Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Ínýliðinni viku tyllti ég mér við borð með málfræðingum sem fóru yfirframburð útvarpsþula og undruðust að ekki skyldi meiri spurn eftir þulsem kynni sérlega vel með framgómmælt lokhljóð að fara í erlendumorðum. Aðdáunarvert þótti hvernig Agnus Dei hljómaði í munni hans.
Með mér sátu fleiri sem höfðu sérstaka unun af því að hlýða á svona hálærða
fræðinga sem gætu talað hiklaust um framgómmælt lokhljóð sem hluta af sínu
daglega tungutaki. Við óttuðumst að kannski tilheyrðum við minnihlutahópi
sem gæti horfið úr litrófi mannlífsins án þess að nokkur yrði þess var, líkt og
sum telja að fara megi að
skaðlausu fyrir hlustendum
Ríkisútvarpsins.
Í vikunni heyrði ég líka
ungskáld lýsa því í Virkum
morgnum í útvarpinu að í
ljóðum sínum reyndi það að
fanga nútímann í tungutak-
inu, ekki yrkja á einhverju eldra ritmáli úr gullkistum hinna gömlu góðu daga
heldur beita orðfæri af vörum ungmenna samtímans. Ég heyrði ekki betur en
skáldið teldi að það væri ætlast til þess og jafnvel talið eftirsóknarvert að ljóð
væru ort inn í ritmálshefð fyrri kynslóða.
Frá því að hugmyndin um hinn skapandi og frumlega nútímahöfund tók að
þróast, í kjölfar þess að Snorri Sturluson ruddi brautina með Eglu, hefur það
orðið helsta keppikefli ungskálda á hverjum tíma að endurnýja tungutak skáld-
skaparins. Ekki að kveða og yrkja inn í hefðina, líkt og þau hugsuðu sem kváðu
eddukvæðin og ortu dróttkvæðin, heldur að endurnýja hefðina í anda sínýrra
tíma. Hver kynslóð hefur þurft að forðast að klæða kvæði sín í „vaðmálspils
sögunnar“ eins og Jón Thoroddsen yngri komst að orði um Flugur sínar árið
1922.
Tungutakinu er enginn greiði gerður með stöðnun. Á öllum tímum seilast
skapandi skáld út fyrir hefðina til umhverfis síns, í leit að hugmyndum og end-
urnýjun orðfærisins. Hætt er til dæmis við að íslenskunni yrði orða vant ef hún
hefði ekki notið latínunnar í þúsund ár til að geta nefnt öll nýmæli mannlífsins
eftir landnámsöld – en nýjasta náttúruverndarhugsun stjórnvalda er mótuð af
þeirri hugmynd að ástæðulaust sé að vernda náttúruna nema hún sé ósnortin
af manna völdum frá landnámi þótt slíka náttúru sé hvergi að finna á landinu.
Ef sama verndunarhugsun ætti að tíðkast í málpólitíkinni gætum við ekki talað
um dömur sem lesa og skrifa bréf í skólum, ættum engin orð um fíkjur og olíu,
asna, djöfla, dóna og rusta, né lampa, múr og stræti, svo nokkur tökuorð séu
nefnd úr nýrri meistararitgerð Matteo Tarsi frá háskólanum í Pisa á Ítalíu um
172 tökuorð af latneskum uppruna í íslensku. Matteo kynnti rannsókn sína á
málstofu Árnastofnunar í vikunni, þar sem fólki hefði ekki orðið bumbult þótt
talið bærist að framgómmæltum lokhljóðum – en ansi mörg gætu lent í vand-
ræðum að finna nýjar rásir að hlusta á þegar endalausar endurtekningarnar úr
gullkistunni í safni útvarpsins verða óbærilegar.
