Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is BAKSVIÐ Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra segir nauðsynlegt að traust ríkti milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Ráðherrar funduðu í gær með aðilum vinnu- markaðarins um hvernig tryggja megi stöð- ugleika. „Sveitarfélögin hafa bent á að til að þau geti haldið aftur af hækkunum þurfi að ríkja verðstöðugleiki annars staðar, ekki ósvipað því sem ríkið segir. Það voru nokkur gjöld sem var gert ráð fyrir að myndu fylgja verð- lagi, en menn eru opnir fyrir því núna að hverfa frá því,“ segir Sigmundur. Áfengis- og eldsneytisgjöld hafa verið nefnd í því samhengi. „Þetta er allt háð því að menn sjái fyrir sér heildarstöðugleika. Þetta gengur að mjög miklu leyti út á að allir treysti öllum. Maður heyrir það á fulltrúum verkalýðshreyfing- arinnar að félagsmenn þeirra hafi áhyggjur af þessu trausti og hvort aðrir muni fylgja með ef þeir fallast á 2,8% launahækkun.“ Nefnd til að samræma aðgerðir Hann segir að fastanefndin sem hefur það að markmiði að tryggja verðlagsstöð- ugleika í landinu skuli skoða leiðir til að sporna gegn sjálfvirkri vísitöluhækkun ým- issa samninga á markaði, svo sem þjónustu- samninga fyrirtækja, leigusamninga og verksamninga. „Þetta er nokkuð sem við höfum skoðað hér í ráðuneytinu síðustu daga. Við höfum velt upp hvort hægt væri að gera lagabreyt- ingar til að koma í veg fyrir sjálfkrafa verð- lagshækkanir. Þegar menn gera samninga er oft innbyggt í þá að verð hækki í sam- ræmi við vísitölu, til dæmis með ákvæði um að ef menn ætla að hækka verð í gildandi samningum, þá þurfi að tilkynna það með þriggja mánaða fyrirvara, þannig að menn geti tekið ákvörðun um hvort þeir vilji halda samningnum í gildi. Þessar vangaveltur færu inn í fastanefndina,“ segir Sigmundur. Allir þurfa að leggjast á eitt  Samþykkt kjarasamninga veltur á verðstöðugleika  Verðhækkanir dregnar til baka og verð jafnvel lækkað  Einhugur um að koma böndum á verðbólguna  Tíðrætt um traust allra aðila Morgunblaðið/Þórður Kjaramál Ráðherrar hittu aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaga í Stjórnarráðinu. Verðhækkanir myndu ógna kjarasamningum. Verðlagsþróun » Verðlag má ekki hækka ef samþykkja á kjarasamningana. » Einhugur var á fundi í gær um að koma í veg fyrir verðhækkanir. » Allir aðilar þurfa að sammælast um að halda aftur af hækkunum. » Fastanefnd skipuð sem vettvangur aðila vinnumarkaðarins og hins opin- bera til að stuðla að stöðugleika. Hækkun vörutengdra gjalda og skatta í fjárlögum 2014 hækkar vísi- tölu neysluverðs um 0,25% en lækk- un stimpilgjalds hjá einstaklingum og virðisaukaskatts á bleiur kemur til lækkunar þannig að heildaráhrifin eru 0,19% hækkun. Þetta er niður- staða vinnuhóps sem í áttu sæti sér- fræðingar frá SA, ASÍ, KÍ, BSRB, BHM, Sambandi íslenskra sveitarfé- laga og fjármálaráðuneyti. Tekið er fram í skýrslu hópsins að ríkisstjórnin muni endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöld- um sem ákveðin voru í fjárlögum. Er þar vísað til bréfs Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra til forsvars- manna ASÍ og SA 21. desember sl. en efni þess var ítrekað í frétta- tilkynningu for- sætisráðuneytis- ins 10. janúar. Áætlað er að ráðstöfunar- tekjur heimila hækki um 0,7% í ár vegna aðgerða ríkisstjórnarinn- ar, einkum vegna hærri lífeyrisgreiðslna og lækkunar tekjuskatts, og að frádregnum fram- angreindum verðlagsáhrifum muni kaupmáttur heimila aukast um 0,5% vegna opinberra aðgerða. Þá er bent á að álögur á fyrirtæki aukist um 35,6 milljarða króna, en um 7,3 millj- arða án fjármálafyrirtækja í slita- meðferð. