Morgunblaðið - 20.09.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.09.2013, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 ✝ Anna SigrúnBöðvarsdóttir fæddist á Akranesi 15. maí 1952. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. sept- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Böðvar Ell- ert Guðjónsson, f. 28. júní 1913, d. 28. maí 2001, og Svava Hallvarðsdóttir, f. 17. desember 1913, d. 25. júní 1990. Systkini hennar voru Halldóra Böðv- arsdóttir, f. 4. janúar 1949, d. 9. júní 2010, Hallvarður Ólafur, f. 2. febrúar 1950, Lára, f. 28. maí 1953, Guðjón Svavar, f. 16. októ- ber 1954, d. 21. október 1955, Guðjón Svavar, f. 12. desember 1955, og Halla Böðvarsdóttir, f. 25. apríl 1961. Anna Sigrún gift- ist 5. febrúar 1976 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Sig- fússyni. Synir Önnu Sigrúnar og Sigurðar eru Sigurður Óli Sig- urðarson, f. 8. mars 1979, kvæntur Camillu Ósk Há- konardóttur, f. 27. desember 1977, dóttir þeirra er Karen Lind Sigurð- ardóttir, f. 19. ágúst 2008. Svavar Sigurðarson, f. 6. júní 1986, sambýlis- kona Vaka Önnu- dóttir, f. 21. sept- ember 1985. Anna Sigrún ólst upp á Akranesi og á Kringlumel í Hvalfjarðarsveit. Eftir barnaskóla stundaði hún nám í Reykholti í Borgarfirði og í Verslunarskóla Íslands. Síðar lauk hún námi frá læknaritarabraut Fjölbrauta- skólans í Ármúla. Anna Sigrún og Sigurður bjuggu fyrstu bú- skaparárin á Laugarvatni og á Bifröst en fluttu 1983 til Reykja- víkur og bjuggu þá í Kögurseli. Árið 2007 fluttu þau í Kópavog. Anna Sigrún stundaði ýmis skrifstofu- og verslunarstörf en vann síðustu árin sem stuðn- ingsfulltrúi við Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Útför Önnu Sigrúnar fer fram frá Seljakirkju í dag, 20. september 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku Anna. Það er sárt að kveðja þig og alltof snemmt. Við áttum ófáar stundir í Kögursel- inu þar sem við ræddum málin yfir arineldi og góðu rauðvíni. Heiðmörkin var sérstakur stað- ur í hjarta þínu og það var alltaf svo gott að koma þangað. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú varst ávallt tilbúin til að aðstoða okkur og við þurftum ekki annað en að segja frá ósk- um eða vandamálum og þá varstu komin í málið. Ég vil þakka fyrir hjálpsemi þína. Það er sárt að hugsa til þess að Kar- en Lind fái ekki að eyða fleiri stundum með þér. Þið voruð miklar vinkonur og nutuð þess að vera saman í sundi og í Heið- mörkinni. Ég vil þakka fyrir þá ást og þolinmæði sem þú gafst Karen Lind. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum og vera okkur leið- arljós í gegnum lífið. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Camilla Ósk Hákonardóttir. Hversu réttlætanlegt er það að eiginkona, móðir, tengdamóð- ir, amma, systir og kær vinkona í blóma lífsins sé hrifin frá okk- ur nánast í einu vetfangi án þess að nokkur fái rönd við reist, ekki einu sinni læknavísindin? Anna var okkur mikill vinur og dásamleg manneskja. Hún var ótrúlega flink, allt sem hún snerti bar vott um smekkvísi og lék allt í höndum hennar. Sökn- uðurinn er mikill. Við hjónin höf- um átt margar góðar stundir saman með þeim hjónum og börnum okkar og barnabarni. Hún auðgaði jarðríkið og verður með okkur til eilífðar. Elsku Siggi, Óli, Svavar, Ca- milla Ósk, Vaka og Karen Lind. Ykkar er harmurinn. