Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 ✝ Anna ÓlínaUnnur Annels- dóttir fæddist í Helludal í Bervík á Snæfellsnesi 31. október 1931. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 21. desem- ber 2013. Anna var dóttir hjónanna Annels Jóns Helgasonar frá Helludal og Hansborgar Vigfúsínu Jónsdóttur frá Ein- arslóni. Systkini Önnu voru 24.6. 1926, d. 16.7. 1996. Með Þorkeli eignaðist Anna níu börn sem öll eru á lífi en þau eru: Agnar Breiðfjörð, f. 1953, maki Sólveig Karlotta Andrésdóttir; Halldór Rúnar, f. 1954, maki Ólöf Sigurvinsdóttir; Að- alsteinn, f. 1955, Jón Ásgeir, f. 1956, maki Edda Bergmanns- dóttir Hansborg, f. 1957, maki Bjarni Ásgrímur Sigurðsson; Annel Jón, f. 1959, maki Dóra Fanney Gunnarsdóttir; Guðlaug Ágústa, f. 1960, maki Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson; Steinunn, f. 1962, maki Jón Páll Bald- ursson; og Björg f. 1964, maki Björg Elísabet Ægisdóttir. Fyr- ir átti Anna soninn Guðmund, maki Kristín Dagný Magn- úsdóttir. Útför hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Guðmundur An- nelsson, f. 1922, d. 1941, Huldís Guð- rún Annelsdóttir, f. 1926, Ásgerður Jóna Annelsdóttir, f. 1928, d. 2002, Svavar Hreinn An- nelsson, f. 1939, d. 1984, hálfbróðir Önnu og sam- mæðra var Guðjón Matthíasson, f. 1919, d. 2003. Anna giftist árið 1953 Þorkeli Guðmundssyni skipstjóra, f. Það er nú þannig að þegar kem- ur að því að staðfesta ráð sitt með sinni heittelskuðu vegur það mikið að eignast góða tengdamóður. Ég var svo heppin að velja réttan maka og fékk í bónus bestu tengdamóður sem hægt er að hugsa sér. Það flæktist ekki fyrir henni þegar við báðum hana að vera svaramaður þegar við skráð- um okkur í staðfesta samvist, heldur stóð hún stolt og bar höf- uðið hátt við hliðina á okkur. Hún barst ekki mikið á en því sem hún sagði var mark takandi á og hún stóð ætíð með þeim sem minna mega sín. Svo hafði hún einstaka frásagnargáfu sem mikið var hægt að hlæja að. Hún hafði óbilandi trú á að ég gæti spáð í bolla eins og hún gerði stundum. Mér fannst það alveg fá- ránlegt en þegar ég fór svo að skoða var eins og ég sæi myndir, hvað var og það sem var í vænd- um. „Ekki segja allt sem þú sérð,“ sagði hún við mig, „ekki ef það eru erfiðleikar, og ef þú sérð ekki neitt skaltu bara skálda eitthvað skemmtilegt svo fólki líði betur.“ Svo langt gekk þetta að hún gaf mér eitt sinn dýrindis jólagjöf, tréöskju sem í voru spábollar, kaffi og leiðbeiningabók um hvernig ætti að spá í bolla. Þetta er kær gjöf sem stendur mér næst hjartanu. Hún sá margt sem aðrir sáu ekki og ef það voru erfileikar hjá manni talaði hún oft um þá eins og henni hefði verið sagt það. Þegar við fórum til útlanda hér áður fyrr passaði hún kisuna okk- ar og var í sveitasælunni og þá oft var Huldís systir hennar með. Þá var glatt á hjalla, stundum svo mikið að þegar við komum út og vorum að taka upp úr töskunum höfðum við gleymt nauðsynleg- ustu hlutum eins og hárbursta, og þurftum að fara ógreiddar út í búð að kaupa nýjan. Það fannst systr- unum skelfilegt; að fara innan um fólk með hárið ekki í lagi. Það eru forréttindi að hafa fengið að fylgja þér í þau nítján ár sem ég hef þekkt þig, elsku Anna. