Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
Jólaskreytingar
Við seljum og setjum
upp jólaseríur
10% afsláttur af uppsetningu ef
þú kaupir seríurnar af okkur.
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Tilboðsverð kr. 106.900
Jólagjöfin í ár!
fy
heita sú
kriftarbó
VD diskur
lgja með
Lífstíðareig
ð fylgir Vitamix sle
jarmál og sv
k og
ar ig
ps
D
Me
p
r
n!
ávexti, gr
nánast hvað
y
klaka og
alla
noð d
Bý
Netauðkenni við-
skiptavina Vodafone
urðu opinber við inn-
brotið og þeir þurftu
því að breyta lykil-
orðum sínum. En ef
notendur nota sömu
lykilorðin víða, sem
margir gera, þá kann
að verða erfitt fyrir þá
að breyta þeim öllum
og á ólíka vegu. Sem
skapar viðvarandi hættu.
Enn er megintilhögunin á netinu
sú að hver þjónustuveitandi er með
eigin notendanafnakerfi og lykil-
orðakerfi og vistar þau sjálfur. Allur
gangur er á því hvað þjónusta þess-
ara kerfa er örugg og hvernig þau
eru varin fyrir innbrotum.
En hér verður minnst á aðra nálg-
un sem rutt hefur sér til rúms á síð-
ustu árum og höfundur þessara orða
vann að á árunum 2010-2012 og sem
breytir aðstöðu aðila í svona málum.
Miðlæg auðkennaþjónusta
Þróað hefur verið kerfi sem gengur
úr á að þriðji aðili veiti auðkennaþjón-
ustu. Þá fá almennir þjónustuveit-
endur ekki notendanafn
eða lykilorð til sín og
mismiklar upplýsingar
um notandann yfirleitt.
Hins vegar eru allar
upplýsingar um notand-
ann, þ.á m. auðkenni
hans, geymd á einum
stað hjá miðlægri auð-
kennaþjónustu. Hún
veitir notendum sínum
aðgang að öðrum þjón-
ustuveitum á netinu
samkvæmt ákveðnum
stöðlum og ber ábyrgð á því að hann
sé sá sem hann segist vera. Styrkleiki
auðkennanna, vissan um það hver not-
andinn er, getur verið breytileg.
Hér er átt við OpenId-kerfið (ope-
nid.net) og samstarfsverkefni sem
þróað hefur verið út frá því af banda-
ríkjastjórn, Verisign, Google o.fl. Það
hefur skammstöfunina OIX (Open
Exchange Identity) (openidentity-
exchange.org/).
Helstu kostir miðlægra
auðkennakerfa
Kostir þessar nýju tilhögunar eru
meðal annars (a) að notandi geymir
lykilorð sitt bara á einum stað og á
auðvelt með að gera breytingar á því
ef hættu ber að höndum, (b) almennir
þjónustuveitendur á netinu fá ekki
netauðkenni og skapa því minni al-
mannahættu en annars væri, t.d. ef
þeir hafa léleg öryggiskerfi eða eru
siðlitlir (netauðkenni eru stundum
seld), (c) almenningur getur valið
milli auðkennaþjónustuaðila, en milli
þeirra á að vera samkeppni og þeir
veita staðlaða auðkennaþjónustu sem
þýðir að almennar þjónustuveitur
geta tekið við auðkennum frá hverj-
um þeirra sem er, (d) ríkisvaldið safn-
ar ekki upplýsingum um netnotkun
almennings heldur einkaaðilar sem
starfa samkvæmt ákveðnum siða-
reglum og (e) auðkennaþjónustuað-
ilar geta sérhæft sig, t.d. í öryggi
ungmenna og aldraðra eða rafrænum
kosningum eða hverju öðru og mark-
aður þeirra er allir íbúar heimsins.
Þannig væri ekkert að því að Grunn-
skólar Reykjavíkur keyptu auðkenn-
aþjónustu hjá erlendu fyrirtæki sem
sérhæfði sig í öryggi ungmenna.
Þá er rétt að nefna að miðlæg auð-
kennaþjónusta breytir ekki eftirliti á
netinu, það er annað mál. Slík starf-
semi notar yfirleitt IP-tölur og sækir
sér persónuauðkenni.
Afstaða stjórnvalda
Í Bandaríkjunum hefur Obama-
stjórnin lagt áherslu á hlutverk
markaðarins og þróað lausir með
markaðsaðilum. Í Evrópu hefur meiri
áhersla verið lögð á að ríkið sjálft reki
auðkennaþjónustu. Þá leið styður
Stjórnarráð Íslands. Ólík sjónarmið
eru þó í Evrópu á hlutverki ríkisins í
auðkennamálum.
Afstaða Stjórnarráðsins er ekki
einsleit, en birtist í deilum um hvort
nota eigi rafræn skilríki (fjár-
málaráðuneyti) eða veik auðkenni
eins og veflykil Skattstjóra (innanrík-
isráðuneyti), sem nú hefur verið
dubbaður upp og kallaður Íslykill og
þróaður áfram hjá Þjóðskrá.