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, segir að 0,19% áhrif til hækkunar á vísitöl- unni sé mikið. Fjármálaráðuneytið hafi boðað að gjaldskrárhækkanir myndu rúmast innan 2,5% verð- bólgumarkmiðs SÍ. Spáð vísitölu- áhrif séu umfram það markmið. Hannes segir auknar álögur á fjármálastofnanir vegna boðaðrar leiðréttingar á íbúðalánum líklegar til að auka þörf fjármálafyrirtækja fyrir vaxtamun og þar með leiða til hærri vaxta. Það komi niður á heim- ilum og fyrirtækjum. baldura@mbl.is Skattahækkanir sagðar kynda undir verðbólgu Hannes G. Sigurðsson  SA telja boðaða skuldaleiðréttingu munu leiða til vaxtahækkana Elín Björg Jónsdóttir, formað- ur BSRB, segir markmið fund- arins í gær hafa verið að tryggja stöðugleika og halda aftur af verðbólgu. „Við fórum yfir hvernig það blasti við okk- ur. Ég held að það sé samhugur um að halda aftur af hækk- unum. Þeir aðilar sem þarna voru hafa mikinn vilja til þess að gera sitt til að halda aftur af hækkunum vöru- verðs og þjónustu.“ Hún segir að náist þetta mark- mið ekki muni það setja kjarasamninga í uppnám. „Fari svo að þessir samningar verði samþykktir sem núna eru í atkvæðagreiðslu kemur verð- bólgumæling strax í febrúar. Það skiptir okkur talsvert miklu máli að það sé hægt að setja bönd á verðhækkanir til þess að við getum snúið við þess- ari víxlverkun verðbólgu og kjararýrnunar.“ Elín Björg segir að eins og staðan er núna ríki ekki traust milli þeirra aðila sem sóttu fundinn um að allir muni standa við gefin loforð um að halda aftur af hækkunum. „En það þarf að vera fyrir hendi. Til að ná því trausti þarf ásetningur um að halda aftur af verðhækkunum að ganga eftir. Þetta þarf að sjást núna, á næstu dögum og vikum, að það sé raunverulegur vilji til að koma í veg fyr- ir verðhækkanir,“ segir Elín Björg. „Launafólk eitt og sér tekur ekki að sér að koma í veg fyrir verðbólgu á Íslandi. Það þurfa allir að koma að verkinu, og mér sýnist vera vilji til þess. En síðan þurfum við að sjá efndirnar.“ Verðhækkanir myndu setja samningana í uppnám Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir samstöðu ríkja með- al sveitarfélaganna um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og að sveitarfélögin taki það mjög alvarlega. „Ég er með bráðabirgðayfirlit yfir þróun gjalda hjá nokkrum af stærstu sveitarfélögunum, og gjöldin standa í nánast öllum gjaldskrárflokkum. Það eru helst sorphirðugjöld sem hækka, en þar verða gjöldin að standa undir kostnaðinum,“ segir Halldór. Reykjavíkurborg tilkynnti til að mynda 10% hækkun sorphirðugjalda á fimmtudaginn. „Mér finnst jákvætt það sem hefur gerst í þess- ari viku um hækkanir sem voru dregnar til baka hjá fyrirtækjum. Nú ríður á að fyrirtækin standi sína plikt líka, ekki bara ríki og sveitarfélög. Svo er líka mikilvægt að neytendur standi vaktina og láti ekki plata sig. Ríkisstjórnin tilkynnti líka lækkun á þeim gjöldum sem stóð til að hækka í samræmi við verðbólgu,“ segir Halldór. „Svo kom fram að heildaráhrifin hjá ríkinu væru til tölu- verðrar lækkunar,“ segir Halldór. „Ég er miklu bjartsýnni á að samningarnir verði samþykktir eftir að tekið var á því sem virtist vera einhver byrjun á verðhækkunum hjá fyrirtækjum.“ Sveitarfélögin halda að sér höndum við hækkanir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, er já- kvæður um stöðuna eftir fundinn. „Þetta er mjög já- kvætt innlegg í þessa um- ræðu. Ríkisstjórnin skýrir þarna betur hvernig hún hyggst efna loforð sem gefin voru í tengslum við kjara- samningana þess efnis að hluti hækkana yrði dreginn til baka,“ segir Þorsteinn. „Þá skiptir ekki síður máli sam- starf aðila hvað varðar aukið eftirlit með verðlagi og kynningarátak um mikilvægi verðlagsstöðugleika. Við teljum mjög mik- ilvægt að ná verðbólgunni niður til fram- búðar.“ Hann fagnar skjótum viðbrögðum fyr- irtækja sem drógu til baka boðaðar hækkanir og einnig tilkynningar fyrirtækja sem ætluðu ekki að hækka verð um verðlækkanir. Þorsteinn segir þann einhug sem virðist ríkja sennilega stafa af því að mönnum sé orðið fylli- lega ljóst að nauðsynlegt sé að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar. „Það er ávinningur allra, heimila og fyrirtækja, að við náum verð- bólgunni niður. Mér sýnist vera að skapast ein- hugur um það í kringum þessa kjarasamn- inga.“ Einhugur um að losna út úr vítahring verðbólgunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.