Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
✝ SigríðurBragadóttir
fæddist 3. mars
1943 á Siglufirði.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 27.
nóvember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Harða
Guðmundsdóttir,
talsímakona, f. 14.
janúar 1912, á
Þönglabakka í Þorgeirsfirði, d.
13. mars 1976, og Bragi Magn-
ússon, lögreglumaður, f. 14.
janúar 1917 á Ísafirði, d. 24.
apríl 2001. Systir Sigríðar er
Þórdís Vala, fædd 27. júlí 1947.
Sigríður, eða Sirrí eins og
hún var kölluð, giftist Reyni
Haraldi Sigurðssyni, húsa-
smíðameistara, 28. apríl 1963.
Foreldrar Reynis voru Sigurður
Björnsson, skipasmiður, f. 25.
nóvember 1910 í Fremri-
því traustum böndum.
Reynir og Sirrí hófu búskap
á Siglufirði en fluttu til Reykja-
víkur 1970. Sirrí sem var alla
tíð afar listræn og skapandi,
settist þá fljótlega á skólabekk í
Myndlista- og handíðaskól-
anum, nú Listaháskóla Íslands.
Hún lauk þaðan prófi árið 1976
og stundaði að því loknu fram-
halds- og verknám hjá Total
Design í Amsterdam. Síðan
starfaði Sirrí sem grafískur
hönnuður á Auglýsingastofunni
Argus, AUK Auglýsingastofu
og ÓSA Auglýsingastofu.
Síðustu árin starfaði hún
sjálfstætt, hannaði auglýsingar,
vörumerki og bókakápur, ann-
aðist útlitshönnun listaverka-
og ljósmyndabóka ásamt því að
sinna eigin listsköpun.
Sirrí var félagi í FKA – Fé-
lagi kvenna í atvinnurekstri, og
áhugasamur félagi í Golfklúbbi
Reykjavíkur. Þar var hún í góð-
um vinkvennahóp, sem kallaði
sig Hörðurnar og lék golf viku-
lega í mörg ár.
Útför Sigríðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 9. des-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 13.
Gufudal, d. 3. des.
1965, og kona
hans, Kristjana
Sigurðardóttir,
húsfreyja, f. 6.
mars 1915 í Hnífs-
dal, d. 26. sept-
ember 2007. Synir
Sirríar og Reynis
eru Sigurður
Björn, tölv-
unarfræðingur, f.
12. febrúar 1963 og
Bragi Magnús, húsasmíðameist-
ari, f. 27. apríl 1965, kvæntur
Kristínu Hrund Smáradóttur,
kennara. Sonur Braga og Krist-
ínar er Bjarki Reynir, f. 15. júní
1997 og sonur Braga og Írunn-
ar Ketilsdóttur er Ástþór Arn-
ar, f. 8. ágúst 1993
Sirrí ólst upp á Siglufirði, en
vegna veikinda Hörðu móður
sinnar dvaldi hún á yngri árum
löngum stundum hjá frændfólki
sínu í Bolungarvík, og tengdist
Sigríður Bragadóttir, Sirrí,
var mágkona mín og vinkona.
Fréttir af alvarlegum veik-
indum Sirríar komu okkur
hjónum í opna skjöldu. Mér
hefur þótt afar erfitt að vera
langt frá mínum nánustu við
þessar aðstæður, þó hugur
minn dvelji hjá þeim.
Ég á margar yndislegar
minningar sem unglingur á
Siglufirði þegar ég kynntist
kærustu bróður míns, henni
Sirrí. Mér fannst hún sú flott-
asta í bænum, með sitt fallega
þykka hár og alltaf svo vel til-
höfð. Við áttum margar góðar
stundir saman í þá daga, man
ég vel gönguferðirnar sem við
fórum, hvernig sem viðraði,
þegar hún gekk með frumburð-
inn þeirra, hann Sigga frænda
minn.