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Hákon og Hanna. Það var góður hópur starfs- fólks sem vann í Samvinnuskól- anum að Bifröst þann tíma sem við hjónin dvöldum þar 1978-81. Ungt fólk, meira og minna á sama aldri – hafði metnað fyrir skólanum jafnt sem staðnum. Vinátta og samvinna í starfi sem leik; ein fjölskylda. Meira og minna höfum við haldið hópinn síðan – ekki síst fyrir dugnað Sigurðar og Önnu. Stutt síðan hópurinn kom saman, fékk sér kaffi og meðlæti í gamla Elliða- vatnsbænum og rifjaði upp góðar liðnar stundir. Á Bifröst kynntumst við Önnu og Sigga og fljótlega settumst við að bridsborðinu hvor heima hjá öðrum – ekki oft, en kom- umst á bragðið. Kannski vegna þess – eða af því að okkur leið vel saman, tókum við upp þráð- inn að nýju eftir að til Reykja- víkur kom. Og síðustu 10-15 árin höfum við spilað reglulega einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina. Það myndast sérstök vinátta þegar fólk hittist eins oft og við gerðum og þótt spilin væru í for- grunni létum við það alltaf eftir okkur að ræða mál líðandi stund- ar; landsmálin, fjölskyldur okk- ar, vinina, störf okkar og hvað fyrir stafni væri í tómstundum sem öðru. Trúa hvert öðru fyrir ýmsu því sem á hugann hefur leitað. Við kynntumst og fylgdumst með börnum hvert annars, þau uxu úr grasi og eignuðust börn. Anna var stolt af sinni fjölskyldu og sannarlega ljómaði hún er litlu ömmustelpuna Karenu Lind bar á góma. Vináttu má líkja við tré. Af litlu fræi skjóta angar rótum og með ræktun dafnar hvort tveggja – styrkist og stækkar. Það myndast líka eyða þegar stórt tré fellur og þannig er það við fráfall Önnu. Þótt spilakvöld- in væru hinn fasti punktur má kalla fleira til sögunnar. Oft lá leiðin að fallegum sumarbústað Önnu og Sigga í Heiðmörkinni hvar við settum niður kartöflur til að eiga með nýjum fiski á haustin og þau tóku hús á okkur norður í Nýhöfn á Melrakka- sléttu. Við áttum það til að borða saman skötu á Þorláksmessu – fara í leikhús, á þorrablót og ým- islegt annað skemmtilegt. Það hefur verið dýrmætt að eiga þau Önnu og Sigga að vin- um og sannarlega eigum við eftir að sakna hennar. Anna var vinur vina sinna. Hún var með hægláta framkomu en ákveðin ef því var að skipta. Heimili hennar bar ríkan vott um fágaðan smekk og fallegan stíl. Hún hafði næmt auga fyrir fallegri handavinnu og var afar vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún gaf mikið og þess vegna er mikils að sakna við fráfall hennar. Við sem trúum á hið eilífa líf erum hins vegar sannfærð um að leiknum sé ekki lokið – að á móti henni taki friður Guðs sem öllum er æðri og að sá tími komi að ást- vinir hittist að nýju. Ástvinum Önnu; Sigga – Óla, Camillu og Karenu litlu – Svavari og Vöku – systkinum Önnu og öðrum þeim sem nú hafa misst svo mikið, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð varðveita okkar kæru vinkonu um alla ei- lífð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Kristjana og Níels Árni. Með bæninni kemur ljósið, með þessum orðum langar mig að kveðja kæra vinkonu. Það er þyngra en tárum taki að ætla að skrifa minningargrein um vin- konu sína. Ekki hefði mig órað fyrir því að eiga það eftir, aðeins þremur og hálfum mánuði eftir að við hittumst í lok maí. Við vorum að fagna afmælisdegi hennar sem hafði verið nokkrum dögum fyrr, sá 61. í röðinni. Kynni okkar Önnu hófust í gegnum