Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Þröstur Ólafsson,
sem er hagfræðingur
en ekki sagnfræð-
ingur, skrifar grein um
sagnfræði í Morg-
unblaðið 9. janúar sl.
Þó hagfræðingar
kunni að reikna er ekki
víst að þeir greini sög-
una rétt. Þröstur er
staddur í hjólförum
margra krata, svo ekki
sé talað um Evrópusambandssinna,
að ógæfa Íslands liggi í bændaþjóð-
félaginu og að Framsóknarflokk-
urinn hafi staðið gegn framförum á
hinum myrku öldum Íslands og vist-
arbandið og fátæktin hafi verið
flokknum að kenna. Þetta er þeim
mun merkilegra í ljósi þess að
Þröstur er Þingeyingur af góðu fólki
kominn, en það má segja að sú frels-
isalda sem hófst meðal Þingeyinga í
lok nítjándu aldar hafi fært Íslandi
sókn og sigra. Engum blandast hug-
ur um að Jónas Jónsson frá Hriflu
var byltingarmaður í pólitík og stóð
að stofnun eða starfaði með öllum
þeim samtökum og félögum sem
reistu gunnfána framfaranna. Jónas
var eldhugi, hámenntaður erlendis,
hafi einhver maður einangrað kúg-
unarsamfélagið þá var það Jónas í
gegnum alþýðuhreyfingarnar stóru.
Jónas var maðurinn með „Sverðið í
annarri hendi og plóginn í hinni,“
eins og Guðjón Friðriksson orðar
það í merkri bók um sögu Jónasar
og um leið sögu lands og þjóðar.
Ungmennafélagshreyfingin olli
straumhvörfum, Dags-
brún og Alþýðu-
samband Íslands
skópu sigra verka-
manna, þar var Jónas
einnig að verki. Jónas
stofnaði tvo stjórn-
málaflokka til barátt-
unnar 1916, ann-
arsvegar
Framsóknarflokkinn
hinsvegar Alþýðu-
flokkinn sem fóru mik-
inn í byltingasögu
landsins á síðustu öld.
Jónas var maður samvinnuhreyfing-
arinnar og kaupfélagshugsjón-
arinnar sem bylti stöðnuðu kerfi at-
vinnulífsins og verslunarvaldsins.
Hann var skólastjóri Samvinnuskól-
ans sem menntaði sókndjarfa at-
hafnamenn sem báru svipmót af
Jónasi og auðvitað þeim straumum
sem fóru um höf og lönd á þeim
tíma, þar með Evrópu. Jónas var
menntamaðurinn sem barðist fyrir
alþýðumenntuninni sem hófst með
héraðsskólavæðingunni.
Landbúnaðurinn skiptir miklu
máli
Þröstur kennir Framsóknar-
flokknum um að fátækir bændasyn-
ir voru sendir á Brimarhólm og
flokknum kennir hann um vist-
arbandið sem var afnumið strax eft-
ir að flokkurinn var stofnaður. Þá
loksins fékk hún nafna mín og
amma, hún Guðný Jóhannsdóttir á
Eyrarbakka, að giftast honum Þor-
valdi sínum, bæði komin við aldur
og þakkaði hún Framsókn-
arflokknum þetta afrek, en kaus
hún og þau Alþýðuflokkinn, búandi
á Eyrarbakka. Þröstur trúir því
kannski að það hafi verið Fram-
sóknarflokkurinn sem brenndi Njál,
Bergþóru og syni þeirra inni,
kannski var það Framsóknarflokk-
urinn sem samdi um kristna trú á
Þingvöllum árið þúsund, en nú má
varla nefna kristna trú þar sem
vinstri menn ráða.
Það hefur annars eitthvað gerst í
hugskoti vina minna í Samfylking-
unni og Alþýðuflokknum gamla sem
gerir þá að einum flokki manna sem
vilja bara eitt, að Ísland gangi í
ESB, margir þeirra sjá aðeins þessa
leið. Við framsóknarmenn teljum
hagsmunum lands og þjóðar betur
borgið utan aðildar að ESB, þannig
er Alþingi skipað í dag að stærstum
hluta og þannig hugsar einnig þjóð-
in. Mesta mein framfaranna í dag er
hópur manna sem vilja að Ísland sé
í skjóli og afsali sér frelsi sínu. Sumt
þetta fólk má ekkert íslenskt sjá eða
heyra, alls ekki fánahyllingu, glímu
eða þjóðsöngva skáldanna. Jafn-
framt fer það í taugarnar á mér að
þessum sjúkdómi fylgir sú mein-
semd að allir þeir sem tala kjark í
þjóðina og nefna tækifæri landsins
séu öfgamenn. Einhver Guðmundur
Hálfdánarson í Háskólanum er nú
kallaður fram á RÚV til að rífa slíka
menn í sig og þar með ávörp forset-
ans og forsætisráðherrans nú um
áramótin, þau voru of bjartsýn og
öll samstaða í landhelgisbaráttu og
Icesave var misskilningur. Þessi
maður hlýtur að vera hagfræðingur
en ekki sagnfræðingur.