Við hjónin höfum alltaf átt
mjög náið samband við Sirrí og
Reyni, og þær voru ófáar heim-
sóknirnar okkar til þeirra í
Ólafsgeislann og á Sogaveginn
þar áður. Þá var mikið spjallað
og hlegið fram eftir kvöldum.
Einnig áttum við margar góðar
samverustundir í London þegar
Hannes var þar í framhalds-
námi og einnig meðan dætur
okkar voru þar í námi. Þá gát-
um við treyst því að Sirrí væri
búin að finna áhugaverð söfn,
sýningar og veitingastaði sem
við gátum heimsótt saman.
Þetta gerði borgarferðir með
Sirrí og Reyni enn ánægjulegri,
til dæmis þegar við fórum til
Rómar og gengum borgina
þvera og endilanga og heimsótt-
um hvert safnið á fætur öðru,
enda ekki annað hægt með slík-
um listunnanda og fagurkera
sem Sirrí var.
Ég gæti endalaust haldið
áfram að telja upp þær
skemmtilegu ferðir og góðu
stundir sem við áttum saman,
en allar fallegu myndirnar sem
við eigum úr ferðum okkar
segja sína sögu og varðveita
minningarnar. Við Hannes
þökkum fyrir yndislega sam-
veru með minni elskulegu mág-
konu og vinkonu.
Elsku Reynir, Siggi, Bragi
og fjölskylda: Guð gefi ykkur
styrk á þessum erfiða tíma.
Júlíana og Hannes.
Vinátta og fegurð eru þeir
eðliskostir sem einkenndu Sirrí
og allt sem tengdist henni.
Fegurð andans var henni eðl-
islæg. Hún lagði gott til fólks
og hvatti það áfram. Það sem
hún tók sér fyrir hendur gerði
hún vel og henni fannst að
þannig ætti að ferðast í gegnum
lífið. Heimili þeirra Reynis var
einstaklega fallegt og bar vott
um samvinnu þeirra hjóna:
hönnuðarins og listasmiðsins.
Ég kynntist Sirrí í Mynd-
lista- og handíðaskólanum þeg-
ar ég var þar við kennslu í graf-
ískri hönnun nokkrar annir, en
þá var Sirrí þar við nám. Hún
vakti athygli mína fyrir þroskuð
vinnubrögð og einstaka nær-
veru. Vinátta tókst með okkur,
sem hefur haldist óslitin síðan.
Sirrí var ákaflega næm á tíð-
aranda og efnistök. Þeir eru
ófáir listamennirnir sem leituðu
álits hennar um viðfangsefni sín
og þáðu ráðgjöf hennar þegar
þeir stóðu frammi fyrir óvenju-
legum ákvörðunum.
Orðið lífskúnstner er mér of-
arlega í huga þegar ég hugsa til
hennar. Og það var sama um
hvað var rætt, hún var ævin-
lega vel inni í málunum.
Eftir Sirrí liggja nokkur vel
þekkt firmamerki, nefni ég þar
Úrval-Útsýn, Emmessís og
Smáralind sem dæmi. Hún
vann hjá okkur á AUK í all-
mörg ár sem hönnuður og réðst
eftir það til Ólafs Stephensen
og stýrði teiknistofu ÓSA á
uppgangstíma stofunnar. Síðar
starfaði hún á eigin vegum og
varð eftirsóttur hönnunarstjóri
listaverkabóka á tímabili.
Við skyndilegt og ótímabært
fráfall Sirríar hefur okkur
mörgum brugðið í brún. Ómet-
anleg vinátta Sirríar hefur verið
mér sem akkeri oft á tíðum. Ég
er innilega þakklát fyrir að hafa
átt þessa yndislegu konu og
fagurkera að vini.
Reyni og sonum þeirra, þeim
Braga og Sigurði, sendum við
Hörður innilegar samúðar-
kveðjur.
Kristín Þorkelsdóttir.
