Morgunblaðið - 20.09.2013, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013
Afmælisgestirnir verða um hundrað talsins og fimmtán eigabókað far með flugi austur í dag. Konan mín er frá Selfossiþaðan sem koma tveir galvaskir trúbadorar, Leifur Viðars-
son og Magnús Kjartan Egilsson. Þeir munu halda upp góðri stemn-
ingu ef ég þekki þá rétt. Á laugardagskvöldið er svo lokahóf knatt-
spyrnudeildar Hattar,“ segir Davíð Þór Sigurðarson, formaður
íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum, sem er þrítugur í dag.
Davíð er Austfirðingur í húð og hár; fæddur á Héraði en alinn upp
á Seyðisfirði. Um tvítugt fór hann til náms í viðskiptafræði á Bifröst
og bjó svo syðra. „Svo opnaðist gluggi þegar starfsemi álvers Alcoa
á Reyðarfirði fór af stað og þar hef ég verið alveg frá 2006. Er núna
í þeim hópi sem stýrir útflutningi og gerir framleiðsluáætlanir.
Fjarðaál er góður vinnustaður sem býður upp á margvíslega
möguleika,“ segir Davíð Þór.
Kona Davíðs er Edda Ósk Gísladóttir hársnyrtir, sem jafnframt
rekur smekklegt.is, vefverslun með barnaföt. Þau Edda eiga tvö
börn; Eriku Rún, tveggja ára, og Arnór Daða, sem er einmitt sex ára
í dag. „Börnin eru það kærasta sem við eigum og það var sér-
staklega gaman að eignast sitt fyrsta barn á afmælisdeginum sínum.
Það er besta gjöf sem ég hef nokkurn tíma fengið,“ segir Davíð Þór.
sbs@mbl.is
Davíð Þór Sigurðarson er þrítugur í dag
Pabbi „Börnin eru það kærasta sem við eigum,“ segir Davíð Þór Sig-
urðarson á Egilsstöðum, hér með þeim Eriku Rún og Arnóri Daða.
Besta gjöfin mín er
sex ára gömul í dag
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Brúðhjón Björg
Eyþórsdóttir og
Ágúst Ingi Dav-
íðsson voru gefin
saman í París 21.
júlí síðastliðinn.
Brúðkaup
Kópavogur Frosti Steinn fæddist 21.
september. Hann vó 2.985 g og var
49 cm langur. Foreldrar hans eru
Karen Gylfadóttir og Andri Viðar
Sveinsson.
Nýir borgarar
Mosfellsbær Leonard fæddist 3. jan-
úar kl. 21.27. Hann vó 3.655 g og var
51 cm langur. Foreldrar hans eru
Lasma Benediktsson og Sigurður
Benediktsson.
G
uðmundur fæddist á
Eskifirði 20.9. 1963 og
ólst þar upp í dæmi-
gerðu íslensku sjáv-
arplássi á bryggjunum,
við knattspyrnuleiki með Austra og
við almenn verkamanna- og fisk-
vinnslustörf á unglingsárum.
Guðmundur var í Barna- og gagn-
fræðaskóla Eskifjarðar, var skipti-
nemi á Ítalíu í eitt ár, lauk stúdents-
prófi frá MH 1984, lauk bakkalár-
prófi í stjórnmálafræði frá Stirling--
háskóla í Skotlandi 1989 og MA--
prófi í alþjóðastjórnmálum frá
háskólanum í Sussex í Englandi
1990. Lokaritgerð hans fjallaði um
Norðurlöndin og pólitískan samruna
í Evrópu.
Guðmundur var leiðsögumaður á
Ítalíu á sumrin með háskólanáminu í
Bretlandi og blaðamaður við Morg-
unblaðið um skeið. Hann starfaði við
sérverkefni fyrir forsætis- og fjár-
málaráðuneyti 1991, var skipaður
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu í
ársbyrjun 1992, skipaður skrifstofu-
stjóri í sama ráðuneyti frá ársbyrjun
1996, var í leyfi þaðan 1998-2000 er
hann var ráðgjafi (e. Senior Advisor)
við Norræna þróunarsjóðinn í Hels-
inki (NDF) þar sem hann sinnti
einkum málefnum Afríku.
Guðmundur hóf störf á ný sem
skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti
árið 2000, var settur ráðuneytistjóri
í menntamálaráðuneyti haustið 2002
og skipaður ráðuneytisstjóri þar í
mars 2003. Hann fór aftur til starfa í
forsætisráðuneytinu í ársbyrjun
2009 og fram á vor en var settur
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu sumarið 2009 og hefur verið þar
síðan.
Guðmundur hefur setið í aragrúa
starfshópa og opinberra ráða og
nefnda sem fulltrúi ráðuneyta.
Gömul hús í Mjóafirði
Áhugamálin, Guðmundur?
„Ég er mjög lélegur félagsmála-
maður – hrökklaðist úr Rotary
vegna lélegrar mætingar og baðst
lausnar í sóknarnefnd Háteigskirkju
eftir einn fund.
Ég hef reynt að halda tengslum
við Ítalíu og við höfum síðustu sum-
ur farið til Sikileyjar, sem er himn-
eskur staður.
Ég hef haft mikinn áhuga á mínu
starfi en stjórnsýsla ríkisins er
skemmtilegur starfsvettvangur –
það var t.d. spennandi að koma að
Guðmundur Árnason, ráðuneytisstj. í fjármálaráðun. – 60 ára
Kaup á Gljúfrasteini Guðmundur Árnason, Auður Laxness og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, er tvö síðast-
nefndu undirrituðu kaup ríkisins á Gljúfrasteini, heimili og vinnustað Halldórs Laxness, árið 2002.
Nýtur stjórnsýslunnar
en sleði í félagsmálum
Morgunblaðið/Sverrir
Silkimjúkir fætur
Loksins fáanlegt aftur!
Þökkum frábærar
viðtökur
Fæst í apótekum um land allt