Kæri Þröstur, lestu sögu Jónasar
frænda þíns frá Hriflu, þá lestu í
leiðinni sögu Framsóknarflokksins
og þjóðar sem var fátækasta þjóð
Evrópu árið 1900 en ein ríkasta árið
2000, glæsileg þjóðarsaga, þar á
Framsóknarflokkurinn stóran hlut
að máli. Krati af guðsnáð sagði mér
fyrir stuttu: Framsóknarflokkurinn
var merkilegasti stjórnmálaflokk-
urinn á síðustu öld ásamt Alþýðu-
flokknum. Ég vona og trúi að
flokknum takist enn að bæta lífskjör
okkar og hlutur hans verði einnig
stór á þessari öld og mér finnst
bjartara yfir Íslandi við þessi ára-
mót en oft áður. Stærsta málið er
þetta að við öll finnum samstöðu og
hamingju í öllum þeim tækifærum
og verkefnum sem blasa við til að
rétta af hag lands og þjóðar. Bænd-
urnir og landbúnaðurinn skipta
miklu máli í framtíðarmynd Íslands
og eiga stærri möguleika í heimi þar
sem matvæli skortir og einn millj-
arður manna sveltur.
Meinyrði kratanna
og Þrastar Ólafssonar
Eftir Guðna
Ágústsson »Mesta mein framfar-
anna í dag er hópur
manna sem vilja að Ís-
land sé í skjóli og afsali
sér frelsi sínu.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Í tilefni innsendrar greinar í Morg-
unblaðið 6. janúar vill 365 árétta að
haft hefur verið samband við þann
viðskiptavin og hann beðinn afsökun-
ar á þeim óþægindum sem hann varð
fyrir og málið leyst farsællega.
Þrátt fyrir að sáraeinfalt sé að
skipta um fjarskiptaþjónustufyrir-
tæki í dag, þá geta átt sér stað mann-
leg mistök. Sérstaklega undir miklu
álagi í miðri jólaösinni.
Fyrirtækið hefur brugðist við
þessu tilviki í von um að svona lagað
endurtaki sig ekki.
Allt starfsfólk 365 hefur lagt sig
fram við að afgreiða viðskiptavini
hratt og örugglega, bæði í gegn um
þjónustuver sem og á vef fyrirtæk-
isins.
Við viljum nýta tækifærið og þakka
viðskiptavinum fyrir góð viðbrögð við
tilboði okkar og bendum á að við höf-
um framlengt tilboðið til 1. febrúar.
F.h. 365
SIGRÚN LÍNA
SIGURJÓNSDÓTTIR,
áskrift og þjónusta 365.
Viðbrögð
við ábend-
ingu til 365
ÞORRAMATUR
Skútan Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Í LOKJANÚARBLÓTUMVIÐÞORRANNEINSO
GSÖNNUMÍSLENDINGUMSÆMIR.
Súrmatinn útbúum við sjálfir frá grunni og
byrjar undirbúningur þessa
skemmtilega tíma strax að hausti. Þorrama
tinn er hægt að fá senda í sali,
heimahús og panta í veislusal okkar.
ÞJÓÐLEG
ÞORRAHLAÐBORÐ
FRÁVEISLULIST
Súrmatur
Hrútspungar, súr sviðasulta,
lundabaggar, bringukollar, lifra-
pylsa og blóðmör.
Þorrakonfekt
Hákarl, harðfiskur, hvalrengi,
marineruð síld og kryddsíld.
Kjötmeti og nýmeti
Hangikjöt, pressuð svið, lifrapylsa
og blóðmör.
Heitir réttir
Sviðakjammi, saltkjöt, rófu-
stappa, kartöflur og jafningur.
Meðlæti
Rúgbrauð, flatbrauð, smjör,
grænmetissalat, grænar baunir
og grænmeti
Fari fjöldi yfir 40 manns bjóðum
við Stroganoff pottrétt með hrís-
grjónum og steiktum kartöflum,
sé þess óskað.
Matreislumenn fylgja veislu eftir
fari fjöldi yfir 60 manns.
www.veislulist.is
3.000.-
Verð f
rá
fyrir s
tærri
hópa
3.500.-
Verð f
rá
fyrir s
tærri h
ópa í
(heim
ahús/
sali.)
Allt um þorramatinn, verð, veislur
og veislusal á heimasíðu okkar
BE
TR
IS
TO
FA
N