Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir að ríkis-stjórnSamfylk- ingar og Vinstri grænna þvingaði aðildarumsókn að Evrópusamband- inu í gegnum Alþingi fyrir rúm- um fjórum árum hefur sann- leikurinn oft farið halloka í vægðarlausum áróðri aðild- arsinna. Ekkert hefur verið til sparað í þeim áróðri og þeirri heiftúðugu baráttu og urðu átökin til að kljúfa annan stjórnarflokkinn, enda voru ekki allir þar reiðubúnir að ganga þegjandi þvert gegn glæ- nýjum loforðum og flokks- samþykktum. Eitt af því sem hvað oftast og mest hefur verið misfarið með í umræðunni um aðildar- umsóknina er tilgangur hinna svokölluðu IPA-styrkja Evr- ópusambandsins. Í maí í fyrra fullyrti þáver- andi utanríkisráðherra til að mynda að það væri misskiln- ingur „að í gangi sé einhvers konar aðlögun“ að Evrópusam- bandinu. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur um IPA-styrkina. Auðvitað er með ólíkindum og verður áhugavert rannsókn- arefni fyrir sagnfræðinga fram- tíðarinnar að tilteknir stjórn- málamenn og aðrir ákafamenn um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu skuli ekki hafa reynt að vera nær sannleik- anum en raun ber vitni í aðild- arferlinu. Að þeir skuli hafa haldið því fram að IPA- styrkirnir hefðu ekkert með að- lögun Íslands að Evrópusam- bandinu að gera er óvenjulega ósvífið klækjabragð í svo mik- ilvægri umræðu. Þessi ósannindi hafa lengi verið augljós öllum þeim sem sjá vildu en eftir síðustu ákvarðanir og yf- irlýsingar Evrópu- sambandsins í tengslum við þessa styrki hljóta hinir líka að eiga erfitt með annað en opna aug- un. Evrópusambandið ákvað fyr- ir viku að hætta að greiða þessa styrki og þá þurfti ekki frekari vitna við um hvers eðlis styrk- irnir eru. Þó varð það enn skýr- ara þegar Evrópusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu um málið þar sem útskýrt var hvers vegna hætt hefði verið við styrkina. Í tilkynningunni segir að tilgangur IPA-styrkjanna sé að veita fjárhagsstuðning til áframhaldandi aðlögunar að löggjöf, stöðlum og stefnu Evr- ópusambandsins í því skyni að umsóknarríkið yrði að fullu bú- ið undir aðild að ESB. Þar sem ríkisstjórn Íslands hafi stöðvað aðlögunarviðræðurnar sé ekki lengur grundvöllur fyrir IPA- styrkjunum. Fyrrverandi utanríkis- ráðherra og aðrir þeir sem lengst gengu í að afvegaleiða umræðuna um aðlögunina að ESB munu án efa þurfa að rita margar bækur áður en þeir komast loks til þess að viður- kenna að hafa farið offari í þessari umræðu og farið rangt með í áróðri sínum. Sennilega munu þeir enn um sinn reyna að halda því fram að hér hafi ekki verið unnið að neinni aðlögun að ESB og að eina vinnan sem átt hafi sér stað hafi falist í því að kíkja í pakkann. En hversu oft sem þeir full- yrða þetta breytir það ekki því að þeir vita betur. Og það sem meira er, nú vita allir betur. Nú þarf ekki lengur að deila um hvort IPA-styrkirnir voru aðlögunarstyrkir } Staðfesting frá ESB Allt þetta kjör-tímabil hefur höfuðborgin verið vita stjórnlaus. Það má helst ekki nefna svo æpandi sem það er. Sé það gert birtast „spekingar“ og segja að slíkar ábendingar taki ekki nægilegt tillit til sam- skipta núverandi borgarstjóra við ættmenni sín á síðustu öld! Borgarstjórar eru valda- menn og hafa allir verið gagn- rýndir sem slíkir án þess að seilst hafi verið í slík sjónar- mið. Núverandi borgarstjóri er þó í raun aldrei gagnrýndur, enda óviðeigandi. Hann hefur aldrei gegnt starfi sínu í sam- ræmi við hefðbundnar starfs- skyldur. Hans er getið í frétt- um eftir því hvernig til tekst í klæðnaði í gleðigöngu og varð- andi bréf til Moskvu sem aldrei var svarað. Gagn- rýnin