Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Velta erlendra greiðslukorta var 86,3
milljarðar króna á fyrstu ellefu mán-
uðum síðasta árs. Til samanburðar
var hún núvirt 78 milljarðar sömu
mánuði 2012, 68,5 milljarðar 2011 og
55,5 milljarðar á árinu 2010.
Samanlögð velta erlendra
greiðslukorta alla tólf mánuði ársins
á tímabilinu 2000 til 2012 er sýnd hér
til hliðar og eru tölur núvirtar m.t.t.
breytinga á vísitölu neysluverðs. Tal-
an fyrir árið 2013 á hins vegar við
fyrstu ellefu mánuði ársins, enda
liggja desembertölurnar ekki fyrir.
Velta erlendra greiðslukorta var 3
milljarður í desember 2011 og 4 millj-
arðar í sama mánuði 2012, séu töl-
urnar núvirtar á sama hátt. Má því
ætla að samanlögð velta ársins 2013
verði ríflega 90 milljarðar, þegar
veltan í desember kemur í ljós.
Grafið hér til hliðar sýnir einnig
veltu innlendra greiðslukorta á Ís-
landi og erlendis og veltu innlendra
debetkorta á Íslandi. Þann fyrirvara
verður að gera við debetkortatöl-
urnar að frá og með ársbyrjun 2007
eru debetkort fyrirtækja ekki talin
með. Árin 2007 til 2013 eru því
samanburðarhæf í þessu efni.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu Íslands er ekkert slíkt rof í hin-
um þremur kortaflokkunum og eru
tölurnar þar því samanburðarhæfar
allt tímabilið, frá 2000 til 2013.
Aukin velta fyrstu 11 mánuðina
Sé eingöngu horft til fyrstu ellefu
mánaða áranna frá hruni kemur í ljós
að kortaveltan er á uppleið.
Velta innlendra greiðslukorta á Ís-
landi á því tímabili var núvirt 230,4
milljarðar 2009 en 262,2 milljarðar í
fyrra. Hún var til samanburðar nú-
virt 287,4 milljarðar 2007 og 277,8
milljarðar 2008, en það voru metár.
Velta innlendra greiðslukorta er-
lendis hefur einnig aukist en þar ber
að hafa í huga að gengi krónunnar
gaf mikið eftir í kjölfar efnahags-
hrunsins. Veltan í þeim flokki var
tæpur 51 milljarður 2009 en tæpir 72
milljarðar í fyrra, á fyrstu ellefu
mánuðum hvors árs. Hún var til sam-
anburðar 79,8 milljarðar 2008 og 64,8
milljarðar 2007. Velta innlendra
greiðslukorta erlendis var því meiri
fyrstu ellefu mánuði ársins 2013 en
sömu mánuði 2007, en kaupmátt-
urinn er mun minni. Má þar nefna að
evran kostaði 93,8 kr. 10. janúar 2007
en 169,5 kr. sama dag í fyrra.
Þá hefur velta innlendra debet-
korta á Íslandi á fyrstu ellefu mán-
uðum ársins aukist úr 177,1 milljarði
2009 í 208,6 milljarða 2013.
Það er tæplega 18% aukning en til
fróðleiks var mannfjöldinn 307.672
einstaklingar 1. janúar 2007 en
321.857 manns 1. janúar 2013. Lands-
mönnum fjölgaði þannig um 4,6%.
Vöxtur innlendrar kortaveltu á hvern
landsmann er því ekki jafn mikill og
samanburður á veltutölum milli ára
gefur til kynna.
Hvað erlendu kortaveltuna varðar
sýnir grafið hér fyrir ofan að veltan
fyrstu ellefu mán-
uði ársins í fyrra er
meiri en allt árið
2012. Eins og fram
kom í fréttaskýr-
ingu í Viðskipta-
blaði Morgun-
blaðsins sl.
fimmtudag hefur
vöxtur ferðaþjón-
ustunnar haldið
uppi hagvexti.
Vöxtur fyrstu níu mánuði síðasta
árs reyndist meiri en ýmsir greining-
araðilar spáðu. Þar má nefna Ís-
landsbanka sem spáði í september sl.
að 1,7% hagvöxtur yrði á árinu 2013.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka, segir að-
spurður að hagspáin hafi að mestu
gengið eftir, nema hvað vöxtur þjón-
ustuútflutnings, sér í lagi ferðaþjón-
ustu, hafi verið vanmetinn.
Spurður hvað Greining Íslands-
banka áætli nú að hagvöxtur í fyrra
verði mikill segir Ingólfur að líklega
verði vöxturinn á bilinu 2-3%. Hins
vegar sé spá um 2,6% hagvöxt 2014
og 2,7% hagvöxt 2015 óbreytt.
