Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 kaffivélar fyrir heimili og vinnustaði Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Evrópusambandið þjónar ágæt-lega hagsmunum þeirra sem ferðinni ráða innan þess, stóru kjarnaríkjanna. Önnur aðildarríki mæta afgangi og hagsmunir þeirra eru í öðru sæti og þar fyrir aftan í röðinni.    Út á við er Evr-ópusambandið ekki alltaf þægilegt við að eiga, í það minnsta ekki þegar litlir nágrannar og frændur í norðri eiga í hlut.    Vestnorræna ráðið, sem er form-legur samstarfsvettvangur þinga Færeyja, Grænlands og Ís- lands, sendi af einu slíku tilefni frá sér afar harðorð mótmæli á dög- unum í framhaldi af fundi með Evr- ópusambandinu.    Á fundinum mótmælti Vestnor-ræna ráðið og fordæmdi harð- lega hótanir ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyjum og Íslandi vegna makrílveiða og ákvörðun ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyjum vegna síldveiða. Í tilkynningu Vest- norræna ráðsins segir að aðferðir ESB séu „óþolandi í alþjóða- samskiptum“. Þar minnir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður ráðs- ins, einnig á að fyrri aðgerðir ESB hefðu haft mikil áhrif í vestnor- rænu löndunum, eins og þegar sam- bandið lagði innflutningsbann við selaafurðum.    Mikilvægt er fyrir Íslendinga aðátta sig á að Evrópusam- bandið er ekki þægilegt við að eiga fyrir smáríki, hvorki þau sem innan þess eru né nágranna þess.    Þegar hagsmunir ráðandi aflainnan ESB eru á skjön við hagsmuni smáríkjanna er ljóst hvorir verða ofan á. Unnur Brá Konráðsdóttir ESB „óþolandi í al- þjóðasamskiptum“ STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -1 alskýjað Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló -5 frostrigning Kaupmannahöfn 7 skúrir Stokkhólmur -3 heiðskírt Helsinki -5 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 11 skúrir London 11 léttskýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 skúrir Vín 5 léttskýjað Moskva -3 snjókoma Algarve 16 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -27 léttskýjað Montreal -6 skýjað New York 0 alskýjað Chicago -4 alskýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:06 15:35 ÍSAFJÖRÐUR 11:48 15:03 SIGLUFJÖRÐUR 11:33 14:44 DJÚPIVOGUR 10:44 14:56 Kuldinn sem hrjáð hefur marga landsmenn á undanförnum dögum hefur svo sannarlega gert skíða- svæðum landsins gott. Víða voru skíðasvæði opin um helgina og sóttu margir Hlíðarfjall á Akureyri að sögn Guðmundar Karls Jóns- sonar, forstöðumanns Hlíðarfjalls. „Helgin var góð hjá okkur og hing- að kom töluverður fjöldi fólks til að njóta veðursins og renna sér á skíð- um. Kuldinn hefur hjálpað okkur mikið við að framleiða snjó í brekk- urnar,“ segir Guðmundur. Á Ísafirði var gönguskíðasvæðið opið um helgina og er stefnt að því að opna skíðasvæðið að fullu næstu helgi. Lokað var í Bláfjöllum um helgina. Margir skelltu sér á skíði yfir helgina Skíðasvæði Helgin var góð víða. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wiki- Leaks, segist ekki vita hvort símar alþingismanna voru hleraðir í lok árs 2009 og byrjun árs 2010. „Ég veit bara ekkert um það hvort þessar hleranir hafa átt sér stað,“ segir Kristinn þegar hann var spurður um málið og bendir auk þess á að heim- ildir um hleranirnar séu byggðar á óstaðfestum samtölum milli Julian Assange og Bradley Manning sem nú gengur undir nafninu Chelsea Mann- ing. „Gögnin sem vísa til hlerananna eru eitthvað sem lagt var fyrir í rétt- arhaldinu yfir Manning í sumar og engar sönnur færðar fyrir.“ Hlerunarmálið hefur vakið tölu- verða athygli og hefur Helgi Bernód- usson, skrifstofustjóri Alþingis, skýrt frá því að málið verði til skoð- unar hjá tæknimönnum þingsins og samhliða því verði haft samband við lögregluna. Um svipað leyti og hler- anirnar eiga að hafa átt sér stað fannst óþekkt tölva í húsakynnum Alþingis og grunur leikur á að hún hafi verið notuð til að brjótast inn í tölvukerfi þingsins en það mál er enn óupplýst. Deilt um tilvist hlerananna Í stuttri yfirlýsingu sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sendi frá sér segir að hún viti ekki til þess að símar Alþingis hafi verið hleraðir á umræddu tímabili. Í orðaskiptum milli hennar og Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, á Twitter, seg- ir Birgitta að Assange sé að stæra sig af hlutum sem hann hafi aldrei haft undir höndum en á vefsíðunni Wired kemur fram að WikiLeaks sé með upptökur úr símum Alþingis. Ass- ange svara Birgittu og segir kjósend- ur hennar verðskulda að vita hvað hún fékk greitt fyrir aðkomu sína að kvikmyndinni The Fifth Estate sem fjallar um WikiLeaks. „Að mér vitandi eru samtökin ekki með þetta efni undir höndum sem vísað hefur verið til,“ segir Kristinn Hrafnsson og segir enn fremur að umræðan um málið hafi verið ein- kennileg. „Ég hefði frekar viljað sjá sterkari viðbrögð við þeim gögnum sem við höfum þegar birt um hler- anir.“ Veit ekkert um hleranir Kristinn HrafnssonBirgitta Jónsdóttir  Óvíst hvort WikiLeaks hefur hleranir úr símum Alþing- ismanna undir höndum  Birgitta og Assange deila um málið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.