Morgunblaðið - 11.01.2014, Qupperneq 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Fyrir margt löngu sá égRagnar Kjartanssonhverfa ofan í líkkistu ogkyrja tregafullan lagstúf,
síendurtekið um langa hríð eftir að
lokið hafði verið neglt fast. Þetta var
líklega með fyrstu gjörningum þessa
fjölhæfa listamanns undir formerkj-
um myndlistar, fluttur í Nýlistasafn-
inu. Og enn óma tregatónar Ragnars
í gjörningum sem vaxið hafa talsvert
að umfangi. Í verkinu The Visitors,
sem nú er sýnt í Kling og Bang gall-
eríi, sést hvar Ragnar liggur að
þessu sinni í baði með kassagítar,
syngjandi endurtekið lag af trega-
blandinni innlifun – en þess má geta
að heiti verksins skírskotar til síð-
ustu hljómplötu ABBA. Rómant-
ískur söknuður er allsráðandi, ekki
aðeins í texta lagsins heldur gefur
umhverfið einnig til kynna gang tím-
ans og fölnandi fegurð: baðkarið er
gamalt og lúið, málning flagnar af
veggjum. Listamaðurinn er þó ekki
einn, í öðrum herbergjum hússins
spila og syngja samtímis sjö aðrir
tónlistarmenn, auk þess sem hópur
fólks úti á veröndinni tekur undir í
tónverkinu sem hefur hæga stígandi
og endar með tragíkómískum hvelli
til þess eins að byrja aftur og þannig
koll af kolli (þar til gjörningurinn
tekur enda). Tíminn líður en virðist
þó standa í stað í merkingar-
þrungnum hita augnabliksins.
Tímanum í verki Ragnars er því á
vissan hátt slegið á frest, ekki aðeins
með því hvernig tónlistargjörning-
urinn heldur í líðandina, sem áhorf-
andinn lifir sig inn í, heldur birtist
þessi togstreita einnig í innviðum
hússins sem myndar svið tónlistar-
gjörningsins. The Visitors er inn-
setning sem samanstendur af níu
skjámyndum, er veita mismunandi
sjónarhorn á viðburðinn. Skjáirnir
níu eiga samsvörun í níu rýmum;
veröndinni og hinum ýmsu her-
bergjum 19. aldar glæsivillu í New
York-ríki, eða Rokeby-húsi hinnar
auðugu bandarísku Astor-fjölskyldu.
Afkomendurnir búa við krappari
kjör en hafa leitast við að varðveita
fjölskylduvilluna í óbreyttri mynd –
eins og safn í hægfara niðurníðslu –
og í örlæti sínu hafa þeir jafnframt
opnað dyr hússins fyrir listsköpun
og viðburðum í samtímanum.
Þessi íburðarmikla villa, smekk-
lega og fagurlega búin táknum vest-
rænnar hámenningar, skírskotar
þannig til evrópskrar og bandarískr-
ar sögu, og þar með einnig til lista-
sögunnar. Þess má geta að villan
stendur skammt frá Hudson-ánni,
sem er miðlæg í sögu bandarískrar
19. aldar málaralistar. Hver skjá-
mynd, sem sýnir listamenn flytja
tónlist í tilteknu herbergi, minnir á
fallegt, rómantískt raunsæis-
málverk. Það er ekki síst melankól-
ískur andi bandaríska listmálarans
Whistlers sem svífur þarna yfir
vötnum. Noktúrnur hans, harmóníur
og sinfóníur hafa tekið á sig nýjar
myndir: Kristín Anna Valtýsdóttir í
einu herbergjanna gæti t.a.m. verið
nútímaútfærsla af hvítklæddri
stúlku Whistlers í Sinfóníu í hvítu,
nr. 2 (1864). Í heild er verkið eins
konar síðbúið og saknaðarkennt 21.
aldar framhald af 19. aldar hug-
myndum um listamanna-bóhemíu.
Það er sem evrópsk hámenning sé
ofan í negldri líkkistunni en jarðar-
förin frestast í lifandi samræðu við
samtímann og í stöðugri endur-
vinnslu og endurtekningu – enda er
arfleifðin ríkuleg og stór hluti af
sjálfsmyndinni. Rómantískur sökn-
uður Ragnars beinist ekki síst að
hugmynd um listamanninn, einsemd
hans og einlægri tjáningarþörf í
nafni listarinnar og hins sammann-
lega.