Af fágun, endurtekn-
ingu og nýsköpun
Tungutak
Gísli Sigurðsson
Morgunblaðið/Ómar
Fyrir allmörgum mánuðum heyrði ég í fyrstasinn raddir um að aðild launþegafélaga aðstjórnum lífeyrissjóða væri farin að hafa áhrifá afstöðu þeirra til kjaramála og rekstrar-
afkomu fyrirtækja. Þar sem lífeyrissjóðirnir væru orðnir
stórir aðilar að rekstri fyrirtækja í landinu skipti afkoma
þeirra máli fyrir ávöxtun á því fé sem lífeyrissjóðirnir
ávaxta fyrir hönd félagsmanna sinna með kaupum á
hlutabréfum í fyrirtækjum sem skráð eru á markaði.
Þessir hagsmunir hefðu áhrif á viðhorf stjórna launþega-
félaganna. Raunar eru sumir þeirrar skoðunar að í sam-
skiptum verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða séu sjóðirnir sá
aðili sem hafi undirtökin. Með öðrum orðum að áhrifin
eða afleiðingarnar af því að verkalýðsfélög og vinnuveit-
endur hefðu ruglað saman reytum sínum í lífeyrissjóðum
hefðu haft þau áhrif að verkalýðsfélögin væru opnari fyrir
því að semja um hófsamari launahækkanir sem væru lík-
legri til að tryggja betur afkomu fyrirtækjanna og þar
með ávöxtun á fé lífeyrissjóðanna í
þeim.
Þessar umræður og vangavelt-
ur komust á nýtt stig í athygl-
isverðum Kastljóssþætti í rík-
issjónvarpinu fyrir nokkrum
dögum. Þar benti Vilhjálmur
Birgisson, verkalýðsleiðtogi á
Akranesi, á tvennt. Í fyrsta lagi
hélt hann því fram að stjórnarlaun
í stórum lífeyrissjóðum hefðu frá árinu 2011 hækkað um
51-88%. Í öðru lagi vakti hann athygli á því að tilkynnt
hefði verið um nýtt kaupaukakerfi hjá N1, sem fært gæti
lykilstjórnendum allt að 19 milljónir króna, og spurði
hverjir væru helztu eigendur þess olíufélags. Svar hans
var að það væru lífeyrissjóðir og þar með félagsmenn
þeirra. Í sömu andrá nefndi hann Icelandair Group og
sagði að hið sama ætti við um helztu eigendur þar. Það
væru lífeyrissjóðir.
Það sem í þessum orðum Vilhjálms Birgissonar felst er
bersýnilega að hann er að spyrja þeirrar spurningar,
hvort lífeyrissjóðir eigi í ljósi mikils eignarhlutar í flestum
stórum fyrirtækjum, sem skráð eru á markaði, að beita
áhrifum sínum til þess að setja fyrirtækjunum ákveðnar
starfsreglur sem m.a. komi í veg fyrir að þau ýti undir
vaxandi launamun í landinu með kaupaukakerfum, sem
vinsæl voru fyrir hrun. Það má snúa þessu við og segja að
í þeim tilvikum, þegar lífeyrissjóðir eiga nánast ráðandi
hlut í fyrirtækjum, beri þeir ábyrgð á slíkum launakerf-
um.
Nú má vel vera að fulltrúar atvinnuvegasamtaka í
stjórnum lífeyrissjóðs séu tilbúnir til að bera ábyrgð á
slíku en málið verður flóknara fyrir fulltrúa launþega-
samtaka í sömu sjóðum. Eru þeir tilbúnir til að taka á sig
slíka ábyrgð og jafnvel þótt þeir sem einstaklingar teldu
það skynsamlegt má spyrja hvort þeir hafi umboð til þess
frá félagsmönnum í þeim launaþegafélögum sem að baki
þeim standa til þess að axla ábyrgð á launastefnu fyrir-
tækja á borð við N1 eða Icelandair sem verkalýðsleiðtog-
inn á Akranesi nefndi.
Þarna hefur Vilhjálmur Birgisson opnað á umræður
sem ekki er auðvelt að sjá fyrir endann á.
