Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Arion banki hefur fyrstur íslenskra banka eftir bankahrun fengið láns- hæfismat frá alþjóðlegu matsfyrir- tæki. Standard & Poor’s gaf bank- anum lánshæfiseinkunnina BB+ með stöðugum horfum. Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, sagði á blaðamannafundi í gær, að það væri góð einkunn þegar tekið sé mið af lánshæfismati íslenskra rík- isins sem sé einu þrepi ofar. Láns- hæfismat ríkisins er BBB- með nei- kvæðum horfum. Hann sagði að það væri ekki búið að ákveða hvenær ráðist verði í skuldabréfaútgáfu með nýtt lánshæfismat í farteskinu. Alla jafna ákvarðar lánshæfisein- kunn ríkja hæstu mögulegu ein- kunn sem fyrirtæki í landinu geta fengið þar sem þau fá ekki betra lánshæfi en ríkið. Fram kemur í tilkynningu frá Ar- ion að mat S&P byggist m.a. á því að eiginfjárstaða bankans sé sterk, lausafjárstaðan sömuleiðis og góð arðsemi af rekstri hans. Áhætta í rekstri bankans sé í meðallagi. End- urskipulagningu lánasafns sé að mestu leyti lokið og S&P telur að frekari niðurfærslur verði að öllum líkindum takmarkaðar. Fram kem- ur í mati S&P að starfsumhverfi bankans sé áhættusamt. Betra lánshæfi en ÍLS Stefán Pétursson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Arion banka, sagði á fundinum að bankinn væri með betra lánshæfismat en Lands- virkjun og Íbúðalánasjóður sem séu með ríkisábyrgð. Höskuldur sagði að lánshæfisein- kunn frá alþjóðlegu matsfyrirtæki muni bæta aðgengi bankans að er- lendum fjármálamörkuðum. Fyrir ári síðan lauk Arion banki 11,2 milljarða skuldabréfaútboði í norsk- um krónum. Það var fyrsta var fyrsta erlenda skuldabréfaútgáfa ís- lensks fjármálafyrirtækis frá árinu 2007. Fram hefur komið í Morg- unblaðinu að kjörin á lántökunni séu nokkuð há og að það sé krefj- andi verkefni að ná að lána pen- ingana til viðskiptavina með hagn- aði. Ráðist var í útgáfuna til að „brjóta ísinn,“ var haft eftir heim- ildarmönnum, og því var hún smá í sniðum. Stefán sagði að hópur alþjóðlegra fjárfesta vilji einungis fjárfesta í skuldabréfum fyrirtækja með al- þjóðlegt lánshæfismat, líkt Arion hafi nú, og því hafi mengi þeirra sem séu reiðubúnir að kaupa skuldabréf bankans stækkað. „Von- andi mun lánshæfið leiða til þess að lánskjörin batni,“ sagði hann. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að endurreisn íslenska bankakerfisins verði ekki að fullu lokið fyrr en viðskiptabankarnir hafa fengið eðlilegan aðgang að al- þjóðlegum fjármálamörkuðum. Lánshæfismatið er skref í átt að því. Bankar þurfa erlenda fjár- mögnun til þess að geta þjónustað ýmis íslensk fyrirtæki sem þurfa aðgang að erlendu lánsfé t.d. út- gerðir, olíufélög og skipafélög. Morgunblaðið/Golli Ríkið þrepi ofar Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, sagði á blaðamannafundi í gær, að lánshæfismat S&P á bankanum sé gott þegar tekið sé mið af lánshæfismati íslenska ríkisins sem sé einu þrepi ofar. Fyrsta alþjóðlega lánshæfismat banka  Arion fékk fyrstur banka alþjóðlegt lánshæfismat eftir hrun 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Eimskip hefur samið um lækkun á verði nýs skips sem er í smíðum í Kína um 750 þús- und Bandaríkja- dali, jafnvirði 87 milljóna króna. Skipið átti að vera tilbúið til afhend- ingar á fyrsta fjórðungi 2014. Nú liggur fyrir nýtt samkomulag þar sem skipið verður afhent á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í til- kynningu. Á árinu 2011 samdi Eimskip við Rongcheng Shenfei í Kína um smíði á tveim gámaskipum. Afhending á seinna skipinu mun einnig tefjast. Áð- ur hafði félagið lækkað kaupverðið á skipunum um 10 milljónir dala. Samið um lægra verð  Skip fyrir Eimskip í smíðum í Kína Eimskip Skipaflot- inn stækkaður. ÍSLENSK HÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.