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Samúðarkveðja til ykkar systk- inanna, ömmubarna, langömmu- barna og til systur hennar, Huld- ísar, og Guð geymi ykkur. Þín tengdadóttir. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðja ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Björg Elísabet Ægisdóttir. Árið er 1975, ég hafði keypt litla snotra kjallara íbúð að Kirkjuvegi 27 í Keflavík og hafið minn búskap þar, eitt sinn þegar ég ung hús- móðirin var hengja upp þvott kom konan sem bjó á efri hæðinni út og sagði með sinni silkimjúkri röddu: „Heyrðu, vinan, svona hengir maður ekki upp þvott.“ „Nú,“ sagði ég, nýgræðingurinn, „hvern- ig þá?“ „Maður hengir upp eftir stærð fatnaðarins.“ Og þar með hófust kynni okkar Önnu sem áttu eftir að spanna 38 ár. Ég vil þakka henni þennan góða tíma og allar stundirnar sem við áttum saman. Að lokum vil ég votta öllum að- standendum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, Anna. Þín tengdadóttir, Edda Bergmannsdóttir. Elskuleg amma mín, Anna An- nelsdóttir, lést 21. desember síð- astliðinn. Skrítið var að fara inn í jólahátíðina og hafa ekki ömmu. Ég og amma vorum góðar vinkon- ur og samband okkar var sérstakt. Amma var alla tíð hlédræg kona og vildi lítið láta fyrir sér hafa. Hún var falleg og vildi alltaf líta vel út. Hún hafði góða kímnigáfu og hafði lúmskt gaman af því þeg- ar verið var að gera grín í henni. Margar góðar minningar koma í hugann. Á unglingsárum mínum átti ég griðastað hjá ömmu. Þar fann ég frið til þess að lesa undir próf en um leið áttum við dýrmæt- ar samverustundir. Ég fór ferðir með ömmu á æskuslóðir hennar, Hellissand. Eitt skiptið fór ég dagsferð með ömmu og Huldísi frænku. Mér fannst ótrúlega gaman að geta farið með þær og gert eitthvað fyrir þær. En raunin var sú að þessi ferðalög gáfu mér eflaust meira en þeim. Það voru algjör forréttindi að fá að fara með þeim og fá innsýn inn í líf þeirra. Ekki var það verra að fá að eyða tíma með þessum yndislegu konum. Mamma og amma áttu einstakt samband sem er vandfundið. Ég gleðst yfir því að þær hafi átt góða vinkonu hvor í annarri því þær báðar eru mínar uppáhaldskonur. Sigurði Kára mínum þótti vænt um ömmu. Hann lét hana vita að hann fylgdist með henni, að hún væri undir eftirliti lögreglu á nótt- unni þar sem hún færi alltaf svo seint að sofa. Henni leiddist það ekki. Natalíu Fanneyju, eða Skruddu, eins og amma kallaði hana, fannst gaman að fara til langömmu og leika sér að öllu fína dótinu því þar mátti hún allt. Elsku mamma og pabbi, kærar þakkir fyrir allt sem þið gerðuð fyrir ömmu. Daglegt líf ykkar breytist við fráfall ömmu. Það verður erfitt fyrst en við munum af fremsta megni reyna að gera allt okkar til þess að þær breyt- ingar verði bjartari með tímanum. Systkinum pabba og fjölskyld- um þeirra þakka ég alla þá um- hyggju sem þau sýndu ömmu og bið algóðan Guð að hugsa vel um ykkur og styrkja. Ég kveð þig með ljóði sem Villi Vill. flutti einstaklega vel en lög hans minna mig alltaf á þig og ég mun spila þau í framtíðinni fyrir börnin mín og minnast þín. