Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Þröstur Ólafsson, sem er hagfræðingur en ekki sagnfræð- ingur, skrifar grein um sagnfræði í Morg- unblaðið 9. janúar sl. Þó hagfræðingar kunni að reikna er ekki víst að þeir greini sög- una rétt. Þröstur er staddur í hjólförum margra krata, svo ekki sé talað um Evrópusambandssinna, að ógæfa Íslands liggi í bændaþjóð- félaginu og að Framsóknarflokk- urinn hafi staðið gegn framförum á hinum myrku öldum Íslands og vist- arbandið og fátæktin hafi verið flokknum að kenna. Þetta er þeim mun merkilegra í ljósi þess að Þröstur er Þingeyingur af góðu fólki kominn, en það má segja að sú frels- isalda sem hófst meðal Þingeyinga í lok nítjándu aldar hafi fært Íslandi sókn og sigra. Engum blandast hug- ur um að Jónas Jónsson frá Hriflu var byltingarmaður í pólitík og stóð að stofnun eða starfaði með öllum þeim samtökum og félögum sem reistu gunnfána framfaranna. Jónas var eldhugi, hámenntaður erlendis, hafi einhver maður einangrað kúg- unarsamfélagið þá var það Jónas í gegnum alþýðuhreyfingarnar stóru. Jónas var maðurinn með „Sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni,“ eins og Guðjón Friðriksson orðar það í merkri bók um sögu Jónasar og um leið sögu lands og þjóðar. Ungmennafélagshreyfingin olli straumhvörfum, Dags- brún og Alþýðu- samband Íslands skópu sigra verka- manna, þar var Jónas einnig að verki. Jónas stofnaði tvo stjórn- málaflokka til barátt- unnar 1916, ann- arsvegar Framsóknarflokkinn hinsvegar Alþýðu- flokkinn sem fóru mik- inn í byltingasögu landsins á síðustu öld. Jónas var maður samvinnuhreyfing- arinnar og kaupfélagshugsjón- arinnar sem bylti stöðnuðu kerfi at- vinnulífsins og verslunarvaldsins. Hann var skólastjóri Samvinnuskól- ans sem menntaði sókndjarfa at- hafnamenn sem báru svipmót af Jónasi og auðvitað þeim straumum sem fóru um höf og lönd á þeim tíma, þar með Evrópu. Jónas var menntamaðurinn sem barðist fyrir alþýðumenntuninni sem hófst með héraðsskólavæðingunni. Landbúnaðurinn skiptir miklu máli Þröstur kennir Framsóknar- flokknum um að fátækir bændasyn- ir voru sendir á Brimarhólm og flokknum kennir hann um vist- arbandið sem var afnumið strax eft- ir að flokkurinn var stofnaður. Þá loksins fékk hún nafna mín og amma, hún Guðný Jóhannsdóttir á Eyrarbakka, að giftast honum Þor- valdi sínum, bæði komin við aldur og þakkaði hún Framsókn- arflokknum þetta afrek, en kaus hún og þau Alþýðuflokkinn, búandi á Eyrarbakka. Þröstur trúir því kannski að það hafi verið Fram- sóknarflokkurinn sem brenndi Njál, Bergþóru og syni þeirra inni, kannski var það Framsóknarflokk- urinn sem samdi um kristna trú á Þingvöllum árið þúsund, en nú má varla nefna kristna trú þar sem vinstri menn ráða. Það hefur annars eitthvað gerst í hugskoti vina minna í Samfylking- unni og Alþýðuflokknum gamla sem gerir þá að einum flokki manna sem vilja bara eitt, að Ísland gangi í ESB, margir þeirra sjá aðeins þessa leið. Við framsóknarmenn teljum hagsmunum lands og þjóðar betur borgið utan aðildar að ESB, þannig er Alþingi skipað í dag að stærstum hluta og þannig hugsar einnig þjóð- in. Mesta mein framfaranna í dag er hópur manna sem vilja að Ísland sé í skjóli og afsali sér frelsi sínu. Sumt þetta fólk má ekkert íslenskt sjá eða heyra, alls ekki fánahyllingu, glímu eða þjóðsöngva skáldanna. Jafn- framt fer það í taugarnar á mér að þessum sjúkdómi fylgir sú mein- semd að allir þeir sem tala kjark í þjóðina og nefna tækifæri landsins séu öfgamenn. Einhver