Hér er báðum þessum leiðum hafn-
að. Þeirri fyrri því almenningur vill
hana ekki, en þá þarf hann að sýna
ótvíræð skilríki á götuhornum nets-
ins, og þeirri síðari af því að hún er
ekki samkvæmt alþjóðlegum stöðlum
heldur séríslenskt mix og hentar því
ekki atvinnulífinu og getur ekki orðið
útflutningsvara. Með henni safnar
einnig helsta samþættingarstofnun
ríkisins, Þjóðskrá, upplýsingum um
netnotkun almennings, sem er þarf-
laust út frá helstu markmiðum með
rafrænni þjónustu þess og brýtur þar
með á persónuvernd.
Þörf er fyrir nýja lausn
Kjarni málsins er sá að íslenskt at-
vinnulíf kann að bíða eftir miðlægri,
alþjóðlegri, staðlaðri lausn í auðkenn-
amálum. Annars vegar vegna þess að
Ísland er í mjög alþjóðlegu umhverfi,
t.d. vegna ferðamannastraums og
samgangna og jafnvel vegna rann-
sóknar- og tækniiðnaðarins og þarf
því sömu auðkennaaðferðina fyrir
alla notendur sína frá hvaða landi
sem þeir koma og hins vegar eru
mörg þjónustufyrirtæki á Íslandi
smá og hafa ekki endilega burði til
þess að verja eigin auðkennakerfi.
Þeim væri verulega auðvelduð þjón-
usta þeirra með útbreiðslu miðlægrar
auðkennaþjónustu.
Því er mikilvægt að sett verði á fót
íslenskt þjónustufyrirtæki sem veiti
miðlæga auðkennaþjónustu á alþjóð-
legum stöðlum fyrir alla Íslendinga
bæði til þess að þeir þurfi ekki að
skipta við stóra alþjóðlega risa (Go-
ogle veitir auðkennaþjónustu) og til
þess að aðstoða íslensk fyrirtæki og
stofnanir við að taka staðla slíks kerf-
is í notkun. Það fyrirtæki gæti sótt á
alþjóðlegan markað.
Upptaka alþjóðlegs auðkennakerf-
is myndi stórauka öryggi einkalífs ís-
lensks almennings á netinu eins og
allra annarra netnotenda. Íslenska
ríkið mætti stuðla að því.
Hver á að geyma
lykilorðið mitt?
Eftir Hauk
Arnþórsson
» Þróað hefur verið
kerfi þar sem þriðji
aðili veitir auðkenna-
þjónustu. Þá fá almenn-
ir þjónustuveitendur á
netinu ekki notendanafn
eða lykilorð.
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 381,3
Bjarnar Ingimarss. – Bragi Björnsson 378
Sverrir Jónss. – Sæmundur Björnss. 369,7
Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 361,8
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 332,2
A/V
Tómas Sigurjss – Björn Svavarsson 389,4
Kristján Þorláksss – Ólöf Hansen 377,2
Sigurður Kristjáns. – Haukur Guðmss.372,3
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 363,3
Helgi Einarss. – Ágúst Stefánsson 357,1
Þriðjudaginn 3. desember var spil-
aður tvímenningur með þátttöku 32
para. Meðalskor var 312 og bestum
árangri náðu í N/S:
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 385,3
Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss. 353,1
Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 349,3
Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 343
Friðrik Jónss. – Björn Svavarsson 330,3
A/V
Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmannss.
383,4
Ágúst Stefánss. – Helgi Einarsson 361,7
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 354,2
Kristján Þorláksson – Ólöf Hansen 348
Nanna Eiríksd. – Ásgr. Aðalsteinss. 3 42,7
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunseli, Flatahrauni
3. Spilamennska byrjar stundvíslega
kl. 13.00 og spilaðir eru eins dags tví-
menningar.
Öll úrslit má finna á heimasíðu fé-
lagsins: www.bridge.is/BFEH
Bæjarkeppni Hafnfirðinga
og Reykvíkinga
Bæjarkeppni milli Bridsfélags
eldri borgara í Hafnarfirði og
Reykjavík var haldinn þriðjudaginn
26. nóvember. Spilað var í Hraunseli,
spilasal BFEH og mættu bæði félög
með 10 sveitir sem voru skipaðar
þeirra bestu spilurum.
Hafnarfjörður stóð betur í hálfleik
og var þá boðið upp á kaffi og með-
læti fyrir alla spilara. Reykjavík tók
sig á í seinni hálfleik og þegar einn
leikur var eftir þá var forskot Hafn-
firðinga komið niður í 1 vinningsstig.
Reykjavík hafði betur í síðasta leikn-
um og vann viðureignina með 154
stigum gegn 147. Þeir tóku því bik-
arinn með sér í bæinn og um leið og
Hafnfirðingar þakka Reykvíkingum
fyrir komuna þá var það með því lof-
orði að stefnt væri að því að bikarinn
kæmi aftur til Hafnarfjarðar að ári
liðnu.
Föstudaginn 29. nóvember var
spilaður Mitchell-tvímenningur með
þátttöku 31 pars. Meðalskor var 312
og efstu pör í N/S:
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson | norir@mbl.is