Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Bráðum koma blessuð jólin Það er næsta víst að á þessum tíma búa sig margir undir jólin og af því tilefni hófst jólamarkaður á Ingólfstorgi í Reykjavík um helgina. Kristinn Nýlega barst mér bréf frá emb- ætti Sérstaks saksóknara vegna umbjóðanda míns þar sem tilkynnt var að hann hefði ekki lengur réttarstöðu grunaðs manns í til- teknu máli. Áður höfðu borist svip- uð bréf, en alls hafði umbjóðandi minn haft réttarstöðu sakbornings í fimm málum. Við þetta þurfti hann að búa í tæplega fimm ár. Auk þess þurfti umbjóðandi minn að sæta því að vera handtekinn vegna eins máls- ins og voru því rækilega gerð skil í fjölmiðlum. Þá var sími hans hler- aður, en eftir Vodafone-málið átta margir sig á þeirri ónotatilfinningu sem fylgir vitneskju um að friðhelgi einkalífs hafi verið rofin. Í kjölfar þess að maðurinn fékk réttarstöðu grunaðs manns var honum sagt upp störfum og tilraunir hans til að sækja um sambærileg störf hafa ekki borið árangur. Hann stendur uppi margrannsakaður, saklaus, en ekki í föstu starfi. Enginn hefur axl- að ábyrgð eða beðist afsökunar. Dæmi um ólöglega beitingu valds Fljótlega eftir hrun kom í ljós að Fjármálaeftirlitið lagði ofurkapp á að senda sem flest mál til Sérstaks saksóknara. Mörg þessara mála voru lítt rannsökuð og byggðust á misskilningi um efnis- atriði. Afleiðingin var sú að tæplega 300 manns sátu uppi með réttarstöðu sakborn- ings vegna mála- tilbúnaðar sem ein- kenndist af fljótfærni, vanþekkingu og röng- um ályktunum eins og alltaf er hætta á þegar reglum réttar- ríkisins er ekki fylgt. Meira en fimm árum eftir bankahrun hefur verið ákært í innan við tíu málum sem snúa að starfsemi viðskiptabankanna þriggja. Fjöldi mála hefur verið felldur niður. Á síðustu þremur árum hafa fallið dómar vegna misbeitingar FME á valdi. Má þar nefna ólögmæta gjald- töku FME, stjórnvaldssekt sem byggðist ekki á lögmætum grund- velli, felld var úr gildi ákvörðun um að svipta mann starfi sem fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðs, og nú nýlega var FME dæmt til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætra at- hafna. Þá hefur umboðsmaður Al- þingis gert fjölda athugasemda við ákvarðanir FME t.d. vegna ólög- mætrar gjaldtöku, ólögmætrar um- fjöllunar á vefsíðu, brots á and- mælarétti, beitingu tilmæla án lagastoðar og ólöglegs lista yfir „óæskilega“ starfsmenn fjármálafyrirtækja. Persónuvernd hefur síð- an gert athugasemdir við brot á meðalhófs- reglu við söfnun upplýs- inga. Skýrsla Rannsókn- arnefndar Alþingis Að miklu leyti liggur rót óvandaðra vinnu- bragða í skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis. Þeir einstaklingar sem í henni sátu þurftu ekki að uppfylla lágmarkskröfur réttarfars eða stjórnsýsluréttar um málsmeðferð við vinnu sína. Má raunar efast um að vinnubrögð við rannsókn- arskýrsluna og eftirfarandi rann- sóknir uppfylli kröfur 6. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þannig eru settar fram fullyrðingar í skýrslunni um afbrot fjölda einstaklinga, m.a. þessa skjólstæðings míns sem áður var getið. Í framhaldinu hafa borg- arar fengið réttarstöðu grunaðra manna við rannsóknir yfirvalda. Við yfirheyrslur hafa þessir einstakl- ingar þurft að sanna sakleysi sitt og eyða tíma og peningum í að reka til baka rangfærslur í rannsóknar- skýrslunni. Við frekari rannsókn embættis Sérstaks saksóknara hafa ýmis mál verið felld niður. Þá er ljóst að rannsóknarnefndin túlkaði ýmis meginatriði í bankalöggjöf með röngum hætti, s.s. reglur um stórar áhættuskuldbindingar eins og Hæstiréttur hefur staðfest. Sérstakur kvartar undan tilhæfulausum kærum Nú er svo komið að Sérstakur saksóknari er sjálfur farinn að kvarta opinberlega yfir tilhæfu- lausum kærum. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið nýlega „að ein- hverjir telji hanga í loftinu að það sé veiðileyfi á fjármálastofnanir í þessu umhverfi“. Það að setja tímabundið á fót embætti Sérstaks saksóknara á stóran þátt í því að setja málin frá upphafi í þá stöðu sem sérstakur saksóknari lýsir. Stofnun embættis- ins var m.a. rökstudd með því að hún ætti að sefa reiði almennings og byggðist á þeim forsendum að um verulega umfangsmikla refsiverða háttsemi væri að ræða hjá þeim ein- staklingum sem tengst höfðu starf- semi fjármálafyrirtækja. Þessi ályktun var dregin áður en nokkur rannsókn hafði farið fram. Krafa um „árangur“ hefur verið fyrirferðar- mikil í umræðunni sem skapar auk- inn og óeðlilegan þrýsting á stjórn- endur embættisins. Það að embættið starfi tímabundið dregur verulega úr starfsöryggi starfs- manna sem um leið eykur hættu á því að starfsemi embættisins snúist um að réttlæta tilvist þess og þókn- ast þeim sem fara með fjárveiting- arvaldið á hverjum tíma. Vald og ábyrgð Að bera menn sökum um refsi- verðan verknað er ábyrgðarhluti. Líf manna sem fyrir því verða er oft skaðað til margra ára og það sama á við um fjölskyldumeðlimi. Ljóst er að fjöldi fólks á besta aldri hefur ekki getað starfað með eðlilegum hætti vegna tilhæfulausra ásakana. Það að fjöldi fólks hefur verið bor- inn röngum sökum og sumt oftar en einu sinni vekur þá spurningu hvort valdi hafi verið misbeitt og full ástæða er til þess að rannsókn fari fram á því, enda fylgir valdi ábyrgð. Mannréttindi eru dýrmæt og þau eru ekki bara brotin í útlöndum. Hver ber ábyrgð á misbeitingu valds? Eftir Helga Sigurðsson » Ljóst er að fjöldi fólks á besta aldri hefur ekki getað starfað með eðlilegum hætti vegna tilhæfulausra ásakana. Helgi Sigurðsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ástæða þess að Orkuveitu Reykjavíkur hefur ekki verið sundr- að í nokkur aðgreind fyrirtæki samkvæmt tilskipun Evrópusam- bandsins, er sú að það hefur þótt veikja fyr- irtækið. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem opnar fyrir að- greiningu OR í fyrirtæki sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu raf- magns, hitaveitu, vatns- veitu, fráveitu og gagna- veitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu“, segir að þessu hafi ítrek- að verið frestað „með vísan til aðstæðna á fjár- málamörkuðum og við- kvæmrar stöðu orkufyr- irtækjanna varðandi fjármögnun“. Með öðrum orðum: uppstokkunin hefur þótt veikja fyrirtækið og þess vegna verið frestað! Í samræmi við þetta er ekki und- arlegt að við skulum hafa verið upp- lýst um það á Alþingi að önnur orku- fyrirtæki í landinu sem hafi verið knúin undir regluverk ESB krefjist þess að OR búi við sama óhagræðið! En getur þetta verið gott leið- arljós, jafnræði sem byggist á óhag- ræði fyrir alla? Væri ekki betra að hafa hagsmuni okkar neytendanna að leiðarljósi? Ber ekki ríki og Reykja- víkurborg að passa upp á okkur sem borgum brúsann og njótum þjónust- unnar? Árið 2003 var raforkutilskipun Evrópusambandsins sett í íslensk lög. Allur raforkugeirinn mótmælti og sagði þetta leiða til verðhækkunar og óhagræðis. Það gekk eftir. Framkvæmd laganna var hins veg- ar frestað gagnvart OR og hefur ver- ið gert svo í fjórgang. Án vandræða. En nú um áramótin skal láta til skar- ar skríða. Þetta er hið mesta óráð. Enn ætti að fresta framkvæmdinni og nota tímann til að taka allt regluverkið til endurmats og freista þess að fá við- urkennda undanþágu frá tilskipun ESB en til þess eru allar forsendur. Dæmi er um að tilskipanir hafi ver- ið teknar til endurmats hvað varðar framkvæmd á tilteknum svæðum og nefni ég þar póst-tilskipunina. Sannast sagna hafði ég lítt treyst á stjórnarflokkana í þessu efni, fremur Reykjavíkurborg, sem ítrekað hefur staðið fyrir frestun þar til nú að hún er komin niður á hnén. Hvers vegna, hví passar hún ekki upp á þá sem borga brúsann? Eftir Ögmund Jónasson Ögmundur Jónasson »En getur þetta verið gott leiðarljós, jafn- ræði sem byggist á óhagræði fyrir alla? Höfundur er alþingismaður. Hví passar borgin ekki þá sem borga brúsann?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.