Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
tofrandi jolagjafir
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
Jólatilboð: 6.350 kr.
Andvirði: 8.430 kr.
Handsápa 300 ml - 2.130 kr. | Handkrem 75 ml - 2.640 kr.
Sturtusápa 250 ml - 2.550 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.110 kr.
.. ‘
LAVENDER GJAFAKASSI
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Hvorki lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu né Landssamband lög-
reglumanna hafa tjáð sig um sak-
fellingardóm héraðsdóms
Reykjavíkur yfir lögreglumanninum
sem myndir náðust af við handtöku
á Laugaveginum í sumar. Grímur
Hergeirsson, lögmaður lögreglu-
mannsins, segir að stjórn Lands-
sambands lögreglumanna muni
funda um málið í dag.
„Ég hef hitt nokkra lögreglu-
menn og forustumenn Landssam-
taka lögreglumanna núna eftir dóm-
inn og menn eru fyrst og fremst að
spyrja sig hvaða þýðingu niðurstað-
an hefur,“ segir Grímur en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er ólga innan lögreglunnar vegna
dómsins. Furða menn sig á þeim
kröfum sem dómurinn gerir til lög-
reglunnar í ljósi þess að viðurkennt
er í dóminum að fullt tilefni hafi
verið til handtökunnar, m.a. til að
tryggja að konan hrækti ekki aftur,
nauðsynlegt hafi verið að handjárna
hana og að handtakan gengi fljótt
fyrir sig.
„Í raun gerir lögreglumaðurinn
allt rétt við handtökuna en mátti
samt ekki gera þetta eins og hann
gerði og er viðurkennd aðferð. Þá lá
líka fyrir í þessu máli að það þurfti
að halda konunni nokkuð harkalega
í lögreglubílnum því hún reyndi þá
að sparka í lögreglumennina á leið-
inni á lögreglustöðina,“ segir Grím-
ur en hann benti á það í málflutn-
ingi sínum að ekki mætti gefa fólki
frípassa vegna ölvunar.
Við aðalmeðferð málsins komu
fyrir dóminn lögreglufulltrúi sem
kennir lögreglutök við lögregluskól-
ann og tveir lögreglumenn sem
þjálfa lögreglumenn í þessum tök-
um. Þeir báru allir vitni um að lög-
reglumaðurinn hefði beitt viður-
kenndum aðferðum við handtökuna.
Óvissa um viðurkenndar
handtökuaðferðir
Stjórn Landssambands lögreglumanna fundar um dóminn
Dómur Lögreglumaður var dæmdur fyrir að beita viðurkenndri handtöku-
aðferð á ölvaða konu sem hrækti á lögreglumenn á Laugaveginum í sumar.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nemendur í Skóla Ísaks Jónssonar,
Ísaksskóla, hafa náð góðum árangri á
samræmdum prófum í íslensku og
stærðfræði. Sigríður Anna Guðjóns-
dóttir, skólastjóri
Ísaksskóla og for-
maður Samtaka
sjálfstæðra skóla,
þakkar þennan
árangur m.a. því
að ekki hafi verið
hvikað frá
kennsluaðferðum
sem gefið hafi
góða raun.
Sigríður Anna
segir leiðinlegt að
sjá hvernig Ísland kom út í nýbirtri
PISA rannsókn OECD. Hún vitnar í
orð Hermundar Sigmundssonar, pró-
fessors, í Morgunblaðinu s.l. fimmtu-
dag, um að lestur sé undirstaða alls
annars náms.
Ísak Jónsson kom heim frá námi í
kennslufræði í Svíþjóð 1926 og stofn-
aði skólann. Hann hafði kynnst
hljóðaaðferðinni, lagaði hana að ís-
lensku og notaði við lestrarkennslu
frá upphafi. Hann skrifaði m.a. Gagn
og gaman.
„Við höfum aldrei hvikað frá þessu
í okkar skólastarfi,“ segir Sigríður
Anna. „Íslenskukennslan er í mjög
föstum skorðum. Við leggjum
áherslu á íslensku, stærðfræði og
samfélagsfræði (átthagafræði).“
Eldri kennarar skólans hafa þjálfað
og kennt yngri kennurum þær að-
ferðir sem gefist hafa vel í áranna
rás. Heimalærdómur er hluti af
skólagöngunni í Ísaksskóla. Sigríður
Anna segir að foreldrar séu sam-
viskusamir og fylgist vel með heima-
námi barnanna.
