Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Page 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Page 9
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Þ etta kom þannig til að hringt var í mömmu og hún beðin um að fá mig lánaðan í mynda- töku. Ljósmyndarinn, Raxi, þekkti til hennar og vissi að hún ætti lítinn strák. Það þurfti að redda myndatökunni með hraði og var þetta því ákveðið á staðnum. Pabbi sótti mig því strax á leik- skólann og ég var víst bara í makindum mínum að kubba þegar hann kom. Ég skildi ekkert hvað var í gangi og var alveg ómögulegur í bílnum. Mamma er hárgreiðslukona og pabbi skutlaði mér til hennar í klippingu því hún vildi punta mig aðeins fyrir myndatökuna.“ Sandurinn var þar skolaður úr hárinu á Arnari eftir fjör á leikskólanum og hann klæddur í sparifötin, sem amma hans hafði saumað á hann. „Þetta var víst algjör martröð,“ segir Arnar og hlær. „Ég var svo óþekkur. Það tókst jú að klippa á mér hárið og klæða mig en þegar ég var kominn í Hall- grímskirkjuna þar sem myndatakan fór fram var ég ekkert sérstaklega sáttur. Ég var bara vælandi og rauður í augunum og gat með engu móti setið kyrr.“ Arnar segist ekki muna mikið eftir myndatökunni en sagan af henni er reglulega rifjuð upp á heim- ilinu. „Það er svo oft þannig að þegar maður heyrir af einhverju atviki frá barnæsku rifjast upp fyrir manni ýmislegt,“ segir Arnar Stefánsson. Arnar er 22 ára og stundar nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í fatahönnun og textíl. Hann segist muna örlítið eftir prestinum og Raxa, sem tók myndina, en annað muni hann ekki. Það var í raun ákveðin heppni að hafa náð myndinni þar sem litli þriggja ára pjakkurinn var ekki sérlega spenntur fyrir upp- stilltri myndatöku, skiljanlega. Arnar segir að þegar menn hafi verið við það að gefast upp hafi hann allt í einu róast niður. „Það var næstum því búið að slaufa þessu, því þetta var ekki hægt. Pabbi tók þá utan um mig og ég róaðist eitthvað niður. Raxi greip þá tækifærið og smellti nokkrum myndum af mér þegar ég náði að slaka á og horfa á kertið. Hann náði að taka þessa fínu mynd og var þetta algjör heppni. Ég held að ég hafi reynt mikið á þolinmæði pabba,“ segir Arnar glaður í bragði. Arnar er fæddur 14. desember og því óhætt að segja að hann sé mikið jólabarn, í orðsins fyllstu merkingu. Hann segist vera það sjálfur en líki þó ekki stressið sem fylgir jólaundirbúningnum. „Annars hlakka ég alltaf mikið til jólanna.“ Gullið augnablik þriggja ára snáða Arnar Stefánsson prýddi forsíðu Morgunblaðsins á aðfangadag 1994, þá þriggja ára gamall. Ný mynd var tekin af honum við sama glugga nú nítján árum síðar. Morgunblaðið/Ómar NOKKUR BÖRN HAFA SKREYTT FORSÍÐUR MORGUNBLAÐSINS Á AÐFANGADAG OG MEÐAL ÞEIRRA ER ARNAR STEFÁNSSON. ÞEGAR TAKA ÁTTI MYNDINA AF HONUM ÁRIÐ 1994 VAR GUTTI EKKI SÁTTUR ENDA AÐEINS ÞRIGGJA ÁRA OG FYRIRSÆTUSTÖRF EKKI BEINT OFARLEGA Á LISTA YFIR SKEMMTILEGA AFÞREYINGU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.