Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.12. 2013 Hrúturinn hefur farið í gegnum dramatískar breytingar í lífi sínu undanfarin tvö ár. Einkum hrútar sem fæddir eru í mars og fyrstu vikunni í apríl. Sviptingar verða ekki eins miklar árið 2014 en eru þó alls ekki yfirstaðnar og þær verða oftar gleðilegri. Fyrstu mánuði ársins má hrúturinn alls ekki gleyma sér. Hann þarf að fara öðru hverju inn í heimabankann því ef hann gleymir stund og stað í sinni stórbrotnu tilveru í ár verða fjármálin komin í kaldakol í sumar. Með sjálfsaga og yfirsýn verður þetta allt í lagi. Ástæða þess að hrút- urinn verður ráðvilltur er sú að valmöguleikarnir verða svo margir, á það við um ást, vinnu og allt utan þess. Líklegt er að hrúturinn verði öfundaður af þessu líflega ári en hann verður svo upptek- inn að hann mun ekki spá í það fyrr en einhver umhverfist. Auk fjárhagsins eru veiku hliðar árs- ins heilsufarið og hrúturinn verður að passa að fara til tannlæknis. Árið verður eitt það rómant- ískasta sem hrúturinn hefur upplifað. Á það einkum við fyrri parts árs en í ágúst hægist á atburðarásinni. Ný ástarsambönd verða flókin en ástríðufull. Langtímasambönd styrkjast í ár. Hrúturinn 21. MARS - 19. APRÍL Hugsanir nautsins og íhygli er á tímamótum og það mun spyrja sig spurninga sem það hefur ekki spurt áður. Nú í desember hefur þessara áhrifa þegar gætt og þetta mun vara í nokkur ár. Síðla árs mun nautið uppskera launa- eða stöðuhækkun í vinnunni og ef það vinnur sjálfstætt munu verk þess hljóta lof og vekja eftirtekt. Nautið er fjárfestir í eðli sínu en í ár má það búa sig undir að græða ekki mikið en það mun þó heldur ekki lenda í neinum skakkaföllum. Mikilvægt er að nautið hugi að hjarta, höfði og hálsi. Það er viðkvæmt í janúar, júlí og ágúst. Það að nautið finni þessa þörf til að færa lífið upp á æðra plan getur birst í námi. Það mun ekki fara til London eða þeirra staða sem það heimsækir ár eftir ár heldur rannsakar það nýja staði á ferðalögum. Nautið laðar að sér fólk sem er í sömu pælingum, á samskipti við andans fólk, heim- spekinga, jafnvel miðla. Einhleyp naut eiga ástarævintýri erlendis, heillast af háskólaprófessor, kynnast listfræðingi eða fólki úr menningarheiminum. Eilítið eldri maður eða kona verður á vegi þess og rómantíkin svífur yfir vötnum. Engu að síður munu öll sambönd þróast hægt í ár. Gift naut skulu hafa það í huga að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Nautið 20. APRÍL - 20. MAÍ Það verður mikið að gera í félagslífi tvíburans árið 2014 og hann kynnist fólki í starfi sínu sem mun gegna þýðingarmiklu hlutverki í lífi hans og starfi á næsta ári, þetta er líklega valdamikið fólk. Tvíburinn heillar með gáfum, hnyttni og framkomu. Hann nær einstökum tökum á þeim hæfileikum sínum og komist hann í tæri við þjóðhöfðingja, yfirmenn stórfyrirtækja og aðrar stór- stjörnur munu þeir hinir sömu biðja hann um að sitja með sér til borðs. Hins vegar mun reyna á gömul vináttusambönd og kvarnast upp úr hans innsta hring. Hann er hinsvegar heppinn með nýtt fólk sem hann mun kynnast um mitt ár og eignast lífstíðarvini. Tvíburinn mun geta lagt meiri pening fyrir en áður. Upp úr miðjum ágúst er gott að láta slag standa fyrir þá sem ganga með viðskiptahugmynd í maganum sem og óskrifaðar skáldsögur. Tvíburinn verður ekkert sérstaklega upptekinn af ástamálum sínum í ár. Hann mun þó heilla einhvern sem honum hefði ekki dottið í hug að tengja við sig. Tvíburinn 21. MAÍ - 20. JÚNÍ Krabbinn stendur í stórræðum í ár og verður undir heilmiklu álagi. Stórræðin tengjast starfs- vettvangi. Hann mun þurfa að bregðast skjótt við tækifærum og þótt krabbinn kunni því