snýr að Sam- fylkingunni og dótturflokki henn- ar fyrir niðurlæg- ingu höfuðborgarinnar. Nú er loks verið að rífa drasl af Hofsvallagötu. Sagt var að embættismenn hefðu eytt milljónatugum í uppátækið en borgarstjóri og borgarfulltrúar ekkert um það vitað! Er það trúlegt? Ein helsta gata borgarinnar, Hverfisgata, hefur verið ófær í hálft ár og sér ekki fyrir end- ann á. Tjón íbúa og fyrirtækja er mikið. Vissi enginn um það ástand heldur? Leika grímu- klæddir embættismenn lausum hala á meðan borgaryfirvöld hafa kjólaskipti? Niðurlæging höfuðborgarinnar særir þá sem þykir vænt um hana} Stjórnlaus höfuðborg Á einu hausti er að verða ljóst að hver einasti er að hnýsast um hvern einasta. Steinliggja á gægj- um. Bandarískar leyniþjónustu- stofnanir eru sakaðar um að njósna um kreditkortagreiðslur í Evrópu, hakka sig inn í gagnagrunn Google, hlera síma vinaþjóða og staðsetja þar að auki eina fimm milljarða farsíma um allan heim á degi hverj- um. „Allir eru að gera það“ er svar Bandaríkj- anna. Allir séu að spæja. Ástralía um Indónes- íu, Bretar um Þýskaland, Svíar um Rússa. Fyrirtæki um fyrirtæki. Foreldrar um börn. Makar um maka. Já og einnig um fyrrverandi maka. Það er jafnvel njósnað á grænlenskri ís- breiðu eins og kom fram í fréttum fyrir helgi. Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og bandaríska leyniþjónustan nýta sér um þriðjung þeirra upplýsinga sem er safnað í bandarísku Thule-herstöðinni á Grænlandi. Afsökunarbeiðni er ekki sjálfsögð þrátt fyrir að vina- þjóðir séu orðnar uppvísar að fádæma óhugnaðarsnuðri. Þannig lýsti forsætisráðherra Ástralíu því yfir að þrátt fyrir að forseti Indónesíu væri góðvinur áströlsku þjóð- arinnar, í raun næstum allra besti vinur sinn, ætlaði hann samt ekki að segja fyrirgefðu. Dagsljósið fer hamförum og grefur allt upp. Ekki að- eins þessi stærri mál heldur er um vika liðin frá því að einkaskilaboð Íslendinga birtust á netinu. Ótrúlega slæmt mál en í framhjáhlaupi má minnast á að það er með ólíkindum að eró- tísk skilaboð skuli virkilega vera til í svona lé- legum gæðaflokki. Flest af þessu var eins og lesa eitthvað sem tólf ára krakkar skrifa þegar þeir leika fyllibyttu og klámkjafta. En talandi um börn. Einn angi af njósnum, sem er ekki síður ástæða til að skammast sín fyrir, er að meira en helmingur foreldra skoð- ar, samkvæmt nýlegum breskum rann- sóknum, tölvupóst og einkaskilaboð barna sinna án þeirrar vitundar. Aðeins þriðjungur þeirra fær samviskubit. Kannski er ekki skrýtið að hið samfélagslega mein njósnir sé eins og það er. Að njósna og fyrirbyggja er sitt hvað. Fræðsla og hnýsni er ekki það sama. Börn sem standa foreldra sína að njósnum eru líklegri til að hætta að setja foreldrana inn í sín einkamál og treysta þeim. Þetta er ná- kvæmlega sama vandamál og þjóðarleiðtogar heims standa frammi fyrir núna. Ef við eigum gott samband við unglingana okkar sem og aðra þjóðarleiðtoga heims er óþarfi að ganga út frá því versta. Ef einhver þarf svo óstjórnlega mikið að fá njósna að honum liggur lífið á er lykilatriðið: Ekki láta komast upp um þig! julia@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir Pistill Hann var útsmoginn og snar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Léttburafæðingarnar virð-ast vera mjög bundnarvið þær konur sem voruá fyrsta þriðjungi með- göngunnar þegar hrunið varð í október 2008. Þær eru bundnar við þær konur sem voru að fæða sex til níu mánuðum eftir að atburða- rásin fór af stað en aukning létt- burafæðinga var mest frá apríl til júní 2009,“ segir Védís Helga Ei- ríksdóttir, doktorsnemi í lýðheilsu- vísindum. Hún vann rannsókn, í