilla þegar Stefanía Öndundardóttir kom inn í líf hans árið 1997. Þau þekktust á unglingsárum fyrir austan en endurnýjuðu nú vin- skapinn. Hún reyndist honum mjög góð vinkona og þau nutu samverunnar hér heima ásamt nokkrum ferðum erlendis. Sverrir naut þess að fara á sól- arstrendur enda var það góð af- slöppun og sólarljósið átti sér- staklega vel við hann. Eftir mikla vinnusemi var farið að líta til þess tíma þegar sest yrði í helgan stein. Þá yrði hægt að stunda veiðina af meira kappi en áður, halda áfram að skjótast í sólarferðir og gera fleiri skemmtilega hluti. En þá bilaði heilsan. Síðustu ár voru mínum manni erfið og sætti hans sig illa við þessi mjög svo skertu lífsgæði. Að lokum vil ég þakka mín- um kæra tengdapabba fyrir all- ar góðu samverustundirnar sem við áttum saman og bið þess að hann hvíli í friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurjón Ingi Ingólfsson. Sverrir Bjarnason Skrýtið hvað lífið er hverfult. Ég er nýbúin að missa pabba minn og er að reyna að sættast við miss- inn, þá kemur annar skellur á fjöl- skylduna, Gæi er dáinn. Bíddu, er ekki allt í lagi þarna uppi? Syst- urnar Erna elsku mamma mín og elsku Svava tanta mín að missa mennina sína innan 3 vikna, alveg ótrúlegt. Ég er alveg farin að trúa því að allar sögur okkar séu skrif- aðar í skýin, hvenær við fæðumst og deyjum, og við getum engu breytt, það er bara svoleiðis. Í sorg minni minnist ég Gæja sem yndislegs manns og vinar allra eins og pabbi var. Garðar var þegar ég var yngri eins og pabbi nr. 2. Minningarnar að ferðast til Vestfjarða með þeim og ferðalögin hjá fjölskyldunum okkar í Þjórs- árdal, bara yndislegur tími að minnast. Svo faldi ég mig í bílnum hans og Svövu þegar þau komu í heimsókn í Grænásinn. Heimilið kjaftfullt af börnum og ósköp lang- aði mig að fá smá frí frá öllum systkinum í dagstund. Faldi mig í bílnum þeirra með sængina mína, en Gæi vissi af mér þegar var lagt af stað á Faxabrautina, en sagði ekki neitt, bara yndislegt. Svo stóð ég upp með sængina: Svava elsku tanta, má ég sofa hjá þér í nótt? Og alltaf var svarið já. Garðar var bara eðal, hugsaði um Svövu eins og konungborna Garðar Pétursson ✝ Garðar Péturs-son rafvirkja- meistari fæddist í Hafnardal í Naut- eyrarhreppi við Ísa- fjarðardjúp 25. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. sept- ember 2013. Útför Garðars fór fram frá Keflavík- urkirkju 16. sept- ember 2013. konu og fjölskyldu sína. Mikill var gestagangurinn á milli okkar fjöl- skyldna og eigum við yndislegar minning- ar, öll ferðalögin okkar saman, matar- boðin og áramótin og bara allt þar á milli himins og jarðar. Elsku Svava besta tanta mín, Aggý mín og Svavar minn og Gulla og ykkar fjölskyldur, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Blessuð sé minning hans. Margrét Örlygsdóttir. ✝ ÞorgrímurPálsson fæddist á Bakka í Skaga- hreppi A-Hún. 28. ágúst 1926. Hann lést 7. september 2013. Foreldrar hans voru María Ólafs- dóttir og Páll Tóm- asson, bændur á Bakka. Systkini Þorgríms í ald- ursröð voru Tómas Ólafur (látinn), Lilja Guðrún, Jakobína (látin), Ólafur Helgi (lát- inn), Guðríður Ás- gerður, María, Björg Þóra og Páll Jónatan. Þorgrímur var lengi sjómaður en eftir að hann kom í land vann hann að- allega við beitingar. Þorgrímur var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 17. september 2013. Ég ætla hér í örfáum orðum að minnast Gríms frænda míns og vinar. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var krakki heima á Kleif þegar hann, ásamt sveitunga sín- um, Kristjáni á Steinnýjarstöðum, kom í Kleifarrétt að hirða féð. Þá gistu þeir alltaf heima. Við krakk- arnir hlökkuðum alltaf mikið til að Grímsi litli á Bakka kæmi því að hann hafði jafnan nammi meðferð- is handa litlum munnum í bréf- poka, enda fyrir tíma plastsins. Hann hefur sagt mér margar skemmtilegar sögur frá þessu tímabili, þ.