Sungið er um kvenleikann í The
Visitors – en hin rómantíska afstaða
er jafnan tengd tilfinningum og hinu
óröklega, og þar með kvenlægum
eiginleikum í vestrænni hugmynda-
sögu. Þar sem tónlistargjörning-
urinn er að mestu fluttur innandyra,
í nokkrum herbergjum, kallast verk-
ið á við hugmyndir um einkarýmið
en einnig vakna þankar um heimilið
sem stað konunnar. Raunar liggur
Ragnar sjálfur í vatni – tákni kven-
leikans, dulvitundar og eilífrar
hringrásar lífsins. Í verkinu er einn-
ig að finna skemmtilega vísun í
þekkta Venusarmynd eftir 17. aldar
málarann Velázquez – Rokeby Ven-
us – og merka sögu málverksins,
sem tengist m.a. Rokeby-sveitasetr-
inu á Englandi og kvenréttindabar-
áttunni þar í landi í upphafi 19. aldar
þar sem kúgun kvenna var mótmælt
með árás á umrætt verk. The Visi-
tors er öðrum þræði háfemínískt
verk.
Þótt Ragnar skírskoti til mál-
verksins með uppstillingum sínum
og birtumeðferð nýtir hann sér einn-
ig tímatengda eiginleika vídeósins,
þ.e. hreyfingu og hljóð, og skapar
þannig spennu milli slíkra eiginleika
og þeirrar frystingar sem fólgin er í
myndrænni innrömmun (fjöldi skjáa
í rýminu ýtir einnig undir tilfinningu
fyrir „málverkasýningu“). Þá hefur
innsetningarformið þau áhrif að
skynjun áhorfandans flöktir milli
skjáa og hreyfing hans og hlustun í
rými er virkjuð. Tilfinningaríkur
flutningur og innbyrðis samspil
gestanna á Rokeby (sem allir eru úr-
vals tónlistarfólk) valda miklu um
áhrif verksins. Hálfvegis í leiðslu
geta sýningargestir lifað sig inn í
eigin minningar um liðna tíð, og
íhugað merkingu þeirra hér og nú.
Í húsi tregans
Morgunblaðið/Kristinn
Gestir Hluti innsetningar Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, í Kling & Bang. „Tilfinningaríkur flutningur og innbyrðis samspil gestanna á Rokeby (sem
allir eru úrvals tónlistarfólk) valda miklu um áhrif verksins,“ segir m.a. í gagnrýni um innsetninguna sem sýnd hefur verið í virtum sýningarsölum erlendis.
Kling & bang gallerí,
Hverfisgötu 42
Ragnar Kjartansson – The Visitors
bbbbm
Til 9. febrúar 2014. Opið fi.-su. kl. 14-18.
Aðgangur ókeypis. Í samstarfi við
Thyssen-Bornemisza Art Contempor-
ary.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050» Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar
Fim. 16. jan. » 19:30
með Sinfóníunni 16. janúar
Sigurvegarar úr einleikarakeppni SÍ og
Listaháskóla Íslands koma fram á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu sem
alla jafna eru einhverjir þeir skemmtilegustu
á árinu.
Námsmenn fá 50% afslátt af miðaverði
í miðasölu Hörpu. Sími 528 5050.
Mörg undanfarin ár hafa tónleikar verið haldn-
ir í Reykjavík 27. janúar til að minnast þess að
þann dag fæddist tónskáldið Wolfgang Ama-
deus Mozart. Ekki verður brugðið út af þeirri
venju í ár og að þessu sinni kemur hinn kunni
ítalski píanóleikari Domenico Codispoti fram á
tónleikunum. Hann mun flytja tvo píanókons-
erta, kv. 414 og kv. 415, ásamt strengjaleik-
urunum Laufeyju Sigurðardóttur, Sigurlaugu
Eðvaldsdóttur, Þórunni Ósk Marínósdóttur og
Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Arndís Björk Ás-
geirsdóttir mun gera tónlistinni skil í stuttu
spjalli við tónleikagesti.
Tónleikarnir verða í boði Reykjavíkurborgar, hefjast klukkan 18 og að-
gangur er ókeypis. Fleiri styrktaraðilar koma að tónleikunum að þessu
sinni til að gera verkefnið mögulegt.
Þetta verður í sjöunda sinn sem Codispoti kemur fram á tónleikum hér á
landi. Síðast lék hann í Hörpu í mars síðastliðnum og hlaut lof fyrir, rétt
eins og í fyrri heimsóknum himgað.
Ítalski píanóleikarinn Codispoti leikur á
Kjarvalsstöðum á fæðingardegi Mozarts
Domenico Codispoti