Morgunblaðið - 20.09.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.09.2013, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hrúturinn ber höfuðið hátt og er vinalegur og það er meira virði í dag en þekk- ing og kunnátta. Þótt þér finnist þér ekki verða mikið úr verki standa aðrir á öndinni yf- ir afköstum þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekkert freista þín svo að þú eigir á hættu að missa mannorðið fyrir það. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt en gættu þess að forðast allar öfgar í þeim efnum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki er allt sem sýnist og það er þitt verk að komast að hinu sanna. Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn svo þú getir sofið rólegur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ótti þinn við að rugga bátnum hefur leitt til þess að sambandið hefur strandað á skeri. Vinnufélagi kemst upp með að slá slöku við því þú bætir það upp. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt auðvelt með að skilja aðra og því er þetta góður tími til að jafna deilur við gamlan vin. Einbeittu þér að því góða sem aðrir bjóða upp á. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Innsæi segir þér hvernig þú skalt hegða þér í dag. Einhver þau orð hafa fallið sem valda misskilningi í þinn garð. Stattu ákveðinn á þínu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú nýtir orkuna í botn. Og þá er bara að taka á honum stóra sínum og hefjast handa af fullum krafti. Þér er eiginlega sama hvað fólki finnst um þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hlustaðu á þær raddir sem vilja leiðbeina þér og gefa góð ráð, því þær tala af reynslu. Aðra langar bara að vita hvað þér finnst um hlutina. Reyndu að sjá hlutina með augum annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Atburðir dagsins hafa kannski ekki djúpa merkingu, en viðhorf þitt lætur það í veðri vaka. Miðlaðu sköpunargáfu þinni til annarra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki þarft þú að hlaupa til þótt fólkið í kringum þig sé með látalæti. Vinir sem eru þér ekki alltaf sammála reynast best. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vatnsberinn er fullur gleði og vel- líðunar í dag. Ekkert fær breytt því, sem gert er og búið. Vertu óhræddur þótt einhverjum kunni að finnast þetta óþarfa stælar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er sama með hverjum þú ert, hann/hún laðar fram kröftugri hliðar fólks og kímnigáfuna líka. Þú ættir að forðast átök. Stefán Vilhjálmsson sendi mérgott bréf: „Gaman að Edens- kveðskapnum (Vísnahorn 14.09.13). Föðuramma mín, Stefanía Sigurð- ardóttir, kunni margt af þulum og kvæðum. Þar á meðal er þetta vers um þau Adam og Evu eftir ókunnan höfund: Þau voru rekin út með staur Eva mín og sá langi gaur. Þau örkuðu síðan út með sjó, af sér gengu sokka og skó. Börnin áttu þau býsna mörg, bæði voru þau löt og körg. Þó var eitt verst og þess var von, það var hann Kain Adamsson. Minningar ömmu ásamt ýmsum kveðskap sem hún hafði skrifað niður komu út í bókinni „Blikandi fjarlægð“, Rvk. 2005, útg. V.H. Úr annarri átt er þessi snilldar- texti við Vínarkrusslag, þú kannast sjálfsagt við hann: Adam sagði: „Eva, í mér finnst mér slefa, maginn er sem orgelspil. Áttu ekki bitter til?“ Eva fór að æja, Adam sagði: „Jæja, gef mér bara brennivín, blessuð elskan mín.