á m. þegar kýrnar voru allar týndar er við komum frá réttinni í þoku sem skall á seinni part dags. Síðar bjuggum við Grímur í nokkur ár undir sama þaki, ég á hæðinni fyrir ofan hann, og kallaði hann mig þá stundum Lofthænu. Það var oft glatt á hjalla á Ás- brautinni, sérstaklega þegar Grímur var í stuði og spáði í bolla. Þá var mikið hlegið og haft gam- an. Eftir að frændi flutti á Hrafn- istu hittumst við sjaldnar en ég var þó sæmilega dugleg að heim- sækja hann. Aldrei var spáð í færri en fjóra bolla í þessum heim- sóknum. Einhverju sinni kom vin- ur minn, Marínó, með mér til Gríms og hafði meðferðist vídeó- upptökuvél og tók hann heimild- armynd af Grími við spádóminn og skemmtilegt spjall við mig. Mikið er búið að hlæja að aðalper- sónunum í þessu leikriti. Grímur var mikill húmoristi, meira að segja eftir að hann veikt- ist og kominn á spítala enda sagði hann stundum að hann ætti ekki að láta eins og fífl. Á Hrafnistu var hann dýrkaður eins og Guð því hann tók að sér að vera málsvari heimilisfólks. Ef þurfti að kvarta yfir einhverju við yfirmenn gekk Grímur í málið og tókst oft að koma breytingum til leiðar. Hann spáði ekki aðeins í bolla fyrir fólk heldur réð hann einnig drauma. Þegar aðsóknin var sem mest hjá honum í þessa meðfæddu speki tók hann vissan dag í viku fyrir draumráðningar. Bollalest- urinn var hægt að grípa í hvenær sem var. Þó fór svo að lokum að sökum mikillar aðsóknar neyddist hann til að hætta þessu því um- ferðaröngþveiti myndaðist í kringum hann við iðju sína. Það verða örugglega margir sem koma til með að sakna þessa skemmtilega og mæta manns. Ég veit að hann vildi ekki lifa við þær aðstæður sem upp voru komnar í hans lífi og ég held að hann hafi ekki verið sáttur við að enda æv- ina svona. En þetta er leiðin okkar allra, að hverfa úr þessu lífi, og við það verðum við að sætta okkur. Ég votta systkinum hans og ætt- ingjum öllum innilega samúð. Minningin um skemmtilegan og vandaðan mann lifir áfram. Olga frænka. Fyrrverandi mágur minn Þor- grímur Pálsson frá Bakka lést hinn 7. september 2013. Ég vil minnast hans með nokkrum línum. Á seinni árum foreldra hans, sem voru Páll Tóm- asson og María Ólafsdóttir frá Bakka í Skagahreppi, starfaði Grímur að bústörfum á Bakka af eljusemi og dugnaði eins og allt sem hann lagði hönd á. Hann varð eftirsóttur í skiprúm, við beitn- ingu og til sjóróðra á Skagaströnd og suður með sjó á vertíðar. Hann var góð skytta og lagði stund á refaveiðar í Skagastrandarfjöllum og Skagaheiði og lá ég úti með honum sem vaktmaður í nokkur skipti. Á Bakka var alltaf árabátur og settur fram með þremur eða fjór- um mönnum, settir voru hlunnar undir bátinn þegar hann var sett- ur niður og dreginn upp með handspili. Greip Grímur tvo hlunna og setti fyrir þegar við höfðum nóg með einn. Oft fiskað- ist vel og var aflanum skipt milli bæja eða þar sem þörf var. Oft skaut Grímur sel eða fugla til mat- ar. Þorgrímur var mikill áhuga- maður um spil og spilaði mest vist og voru mörg kvöld og fram á nætur á Bakka og Skeggjastöðum við mikla gleði. Þorgrími Pálssyni þakka ég góð kynni og hvíli hann í friði. Votta ég systkinum og ættingj- um samúð. Með kveðju, Stefán Leó Holm. Þá er komið að kveðjustund. Í dag kveð ég þig kæri vinur og trúnaðarvinur. Kynni okkar hóf- ust fyrir sextán árum þegar þú last í bolla fyrir mig, en við áttum það sameiginlegt að hafa bæði brenn- andi áhuga á andlegum málefnum. Upp frá þessu varð vinátta sem aldrei bar skugga á. Þú hafðir alla tíð mikla skyggnigáfu sem þér fannst stundum vera þér til traf- ala. Ég tók aldrei mikilvægar ákvarðanir í mínu lífi án þess að leita ráða hjá þér og reyndist það mér ávallt vel, því þú varst svo skynsamur. Þú varst góður sögu- maður og hafðir gaman af að segja frá, þá var stutt í