Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 51
„Ávaxtabíllinn er hugmynd sem
ég fékk meðan ég var að sinna
markaðsráðgjöf skömmu eftir
MBA-námið. Þessi blessaði bíll hef-
ur nú farið bæði upp og niður brekk-
ur frá stofnun en er nú á ágætri sigl-
ingu. Fyrirtækið fékk
viðurkenninguna „Fjöreggið“ árið
2008 sem er helsta viðurkenning
sem matvælageirinn veitir á hverju
ári.“
Haukur stofnaði Barnavagninn,
fyrirtæki sem framleiddi ferskan, ís-
lenskan barnamat úr ávöxtum og
grænmeti, árið 2011, en framleiðslan
fór fram suður í Garði. Sú hugmynd
gekk ekki nógu vel og var rekstr-
inum hætt síðla árs 2012. Hann
stofnaði einnig fyrirtækið Svarta
Hauk, 2011 en það framleiðir hið
landsþekkta lúpínuseyði Ævars Jó-
hannessonar. Í bígerð er síðan fram-
leiðsla á fleiri drykkjum úr íslensk-
um jurtum: „Ég hef óbilandi trú á
því að í framtíðinni verði mikil eft-
irspurn frá útlöndum eftir vörum
sem framleiddar eru úr villtum, ís-
lenskum jurtum.“
Fjölskylda
Börn Hauks og Soffíu Marteins-
dóttur eru Gabríela Hauksdóttir, f.
10.2. 1998, og Róbert Hauksson, f.
1.10. 2001.
Systkini: Þorbjörn Magnússon, f.
14.7. 1952, skútuskipstjóri og þús-
undþjalasmiður; Óskar Magnússon,
f. 13.4. 1954, útgefandi Morg-
unblaðsins; Hildur Magnúsdóttir, f.
19.12. 1957, hjúkrunarfræðingur.
Foreldrar Hauks: Magnús Ósk-
arsson, f. 10.6. 1930, d. 23.1. 1999,
borgarlögmaður, og Ragnheiður
Jónsdóttir, f. 7.10. 1929, húsfreyja.
Úr frændgarði Hauks Magnússonar
Haukur
Magnússon
Ólína Ragnheiður Jónsdóttir
húsfr. á Jökli
Jóhannes Randversson
b. á Jökli
Geirlaug
Jóhannesdóttir
húsfr. á Sauðárkróki
Jón Þ. Björnsson
skólastj. og heiðurs-
borgari Sauðárkróks
Ólína Ragnheiður
Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Björn Jónsson
hreppstj. og ættfaðir
Veðramótaættar
Magnús Guðmundsson
b. í Kjörvogi af Finnbogastaðaætt
Guðrún Magnúsdóttir
ljósmóðir á Akureyri
Óskar Sæmundsson
kaupm. á Akureyri
Magnús Óskarsson
borgarlögmaður
Sigríður Ólafsdóttir
húsfr. í Bolungarvík og á Akureyri
Sæmundur Benediktsson
sjóm. í Bolungarvík af Tröllatunguætt
Óskar Magnússon
útgáfustj.
Morgunblaðsins
Finnbogi Rútur
Valdimars-
son, alþm. og
bæjarstj.
Í Kópavogi
Haraldur Björnsson
leikari
Jón Haraldsson
arkitekt
Stefán Haraldsson
yfirlæknir
Björn
Sigurðsson
yfirlæknir á
Keldum
Jóhannes Ö. Björns-
son yfirlæknir í
Bandaríkjunum
Hannibal
Valdimarsson
alþm. og ráðherra.
Valdimar Jónsson
b. í Fremri-
Arnardal.
Sigurlaug Bjarnadóttir
alþm.
Jóhannes Geir
myndlistarmaður
Þorbjörg Jónsdóttir
skólastjóri
Sigurður Á
Björnsson á
Veðramóti
Sigurður Björnsson
yfirlæknir í Rvík
Edda Sigrún Björn-
sdóttir augnlæknir
Sigurður
Bjarnason alþm. og
ritstj. Morgunblaðsins
Björg Björnsdóttir
húsfr. í Vigur
Valtýr Stefánsson
ritstj. Morgunblaðsins
Hulda Stefánsdóttir
skólastjóri
Jón Jónsson
hákarlaform.
Í Litlu-Ávík
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Kjörvogi
Þorbjörg Stefánsdóttir
húsfreyja að Veðramóti
Stefán Stefánsson
skólameistari
Í hita leiksins Káti Köttarinn.
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014
Steinþór Sigurðsson nátt-úrufræðingur fæddist íReykjavík 11.1. 1904. Hann
var sonur Sigurðar Jónssonar,
skólastjóra Miðbæjarbarnaskólans,
forseta bæjarstjórnar Reykjavíkur
og stórtemplars, og k.h., Önnu
Magnúsdóttur kennara.