Í fyrsta lagi: Hafa fulltrúar lífeyrissjóða samþykkt á
stjórnarfundum í viðkomandi fyrirtækjum slík kaup-
aukakerfi? Hafi þeir gert það, höfðu þeir samráð við
stjórnir þeirra félaga sem þeir eru fulltrúar fyrir?
Í öðru lagi: Eiga verkalýðsfélög í krafti fulltrúa sinna í
stjórnum lífeyrissjóða, sem eiga stóra hluti í fyrirtækjum,
að hafa afskipti af slíkum ákvörðunum? Í eina tíð var það
sjónarmið yfirgnæfandi hér að svo væri ekki. Þau viðhorf
hafa verið að breytast úti í heimi,
þar sem lífeyrissjóðir hafa í vax-
andi mæli skipt sér af umdeildum
ákvörðunum í fyrirtækjum sem
þeir eiga hluti í.
Í þriðja lagi: Eru þessi álitamál
til marks um að núverandi fyrir-
komulag á kjöri stjórna lífeyris-
sjóðanna sjálfra sé orðið gersam-
lega úrelt og eðlilegt að í þess stað
kjósi sjóðfélagar sjálfir sína fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóð-
anna, sem mundi þýða, að hvorki félög atvinnurekenda né
verkalýðsfélaga hefðu þar nokkuð um að segja?
Af hverju skyldu atvinnurekendur eiga fulltrúa í
stjórnum sjóðanna? Framlag þeirra í lífeyrissjóð starfs-
manns er hluti af launakjörum starfsmannsins og þar
með eign hans en ekki atvinnurekandans.
Að auki vekja athugasemdir Vilhjálms Birgissonar um
hækkanir á stjórnarlaunum hjá lífeyrissjóðunum spurn-
ingar um hvort verkalýðsfélögin eiga að setja þær reglur
að fulltrúar þeirra fái ekki aðrar launahækkanir en samið
er um fyrir félagsmennina sem eiga sjóðina.
Hér er um að ræða eitt stærsta mál sem komið hefur á
borð verkalýðssamtakanna á Íslandi um mjög langt skeið.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kvaðst ferðast mikið um
landið til þess að heyra hljóðið í félagsmönnum verkalýðs-
félaganna. Hefur hann rætt þessi mál á slíkum fundum?
Mun hann ræða þau í kjölfarið á þessum sjónvarpsþætti?
Hann sagði fátt í þættinum um þessi orð Vilhjálms.
Auðvitað á að ræða þessi mál á fundum í verkalýðs-
félögunum. Auðvitað á að ræða þessi mál á þingum Al-
þýðusambands Íslands. Auðvitað eiga launþegasamtökin
að marka sér stefnu og taka ákvörðun um í hverju af-
skipti þeirra af málefnum fyrirtækja, sem sjóðirnir eiga
stóra hluti í, eigi að vera fólgin.
Það er rétt hjá Vilhjálmi Birgissyni að launþegar á Ís-
landi eiga nú orðið í gegnum lífeyrissjóðina stóra hluti í
stærstu fyrirtækjum landsins. Og er það ekki rétt skilið
að stórir eigendur fyrirtækja hafi að öðru jöfnu áhrif á
starfshætti þeirra og stefnu?
Samspil verkalýðsfélaga,
lífeyrissjóða og fyrirtækja
Vilhjálmur Birgisson hefur
opnað á umræður um eitt
stærsta mál launþegahreyf-
ingarinnar í langan tíma
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Þegar Göran Persson, leiðtogisænskra jafnaðarmanna og for-
sætisráðherra í tíu ár, kom til Íslands
strax eftir bankahrunið haustið 2008,
gaf hann Íslendingum það ráð, sem
Svíar höfðu fylgt í miklum erfiðleik-
um 1991-1992, að snúa bökum saman
og vinna sig út úr vandanum, en kjósa
á eðlilegum tíma. Farin var önnur leið
á Íslandi. Ráðherrar voru fyrst leidd-
ir fyrir fjöldafundi, en síðan grýttir á
götum og torgum úti, jafnframt því
sem grímuklæddir menn hófu umsát-
ur um heimili þeirra, og er það ljót
saga. Ríkisstjórnin var hrakin frá
völdum og kosið í flýti.