foreldrafélag Seljaskóla, þar sem við sátum báðar í stjórn. Sú vinátta átti eftir að þróast enn frekar þegar Anna tók að sér að sauma fyrir mig, en hún var frábær saumakona og vand- virk með afbrigðum. Anna var einstök manneskja, heilsteypt, heiðarleg og traust. Það var auð- velt að leita til hennar, hún hafði ráð við flestu.Við höfðum hlakk- að til að eyða meiri tíma saman í sumarhúsi okkar hjóna, en það fór nú á annan veg. Við þessar aðstæður er maður minntur á að lífið er núna. Það er hvorki æf- ing né frumsýning. Eins og sagði í textanum sem Sigurður maður Önnu skrifaði svo fallega í af- mælisboði okkar hjóna nokkrum árum fyrr. Anna var pjattrófa og kunni að meta fallega hluti sem og föt. Hún hafði beðið mig að útvega sér einstakan vasa á ferðalagi mínu til Berlínar um daginn. Hann fann ég ekki, en pantaði hann á netinu þegar heim kom. Ég er þakklát fyrir að Anna fékk vasann í tæka tíð fyrir ferðalagið mikla. Ég vil þakka vináttu og kær- leik að leiðarlokum. Aðstandend- um votta ég innilega samúð. Þegar næðir í mínu hjarta og í huga mér engin ró og ég þrái að sjá hið bjarta sem að áður í mér bjó þá er lausnin ávallt nálæg, ef um hana í auðmýkt bið og með bæninni kemur ljósið og í ljósinu finn ég frið. Ó, svo dapur er dagur vaknar, dægurþrasið svo fjarri er. Mundu þegar þú sárast saknar og sólin skín hvergi nálægt þér að í bæn er falinn máttur er þig magnar þúsundfalt því með bæninni kemur ljósið og í ljósinu lagast allt. Ég vil mæta þessum degi, fagna öllu sem fyrir ber og ég bið þess að ég megi njóta alls sem hann gefur mér. Ef ég bið á hverjum degi, hef ég von sem aldrei deyr því með bæninni kemur ljósið og í myrkri ég geng ei meir. (Páll Óskar/Brynhildur Björnsdóttir.) Hrafnhildur Árnadóttir. Kveðja frá Hörðuvallaskóla Í dag er til moldar borin kær vinkona okkar og samstarfsmað- ur Anna Sigrún Böðvarsdóttir. Í huga okkar er sorg og söknuður, en um leið þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og vinna með henni. Jákvæðni hennar, hlýja og umhyggja einkenndu allt hennar viðmót og starf og var okkur dýrmætt veganesti í erli dagsins. Svarið var ætíð já ef leitað var til hennar um viðvik eða aðstoð. Missir okkar er mikill en hug- ur okkar er hjá Sigurði eigin- manni hennar og ættingjum sem við sendum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Önnu Sig- rúnar. Henni gleymum við ekki. F.h. starfsfólks og nemenda Hörðuvallaskóla, Helgi Halldórsson. Anna Sigrún Böðvarsdóttir HINSTA KVEÐJA Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Takk fyrir vináttu og hjálpsemi, elsku vinkona. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Siggi og fjölskylda. Sigrún Halla Karlsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, ÓLAFS Þ. ÞÓRHALLSSONAR, Neshaga 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítala Landakoti fyrir góða umönnun í veikindum hans. Þorbjörg J. Ólafsdóttir, Jón M. Benediktsson, Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir, Necmi Ergün, Júlíus Heimir Ólafsson, Vigdís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við viljum senda innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, samúð og vináttu vegna fráfalls og útfarar elsku sonar okkar, bróður og barnabarns, GUNNARS HERSIS BENEDIKTSSONAR skipverja á Skinney SF 20. Benedikt Gunnarsson, Halldóra Katrín Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Sara Benediktsdóttir, Sigurbjörg Kristinsdóttir, Stefanía Ólöf Jónsdóttir, Gunnar Sighvatsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, JÓHANNS ANTONÍUSSONAR fyrrverandi útgerðarmanns frá Fáskrúðsfirði. Guðný Kröyer, Ester Jóhannsdóttir Albert Már Steingrímsson, Hilmar Jóhannsson, Guðrún Helgadóttir, Björn Jóhannsson, Halldóra Þorgeirsdóttir, Sigfús Jóhannsson, Kristín Guðjónsdóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Ólafur F. Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna veikinda og andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Strandaseli 8. Kristján B. Gíslason, Guðríður Gestsdóttir, Álfgeir Gíslason, Guðný Sigrún Eiríksdóttir, Ragnar Gíslason, Valgerður Torfadóttir, Sigfinnur Steinar Gíslason, Ásdís Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnar Skaftason, æskuvin- ur minn í Skerjafirði, er farinn Gunnar Ó. Skaftason ✝ Gunnar Ó.Skaftason fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1927. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 27. ágúst 2013. Útför Gunnars fór fram frá Sel- tjarnarneskirkju 10. september 2013. til feðra sinna. Það er bjart yfir æsku- árunum í Skerja- firði. Plássið var eins og þorp með eigin verslun og skóla. Skildinga- nesskóli var okkar uppeldisstöð með úrvals kennara. Vinátta okkar Gunna hófst í lok bernskuáranna, en hann var ári á undan mér í bekk. Gunni átti elskulega for- eldra og systkini. Ég gerðist heimagangur hjá fjölskyldunni, en þegar briddsspil stóð sem hæst þar á bæ, sneri ég frá. Önnur áhugamál Gunna fóru aftur á móti betur saman við mín, þ.e. fótbolti, fjaran, ferða- lög og smíðar. Sumarkvöldin voru vel notuð í fótboltaspark á þýfðu Reynisstaðatúni. Ótaldar voru ferðir á kappleiki á Mela- velli. Fjaran og sjórinn drógu okkur einnig til sín. Við smíð- uðum kajak með aðstoð föður míns eftir teikningu í amerískri bók. Til er mynd af Gunna á kajaknum við Gálgaklett í Lambhúsatjörn á Álftanesi. Lít- ið fór fyrir björgunarbúnaði á þessum árum. Engin björgun- arvesti. Byrðingur kajaksins var klæddur með segldúk. Þeg- ar ísa leysti af firðinum að vori gat verið varasamt að róa far- kostinum innan um ísjakana. Mæður okkar treystu okkur í þessum ævintýrasjóferðum. Saman leituðum við Gunni einn- ig á önnur mið. Haldið til Þing- valla á fermingarhjólum. Lengst komumst við út í heim- inn að Kirkjubæjarklaustri en þar gengum við fram á Jóhann- es Kjarval úti í náttúrunni með málaratrönur sínar. Við vildum ekki ónáða meistarann. Að kveldi kom Jóhannes til ungu mannanna og þakkaði fyrir til- litssemina. Æskuárum okkar í Skerjafirði lauk með hvarfi Gunna að Núpsskóla í Dýrafirði og ég hélt á önnur mið. Hermenn og flugvélagnýr settu svip sinn á Skerjafjörð stríðsáranna. Heimur flugvél- anna dró Gunna til sín. Hans ævistarf var hjá Flugfélagi Ís- lands. Vináttubönd æskuáranna hafa haldist þótt langt væri stundum á milli funda. Sá heið- ur féll mér í skaut að teikna hús þeirra hjóna að Bauganesi 32. Síðasta ferð okkar félaga var sjóferð um Miðjarðarhaf á skútu ásamt eiginkonum okkar. Gunni, eins og hann var ávallt kallaður, var drengur góður, hafði ljúfa lund, æðru- laus, kankvís og traustur vinur. Við Erla sendum Eddu, börnum og öðrum ástvinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Manfreð Vilhjálmsson. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.