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin fall heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk) Þakklæti er mér efst í huga, elsku amma. Ég fæ að fylgja þér síðustu sporin og ég er þakklát fyrir það. Takk fyrir allar okkar stundir, samtölin og þagnirnar, þær geymi ég í hjarta mínu. Bjarney S. Annelsdóttir. Anna Ólína Unnur Annelsdóttir ✝ Ingeborg LucieSelma Svens- son fæddist í Hamburg Altona 6. desember 1934. Hún lést á heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 18. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru Walter Franz Ludwig Svensson, f. 7. apríl 1897, d. 14. september 1942, og Anna Marie Sazacki Svensson, f. 1. desember 1906 , d. 1988. Systkini hennar voru Olaf, f. 4. apríl 1940, d. 2011, og Sven, f. 9. nóvember 1935, d. 1943. Ingeborg giftist 30. október 1954 Jóni Björnssyni, f. 15. ágúst 1922, d. 18. nóvember 2006. Börn þeirra eru Björn Jónsson, f. 3. júní 1955, maki Helena Dýrfjörð, f. 20. júlí 1960; og Anna Marie Jónsdóttir, f. 23. febrúar 1957, maki Steingrímur 3. janúar 1983, maki Kaytie Steingrimsson, f. 18. júní 1984. Ingeborg ólst upp í Hamborg en fluttist nítján ára að aldri frá Þýskalandi. Hún tók að sér starf sem au pair hjá Edward Be- hrens, tannlækni sem bjó ásamt konu sinni og þremur börnum þeirra á Siglufirði. Ingeborg kynntist eiginmanni sínum, Jóni, árið 1953. Þau bjuggu í fyrstu á Laugarvegi 30 en flutt- ust síðan á Laugarveg 28, í hús- ið sem þau byggðu sjálf. Ingeborg fór í gagnfræða- skóla, í húsmæðraskóla og síðar í iðnskóla í Þýskalandi, þar sem hún lærði að vinda rafmótora og vann hluta starfsævinnar í verksmiðju í Hamborg. Síðar, á sínum íslenska vinnuferli, fékkst Ingeborg við síldar- söltun, fiskvinnslu og reri á handfæri með eiginmanni sín- um. Ingeborg var heiðruð ásamt Jóni, eiginmanni sínum, á sjó- mannadaginn á Siglufirði árið 2000. Ingeborg var jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju 3. janúar 2014 í kyrrþey að hennar ósk. Jóhann Garð- arsson, f. 30. des- ember 1944. Börn Björns og Helenu eru: 1) Erla, f. 11. nóvember 1982, maki Gauti Þór Grétarsson, f. 8. janúar 1973, börn þeirra eru: Aníta Ruth, f. 23. maí 2006, og Aron Freyr, f. 6. desem- ber 2009, fyrir átti Gauti Þór tvær dætur; Thelmu Líf, f. 23. maí 1998, og Tinnu Sól, f. 7. des- ember 1999. 2) Jón Ingi, f. 10. maí 1985, maki Þórgunnur Lilja Jóhannesdóttir, barn þeirra er: Helena Rut, f. 8. júlí 2011. 3) Rakel Ósk, f. 18. apríl 1989. Börn Önnu Marie og Steingríms eru: 1) Jón Garðar, f. 14. ágúst 1979, maki Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, f. 26. maí 1980, barn þeirra er: Steingrímur Árni, f. 6. janúar 2009. 2) Árni Teitur, f. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Elsku amma mín, það er alltaf erfitt að kveðja og maður er aldr- ei nægilega undirbúinn þegar kallið kemur. En þú varst svo oft búin að segja mér hversu þakklát þú værir fyrir þinn tíma, þú varst sátt þrátt fyrir alla þá atburði sem þú hafðir upplifað fyrr á æv- inni. Þú bjóst yfir stórbrotnum minningum sem ég hefði svo gjarnan viljað heyra meira af. Saga heimsstyrjaldarinnar síðari er saga sem þú þekktir af eigin raun en þú áttir svo erfitt með að tala um hana, ég skildi það vel og ímyndaði mér oft hversu erfitt það hefur verið fyrir þig að lifa með þessar upplifanir í sálu þinni. Elsku amma, þú varst svo margbrotin kona; dugleg, opin, hreinskilin og hafðir margt gott að geyma. Aníta og Aron elskuðu ömmumolana sem þið afi gáfuð þeim þegar þau komu í heimsókn. Við munum geyma minning- arnar í hjörtum okkar á meðan við lifum og vonum að afi hafi tek- ið vel á móti þér. Guð blessi ykkur. Kveðja, Erla og fjölskylda. Ég vil í fáeinum orðum minn- ast hennar ömmu minnar, Inge- borg Svensson, sem nú er látin. Amma mín var alltaf mjög hrein- skilin manneskja og móðgaði sennilega fleiri en hún ætlaði sér. Slíkt er nú samt oft háttur Þjóð- verja en þeir meina ekkert illt með því. Mér fannst alltaf mjög gott að koma í heimsókn til henn- ar og samband okkar var ein- stakt, enda mun hún alltaf skipa ákveðinn sess í mínu hjarta. Amma kallaði mig gjarnan Lilla klifurmús þegar ég var lítill þar sem var ég upp um alla veggi, að því er henni fannst. Eftir að bróð- ir minn fæddist tók hún það á sig að skakka leikinn þegar á því var þörf og sat hún jafnvel á milli okkar í bílferðum. Hjá ömmu fékk maður góm- sætt hlaup (Götterspeise) við og við, síðan var gjarnan ís í eftir- rétt. Í minningunni er eins og það hafi verið eftir hverja einustu máltíð sem ég fékk ís og hvað mér fannst gott að borða hjá henni ömmu minni. Rétt fyrir jól- in voru svo þýskar smákökur á borðstólnum ásamt Stollenbrauði sem ég þá fúlsaði við. Hún sat gjarnan í stól með skammel sér til fóta og las bækur af miklum áhuga. Oft fyllti þýsk tónlist húsið. Ófáar sögurnar heyrði ég hjá henni ömmu minni. Margar þeirra gerðust eftir komu hennar til Íslands, nokkrar voru frá síðari heimsstyrjöldinni og árunum eftir hana í Þýska- landi, en við og við af tíð fjarri þeim hörmungum. Það var ekki fyrr en ég, ásamt eiginkonu minni og syni okkar, flutti til Þýskalands að ég áttaði mig á því hversu djúpstæð áhrif sögurnar höfðu haft á mig og gerðu það sennilega að verkum að ég dreif mig út til Þýskalands. Amma sá meira en aðrir og hafði eiginkona mín mjög gaman af því að ræða um ókomna tíð við hana enda reyndist hún oft sannspá. Mér þótti afar vænt um hana ömmu mína en ég gerði mér þó fyllilega grein fyrir því að partur af henni fór með honum afa mínum, sem lést fyrir nokkr- um árum, en í dag eru þau loksins sameinuð. Jón Garðar Steingrímsson. Kæra Ingeborg! Ég minnist þess að fyrir allmörgum árum bar ég upp við þig þá spurningu hvort þú hefðir aldrei haft löngun til að flytja heim til Þýskalands, þú þagðir drykklanga stund, svo kom svarið með eilitlum þunga (að mér fannst). „Nei, ég er heima.