Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Átak aðila vinnumarkaðarins í að halda niðri verðlagi, í tengslum við nýgerða kjarasamninga, heldur áfram að skila árangri. Fleiri fregnir berast af fyrirtækjum sem hafa hætt við hækkanir, ákveðið lækkun eða eru að endurskoða sína verðlagningu. Jafnframt eru verkalýðsfélögin farin að senda frá sér ályktanir, þar sem al- menningur er hvattur til að sniðganga þau fyrirtæki sem hækkað hafa hjá sér verð. Henný Hinz, hagfræðingur á hag- deild ASÍ, segir viðbrögðin mjög góð við því bréfi sem sent var til fyrir- tækja sem boðað höfðu hækkun um og eftir áramótin. Hætta við hækkun eða lækka Tilkynningar komu frá N1, Em- messís, Kaupfélagi Skagfirðinga, Víf- ilfelli og Bílastæðasjóði Reykjavíkur- borgar, þar sem hækkanir voru dregnar til baka, og Nói-Síríus ætlar að draga úr sínum hækkunum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa fyrirtæki á borð við Góu, Mat- fugl, Flúðasveppi, Hagkaup og Bónus tilkynnt að þau muni ekki hækka verð eða jafnvel lækka verð, eins og versl- anakeðjurnar síðasttöldu. Þá boðuðu Fóðurblandan, Lífland og Bústólpi lækkun á fóðri í gær. Fram kemur í tilkynningu ASÍ frá í gær að áfram verði send bréf til þeirra fyrirtækja sem hafi hækkað eða ætli að hækka hjá sér verð. Þau sem ekki bregðist við áskoruninni muni lenda á „svörtum lista“ sem birtur verður eftir helgina. Spurð hvort ASÍ sé með þessum hætti að hvetja neytendur til að snið- ganga þau fyrirtæki sem hafa hækk- að verð segir Henný: „Ef fyrirtækin gefa okkur engin viðbrögð lítum við svo á að þau standi við sína hækkun. Þetta er okkar leið til að upplýsa neytendur, þeir hafa þá valið um að beina sínum viðskiptum annað. Okkur finnst það grundvallar- atriði að upplýsa um þau fyrirtæki sem ætla ekki að taka þátt í þessari tilraun með okkur, að halda verðbólg- unni niðri. Við munum beita öllum ráðum til þess, enda mikið undir.“ Ábendingum um hækkanir og lækkanir er hægt að koma á framfæri á vefsíðunni vertuaverdi.is. Ragnheiður Héðinsdóttir, for- stöðumaður matvælasviðs hjá Sam- tökum iðnaðarins, segist almennt ekki vera hlynnt þeirri aðferð að hvetja fólk til að sniðganga þau fyr- irtæki sem hækkað hafa verð fyrir sína vöru og þjónustu. Nauðsynlegt sé að kynna sér í hverju tilviki hvað liggur að baki slíkum ákvörðunum. Ragnheiður segir Samtök iðnaðar- ins líkt og Samtök atvinnulífsins hafa hvatt sína félagsmenn til að halda aft- ur af hækkunum eins og mögulegt sé og flestir hafi orðið við því. Aðstæður séu hins vegar mismunandi hjá fyr- irtækjum og í einhverjum tilfellum hafi hækkanir verið óumflýjanlegar vegna t.d. mikillar hækkunar á hrá- efniskostnaði og öðrum aðföngum. Allir standi í lappirnar Nokkur verkalýðsfélög funduðu á fimmtudagskvöldið um nýgerðan kjarasamning og ályktuðu í kjölfarið. Þar er í öllum tilvikum lýst mikilli óánægju með þær verðhækkanir sem fyrirtæki jafnt sem hið opinbera hafa boðað. Hvetja félögin launafólk til að fylgjast vel með verðhækkunum og sniðganga þau fyrirtæki og verslanir sem grípa til hækkana. Þetta eru Fé- lag vélstjóra og málmtæknimanna (VM), Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum og Verslunar- mannafélag Suðurlands. Í ályktun VM eru verðhækkanirn- ar fordæmdar. Til að forsendur kjara- samninga haldi; verðbólga verði lítil og kaupmáttur aukist sé mikilvægt að allir standi í lappirnar og haldi aftur af verðhækkunum. Fleiri fyrirtæki bregðast við áskorun um að hækka ekki  Verkalýðsfélög hvetja launafólk til að sniðganga þau fyrirtæki sem hækka verð Morgunblaðið/Kristinn Kaupmáttur ASÍ og Samtök atvinnulífsins berjast af hörku gegn verðhækk- unum og neytendur senda æ fleiri ábendingar um hækkanir í verslunum. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 66,7% hækkun á vörslugjaldi á verðbréfa- reikningi í Landsbankanum. 3% hækkun á ferðum Herjólfs. 24% hækkun á vegabréfum. 14,3% hækkun á árskorti í World Class. 7% hækkun á sælgæti frá Freyju. 20% hækkun á Firby-tölvuleikfangi hjá verslun Toy’s R Us. 3,2% hækkun á útvarpsgjaldi. 11,2% hækkun á línuleigu hjá Mílu. 14,2% hækkun á áskrift að Stöð 2 Sport. 10% hækkun á stakri sundferð fullorð- inna í sundlaugum Reykjavíkur. 