Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Blaðsíða 38
Hverju ætlar þú að klæðast á gamlárskvöld?
Á gamlárs ætla ég að vera í bláum pallíettu-diskógalla sem ég
keypti mér fyrir wrap-partí sem ég fór í um daginn en náði ekki til
mín í tæka tíð. Hann fær því að vera í stuði með mér á gamlárs.
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns?
Bestu kaupin mín fatakyns eru líklega pelsarnir mínir; þeir eru
tímalausir, alltaf fallegir, hlýir og notalegir.
En þau verstu?
Ekki til … ég geri mjög sjaldan mis-
tök í búðum.
Hvaðan sækir þú innblástur
varðandi fataval?
Ég þarf ekkert að sækja inn-
blástur sérstaklega hvað klæðnað
varðar en hef alltaf haft sterkar
skoðanir á fatavali. Ég geng
bara í fötum sem mér þykja
falleg og þau geta komið hvað-
an sem er.
Hverju er mest
af í fataskápnum?
Fataskápurinn minn er fullur
af gallabuxum, bómullarbolum
og hælum.
Áttu einhverja dýrmæta flík
sem þú tímir ekki að nota?
Eiginlega ekki, ég nota allt
sem ég á og oftast þangað til
það dettur af mér! Reyndar á ég
gullfallegan ljósgráan minkakeip sem
amma mín, Fríða heitin, gaf mér og
er enn að bíða eftir rétta tilefninu til
að fá að koma út úr skápnum.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem
gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali
og þú fengir dag til að versla, hvaða
ár myndirðu velja og hvert færirðu?
Ég myndi hringja í vinkonur mínar í partílest-
inni og fara til New York, þar myndum við
blinga yfir okkur og skella okkur beint á Studio
54.
Ætlar þú að fá þér eitthvað
sérstakt fyrir nýja árið?
Ég ætla að fá mér hlýja úlpu til að verma mig
í frostinu fyrir austan þar sem ég ætla að eyða
fyrstu mánuðum nýja ársins.
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?
Fatastíllinn minn er fjölbreyttur, mér líður best
þegar ég mixa saman dót úr mismunandi áttum
og tímabilum og lít ekki út eins og gína í glugga
í kringlunni.
Áttu þér uppáhaldsflík?
Uppáhaldsflíkin mín þessa dagana er nýi
Absence of Colour fringe-jakkinn minn … hann er
æði.
Stíll Silvíu Daggar er fjölbreyttur
enda blandar hún gjarnan saman
flíkum frá ólíkum tímabilum.
ALLTAF HAFT STERKAR SKOÐANIR Á FATAVALI
Í pallíettu-
diskógalla
á gamlárs
SYLVÍA DÖGG HALLDÓRSDÓTTIR ER LISTAMAÐUR
SEM GERIR EINSTÖK LISTAVERK UNDIR NAFNINU
LOVETANK. SYLVIA ER NÝFLUTT HEIM FRÁ BELFAST Á
ÍRLANDI ÞAR SEM HÚN STARFAÐI Í BÚNINGADEILD
SJÓNVARPSÞÁTTANNA GAME OF THRONES.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Partílestin myndi „blinga“ yfir sig og skella sér beint á Studio 54.
*Föt og fylgihlutir Hárið má ekki gleymast um áramót en greiðslan þarf ekki að vera flókin til að virka vel »40
Sylvía heldur upp
á pelsana sína.
Verk Sylvíu eru einstaklega áhugaverð.
Morgunblaðið/Golli