húmorinn og stríðnispúkann. Hagmæltur varstu einnig og samdir mikið af ljóðum og lausavísum sem hefðu getað fyllt heila bók. Draumaráð- andi varst þú góður og leituðu margir til þín með drauma sína. Sagðir þú stundum við mig að ef þú gæfir út draumaráðningabók yrði hún allt öruvísi en þær bækur sem væru komnar út enda fórst þú ekki troðnar slóðir. Mér fannst þú alltaf vera að kenna mér það sem þú varst sjálfur; kvíðalaus gagn- vart lífinu og hræddist ekki dauð- ann. Þú varst sá æðrulausasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Mikið sakna ég þess að heyra í þér röddina, þessa kunnuglegu sterku rödd; „góðan daginn/kvöldið, Grímur hér“. Ég veit að það hringdu margir í þig jafnt dag sem nótt til að leita ráða hjá þér. Eins og ég sagði við þig Grímur minn; „þú ert alltaf á vaktinni“. Þér fannst það bara alveg sjálfsagt. Þú varst stórkostlegur og eistakur persónuleiki. Þegar Brynjar minn var lítill passaðir þú hann einn sól- arhring, ýmislegt brölluðuð þið á þessum tíma. Eitthvað var strák- urinn baldinn en þú hafðir ráð við því eins og öðru, fórst bara með hann út í fótbolta til að hann fengi útrás fyrir orkuna. Oft minntistu á þetta síðan og mikið var Brynjar þér kær. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á hlutunum sem ekki varð hvikað, ekki síst varðandi mataræði nú- tímamannsins; pasta, pítsur eða allt þetta grænfóður eins og þú kallaðir það. Þetta gerði kynslóð- ina sem er að vaxa úr grasi þrótt- lausa. Ungdómurinn ætti að lifa á kjarngóðu íslensku fæði, helst vel feitu sauðakjöti. Þú sagðir stund- um við mig að ef þú værir ungur maður í dag myndirðu læra til lög- fræðings. Ég er viss um að þú hefðir orðið góður lögfræðingur því réttlætiskenndin og sanngirn- in var þér í blóð borin. Undir það síðasta, Grímur minn, þegar þrótturinn og þrekið var búið, þurftir þú að taka margar hvíldir á leiðinni í matsalinn á Hrafnistu, því það var ekki í þínum anda að gefast upp. Í síðasta samtali okkar eftir að þú varst kominn á sjúkra- hús ræddum við um eilífðarmálin, því þú varst trúaður á þinn hátt; trúðir á hringrás lífsins. Í þessu spjalli okkar spurði ég þig hvað þú ætlaðir að verða á næsta tilveru- stigi og þú svaraðir því til að þú ætlaðir að verða fagur fugl sem flygi um loftin blá. „Ef þú sérð einn slíkan þá hugsar þú: þarna er hann Grímur,“ og það mun ég svo sannarlega gera því mér finnst hugsunin og táknin falleg. Og nú ertu floginn á annað tilverustig og ég veit að nú líður þér vel, kæri vinur. Þín vinkona að eilífu, Guðfinna. Þorgrímur Pálsson Þá höfum við kvatt hann Guðjón okkar og eigum eftir að sakna hans. Þjóðdansafélag Reykjavíkur var stofnað 17. júní 1951 og var Guðjón virkur félagi frá byrj- un. Ég man fyrst eftir Guðjóni í sýningarflokki félagsins í stuttbuxum að dansa týrólad- ansa í gamla skátaheimilinu við Snorrabraut. Hann var fljót- lega kosinn í stjórn félagsins og var formaður um tíma. Einnig var hann formaður sýn- ingarflokksins. Guðjón var Guðjón Jónsson ✝ Guðjón Jóns-son fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfum 21. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. ágúst 2013. Guðjón var jarð- sunginn frá Ás- kirkju 9. september 2013. glæsilegur dansari og góður félagi og hann fylgdist alltaf vel með félaginu og því sem þar var að gerast og lét sér annt um það. Alltaf þegar fór að vora kom fiðr- ingur í Guðjón og hann fór að tala um Fagurhólsmýri og þurfti að drífa sig þangað. Guðjón var einn af þeim sem heiðraðir voru á 50 ára af- mæli Þjóðdansafélagsins. Hann starfaði líka mikið með Skaftfellingafélaginu í Reykja- vík. Ótrúlegt að Guðjón var næstum orðinn 90 ára, alltaf svo beinn og unglegur. Góður drengur er genginn og við minnumst hans með virðingu og vottum öllum að- standendum dýpstu samúð. Dóra G. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.