best að fá drjúgan umhugsunarfrest verður sá frestur ekki alltaf í boði – hann mun þurfa að grípa gæs- ina. Að vísu er það svo að rétta starfið virðist ætla að finna hann ef hann finnur það ekki sjálfur. Hann verður að grípa gæsina og þá verður útkoman líka glæst. Hætt er við að krabbinn ofgeri sér árið 2014 því heima fyrir gæti hann að þurft að standa í ströngu. Bæði hefur krabbinn nóg að gera en maki hans verður líklega í sömu sporum og börn ganga kannski að mestu sjálfala fyrri part árs, sem er ólíkt krabbaheimilinu alla jafna. Tryggið reykskynjara og önnur tæki, heimilið virðist viðkvæmt á fleiri sviðum. Afgangstíma ætti að nýta til að rækta fjölskylduna, annars gætu orðið árekstrar og þá helst í apríl. Einhleypir krabbar eiga villt ár í ástalífinu og nokkrir elskhugar og ástkonur eru í kortunum. Krabbinn ætti að velja vel hverjum hann hleypir inn á gafl til sín. Krabbinn 21. JÚNÍ – 22. JÚLÍ Fyrstu sex mánuði ársins þarf ljónið að vera varkárt og huga að heilsunni. Það þarf einnig að hemja skap sitt og jafnvel kyngja stoltinu. Ljónið gæti nú þegar verið hætt lestri en þessi atriði eru lykillinn að því að það sé ekki óhamingjusamt í enda árs. Heima fyrir þarf það til dæmis að gera málamiðlanir og taka á óánægju sinni og annarra. Það má hafa það í huga að í ár þarf það kannski frekar að dekra við aðra í stað þess að láta dást að sér. Engar áhyggjur, kæra ljón, árið 2015 uppskerðu dúllerí og dekur fyrir þessa vinnu ef þú leggur alúð við hana. Raunar mun ljónið finna mikinn mun um miðjan júlí og litríkt eðli þess og stór- brotin sál fá að njóta sín. Ágæt tækifæri í starfi gefast einnig síðla árs. Ljón ættu ekki að fara út í fjárfestingar í ár og halda vel utan um aurinn. Einhleyp ljón gætu hitt einstakling sem hittir þau í hjartastað og raunar gæti ást lífs þeirra orðið á vegi þeirra á þessu ári. Einnig það verður seinni hluta árs. Raunar gæti ljónið þá farið að upplifa árið sem eitt það skemmtilegasta og líflegasta sem það hefur lifað og þá verða fyrstu mán- uðir þess fljótir að gleymast. Það eru dásamleg ár framundan, árið 2015 og 2016 eru á við galdra. Ljónið 23. JÚLÍ – 22. ÁGÚST Meyjan verður óvenjukærulaus í ár. Hún hefur minni áhyggjur af heilsufari sínu, sumarblómin setur hún niður hist og her og hún leiðréttir jafnvel ekki þágufallssjúka. Þetta kann að hljóma undarlega en ástæðan er sú að ekkert af því sem ýtir vanalega undir smámunasemina er fyrir hendi. Heilsan er góð, heimilislífið rólegt, góð sambönd halda áfram að vera góð og tíminn sem framundan er sá átakaminnsti og afslappaðasti í áraraðir. Með minni áhyggjum er meiri tími til að njóta og tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt verða ótalmörg í ár. Ungar meyjur, náms- menn til dæmis, munu þó hafa minni frítíma og námið verður meira krefjandi árið 2014 en áður. Meyjan mun á einn eða annan hátt hafa undir höndum mikla peninga á þessu ári. Það gæti ver- ið arfur, það gæti verið lán, það gæti verið óvæntur launabónus. Hvað sem það er þá er það eitt- hvað stórt. Þar sem þetta verða óvenjumiklir peningar þarf hún að sýna mikla ráðdeild. Meyjan getur valið úr vonbiðlum ef hún er makalaus. Ef einhver á brúðkaup í vændum árið 2014 er það fólk sem fætt er í meyjarmerkinu. Meyjan 23. ÁGÚST – 22. SEPTEMBER Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Blandan byggist upp á fljótandi lífrænu járni, sérvöldum jurtum, ávaxta djús og blöndu af c- og b-vítamíni, til að auka járnbúskap líkamans. Floradix er jurtablanda sem hjálpar til við að auka járnmagnið í blóðinu, án aukefna. Ertu slöpp? Getur verið að þig vanti járn? Stjörnuspáin 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.