Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 343. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Valdís Gunnarsdóttir látin 2. Samkvæmi 13 ára pilts leyst upp 3. Stúlka féll á eldhúshníf 4. Sextán ára piltur lést í miðju flugi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Duo Harpverk verður með tónleika í Norræna húsinu á morgun og hefj- ast þeir klukkan 20.00. Þetta eru fyrstu tónleikar Duo Harpverks sem byggjast á ættartré en tónskáld og flytjendur eru tengd. Tónleikar byggjast á ættartré í fyrsta sinn  Aðventu- tónleikar Kvenna- kórs Garðabæjar verða í Digra- neskirkju í Kópa- vogi í kvöld og hefjast kl. 20.00. Kórstjóri er Ingi- björg Guðjóns- dóttir og píanó- leikari Sólveig Anna Jónsdóttir, en auk þess koma fram Ágúst Ólafsson barítónsöngvari og Dagný Mar- inósdóttir flautuleikari. Aðventutónleikar kvennakórs  27. febrúar nk. hefði Ástgeir Ólafs- son, Ási í Bæ, orðið 100 ára og af því tilefni verður blásið til gleði- og tón- listarveislu með mörgum listamönn- um í Eldborgarsal Hörpu 8. febrúar 2014. Á næsta ári eru líka 140 ár frá fyrstu þjóðhátíð Vest- mannaeyja og verður sagan rifjuð upp. Miðasala er hafin (harpa.is og midi.is). Eyjatónleikar í Hörpu til heiðurs Ása í Bæ Á þriðjudag Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda með köflum við SA- ströndina, en annars norðan 5-10 og dálítil él, en snjókoma á Norð- urlandi. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s og slydda eða rigning suðaustantil í kvöld. Annars fremur hæg suðaustlæg átt og þurrt að mestu, en él vestantil. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands. VEÐUR KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Íslands- og bik- armeistara Keflavíkur í Dom- inos-deild kvenna í körfu- knattleik á heimavelli sínum í Frostaskjóli í gærkvöld. Snæ- fell komst upp að hlið Kefl- víkinga í efsta sæti deild- arinnar en Snæfell náði að stöðva sigurgöngu Hauka á heimavelli sínum í Stykk- ishólmi. Þá hafði Grindavík betur í grannaslagnum gegn Njarðvík. »4 KR-ingar lögðu Ís- landsmeistarana David Moyes, knattspyrnustjóri Man- chester United, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Skotinn sá sína menn tapa öðrum leiknum í röð á heimavelli þegar liðið lá fyrir New- castle. Mikil pressa er nú komin á Moyes en meist- ararnir eru í níunda sæti deild- arinnar. »6 Mikil pressa komin á David Moyes Eyjamenn gerðu góða ferð í Hafn- arfjörðinn í gær þegar þeir lögðu andlausa leikmenn FH í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika. Þetta var síðasti leikur í deildinni á þessu ári. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í þriðja sæti deild- arinnar en FH-ingar eru í öðru sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka. »8 Eyjamenn gerðu góða ferð í Kaplakrikann ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í framtíðinni vill hún verða söng- kona, poppsöngkona, og ekki er ólíklegt að sá draumur rætist. Hall- dóra Björg Haraldsdóttir verður tíu ára 15. desember næstkomandi og er líklega yngsti keppandi í úr- slitum Jólalagakeppni Rásar 2 frá upphafi. Lag Halldóru Bjargar heitir „Það eru jól“ og samdi hún bæði lag og texta auk þess að syngja lagið. Hægt er að kjósa á netinu á milli þeirra tíu laga sem eru komin í úrslit Jólalagakeppninnar fram til 13. desember. Bæði hljómsveitir og þekktir tónlistarmenn eiga lag í úr- slitunum en Halldóra Björg stígur þarna sín fyrstu skref í að hljóma í almenningseyrum. Hún er samt ekki óvön því að semja lög og texta. „Ég hef samið nokkur lög. Ég byrja yfirleitt á því að raula eitt- hvað þegar ég er á leiðinni heim úr skólanum. Ef lagið er gott fer ég heim til mín, sest við skrifborðið, raula það og sem texta. Svo spyr ég pabba minn hvort hann vilji hjálpa mér smá og hann hefur allt- af gert það.“ En hvers vegna ákvað hún að senda lag í jólalagakeppnina? „Pabbi spurði mig hvort við ætt- um að taka þátt í henni því hon- um þættu lögin mín svo flott og þá bara dúndraði ég í eitt lag.“ Tónlistarfjölskylda Foreldrar Halldóru Bjargar eru Haraldur Ægir Guð- mundsson kontrabassaleik- ari og Harpa Þorvalds- dóttir óperusöngkona. „Ég er að reyna að stofna hljómsveit sem heitir þýsku nafni sem þýðir Tungl eldsins á íslensku. Það á að vera hálfgerð fjöl- skylduhljómsveit en þegar ég verð aðeins eldri ætla ég að reka pabba og mömmu og fá mér tónlistarmenn á mínum aldri.“ Halldóra Björg hefur lært aðeins á píanó og víólu. Hún er ekki í neinu tónlistarnámi sem stendur enda flutti fjölskyldan heim til Ís- lands í haust eftir sjö ára búsetu í Austurríki. Hún stefnir samt að því að læra meira á víóluna. Stærsti draumur þessarar hæfi- leikaríku stúlku er að verða söng- kona þegar hún er orðin stór. „Þeg- ar ég komst í útvarpið rættist helmingur af draumnum mínum; að fá að syngja í útvarpi.“ Halldóra Björg kveðst vera mikið jólabarn. „Ég var farin að hlakka til jólanna í sumar og hlustaði stundum á jólalög þá. Það gerist líka allt á jólunum; ég á afmæli og systir mín á afmæli og svo eru ára- mótin.“ Jólabarn sem samdi jólalag  Tíu ára með lag í úrslitum Jólalaga- keppni Rásar 2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Haraldur Ægir Guðmundsson, faðir Halldóru Bjargar, segir að dóttir hans hafi ein samið laglínuna og textann við jólalagið. Það eina sem hann aðstoðaði hana við var að pikka upp nóturnar í laglínunni og síðan spilaði hann undir. „Halldóra Björg hefur samið fleiri lög og fyrsta lagið sem hún samdi þegar við komum heim finnst mér alveg frábært. Við höfum oft spilað það saman en ekki gert opinbert því stefnan er hjá Halldóru að útsetja það lag og taka upp og senda í forkeppni Söngvakeppni Sjón- varpsins. Draumurinn er að fá Jóhönnu Guðrúnu til að syngja það en hún er í uppáhaldi,“ segir Har- aldur. Halldóra Björg er mikill evróvisjónaðdáandi. „Ég var líklega mesti aðdáandi keppninnar í Austurríki,“ segir hún og brosir. Mikill evróvisjónaðdáandi Jóhanna Guðrún Lagahöfundur Halldóra Björg verður tíu ára í vikunni en hún á lag í úrslitum Jólalagakeppni Rásar 2. SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS NÆST Á DAGSKRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.