Á mikilvægri stund í mínu lífi
tileinkaði Njörður P. Njarðvík
mér ljóð og gaf mér. Á kveðju-
stund lífs þíns, Sirrí, vinkona
mín, gef ég þér þetta ljóð:
Enn ganga vörðurnar yfir heiðina
þótt leiðin sé fáförul
og ekki margir
sem telja sig þurfa leiðsagnar
þangað sem förinni er heitið
þær þokast upp úr dalbotninum
feta sig meðfram gilskorningum
stika svo fram klifið
og stefna rakleitt inn í þokubakkann
þær kæra sig kollóttar
þótt úr þeim hrynji
steinn og steinn
þvi erindið er brýnt:
að varða leið
það er ekki þeirra að ákveða
hverjir fylgja þeim
en þeir sem vilja leiðsögn
eiga að vita hvar þær er að finna.
Edda Jónsdóttir.
Hröð er förin
örskömm dvöl
á áningarstað.
Verum því hljóð,
hver snerting
er kveðja
í hinsta sinni.
(Birgir Sigurðsson.)
Þegar vinir kveðja reikar
hugurinn yfir farinn veg og
minningarnar eru þar.
Sirrí var listamaður. Að
koma á heimili hennar og Reyn-
is er eins og að koma á lista-
safn. Mörg listaverk prýða
heimili þeirra, verk eftir vini
þeirra, hlutir sem Reynir hefur
smíðað því hann er líka lista-
maður, en síðast en ekki síst
verk eftir hana sjálfa. Í síðustu
heimsókn minni í Ólafsgeislann
sýndi hún mér verk sem hún
hafði gert. Verkið samanstóð af
fallegum íslenskum orðum sem
hún hafði valið. Hún benti mér
sérstaklega á eitt orð sem var
dimbiltá en það er gæluorð á
stúlku. Hún ætlaði að tilnefna
þetta sem fegursta íslenska
orðið og hvatti mig til að gera
slíkt hið sama. Það gerði ég nú
ekki því miður en eftir þetta
kalla ég litlu ömmustelpurnar
mínar dimbiltær.
En fyrst og fremst var Sirrí
fagmaður alveg fram í fingur-
góma. Allt sem hún gerði eða
tók sér fyrir hendur var svo vel
gert og fallegt. Þau hjón heill-
uðust af golfíþróttinni fyrir
mörgum árum og voru góðir
kylfingar. Sirrí vildi læra að
leika golf rétt og var dugleg að
fara til kennara og láta laga
sveifluna, samt var hún með
flotta sveiflu og sló alltaf miklu
lengra en ég. Hún stúderaði
golf alveg í botn, horfði mikið á
golf í sjónvarpinu, las golftíma-
rit og var dugleg að leita upp-
lýsinga á netinu. Hún spáði
mikið í kylfurnar og var dugleg
að prófa þar til hún fann réttu
græjurnar. Þegar við kynnumst
Sirrí var hún farin að vinna
sjálfstætt heima. Oft var ég
örugglega að tefja hana frá
vinnunni þegar ég kíkti óboðin í
kaffi ef ég átti leið í bæinn.
Alltaf tók hún mér fagnandi. Þá
var hún kannski á kafi í að
ganga frá listaverkabók í prent-
un eða eitthvað álíka. Allt svo
fallegt sem hún kom nálægt.
Sirrí var vel að sér á mörg-
um sviðum og t.d. benti hún
mér á marga góða tónlistar-
menn og góðar bækur því hún
var víðlesin. Hún tók mikið af
myndum í ferðum okkar og þær
eru allar listaverk út af fyrir
sig, hún var flink að sjá út mótíf
og náði að fanga augnablikið.
Við hjónin kynntumst Sirrí
og Reyni í golfferð í Portúgal
fyrir tveimur áratugum. Við
tókum strax eftir Sirrí, hún var
með stráhatt í golfinu og var
eitthvað svo flott. Þetta var
fyrsta golfferð okkar allra og
staðurinn var hreinasta paradís.