10% hækkun á sorphirðugjöldum hjá Reykjavíkurborg 25% hækkun á innritunargjaldi í háskóla í eigu ríkisins. ‹ DÆMI UM HÆKKANIR › » Skeljungur lækkaði síðdegis í gær verð á dísilolíu og vélaolíu um þrjár krónur lítrann og bensínlítrann um eina krónu. Einar Örn Ólafsson, for- stjóri Skeljungs, segir að lækkunina megi rekja til styrkingar krónunnar og þróunar á heimsmarkaði. Skelj- ungur hafi ekki verið að lækka vegna þeirrar umræðu sem er uppi um verðlagsmál fyrirtækja, enda sé álagning olíufélaga það lítill hluti af heildarverði eldsneytis. Önnur olíufélög höfðu í gærkvöldi ekki lækkað verð hjá sér en með sinni lækkun fór Skeljungur nær verðlagningu keppinautanna. Yfir- leitt er V-Power bensín Skeljungs um tveimur krónum dýrara en 95 okt. bensín hinna félaganna. Ríkið hækkaði olíugjaldið um ára- mótin um 3,1% og fór það í ein- hverjum tilvikum beint út í verð- lagningu olíufélaganna. Skeljungur hefur ekki hækkað verð á öðrum vörum í sínum versl- unum, eða á annarri þjónustu. „Við erum að þrýsta á okkar birgja að halda aftur af sér í hækkunum,“ seg- ir Einar Örn. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri N1, segir félagið elta heimsmark- aðsverðið hverju sinni og fylgjast með genginu, þannig að allar verð- breytingar séu fljótar að skila sér inn í verðlagið. N1 hafði boðað verð- hækkun fyrir þjónustu smurstöðva og hjólbarðaverkstæða en ákvað að draga það til baka. „Við ákváðum að verða við áskor- unum um að hækka ekki, þrátt fyrir uppsafnaða þörf. Aðföng hafa hækk- að í verði og þjónusta verið aukin. Við höfum fjölgað hjá okkur bifvéla- virkjum og hækkað þjónustustigið. Þessu hefur fylgt aukinn kostnaður. En við vonum að samningarnir verði samþykktir og menn haldi sig við það plan sem lagt var upp með,“ seg- ir Eggert. Skeljungur fór nær hinum  Lækkaði dísilolíulítra um þrjár krónur  Ekki hækkað verð á annarri þjónustu  N1 dregur verðhækkun til baka Morgunblaðið/Kristinn Eldsneyti Stór liður í útgjöldum heimilanna er eldsneyti á bílinn. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Verslanir eru farnar að boða lækk- un á verði einstakra vörutegunda, eins og Hagkaup og Bónus á þeim vörum sem fluttar eru beint inn frá birgjum erlendis. Kristinn Skúla- son, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að þar á bæ sé verið að fara yfir stöðuna og boðar hann „útspil“ eftir helgina í svipaða veru. „Við ætlum að sporna gegn öll- um verðhækkunum eins og við get- um, neytendum til hagsbóta. Þeir eru vel með á nótunum og spá eðli- lega mikið í verðlagningu. Við höf- um ekki verið að velta þessum hækkunum frá birgjum út í verð- lagið og reynt að þrýsta á þá að hækka ekki. Á meðan sú vinna er í gangi viljum við leyfa þeim að njóta vafans,“ segir Kristinn, og er ánægður með þá umræðu sem komin er upp í þjóðfélaginu. Hún hafi orðið til þess að fyrirtækin sitji á sér og hugsi sinn gang upp á nýtt. „Vonandi verður það til þess að hækkanir ganga almennt til baka,“ segir hann. Skoðunargjald gæti lækkað Meðal þeirra fyrirtækja sem hækkuðu verð á þjónustu sinni um áramótin er Frumherji, sem hækk- aði verð á bifreiðaskoðunum um 3,8% að jafnaði. Einstök gjöld hækkuðu um 6-7%. Verð fyrir aðra þjónustu, eins og fyrir ökupróf, skipaskoðanir, mælaþjónustu og fleira, hækkaði ekki. Orri Hlöðversson, fram- kvæmdastjóri Frumherja, segir stjórn félagsins hafa ákveðið að endurskoða þessa ákvörðun í ljósi umræðunnar í þjóðfélaginu. Leitað verði leiða til að draga sem allra mest úr áður boðaðri hækkun. „Það er inni í myndinni að þetta gangi til baka að mestu, en ég get ekki upplýst hve mikið það verður, því meira því betra fyrir bíleig- endur,“ segir Orri. Hann segir hækkunina um ára- mót skýrast af verðlagshækkunum á síðasta ári og auknum rekstr- arkostnaði. Krónan boðar verðlækkun  Frumherji endurskoðar hækkun á skoðunargjaldi bíla sem varð um áramótin Hækka ekki og lækka » N1, Emmessís, Kaupfélag Skagfirðinga, Vífilfell og Bíla- stæðastjóður hafa dregið hækkanir sínar til baka. » Góa og Flúðasveppir hækka ekki verð sinna vara. » Hagkaup og Bónus lækka verð fjölda vörutegunda og Krónan íhugar slíkt hið sama. » Nói-Síríus hefur dregið úr áður boðaðri hækkun, verður mest 7% í stað 9%. Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Í sal FÍ 15. Janúar, kl. 20:00 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur fræðir okkur um niðurstöður rannsókna á Eyfjallafjökuls- og Grímsvatnagosum Að loknu kaffihléi munu tvíburarnir Ævar og Örvar Aðalsteinssynir ganga með okkur á Eyjafjallajökul, Hrútfjallstinda og Sveinstind í Öræfajökli Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! www.fi.is Fræðslu- og myndakvöld Hvað höfum við lært af go sunum í Eyja fjallajökli og Grímsvötnum ? Fjallgöngur á Eyjafjallajöku l, Hrútfjallstin da og Sveinst ind í Öræfasjö kli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.