Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Dagar undrabarnsins eru á enda
nefnist fyrsta sýning ársins í gall-
eríinu ÞOKU sem opnuð verður í
dag kl. 16 með gjörningi sýnenda,
myndlistarkonunnar Rakelar
McMahon og ljóðskáldsins Berg-
þóru Snæbjörnsdóttur. Þær hafa
starfað saman undir nafninu Wund-
erkind, eða Undrabarn, frá árinu
2011. Hófu þær þá að velta vöngum
yfir tilurð og tilveru undrabarna og
hvaða áhrif það hefði á persónueig-
inleika þeirra að alast upp sem slík.
„Það er einkennilegt að hugsa til
þess að sum börn fæðast með undra-
verða hæfileika framyfir aðra og
mynda með sér kunnáttu á við full-
orðna á ákveðnum sviðum mjög ung
að aldri. Þessir hæfileikar eru með-
fæddir en vegna ákveðinnar pressu
frá samfélagi samtímans að skara
fram úr hafa margir foreldrar reynt
að hafa áhrif á mótun barnsins er
það er enn í móðurkviði. Það gera
þeir meðal annars með því að spila
fyrir fóstrið klassíska tónlist eða lesa
fyrir það þyngri bókmenntir. Með
því vonast foreldrarnir til að eignast
sín eigin undrabörn. Orðið „prodigy“
kemur af latneska orðinu „prodigi-
um“ sem þýðir meðal annars undur
eða furðuverk. Önnur skilgreining á
orðinu er fyrirboði einhvers ills en
einnig skrímsli sem brýtur upp regl-
ur náttúrunnar. Fyrr á öldum voru
sum undrabörn talin andsetin og að
mati Aristótelesar gat enginn talist
snillingur án þess að á sama tíma
teljast ögn brjálaður,“ segir m.a. í
tilkynningu vegna sýningarinnar.
Á sýningunni gefur að líta teikn-
ingar eftir Rakel og textaverk eftir
Bergþóru en með verkum sínum
„kanna þær samfélagið út frá sjón-
arhóli einstaklingsins, einveru innan
þess og fáránleika og skoða einnig
flökt milli einkalífs og gægjuþarfar,
hrifningar og blætis, minnis og for-
tíðarþrár,“ skv. tilkynningu. Í verk-
unum sé leitast við að draga fram
þverstæðurnar í mannlegu ástandi.
Rakel og Bergþóra hafa átt í samtali
í gegnum teikningar og texta og
framið út frá því gjörninga í Reykja-
vík, Berlín og Helsinki. Sýningin í
ÞOKU er lokaþátturinn í þessu
verkefni.
ÞOKA er í kjallara Hríms hönn-
unarhúss, Laugavegi 25.
Lokaþátturinn í
verkefni Wunderkind
Gjörningur framinn við opnun sýningar í ÞOKU í dag
Undrabörn Kynningarmynd vegna sýningar Rakelar McMahon og Berg-
þóru Snæbjörnsdóttur í ÞOKU, Dagar undrabarnsins eru á enda.
Tónleikar til heiðurs nokkr-
um af meisturum poppsög-
unnar, m.a. Freddie Mercury
og Elton John, verða haldnir
á veitingastaðnum Ránni í
Keflavík í kvöld 22.30. Tveir
liðsmenn úr bresk-íslensku
heiðurshljómsveitinni FX
Tributes koma fram á tón-
leikunum, þeir Gary Gould og
Einar Vestmann en hljóm-
sveitin er skipuð þremur
Bretum og einum Íslendingi.
Hljómsveitin hefur troðið upp
á Englandi og á Spáni og
flutt smelli stórmenna tónlist-
arsögunnar á sérstökum sýn-
ingum. Frekari fróðleik um
FX Tributes má finna á
fxtributes.com. Hressir Einar Vestmann og Gary Gould.
Liðsmenn FX
Tributes á Ránni
50.000 manns sóttu kvikmyndasýn-
ingar í Sambíóunum á tíu dögum í
lok desember í fyrra og fyrstu daga
janúar, skv. tilkynningu frá fyrir-
tækinu. Var þar með slegið met í
aðsókn hjá Sambíóunum þar sem
slíkur fjöldi hefur aldrei komið í
bíóhúsin á jafnskömmum tíma. Í til-
kynningu segir að landsmenn hafi
alltaf verið duglegir að sækja kvik-
myndahús yfir jól en aldrei jafn-
duglegir og um síðustu jól. Sam-
bíóin sýndu um jólin nýjustu
kvikmyndina um Hobbitann, Disn-
ey-teiknimyndina Frozen og nýj-
ustu kvikmynd Martins Scorsese,
The Wolf Of Wall Street. 700.000
gestir komu í fyrra í Sambíóin.
Hobbitinn Önnur myndin um Hobbitann
hefur verið gríðarvel sótt hér á landi.
50 þúsund bíó-
gestir á tíu dögum
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Lau 25/1 kl. 19:30 aukas. Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn.
Sun 19/1 kl. 19:30 aukas. Fim 30/1 kl. 19:30 Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn.
Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn
Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn.
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús.
Þingkonurnar (Stóra sviðið)
Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/2 kl. 19:30 11.sýn
Fim 16/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 12.sýn
Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 9/2 kl. 13:00
Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Sun 2/2 kl. 13:00 Sun 16/2 kl. 13:00
Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum!
Pollock? (Kassinn)
Sun 12/1 kl. 19:30 Fös 31/1 kl. 19:30
Lau 18/1 kl. 19:30 Lau 1/2 kl. 19:30
Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýningar komnar í sölu!
Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi)
Lau 11/1 kl. 15:00
Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 18/1 kl. 13:30 Sun 26/1 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00
Lau 18/1 kl. 15:00 Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00
Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar.
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Hamlet – frumsýning í kvöld kl 20
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Sun 12/1 kl. 13:00 Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas
Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas
Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Fös 7/2 kl. 19:00 aukas
Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Lau 8/2 kl. 13:00 aukas
Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar!
Jeppi á Fjalli (Gamla bíó)
Lau 11/1 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00
Sun 12/1 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00
Mið 15/1 kl. 20:00 Lau 18/1 kl. 20:00
Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda. Síðustu sýningar!
Hamlet (Stóra sviðið)
Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k.
Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k.
Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00
Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Lau 25/1 kl. 20:00 aukas
Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet.
Óskasteinar (Nýja sviðið)
Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k
Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Fös 28/2 kl. 20:00 16.k
Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k
Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k
Mið 5/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k
Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k
Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k
Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k
Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k
Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat, fyrrum
aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu
ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til til framhalds-
náms erlendis á skólaárinu 2014-2015.
Veittur er einn styrkur að upphæð 1.000.000 kr.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil
og framtíðaráform, sendist fyrir 15. mars nk.
til formanns sjóðsins:
Halldór Friðrik Þorsteinsson
Pósthólf 8444,
128 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
Styrkur til
tónlistarnáms
MINNINGAR
SJÓÐUR
JPJ
AÐGANGUR ÓKEYPIS
ÁST OG HÖFNUN
ARÍUR OG SÖNGLÖG ÚR ÝMSUM ÁTTUM
HÁDEGISTÓNLEIKAR
Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU
ÞRIÐJUDAGINN 14. JANÚAR KL.12:15
ELMAR GILBERTSSON, TENÓR
ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