Á einum fyrsta fjöldafundinum, í
Háskólabíói 24. nóvember 2008, á
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáver-
andi utanríkisráðherra, að hafa svar-
að fyrir sig: „Þið eruð ekki þjóðin!“
En hún sagði í raun og veru: „Ég skil,
að ýmsir hér í salnum vilja okkur
burt. En ég er ekki viss um, að þeir,
sem eru í salnum, séu þess umkomnir
að tala fyrir þjóðina.“ Bauluðu þá
nokkrir fundarmenn á hana, en
klöppuðu hraustlega fyrir Þorvaldi
Gylfasyni prófessor, sem setti fram
margvíslegar kröfur í nafni þjóðar-
innar.
Gat Þorvaldur talað fyrir þjóðina?
Annað kom á daginn. Í kosningunum
2013 bauð Þorvaldur sig fram, af því
að ráðamenn hefðu ekki hlustað á
hann og þá um leið á þjóðina. Fram-
boð hans hlaut samtals 4.658 atkvæði
eða 2,46% greiddra atkvæða. 97,54%
þeirra, sem greiddu atkvæði, afþökk-
uðu leiðsögn Þorvaldar. Á aðra mæli-
kvarða var hlutfallið, sem Þorvaldur
fékk, enn lægra, 1,96% af öllum á
kjörskrá vorið 2013 og 1,45% af öllum
Íslendingum þá á lífi.
Morgunblaðið smíðaði eftir þing-
kosningarnar 1949 hugtakið „þjóðina
á Þórsgötu eitt“, en þar á bæ var
skrifstofa Sósíalistaflokksins, sem
setti fram margar kröfur í nafni þjóð-
arinnar, þótt mikill meiri hluti Ís-
lendinga hafnaði stefnu flokksins. At-
hugasemd Ingibjargar Sólrúnar á
fundinum í Háskólabíói var sama eðl-
is. Þjóðin er ekki þúsund manna
fundur fólks í geðshræringu. Þjóðin
er miklu djúprættara og víðfeðmara
hugtak en svo, að skrifstofufólk í
Þórsgötu eða ræðumenn í Há-
skólabíói nái utan um það: Það skír-
skotar til þeirrar rösklega milljónar
manna heildar, sem búið hefur á Ís-
landi í ellefu hundruð ár, hugsað, tal-
að og skrifað á íslensku og átt sálu-
félag. Hugtakið vísar til varanlegra
og viðurkenndra hagsmuna þessarar
heildar á framfarabraut.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
„Þið eruð ekki þjóðin!“
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík
Sími 567 4840
www.bilo.is | bilo@bilo.is
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík
Sími 580 8900 | bilalind.is
Vantar alltaf
fleiri bíla á skrá!
Fylgstu með okkur á facebook
Fylgstu með okkur á facebook
TOYOTA LAND CRUISER 120 GX
33“ breyttur
03/2006, ekinn 117 Þ.KM, dísel,
sjálfskiptur. Verð 4.490.000.
Raðnr.311025
NISSAN Patrol GR Common
Rail Árgerð 2009, ekinn 213
Þ.KM, bíll í toppviðhaldi, dísel,
sjálfskiptur. Rnr.151224
FORD E350 ECONOLINE
44“ breyttur
Árgerð 1992, ekinn aðeins 72
Þ.Mílur, dísel, sjálfskiptur. Gríðar-
lega fallegt eintak! Verð 5.390.000.
Raðnr.251603
TOYOTA Yaris Hybrid
Árgerð 2013, ekinn 3 Þ.KM, ben-
sín/hybrid, sjálfskiptur, eyðsla 5l,
bakkmyndavél. Verð 2.990.000.
Rnr.151213
3.
99
0.
00
0
Valdir bílar á
100% láni