víðtækri samvinnu við innlenda og erlenda vísindamenn, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við læknadeild Háskóla Íslands sem sýnir að létt- burafæðingum fjölgaði á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Nið- urstöðurnar birtust nýverið í vís- indatímaritinu PLoS One. Rannsóknin náði til allra lif- andi fæddra einbura á Íslandi frá byrjun árs 2006 til loka árs 2009 þar sem tíðni léttbura- og fyr- irburafæðinga eftir efnahagshrunið er borin saman við tíðni slíkra nið- urstaðna við fæðingu á fyrri hluta rannsóknartímabilsins. „Það virðist sem að þær konur sem hafi verið á fyrstu vikum meðgöngunnar þegar efnahagshrunið varð hafi orðið fyr- ir mestum áhrifum. Erlendar rannsóknir benda til þess að álag og streita móður geti haft áhrif á fæðingarþyngd barnsins. Okkar niðurstöður hljóma vel við aðrar rannsóknir sem sýna að fyrsti þriðjungur meðgöngu er viðkvæm- asta tímabilið hjá svo mörgum,“ segir Védís. Börn léttari en 2.500 g Ekki hefur verið gerð sam- bærileg rannsókn hér á landi en erlendar rannsóknir sem hafa ver- ið gerðar t.d eftir náttúruhamfarir hafa margar sýnt að ýmiskonar áföll geta haft áhrif á útkomu við fæðingu, að sögn Védísar. Þær rannsóknir hafa bent til þess að álagstengdir viðburðir geti haft áhrif á framvindu meðgöngu og niðurstöðu við fæðingu en börn sem fædd eru of létt eða fyrir tím- ann eru í aukinni áhættu á nýbura- dauða auk ýmiss konar heilsufars- vandamála þegar fram líða stundir. Með léttburafæðingum er átt við börn sem eru léttari en 2.500 grömm við fæðingu, fyrirburar teljast þau börn sem fæðast fyrir 37. viku meðgöngu. Hins vegar fjölgaði fyrirburafæðingum ekki í kjölfar hrunsins. Niðurstöður rannsóknar Védísar benda því til þess að fjölgun léttburafæðinga megi fremur rekja til hægari fóst- urvaxtar en styttri meðgöngutíma. „Konurnar gengu með börnin jafn lengi og konur fyrir hrunið, þessi aukning er ekki tilkomin vegna styttri meðgöngu. Börnin virðast hafa vaxið hægar í móð- urkviði,“ segir Védís. Rannsókn Védísar og sam- starfsfélaga leiddi í ljós að létt- burafæðingar eftir hrunið voru bundnar við mæður yngri en 25 ára og mæður sem voru ekki á vinnumarkaði. „Það kom mér einna mest á óvart í niðurstöðunum hvað áhrifin voru bundin við hópa, við þá hópa kvenna sem oft eru taldir við- kvæmari; yngri konur og konur sem voru ekki á vinnumarkaðinum. Það gæti skýrst af því að þessir hópar hafi að einhverju leyti orðið fyrir meiri áhrifum af hruninu en kannski hafa lífshættir eða lífs- mynstur breyst við hrunið. Við getum ekki svarað með vissu hvað það var sem olli þess- um áhrifum,“ segir Védís en rannsóknin byggist ein- göngu á Fæð- ingaskrá. Neikvæð áhrif hruns- ins á fæðingarþyngd Morgunblaðið/Ómar Léttburafæðingar Védís Helga Eiríksdóttir doktorsnemi skoðaði tíðni létt- burafæðinga hér á landi eftir efnahagshrunið í október 2008. Rannsókn Védísar var hluti af meistaranámi hennar, hún er nú í doktorsnámi og heldur áfram með rannsóknina í því. „Þá er ætlunin að fara alveg fram til loka ársins 2012 og reyna að skoða fleiri þætti sem gætu skýrt þessar létt- burafæðingar frekar. Við erum að reyna að skilja af hverju þessi aukning varð eftir hrun- ið. Við sáum ákveðnar vísbend- ingar um að það væri aukinn háþrýstingur meðal kvenna á meðgöngu og það getur verið ein af þessum skýribreytum sem við erum að leita að en það er þekkt að streita getur hækkað blóðþrýsting. Eins langar okkur að skoða sér- staklega hvort konur sem orðið hafa fyrir tekjumissi hafi verið í aukinni hættu á að eignast léttbura.“ Skoðar fleiri skýringaþætti FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.