Alla daga var leikið golf og á
kvöldin fórum við á skemmti-
lega veitingastaði og borðuðum
frábæran mat. Þegar við hjónin
bókuðum okkur í næstu golf-
ferð hringdi Sirrí og sagðist
hafa séð okkur á farþegalist-
anum því þau væru líka að fara
í þessa ferð. Síðan hafa þau
hjón verið vinir okkar beggja
og við farið saman í margar
golfferðir. Að ferðast með Sirrí
varð til þess að maður sá hlut-
ina með öðrum augum og öðl-
aðist ný viðhorf. Við höfum átt
margar ánægjustundir með
þeim hjónum og fyrir þær erum
við þakklát í dag. Við sendum
Reyni, Sigurði, Braga og fjöl-
skyldu okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Minningin um
Sirrí mun lifa í hjörtum okkar.
Að kvöldi dags er kveikt á öllum
stjörnum,
og kyrrðin er þeim mild sem vin sinn
tregar,
og stundum skýla jöklar jarðar-
börnum,
og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Guðfinna og Guðmundur.
Elsku Sirrí, þegar kemur að
leiðarlokum, alltof snemma, fer
hugurinn að leita í allar okkar
góðu samverustundir sem ég á
eftir að sakna en minningarnar
hef ég og varðveiti. Upphaf
okkar vinskapar var þegar við
byrjuðum að spila golf saman
og fórum víða saman í golf-
ferðir. Alltaf tókstu á móti mér
með opinn faðminn þegar ég
birtist heima hjá þér sem ég
gerði svo oft þar sem stutt var
á milli okkar og gátum við
spjallað tímunum saman og
aldrei kom maður að tómum
kofunum hjá þér sama hvaða
málefni við ræddum. Stundum
fórum við í bæinn og þar fórstu
með mig í búðir, gallerí og á
aðra staði, sem ég var ekki vön
að fara á og sást þá hvað þú
varst mikill fagurkeri og lærði
ég mikið á þessum ferðum okk-
ar. Við tókum okkur oft líka til
og fórum saman í leikhús og
alltaf varstu til í að gera eitt-
hvað skemmtilegt, er ég bar
það upp við þig. Elsku Sirrí
mín, takk fyrir allt og við verð-
um vinir að eilífu eins og þú
sagðir við mig þegar ég kom og
kvaddi þig. Elsku Reynir, Siggi,
Bragi og fjölskylda, guð veri
með ykkur.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Brynhildur.
Undurfögur. Sirrí var fagur-
keri. Einstaklega smekkvís og
smekkleg og hafði fáheyrða yf-
irsýn yfir heim hins fagra. Hún
lifði og hrærðist í þeim heimi.
Húsgögn, föt, myndlist, hús,
heimilisvörur, golfvellir, ljós-
myndir, leturtýpur, orð, hótel,
náttúra, skór, töskur, skartgrip-
ir, matur, vín, pútterar, blóm,
bækur, fólk. Sirrí sá ævinlega
það fagra í sköpunarverkinu og
dró fram það jákvæða og góða.
Hún var fádæma vel að sér
um hinn víðfeðma heim hönn-
unar og lista. Hún þekkti ekki
aðeins stóru og frægu nöfnin,
heldur hafði hún oftar en ekki
grafið miklu dýpra en við hin
og komið upp með eitthvað sem
af bar en fáir vissu af. Hún vissi
um hótel sem voru langtum fal-
legri, betri og ódýrari en fræg-
ustu 5 stjörnu keppinautarnir.
Þekkti golfvelli sem voru faldar
perlur. Hafði dálæti á fötum og
skartgripum eftir flestum öðr-
um óþekkta hönnuði. Dæmdi
vín ekki síður eftir hönnun mið-
ans en bragði og angan. Hafði í
hávegum listamenn sem enginn
hafði heyrt um. Mat fegurð
fólks eftir innréttingu þess og
áru.