Fjármálafyrirtækið Analytica
spáði í ágúst sl. 1-2% hagvexti á árinu
2013. Yngvi Harðarson, fram-
kvæmdastjóri Analytica, segir þetta
líklega hafi falið í sér vanmat á vext-
inum. Meginskýringin sé sú að vægi
ferðaþjónustunnar af verðmæta-
sköpuninni hafi verið vanmetið.
„Vöxtur ferðaþjónustunnar var
farinn að minnka í ágúst sl. Að teknu
tilliti til árstíðarsveiflu hafði ferða-
mönnum þá fækkað. Það hefur snúist
við og nú er þeim að fjölga ört aftur,“
segir Yngvi sem telur að nú sé líklegt
að hagvöxtur árið 2013 verði að lík-
indum ríflega 2,5%.
Stígandi í versluninni
Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram-
kvæmdastjóri Smáralindar, merkir
hægan upptakt í einkaneyslu.
„Það hefur verið jákvæð stígandi í
versluninni. Það er misjafnt eftir
búðum eins og gengur og gerist. Al-
mennt eru kaupmenn þokkalega
sáttir við síðasta ár. Þeir eru líka al-
mennt bjartsýnir fyrir þetta ár. Út-
sölur í janúar fara vel af stað. Gesta-
tölur í húsið eru töluvert betri en í
fyrra. Nýtingin hjá okkur er góð og
öll rými eru í útleigu í Smáralind. Við
gætum leigt út meira rými en höfum
engin áform um að stækka húsið.
Hvað varðar verslun erlendra
ferðamanna jókst veltan af endur-
greiðslu Tax Free um 100% milli ára
2012 og 2013. Ég held þó að það sé
ekki meginskýringin á aukningu í
verslun. Við sjáum ferðamenn ekki í
þeim mæli og hefur sést í miðbæ
Reykjavíkur. Þeim erlendu ferða-
mönnum fer þó fjölgandi sem leggja
leið sína í Smáralind. Þeir hlaupa lík-
lega orðið á tugum þúsunda á ári.“
Erlendu kortin veltu 86 milljörðum
Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var rúmir 86 milljarðar á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs
Vöxtur ferðaþjónustu á þátt í meiri hagvexti í fyrra en spáð var Upptaktur er í einkaneyslunni
Kortavelta og ferðaþjónusta Þróunin frá aldamótum í milljónum króna*
Heimild: Hagstofa Íslands. Útreikningar eru blaðamanns.
*Veltan 2000 til 2012 er núvirt m.t.t. breytinga á vísitölu neysluverðs. Meðaltal hvers árs í vísitölunni er borið saman við vísitöluna í nóvember sl. en tölur fyrir 2013 eiga
við fyrstu 11 mánuði ársins. **Fyrstu 11 mánuðir ársins. *** Fyrirtækjakort eru ekki meðtalin frá 1. 1. 2007.
220.000
200.000
180.000
240.000
260.000
280.000
300.000
320.000
340.000
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013**
30.000
20.000
10.000
40.000
50.000
60.000
70.000
80.000
90.000
Kreditkort, heimili innanlands (v.ás) Greiðslukort erlendis (h.ás)Debetkort, heimili innanlands (v.ás) Erlend greiðslukort innanlands (h.ás)
***
Yngvi
Harðarson
Ingólfur
Bender
Sturla G.
Eðvarðsson
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Skoðaðu úrvalið á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040
Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Verð: 4.150.000 kr.
Mazda6 Vision LTH25
Skráður maí 2013, 2,0 bensín, sjálfsk.
Ekinn 33.000 km.
Verð: 3.290.000 kr.
Ford Focus Trend Edition ONK73
Skráður apr. 2013, 1,6TDCi bensín, beinsk.
Ekinn 21.000 km.
Tilboð: 1.590.000 kr.
Citroën C8SX UFK00
Skráður ágúst 2007, 2,0i bensín, sjálfsk.
Ekinn 83.000 km.
Ásett verð: 1.990.000 kr.
Tilboð: 1.650.000 kr.
Honda CR-V Advance BN987
Skráður júní 2006, 2,0i bensín, sjálfsk.
Ekinn 149.000 km.
Ásett verð: 1.790.000 kr.Við tökum notaðabílinn þinn uppíá hagstæðu verðiog þú getur fengiðmilligjöfina lánaða- möguleiki á engriútborgun.
Fylgstu með á
FACEBOOK
Notaðir bílar
- Brimborg
Nýlegir bílar hafa munlægri rekstrarkostnað eneldri bílar. Viðhaldið erminna og eyðslan lægri.Kynntu þér málið!
LÆKKAÐU
REKSTRARKOSTNAÐINN
Mikið úrval
FINNDU BÍLINN
ÞINN Á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
TÖKUM ALLAR GERÐIR
BÍLA UPPÍ!
nýlegra bíla
Tilboðsbílarnir fara
beint á Facebook!
Í ábyrgð
Í ábyrgð