Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.12.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2013 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum. ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter að fáþau ímörgumútfærslum. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Sjálfstæðistorginu í Kíev í Úkraínu í gær og kallaði eftir afsögn forset- ans, Viktors Janúkóvítsj. Mótmæl- endur veifuðu úkraínska fánanum og fána Evrópusambandsins og reistu eins og hálfs metra háan varnargarð umhverfis stjórnarráðsbyggingar til að varna þingmönnum aðgangs að skrifstofum sínum. Evrópusinnaðir Úkraínumenn hafa efnt til daglegra mótmæla frá því að forsetinn ákvað að skrifa ekki undir samstarfssamning við Evr- ópusambandið vegna þrýstings frá Rússum, sem vilja að Úkraína gangi í tollabandalag Rússlands, Hvíta- Rússlands og Kasakstans. Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi for- sætisráðherra Úkraínu, sagði í yf- irlýsingu í gær að mótmælendur kölluðu eftir umsvifalausri afsögn Janúkóvítsj. „Hann er ekki lengur forseti ríkis okkar, hann er harð- stjóri sem verður að svara til saka fyrir hvern blóðdropa sem hefur fall- ið,“ las Yevgenía Tímósjenkó, dóttir Júlíu, fyrir mótmælendur. Uppskar hún fagnaðarlæti fólksins, sem hróp- aði: „Segðu af þér!“ Skömmu eftir að ræðuhöldum lauk tilkynnti öryggislögreglan SBU að hún hefði hafið rannsókn á meintri tilraun til valdaráns af hálfu ótilgreindra stjórnmálamanna en rannsóknin er talin beinast gegn lykilfólki innan stjórnarandstöðunn- ar. Virðast styðja Klitschko Margt bendir til þess að hnefa- leikakappinn og stjórnarandstöðu- leiðtoginn Vitali Klitschko njóti stuðnings leiðtoga Vestur-Evrópu- ríkjanna en hann mun funda með Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, í París á miðvikudag. Þá hefur Der Spiegel greint frá því að Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, og hópur evrópskra íhalds- flokka hyggist auka stuðning sinn við Klitschko, m.a. með því að sjást með honum við opinber tækifæri. Janúkóvítsj reitti andstæðinga sína til frekari reiði þegar hann fundaði með Vladimir Pútín Rúss- landsforseta á föstudag en kannanir sýna að Janúkóvítsj myndi lúta í lægra haldi fyrir Klitschko í forseta- kosningunum 2015, ef gengið yrði til annarrar umferðar. Krefjast afsagnar forsetans  Hundruð þúsunda mótmæltu í Kíev í gær  Lögregla opnar rannsókn á meintri tilraun til valdaráns  Ekki forseti heldur harðstjóri, segir Tímósjenkó AFP Fjöldafundur Mótmælendur felldu m.a. og eyðilögðu styttu af Lenín. 150 þingmenn Demókrata- flokksins, í neðri deild taílenska þingsins, sögðu af sér í gær en leiðtogi þeirra, Abhisit Vejjajiva, sagði þá ekki geta sinnt skyld- um sínum lengur og harmaði að þingmeirihlutinn hlustaði ekki á vilja þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar hafa kallað eftir því að forsætisráðherrann Yingluck Shinawatra segi af sér en hún hefur gert þeim tilboð um að boða til kosninga, að því gefnu að þeir heiti að virða hið lýðræðislega ferli. „Ríkisstjórnin er tilbúin til að rjúfa þing ef meirihluti er fyrir því,“ sagði Yingluck í sjónvarps- ávarpi en bætti við að ef mótmæl- endur eða stærri stjórnmálaflokkar settu sig upp á móti því eða vildu ekki samþykkja úrslit kosninganna, myndi það aðeins framlengja óvissuástandið í landinu. TAÍLAND 150 þingmenn neðri deildar taílenska þingsins segja af sér Abhisit Vejjajiva „Við höfum talið 394 látna síðustu þrjá daga,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, um helgina en 400 franskir hermenn voru sendir til Mið-Afríkulýðveld- isins eftir að blóðug átök brutust út í höfuðborginni Bangui á fimmtu- dag. Íbúar borgarinnar, sem hafa haldið sig heimafyrir síðustu daga, fögnuðu komu frönsku hersveit- anna í gær en biðu þess að þær tryggðu öryggi í úthverfunum. Herlið Frakka í Mið-Afríkulýð- veldinu taldi 1.200 fyrir en heima- menn í bænum Bouar dönsuðu og börðu potta og pönnur á laugardag þegar 200 franskir hermenn komu þangað frá Kamerún. Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði blóðbaðið í landinu skelfilegt en Frakkar myndu ekki senda frekari herafla til Mið-Afríkulýð- veldisins. Hins vegar hygðist Afr- íkubandalagið fjölga hermönnum alþjóðlega heraflans í ríkinu úr 3.600 í 6.000. Hollande sagði jafnframt að hlutverk herliðsins yrði að afvopna uppreisnarhermenn, sem hefðu hegðað sér líkt og glæpamenn, nauðgað konum og jafnvel myrt sjúklinga á sjúkrahúsum. Starfs- menn Rauða krossins í Bangui vörðu laugardegi við að heimta sundurbarðar og -skornar líkams- leifar af götum borgarinnar. Íbúar fagna komu franskra hermanna AFP Dauði Átök hafa geisað milli kristinna og múslíma í landinu frá því í mars.  Eiga að koma í veg fyrir hroðaverk Að minnsta kosti fimmtíu og þrír þjóðarleiðtogar munu sækja minn- ingarathafnir um friðarleiðtogann og fyrrverandi forsetann Nelson Man- dela, sem lést á fimmtudag, að sögn utanríkisráðherra Suður-Afríku, Maite Nkoana-Mashabane. Margir verða viðstaddir minningarathöfn á Soccer City-leikvanginum í Jóhann- esarborg á þriðjudag en fámennari hópur verður viðstaddur útför frið- arverðlaunahafans í þorpinu Qunu næstkomandi sunnudag. Meðal þeirra sem talið er að muni heiðra Mandela eru Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, Franc- ois Hollande, for- seti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Mah- mud Abbas, for- seti Palestínu, Karl Bretaprins, Ban Ki-moon og Kofi Annan. Þá er gert ráð fyrir að Oprah Winfrey og Bono verði meðal þeirra stjarna sem verða viðstaddar minningarathöfnina. 53 þjóðarleiðtogar munu sækja minningarathafnir Nelson Mandela

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.