Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bandarísk herflutningavél af gerðinni C-17 hafði stutta viðkomu á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Vélin var að sækja búnað sem notaður var við loftrýmiseftirlit að sögn Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia. „Akureyrar- flugvöllur var varaflugvöllur fyrir loftrýmisverkefni þeirra sveita sem voru hérna í nóvember. Þar var því settur upp flugstefnuviti og annar búnaður,“ segir Friðþór. Flugtak herflutningavéla af þessari gerð þykir til- komumikil sjón enda gífurlegur kraftur sem þarf til að koma vél af þessari stærð í loftið og mátti sjá snjó þeyt- ast marga metra upp í loft fyrir aftan vélina. Herflutningavél hefur sig á loft Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Bandaríski flugherinn sækir búnað til Akureyrar María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Að öllu óbreyttu verður ráðningar- samningum hjá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins sagt upp frá og með 1. febrúar næstkomandi náist ekki samkomulag um sjúkraflutn- inga. Verklok verða þá 1. maí. Þetta kemur fram í bréfi stjórnar Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins til vel- ferðarráðherra. „Við stöndum í þeirri von að ríkið sjái að sér og bæti þessu við fjár- lögin en ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárlögunum eins og staðan er nú. Ef það verður ekki gert verður farið beint í það að skipuleggja uppsagn- ir,“ segir Gunnar Einarsson, stjórn- arformaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, en óvíst er hversu mörg- um verður sagt upp. Misráðið hjá ráðuneytinu Gunnar bendir á að langt sé síð- an farið var í við- ræður við velferðarráðuneytið um sjúkraflutninga og þegar báðir að- ilar gáfu eftir af kröfum sínum var komist að samkomulagi sem fól í sér ákveðnar upphæðir og að skuld rík- isins við slökkviliðið yrði greidd. „Síðan verða kosningar og nýr ráð- herra kemur og þá vill ráðuneytið skoða þessi mál upp á nýtt. Við er- um hins vegar ekki reiðubúin til þess. Ég held því fram að þetta sé góður samningur fyrir báða aðila og það sé skynsamlegt og faglegt að sjúkraflutningum sé komið fyrir hjá slökkviliðinu. Það mun alltaf vera dýrara fyrir ríkið að sjá um þetta sjálft eða bjóða það út til einkaaðila. Það er mjög misráðið hjá ráðuneyt- inu að ganga ekki að þessu sam- komulagi,“ segir Gunnar. Í bréfi stjórnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skuld ríkisins fyrir árið 2012 hljóði upp á tæpar 516 milljónir króna og skuld vegna ársins 2013 nemur nú um 413 milljónum. Skorað er á ráðuneytið að greiða skuldina, ann- ars verður lögmönnum falið að inn- heimta kröfuna. Huga að uppsögnum Gunnar Einarsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Forgangsraðað verður enn frekar en áður var áformað í þágu heilbrigðis- þjónustunnar í fjárlagafrumvarpi 2014. Stefnt er að hallalausu fjárlaga- frumvarpi. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson fjármála- ráðherra í Sunnudagsmorgni Ríkis- útvarpsins í gær. Þrír milljarðar til Landspítala Bjarni sagði að leitað væri að svig- rúmi til að auka framlög til Landspít- alans um u.þ.b. þrjá milljarða. Breyt- ingartillögur á fjárlagafrumvarpinu í þá veru eru til vinnslu í fjárlaga- nefnd. Gert er ráð fyrir milljarðs viðbót í tækjakaup til Landspítalans, um 1,6 milljarðar fari í að styrkja rekstrar- grundvöllinn og við það bætist fé í viðhald og stofnkostnað. Einnig á að auka framlög til sjúkrahússins á Ak- ureyri vegna sömu þátta. Þá er í at- hugun að koma til móts við þarfir heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið. Bjarni sagði að heilbrigðisráð- herra hefði kynnt ákveðnar hug- myndir í þá veru sem væru til skoð- unar í fjárlaganefnd. Þetta á að gera án þess að skila fjárlögum með halla. Bjarni sagði að tekjugrundvöllur frumvarpsins væri aðeins að styrkj- ast og tekjustofnar að taka við sér, sem skapaði ákveðið svigrúm. Auk þess væri m.a. til skoðunar að lækka hámark barna- og vaxtabóta. Bjarni talaði um að það gæti þýtt um 3% skerðingu barnabóta sem hækkuðu um 24% á þessu ári. Einnig er til skoðunar að lækka hámark vaxta- bóta aðeins. Verið er að skoða hugmyndir um að draga úr framlögum í stóru bóta- kerfin, en þau hafa stækkað mikið. Framlög til þróunarmála eru einnig til skoðunar og hvort ekki sé hægt að draga úr miklum vexti framlaga til þeirra til að forgangsraða í þágu heil- brigðismála. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar, kvaðst geta tekið undir orð Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra í Sunnudagsmorgni. Til umræðu í vikunni Hún sagði að fjárlaganefnd væri búin að afgreiða frumvarp til fjár- aukalaga með breytingartillögum og nefndarálitum til annarrar umræðu. Hún taldi að jafnvel yrði hægt að dreifa nefndaráliti meirihlutans og breytingartillögum við fjáraukalög á Alþingi í dag. Mögulega yrði hægt að ræða málið á morgun, þriðjudag. Bjarni Benediktsson sagðist í gær vonast til þess að önnur umræða um fjárlögin gæti einnig hafist síðar í þessari viku. Hagræða til heilbrigðis  Fjárveiting til Landspítala verði hækkuð um þrjá milljarða  Heilbrigðisstofn- anir úti á landi fái einnig viðbót  Minna í barna- og vaxtabætur og þróunarmál Bjarni Benediktsson Vigdís Hauksdóttir Atvinnuvega- nefnd Alþingis hefur engin áform um að leggja til frekari breytingar á lög- um um endurnýj- anlegt eldsneyti í samgöngum á landi (40/2013) en þá sem þegar er komin fram, að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar. „Það er fyr- irhugað að afgreiða málið eins og það liggur fyrir,“ sagði Jón. Atvinnuveganefnd lagði fram í lok nóvember frumvarp þess efnis að sektarákvæði 6. greinar laganna komi ekki til framkvæmda fyrr en 1. október 2014. Lögin tóku gildi 10. apríl sl. Samkvæmt þeim á blöndun dísilolíu og bensíns með endurnýj- anlegum orkugjöfum að hefjast 1. janúar 2014. Markmiðið er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi og draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Það hefur ekki verið rætt í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis að gera meira en að fresta sektar- ákvæðum laganna um endurnýj- anlegt eldsneyti um nokkra mánuði, að sögn Frosta Sigurjónssonar, for- manns efnahags- og viðskipta- nefndar. Fyrstu umræðu um frumvarp at- vinnuveganefndar er lokið á Alþingi. gudni@mbl.is, thorunn@mbl.is Ekki meiri breyting- ar í bígerð Jón Gunnarsson  Aðeins frestun á sektarákvæðinu Flughálka var í gærkvöldi í Þist- ilfirði og vetrarfærð í öllum lands- hlutum. Vegagerðin sagði að búast mætti við áframhaldandi hálku, hálkublettum eða snjóþekju á Norð- urlandi og éljagangi nokkuð víða. Víða var hálka á fjallvegum og hálka eða hálkublettir á vegum. Nokkrir fjallvegir voru ófærir eins og Hrafnseyrar- og Dynjand- isheiðar fyrir vestan og Breiðdals- heiði fyrir austan. Þungfært var á Öxi og þæfingsfærð frá Bjarnarfirði og norður í Reykjarfjörð. Spáð var hita í kringum frostmark í dag en svalara norðaustanlands. gudni@mbl.is Hálka og vetrarfærð Síldin í Kolgrafa- firði lét sér fátt um finnast þegar starfsmenn Stjörnu-Odda spiluðu fyrir hana lögin Brown Sug- ar og Satisfaction með Rolling Stones. Sigmar Guð- björnsson hjá Stjörnu-Odda sagði að þeir hefðu gert þetta sér til gamans til að halda upp á að hafa lokið vísindalegum til- raunum með hljóð til að fæla síldina. „Hún var kannski ekki alveg jafn- hrædd við Rolling Stones og hún var við ýmsa aðra tóna,“ sagði Sigmar. Hann sagði að þeir hefðu hvorki prófað fleiri lög né aðra flytjendur tónlistar. Síldin sýndi merkjanleg viðbrögð við ýmsum hljóðum sem prófuð voru og var sýnilegur munur á áhrifum hljóðanna. Ákveðnar runur hreinna tóna skiluðu bestum árangri. Stjörnu-Oddi hefur skilað niður- stöðum prófunarinnar til Hafrann- sóknastofnunar. gudni@mbl.is Fældist ekki Roll- ing Stones  Síldin í Kolgrafa- firði brást við tónum Sigmar Guðbjörnsson  Náist ekki samkomulag um sjúkraflutninga kemur til upp- sagna hinn 1. febrúar næstkomandi  Óvissa um samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.