Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013
ÍSLENSK
HÖNNUN
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
ÁLAFOSS
Álafossvegur 23, Mosfellsbær
Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00
Laugard. 09:00 - 16:00
www.alafoss.is
Komdu við og kynntu
þér samskiptatæki
sem gætu opnað nýjan
heim fyrir þig og þína.
Ellisif Björnsdóttir
heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur
Sími 534 9600 · heyrn.is
Opið kl. 9.00-16.30
Verð frá
32.810 kr.
Einfalt
og ódýrt
samskiptatæki
með
15% jólaafslætti
til áramóta
Jólagjöfin fyrir þá sem vilja heyra betur
Eyrnalokkagöt
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Mánudaginn 9. desember kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
G
uðm
unda
A
ndrésdóttir
G
uðm
unda
A
ndrésdóttir
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra
verka gömlu meistaranna.
Jólauppboð
í Gallerí Fold
Forsýning í Gallerí Fold
mánudag kl. 10–17
Hægt er að skoða
uppboðsskrána á myndlist.is
Valdís Gunnarsdóttir,
flugfreyja og fyrrver-
andi útvarpskona, lést
á Landspítalanum í
gærmorgun, 55 ára að
aldri, eftir stutta sjúk-
dómslegu. Valdís fædd-
ist í Reykjavík 10. nóv-
ember 1958 og ólst þar
upp.
Valdís var dóttir
Gunnars Magnúsar
Jónssonar versl-
unarmanns og Mar-
grétar Einarsdóttur
húsmóður.
Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Austurbæjarskóla ár-
ið 1974 og diplómunámi í Stjórnun
og forystu frá Háskólanum í Reykja-
vík árið 2010.
Valdís hóf störf sem
flugfreyja árið 1985
hjá Flugleiðum hf. og
starfaði þar til ársins
1990. Hún var dag-
skrárgerðarmaður á
Rás 2 á árunum 1983-
1985 og vann við dag-
skrárstjórn og þátta-
gerð á Bylgjunni á ár-
unum 1985-2008.
Valdís tók aftur til
starfa sem flugfreyja
árið 2007 og sinnti því
starfi til æviloka. Hún
rak einnig eigið fyr-
irtæki, Kroppar og kið-
lingar, sem var fyrirtæki með tæki-
færiskort.
Valdís var ógift. Hún lætur eftir
sig tvö börn.
Andlát
Valdís Gunnarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
leysti seint á laugardagskvöldið
upp samkvæmi ungmenna í Soga-
mýri í Reykjavík. Tveir piltar
voru færðir á Stuðla, þar á meðal
húsráðandi sem er þrettán ára.
Mikil ölvun var í samkvæminu og
sóttu ungmennin að lögreglu-
mönnum og hræktu meðal annars
á þá. Þurfti að kalla eftir liðs-
auka.
Það var um klukkan ellefu um
kvöldið sem kvartað var við lög-
reglu undan hávaða í húsi í Soga-
mýri. Þegar lögreglumenn komu
á staðinn tók á móti þeim piltur
sem sagðist vera 17 ára gamall og
hafa fullt leyfi móður sinnar til að
halda þarna unglingasamkvæmi. Í
ljós kom að pilturinn var aðeins
13 ára gamall og í mjög ann-
arlegu ástandi. Reyndist hann
hafa haldið samkvæmið í óþökk
móður sinnar sem ekki var heima.
Húsráðandinn var ógnandi og
kastaði hlutum að lögreglumönn-
um. Fleiri ungmenni sóttu að lög-
reglumönnunum og var ákveðið
að kalla eftir liðsauka. Mörg ung-
mennin voru í mjög annarlegu
ástandi og ákvað lögregla að færa
tvo pilta úr samkvæminu á Stuðla.
Einn var sóttur af foreldri og
einn 16 ára piltur var færður í
fangaklefa en hann hafði meðal
annars hrækt í andlit lögreglu-
manns. Áður en hann var vistaður
í fangaklefa var fullreynt að koma
honum í hendur foreldra og eða
barnaverndar.
Aðrir unglingar komu sér sjálf-
ir á brott.
Mikið ölvuð ungmenni köstuðu hlutum
að lögreglumönnum og hræktu á þá
Morgunblaðið/Júlíus
Að störfum Lögreglan leysti upp sam-
kvæmi hjá 13 ára barni um helgina.
Tíu ára stúlka var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys í heima-
húsi á Kiðjabergi í Grímsnesi á laugardagskvöldið. Stúlkan var uppi á
borði í eldhúsi heimilisins þegar hún féll aftur fyrir sig og á uppþvottavél
sem stóð opin. Í hnífaparastandi var eldhúshnífur sem stakkst í vinstra
herðablað hennar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi missti stúlkan mikið
blóð og annað lungað féll saman. Líðan stúlkunnar er eftir atvikum en hún
var ekki talin í lífshættu og var útskrifuð af gjörgæsludeild í gærkvöldi.
Stúlka féll á eldhúshníf í uppþvottavél
– með morgunkaffinu