Og Sirrí fór einkar vel með
þessar eigindir sínar. Hún fór
aldrei offari í leitinni að lífs-
hamingjunni eins og mörgum
hættir til, sérstaklega þegar
áhugasviðið liggur á þessum
slóðum. Heimili þeirra Reynis
er listaverk. Unnið í samein-
ingu af þessari óumræðilega
hæfileikaríku og smekklegu
konu og frábærum handverks-
og eiginmanni hennar. En þar
er með engum hætti borist á.
Heldur ber heimilið vitni ein-
stöku fólki.
Hvar sem Sirrí fór vakti
þessi glæsilega kona athygli
fyrir óvenjulegan stíl og fágun.
Það voru forréttindi að vera
með henni á golfvellinum. Þar
var hún drottning, en algjörlega
án þess að drottna. Bar af í
klæðaburði og vandaðri fram-
komu. Hún var mjög góður
kylfingur, en það sem meira var
um vert, með afburða fallega
sveiflu.
Við bárum gæfu til að kynn-
ast þeim hjónum og bindast
nánum böndum hin síðari ár.
Áttum margar, en samt alltof
fáar, dásamlegar samveru-
stundir við langborðið í Ólafs-
geisla. Margar, en alltof fáar,
gleðistundir á golfvöllum. Löng
en offá innihaldsrík símtöl. Þótt
aldursmunurinn væri mikill í
árum, hvarf hann algjörlega við
þessi góðu og þakkarverðu
samskipti.
Við sendum Reyni, Sigga,
Braga og fjölskyldu, og öllum
vandamönnum og vinum Sirríar
okkar innilegustu samúðarósk-
ir.
Með Sirrí verða himnarnir
betri.
Erla Ýr og Ólafur Ingi.
Sigríður
Bragadóttir
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
LÚÐVÍK VIGNIR INGVARSSON,
Sólvallagötu 26,
Reykjanesbæ,
lést föstudaginn 22. nóvember.
Útför hans hefur farið fram.
Halldór Ingi Lúðvíksson, Birna Guðlaugsdóttir,
Brynjar Lúðvíksson, Hafdís C. Jakobsdóttir,
Hörður Lúðvíksson, Sigurveig Sigurðardóttir,
Ingvar Vignir Lúðvíksson, Laila Uglebjerg Nörgard,
Lindberg Vignir Lúðvíksson,
Halldóra M. Lúðvíksdóttir, Ísar Arnbjörnsson,
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Keld Oddershede,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORGEIR ÞORSTEINSSON,
fyrrverandi sýslumaður og
lögreglustjóri,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 27.
nóvember.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni kl.
13.00 fimmtudaginn 12. desember.
Herdís Þorgeirsdóttir,
Þorsteinn Þorgeirsson, Ásta Karen Rafnsdóttir,
Sigríður Þorgeirsdóttir, Magnús D. Baldursson,
Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, María Heimisdóttir,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jón Ragnar Jónsson,
og barnabörn.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ELÍN SKARPHÉÐINSDÓTTIR,
sofnaði af þessum heimi á heimili sínu,
Dalbæ á Dalvík, föstudaginn 6. desember.
Gylfi Björnsson,
Jón Emil Gylfason, Sigríður Kristinsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
DAVÍÐ GUÐMUNDSSON,
Hæðargarði 33, Reykjavík,
áður bóndi í Miðdal í Kjós,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í
Mosfellsbæ laugardaginn 7. desember.
Útförin auglýst síðar.
Fanney Þ. Davíðsdóttir,
Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson,
Kristín Davíðsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon,
Guðbjörg Davíðsdóttir,
Katrín Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Geirsson,
Sigríður Davíðsdóttir, Gunnar Guðnason,
Guðmundur H. Davíðsson, Svanborg Anna Magnúsd,
Eiríkur Davíðsson, Solveig Unnur Eysteinsd,
afabörn og langafabörn.