Söngur er einnig ríkur þáttur í
skólastarfinu. Hver skóladagur hefst
með söng í hverri skólastofu. Tvisvar
í viku er söngur á sal þar sem allir
nemendur koma saman og foreldrar
eru velkomnir. Börnin læra ógrynni
söngva og ljóða sem styðja enn frek-
ar við námið.
Hátt yfir landsmeðaltali
Nemendur í Ísaksskóla hafa staðið
sig vel á samræmdum prófum í 4.
bekk og einnig í lesskimun sem gerð
er í 2. bekk. Svolítill munur getur
verið frá ári til árs, enda árgangarnir
ólíkir. Engu að síður hefur Ísaksskóli
alltaf verið hátt yfir landsmeðaltali á
þessum prófum og stundum hæstur,
að sögn Sigríðar Önnu.
„Í lesskimun 7 ára barna 2012 vor-
um við hæst á landinu. Af þeim gátu
94% lesið sér til gagns, þ.e. 100%
drengjanna og 92% stúlknanna. Í
gegnum árin hafa drengirnir verið
ívið betri en stúlkurnar, sem er ekki í
takti við niðurstöður á landsvísu.“
Sigríður Anna bendir á að ráði
börnin ekki við að lesa þá lendi þau í
vandræðum í stærðfræði. Oft þurfi
þau að lesa dæmi áður en þau eru
leyst. „Það hlýtur að vera keppikefli
hvers skóla að gera börnin læs eins
fljótt og hægt er,“ segir Sigríður
Anna. Hún kveðst óttast að búið sé að
fara „í of marga hringi“ við lestr-
arkennslu í íslenskum skólum. „Þeg-
ar ég var í Kennaraháskólanum
þurfti ég að læra margar aðferðir við
lestrarkennslu. Svo áttum við bara að
velja aðferð og þannig áttum við að
fara út í kennsluna. Ísaksskóli hefur
haldið sig við hljóðaaðferðina því hún
hefur skilað frábærum árangri.“
Sigríður Anna telur að rannsaka
þurfi hvort það skili betri árangri að
setja í námskrá að grunnkennsla í
lestri skuli vera eftir viðurkenndri
aðferð eins og t.d. hljóðaaðferð.
„Við vitum að ýmsir skólar hafa
prófað aðrar aðferðir og Kenn-
araháskólinn einnig. Hljóðaaðferðin
þótti gamaldags á sínum tíma og lík-
lega þess vegna var farið að leita að
einhverju öðru. Það er ef til vill ekki
það sem þarf til að kenna lestur,“
segir Sigríður Anna. Hún segir að
hljóðaaðferðin dugi hugsanlega ekki
öllum. „Það verður alltaf að mæta
hverju barni þar sem það er statt.“
Í Ísaksskóla eru 220 nemendur og
er hann fjölmennasti sjálfstætt rekni
skólinn hér á landi. Yngstu börnin í
Ísaksskóla eru 5 ára og þau elstu 9
ára. Um eitt þúsund börn sækja sjálf-
stætt rekna leik- og grunnskóla á
landinu öllu.
Morgunblaðið/Eggert
Litlu jólin 2010 Söngur og tónlist skipa stóran sess í starfi Ísaksskóla. Þar er sungið í stofum og á sal og að sjálfsögðu á litlu jólunum.
Lestur á gömlum grunni
Í Ísaksskóla er lestur kenndur eftir gamalreyndri aðferð Skólinn hefur verið verið hátt yfir
landsmeðaltali á samræmdum prófum Heimalærdómur er hluti af skólagöngunni í skólanum
Sænska dagblaðið Dagens Nyheter (DN) birti í nóvember s.l. frétt um að
grunur léki á að sum lönd hefðu falsað svör í PISA-rannsókninni. Meint
fölsun fór þannig fram að hagstæð svör nemenda og skólastjórnenda
voru send margoft inn.
DN hafði fengið hluta af rannsókn sem birta átti bráðlega um veikleika
PISA-rannsóknarinnar. Vitnað var í Jörg Blasius, félagsfræðiprófessor við
háskólann í Bonn, sem sagði veilur vera í gögnum PISA. Hann vann rann-
sóknina með Victor Thiessen, prófessor emeritus við Dalhousie háskól-
ann í Kanada.
Veilur sagðar í gögnum
NIÐURSTÖÐUR PISA-RANNSÓKNAR OECD DREGNAR Í EFA
Sigríður Anna
Guðjónsdóttir