“ Þú varst byrjuð að gefa mér skýringar á viðbrögðum þín- um þegar við vorum afgerandi ónáðuð. Svar þitt svo ákveðið kallaði fram í hugann ótal spurningar sem hefði verið lærdómsríkt fyrir alla að fá svar við. Hvað veldur því að ung stúlka tekur þá afdrifaríku ákvörðun að yfirgefa heimaland sitt? Er það af ævintýraþrá? Er hún að leita að betri möguleikum sér til fram- færslu? Eða er það þörf fyrir annað umhverfi? Það mikið varst þú búin að segja, að ég veit að sem barn upp- lifðir þú sorg og hörmungar heimsstyrjaldarinnar, þunga þeirrar byrðar þekkja þeir einir sem hafa upplifað þær og aðrir geta ekki þar um dæmt. Hingað ert þú komin árið 1953 frá einni af stórborgum Evrópu til staðar sem í þínu fyrrverandi heimalandi kallaðist lítið þorp. Hver voru þín fyrstu viðbrögð? Í hvaða ljósi leist þú þennan stað? Þú sagðir að nær strax hefðirðu verið sátt við umhverfið og stað- inn þegar fram liðu stundir. Hvernig brást samfélagið við komu þinni? Því er ekki svarað. Á þessum tímamótum hófst nýr kafli í lífi þínu, þú eignast nokkrar vinkonur og ert farin að takast á við að læra íslensku, jafnframt gefur þú auga þínum næstu nágrönnum. Í þeirra hópi lítur þú ungan mann sem þú sérð eitthvað við og sagt er að þú hafir strax sagt vinkonum þínum að hann yrði eiginmaður þinn. Hér erum við að sjálfsögðu að tala um Jón Björnsson. Hér þarf kjark til. Þú upplifir vantrú og hleypidóma, þjóðerni þitt er gert tortryggilegt, hann er ómenntaður, þið talið ekki sama tungumál, hafið ólíka lífsreynslu, mikill aldursmunur og margt fleira tínt til. Þetta er áskorun. Þið náið saman; ryðjið öllum hleypidóm- um og hindrunum úr vegi, vanda- málin ef einhver eru ekki borin á torg heldur leyst á heimavett- vangi. Ingeborg, skipulagsgáfa þín, sem orð fer af, nýtist ykkur báð- um. Þú hvetur mann þinn til dáða og þrátt fyrir takmarkaða bók- lega menntun fá vanmetnir hæfi- leikar hans að njóta sín. Verkin hans tala og segja meir en mikill orðaflaumur. Húsbyggingar, skipa- og bátasmíðar, sjó- mennska, veiðar og verkun afla. Allt lék þetta í höndum hans og virtist honum meðfætt, í mörgum tilvikum var þetta vettvangur ykkar beggja og fór vel. Erla og Jón Dýrfjörð, Hlíð, Siglufirði. Ingeborg Svensson Þakklæti og kærleikur kemur efst í hugann þegar elsku Guð- björg, amma Gagga, er nefnd á nafn. Alltaf svo jákvæð, hlý og talaði alltaf svo vel um alla, al- veg sama hvað gekk á og fólk gat verið erfitt og þungt. Hún sá alltaf það góða í öllu og öllum. „Við eigum, og ættum, að huga betur að því sem við höfum en ekki að því sem við höfum ekki,“ sagði hún oft við mig og fékk mann til að hugsa einmitt um það sem skiptir máli; fjölskyld- una og heilsuna, og að vera þakklátur fyrir það sem maður Guðbjörg Guðjónsdóttir ✝ Guðbjörg Guð-jónsdóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1928. Hún lést að Droplaugar- stöðum þann 8. des- ember 2013 og var útförin gerð frá Háteigskirkju 30. desember 2013. hefur og er. Það er mikil hugsun þar og ég er endalaust þakklát fyrir kynni mín af elsku ömmu Göggu sem ég var svo heppin að kynn- ast ung og síðan börnin mín þrjú, Margret Edda, Máney Eva og Ein- ar Marteinn. Ég veit að þau lærðu jafnmikið og ég af langömmu sinni og taka með sér inn í lífið góðar minningar og kærleika sem þau kynntust líka af þessari góðu konu. Takk fyrir allt, elsku Guðbjörg mín, og góður guð fylgi þér alltaf. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Kveðja, Júlíana Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.