Guðmundur Hálfdánarson í Háskólanum er nú kallaður fram á RÚV til að rífa slíka menn í sig og þar með ávörp forset- ans og forsætisráðherrans nú um áramótin, þau voru of bjartsýn og öll samstaða í landhelgisbaráttu og Icesave var misskilningur. Þessi maður hlýtur að vera hagfræðingur en ekki sagnfræðingur. Kæri Þröstur, lestu sögu Jónasar frænda þíns frá Hriflu, þá lestu í leiðinni sögu Framsóknarflokksins og þjóðar sem var fátækasta þjóð Evrópu árið 1900 en ein ríkasta árið 2000, glæsileg þjóðarsaga, þar á Framsóknarflokkurinn stóran hlut að máli. Krati af guðsnáð sagði mér fyrir stuttu: Framsóknarflokkurinn var merkilegasti stjórnmálaflokk- urinn á síðustu öld ásamt Alþýðu- flokknum. Ég vona og trúi að flokknum takist enn að bæta lífskjör okkar og hlutur hans verði einnig stór á þessari öld og mér finnst bjartara yfir Íslandi við þessi ára- mót en oft áður. Stærsta málið er þetta að við öll finnum samstöðu og hamingju í öllum þeim tækifærum og verkefnum sem blasa við til að rétta af hag lands og þjóðar. Bænd- urnir og landbúnaðurinn skipta miklu máli í framtíðarmynd Íslands og eiga stærri möguleika í heimi þar sem matvæli skortir og einn millj- arður manna sveltur. Meinyrði kratanna og Þrastar Ólafssonar Eftir Guðna Ágústsson »Mesta mein framfar- anna í dag er hópur manna sem vilja að Ís- land sé í skjóli og afsali sér frelsi sínu. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Í tilefni innsendrar greinar í Morg- unblaðið 6. janúar vill 365 árétta að haft hefur verið samband við þann viðskiptavin og hann beðinn afsökun- ar á þeim óþægindum sem hann varð fyrir og málið leyst farsællega. Þrátt fyrir að sáraeinfalt sé að skipta um fjarskiptaþjónustufyrir- tæki í dag, þá geta átt sér stað mann- leg mistök. Sérstaklega undir miklu álagi í miðri jólaösinni. Fyrirtækið hefur brugðist við þessu tilviki í von um að svona lagað endurtaki sig ekki. Allt starfsfólk 365 hefur lagt sig fram við að afgreiða viðskiptavini hratt og örugglega, bæði í gegn um þjónustuver sem og á vef fyrirtæk- isins. Við viljum nýta tækifærið og þakka viðskiptavinum fyrir góð viðbrögð við tilboði okkar og bendum á að við höf- um framlengt tilboðið til 1. febrúar. F.h. 365 SIGRÚN LÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR, áskrift og þjónusta 365. Viðbrögð við ábend- ingu til 365 ÞORRAMATUR Skútan Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Í LOKJANÚARBLÓTUMVIÐÞORRANNEINSO GSÖNNUMÍSLENDINGUMSÆMIR. Súrmatinn útbúum við sjálfir frá grunni og byrjar undirbúningur þessa skemmtilega tíma strax að hausti. Þorrama tinn er hægt að fá senda í sali, heimahús og panta í veislusal okkar. ÞJÓÐLEG ÞORRAHLAÐBORÐ FRÁVEISLULIST Súrmatur Hrútspungar, súr sviðasulta, lundabaggar, bringukollar, lifra- pylsa og blóðmör. Þorrakonfekt Hákarl, harðfiskur, hvalrengi, marineruð síld og kryddsíld. Kjötmeti og nýmeti Hangikjöt, pressuð svið, lifrapylsa og blóðmör. Heitir réttir Sviðakjammi, saltkjöt, rófu- stappa, kartöflur og jafningur. Meðlæti Rúgbrauð, flatbrauð, smjör, grænmetissalat, grænar baunir og grænmeti Fari fjöldi yfir 40 manns bjóðum við Stroganoff pottrétt með hrís- grjónum og steiktum kartöflum, sé þess óskað. Matreislumenn fylgja veislu eftir fari fjöldi yfir 60 manns. www.veislulist.is 3.000.- Verð f rá fyrir s tærri hópa 3.500.- Verð f rá fyrir s tærri h ópa í (heim ahús/ sali.) Allt um þorramatinn, verð, veislur og veislusal á heimasíðu okkar BE TR IS TO FA N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.