Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu Ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sem fram fór á Balí, endaði með samkomulagi sem liðka á verulega fyrir viðskiptum á milli landa og draga úr kostn- aðinum við alþjóðaviðskipti um sem nemur 10-15%. Áætlað er að samkomulagið muni hafa hagræn áhrif sem jafngilda því að stækka hagkerfi heims um 400 til 1.000 milljarða dala. Bloomberg greinir frá að samkomulagið sé það fyrsta sinnar tegundar hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Eiga 159 þjóðir aðild að samtökunum sem voru stofnuð árið 1995 sem arftaki GATT. Indland og Kúba til vandræða Sátt náðist um samkomulagið undir lok fundarins á Balí eftir að Bandaríkin og Indland komust að mála- miðlun um ríkisstyrki við landbúnað og um leið að hópur þjóða frá Rómönsku Ameríku, leiddur af Kúbu, lét af andstöðu sinni við samkomulagið. NYT segir andstöðu Kúbu skýrast af því að eyþjóðin vildi sjá samkomulagið vísa leiðina að afnámi viðskiptabannsins sem Bandaríkin lögðu á Kúbu og gilt hefur frá 1960. Balí-samkomulagið leyfir Indlandi og öðrum þróun- arlöndum að halda áfram ríkisstuðningi við landbúnað, svo fremi að slík inngrip hafi ekki truflandi áhrif á al- þjóðaviðskipti. Aðrar aðildarþjóðir Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar geta lagt fram kvörtun ef niðurgreiddar landbúnaðarvörur eru seldar á alþjóðlegum mörkuðum og þrýsta verði niður. Kveður samkomulagið einnig á um að dregið verði úr pappírsvinnu á sumum landamærum en Bloomberg segir alþjóðleg póstsendingafyrirtæki á borð við FedEX og UPS hafa beitt sér fyrir slíkum ákvæðum. ai@mbl.is EPA Viðskiptafrelsi Roberto Azevedo, framkvæmdastjóri WTO, og Gita Wirjawan, viðskiptaráðherra Indónesíu, fagna farsælum lokum ráðstefnunnar á Balí. Kúba og Indland reyndu lengi vel að stöðva samkomulagið. Sátt náðist um við- skiptasamning WTO  Gæti eflt alþjóðahagkerfið um þúsund milljarða dala  Málamiðlun náðist um fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja Góðar fréttir halda áfram að berast frá Kína. Útflutningstölur fyrir nóv- ember voru birtar um helgina og voru umfram spár 41 af 42 mark- aðsgreinendum sem fréttastofa Blo- omberg hafði leitað álits hjá. Vöruflutningar úr landi jukust um 12,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Innflutningur jókst um 5,3% á milli ára og var vöruskiptajöfn- uður 33,8 milljarðar dollara og hef- ur ekki verið meiri síðan í janúar 2009. Útflutningstölurnar endurspegla gögn frá kínverskum tollyfirvöld- um um aukningu í vörusendingum til Bandaríkjanna, Evrópu og S- Kóreu. Útflutningur til Bandaríkj- anna jókst um 17,7% milli ára og út- flutningur til Evrópusambandsins um 18,4%. Undanfarnar vikur og mánuði hafa reglulega borist fréttir af ágætum vexti í kínverska hagkerf- inu. Eru kröftugar tölur úr atvinnu- lífinu taldar til þess fallnar að auð- velda stjórnvöldum í Beijing að ráðast í fyrirhugaðar umbætur sem auka eiga frelsi á kínverska mark- aðnum. Umbæturnar voru kynntar í byrjun nóvember og hefur aðal- vísitalan í Shanghaí hækkað yfir vikuna þær fjórar vikur sem liðnar eru síðan. Í síðustu viku bætti Shanghaí-vísitalan við sig 0,7%. ai@mbl.is Útflutningur umfram væntingar í Kína AFP Vörur Starfsmaður í leikfangaverksmiðju í Kína staflar upp tuskudýrum. Vöruskiptajöfnuður Kína hefur ekki verið hærri í fjögur ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.