Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 9. D E S E M B E R 2 0 1 3
286. tölublað 101. árgangur
EVRÓPA FRÁ 31.900 KR.
eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.
NORÐUR-AMERÍKA FRÁ 54.900 KR.
eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
65
59
7
11
/1
3
+ Nánar á icelandair.is
Allt um jólasveinana
á www.jolamjolk.is
dagar til jóla
15
ÁÐUR LÖGREGLA
EN SKRIFAR NÚ
GLÆPASÖGUR
MARÍA SIGRAÐI
Í NOREGI OG
EYGIR SOCHI
LESTUR KENNDUR
EFTIR GAMAL-
REYNDRI AÐFERÐ
ÍÞRÓTTIR ÍSAKSSKÓLI 6GLERLYKILLINN 26
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Surtsey Gróskulegur gróðurblettur hefur
myndast fyrir tilstilli máfanna.
Máfar hafa borið mikið af fræjum
jurta til Surtseyjar og þeir hafa líka
séð um að bera á graslendi sem þar
hefur myndast.
Stakkaskipti urðu í Surtsey upp
úr 1985 þegar máfar tóku að verpa
þar í meiri mæli en áður. Borgþór
Magnússon vistfræðingur segir að
eftir það hafi plöntum tekið að
fjölga hratt og gróðurinn þést mik-
ið í máfavarpinu, þökk sé driti máf-
anna og fæðuleifum.
Nú er kominn vísir að mjög þéttu
graslendi í Surtsey. „Þetta er eins
og frjósömustu tún sem borið er á
uppi á landi. Þarna vex mjög þéttur
og kraftmikill gróður, en það eru
fáar tegundir sem taka hreinlega
yfir. Þar á meðal er túnvingull,“
sagði Borgþór. »4
Gróðurspilda sem
er eins og frjósamt
tún er í Surtsey
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Fjárhagsstaða margra á Suðurnesj-
um er sögð vera slæm og margir
hafa þurft að leita sér aðstoðar nú
fyrir jólin að sögn starfsmanna
hjálparsamtaka á svæðinu.
Anna Valdís Jónsdóttir, stjórnar-
kona og verkefnastjóri útibús Fjöl-
skylduhjálpar Íslands í Reykjanes-
bæ, segir ástandið mjög svart á
Suðurnesjum og greinir mikið von-
leysi í fólki. „Það hefur aldrei verið
eins mikið um beiðnir um aðstoð og
fyrir þessi jól. Það leita fimmtán til
tuttugu nýjar fjölskyldur og ein-
staklingar til okkar dag hvern núna
í aðdraganda jóla.
Það er hringt alla
daga vikunnar og
líka um helgar,“
segir Anna. „Þá
verða einstak-
lingar oft mjög
illa úti enda
styrkja flestar
hjálparstofnanir
aðeins fjölskyldu-
fólk.“
Leggst þungt á eldra fólk
Anna sér ekki fram á að ástandið
lagist í bráð. „Fólk nær engan veg-
inn endum saman. Þetta er ekki eins
og það á að vera – langt frá því.
Þetta eru fjórðu jólin sem Fjöl-
skylduhjálpin starfar hér og þetta
er versta árið til þessa. Þá leggst
þetta þungt á ungt fjölskyldufólk og
eldra fólk. Nauðungaruppboð hér
eru tíð og við vitum til þess að tvær
til þrjár fjölskyldur þurfi að búa
saman eða inni hjá foreldrum. Það
hringdi eldri maður til okkar um
daginn og spurði af hverju þau væru
ekki bara tekin af lífi. Það er nátt-
úrlega hræðilegt að fólk komið yfir
áttrætt þurfi að hafa svona áhyggj-
ur,“ segir Anna.
Jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar á
Suðurnesjum verður 22. desember
og þá verður mat úthlutað. Tekið
var á móti umsóknum í haust og var
aðsóknin mikil og nú þarf að vísa
fólki frá. „Það eru vel á annað
hundrað fjölskyldur sem fá aðstoð
frá okkur hérna á Suðurnesjum. Því
miður höfum við ekki fjármagn til
þess að hjálpa fleirum.“
Staðan slæm hjá mörgum
Þórunn Íris Þórisdóttir, starfs-
maður Keflavíkurkirkju, hefur um-
sjón með velferðarsjóði á Suðurnesj-
um en hún segir marga hafa leitað
aðstoðar fyrir jól. „Staðan er slæm
hjá mörgum og neyðin mikil. Það
eru margir sem leita til okkar og við
þurfum að hafna mörgum sem ekki
ná ákveðnum viðmiðunarmörkum,“
segir Þórunn.
Aldrei fleiri aðstoðarbeiðnir
15 til 20 nýjar fjölskyldur og einstaklingar á Suðurnesjum leita aðstoðar á degi
hverjum nú fyrir jól Þurfa að vísa mörgum frá Staðan þar er sögð grafalvarleg
Anna Valdís
Jónsdóttir
Þær Sigrid Daregård, Jóhanna Stefánsdóttir og
Anna Bergljót Böðvarsdóttir sýndu gestum og
gangandi réttu handtökin í prjóni og hekli á opnu
húsi Hússtjórnarskólans í Reykjavík á laugardag.
Þar gat m.a. að líta handverk eftir nemendur
skólans auk þess sem heitt var á könnunni.
Prjónað og heklað fyrir gesti og gangandi
Morgunblaðið/Kristinn
Það eru hæg heimatökin í Hússtjórnarskólanum