““ Brandur Fróði Einarsson á Akra- nesi rifjar upp eftirfarandi frásögn í tilefni af því að hér birtust fyrir nokkrum dögum vísur um Magneu læknisfrú í Hveragerði eftir Þor- vald Ólafsson: Þorsteinn Þorsteinsson á Húsa- felli var á Stóra-Kroppi um það leyti sem Magnea Jóhannesdóttir kom að Kleppjárnsreykjum til Magnúsar Ágústssonar. Þá var hún mjög umtöluð og talsvert hallmælt. Þá var rætt um það á Kroppi að það væri rétt að segja eitthvað gott um hana. Þá sagði Þorsteinn: Blessuð frúin ber af öllum, bæði dyggða og elskurík. Hennar lof rís hærra fjöllum. (Afi hans, Kristleifur, lauk vís- unni): Hún er engri konu lík. Gylfi Pálsson skrifar að kveð- skapur Ólafs Einarssonar um Esj- una á miðvikudag, „Mikið er Esjan nú guggin og grá“, kalli fram vísu Gests heitins Guðfinnssonar: Mikil lifandis ósköp er Esjan ljót að aftan jafnt sem að framan. Að skakklappast þar um skriður og grjót er skelfing leiðinlegt gaman. Ármann Þorgrímsson yrkir um veðraskil: Nú hefur storminn af loforðum lægt, lognið ég þekki. Góðu hlutirnir gerast mjög hægt, eða gerast ekki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ein vísa kallar á aðra Í klípu „LÖGREGLUHUNDURINN ER KOMINN AFTUR. HANN VILL SPYRJA ÞIG NOKKURRA SPURNINGA Í VIÐBÓT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU TÍMA HJÁ ÁSMUNDI HÚÐLÆKNI EÐA ÁSMUNDI KVENSJÚKDÓMALÆKNI?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þér hlýnar af því einu að hugsa um hann. MÓTTAKA SJÚKLINGA ALDURS- MARTRÖÐ? ÞÚ ERT 45 SNÚNINGA HLJÓMPLATA. ÉG MAN EFTIR ÞÉR. EINMITT! HAHAHAHAHAHAHAHA HAHAHAHAHAHAHAHA! ÓJÁ! VAKNAÐU, HROLLUR! HVAÐ ER AÐ? ÞAÐ ER HELLI-RIGNING OG ÞAKIÐ LEKUR! ÚFF! BEST AÐ ÞÚ SÆKIR ÞÁ REGNHLÍF FYRIR MIG. Víkverji hélt að ekkert kæmi hon-um orðið á óvart í sambandi við stjórnendur Reykjavíkurborgar en fólkinu á þeim bænum dettur ým- islegt í hug sem vart hvarflar að öðr- um. Það nýjasta er að leyfa lausa- göngu hunda á túninu umhverfis sundlaug Vesturbæjar, samkvæmt frétt á mbl.is um liðna helgi. x x x Lausaganga hunda er bönnuð í höf-uðborginni nema á fáum skil- greindum stöðum og þá alltaf undir umsjá ábyrgs aðila. Í samþykkt um hundahald í Reykjavík kemur fram að „taumskylda er í öllu borgarland- inu nema annað sé tekið fram og skal umráðaaðili hunds virða hana“. Bent er á að ekki megi hleypa hundum inn í húsrými, s.s. skóla, leikvelli og íþróttavelli. Þetta eigi meðal annars við um gæsluvelli, íþróttahús, heilsu- ræktarstöðvar og hvers konar sam- komuhús og staði sem almenningur hefur aðgang að vegna afgreiðslu og þjónustu. x x x Stöðugt birtast fréttir af lausumhundum sem hafa ráðist á fólk og slasað auk þess sem lausir hundar hafa oft drepið aðra hunda. Víkverji var til dæmis bitinn af óðum hundi fyrir margt löngu og óskar engum þess að lenda í slíkum bitvargi. x x x Umhverfis- og skipulagsráð borg-arinnar virðist hvorki vita af reglum um hundahald í borginni né þeirri hættu sem fylgir lausagöngu hunda. Ráðsmönnum væri nær að kynna sér ólöglega lausagöngu hunda í Reykjavík og sporna við henni frekar en að auka enn á hætt- una vegna hennar. Þessar hug- myndir virðast vera af sama meiði og tal um ísbirni í Laugardal en er ekki komið nóg af vitleysunni? x x x Heilbrigðisnefnd borgarinnar hef-ur gripið í taumana og segist ekki geta gefið jákvæða umsögn um lausagönguna. Þar á bæ sjá menn hættuna sem henni fylgir og segja hingað og ekki lengra. Er það til fyr- irmyndar, en ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. víkverji@mbl.is Víkverji Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. (Sálmarnir 86:5) Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is DísellyftararMest seldi dísellyftarinn á Íslandi• Hydrostatic drif• Gott ökumannshús• Dempun á mastri• Örugg og góð þjónusta•

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.