Sigurður var sonur Jóns, bónda í
Lækjarkoti í Mosfellssveit Árnason-
ar, og Sigríðar Gísladóttur hús-
freyju, en Anna var dóttir Magn-
úsar, dbrm. á Dysjum á Álftanesi
Brynjólfssonar, og Karítasar Ein-
arsdóttur húsfreyju.
Steinþór kvæntist Auði, dóttur
Jónasar Jónssonar frá Hriflu, en
börn þeirra eru Sigurður, prófessor í
jarðfræði við HÍ, og Gerður, bók-
menntafræðingur, kennari og fyrrv.
borgarfulltrúi.
Steinþór lauk stúdentsprófi frá
MR 1923 og magisterprófi í raunvís-
indum – stjörnufræði ásamt stærð-,
eðlis- og efnafræði – frá Háskól-
anum í Kaupmannahöfn 1929. Heim-
kominn gerðist hann kennari við ný-
stofnaðan Menntaskóla á Akureyri
og frá 1935 við MR.
Vorið 1930 hófust á ný landmæl-
ingar herforingjaráðsins hér á landi
eftir margra ára hlé og vann Stein-
þór átta sumur að þríhyrningamæl-
ingum og kortagerð á hálendi Ís-
lands. Hann var skólastjóri Við-
skiptaháskóla Íslands frá stofnun
1938 og þar til skólinn var gerður að
sérstakri deild við HÍ. Þá kenndi
hann við verkfræðideild HÍ frá
stofnun deildarinnar 1940.
Steinþór var framkvæmdastjóri
Rannsóknarnefndar ríkisins frá
stofnun 1939, og Rannsóknarráðs og
Atvinnudeildar HÍ eftir lagabreyt-
ingar 1941. Í því starfi vann hann
m.a. ötullega að jarðhitarann-
sóknum og borunum. Steinþór var
mikilhæfur vísindamaður og mikill
ferðagarpur. Hann var leiðangurs-
stjóri í jöklarannsóknarferðum til
Grímsvatna og á Mýrdalsjökul, var
formaður Skíðaráðs Reykjavíkur og
varaformaður Ferðafélags Íslands.
Steinþór lést mjög sviplega af
slysförum við rannsóknir á Heklu-
gosinu 2.11. 1947.
Merkir Íslendingar
Steinþór
Sigurðsson
Laugardagur
95 ára
Helgi Sigurjónsson
90 ára
Jón R. Haraldsson
85 ára
Lára Gunnarsdóttir
80 ára
Erla Gestsdóttir
Jóhanna Þóroddsdóttir
75 ára
Ármann Pétursson
Ester Ingibjörg
Sigfinnsdóttir
Ólöf Sigurlásdóttir
Svanhildur Vagnsdóttir
70 ára
Ari Sigjón Magnússon
Dagný Gerður
Sigurðardóttir
Sigríður Kristjánsdóttir
Viðar Már Pétursson
60 ára
Ásgeir Guðmundsson
Bjarni Ragnarsson
Guðrún Ingibjörg
Eyþórsdóttir
Jóhannes Ottósson
Jón Jónsson
Kristján G. Jóhannsson
Margrét Ingibjörg
Ríkarðsdóttir
Sólveig Alfreðsdóttir
50 ára
Finnbjörn V. Agnarsson
Gunnvör Rósa
Marvinsdóttir
Hrafnhildur H.
Þorgerðardóttir
Ingigerður Friðgeirsdóttir
Ingrid Gertrud Carolina
Linder
Jóhanna Guðmundsdóttir
Jón Marinó Jónsson
Katla Þorsteinsdóttir
Níels Ragnarsson
Róbert Örn Jónsson
Sóley Guðmundsdóttir
Svanhildur Þengilsdóttir
40 ára
Adriana Mason
Andri Þór Gestsson
Halla Dröfn Þorsteinsdóttir
Kristinn Þór Óskarsson
Pétur Hrafn Árnason
Regína Sigrún Ómarsdóttir
Senait Alemu
Habteselassie
Sigurður Þórðarson
Sigurlína Andrésdóttir
Þórarinn Þorgeirsson
30 ára
Andrea Kováts-Fellner
Damian Tomasz Cieslak
Eva Mjöll Sigmundsdóttir
Garðar Sigurðsson
Garðar Stefánsson
Ingi Valur Davíðsson
Kristinn Ingi Sigurðsson
Kristján Hans Sigurðsson
Kristófer Beck Elísson
Margrét Jóna Einarsdóttir
Marý Njálsdóttir
Rebekka Guðrún
Rúnarsdóttir
Sunnudagur
95 ára
Vera Pálsdóttir
90 ára
Geir Kristjánsson
Hjördís Sigurðardóttir
85 ára
Erla Ármannsdóttir
Helga Jónsdóttir
Ólafur Runólfsson
80 ára
Árni Guðjónsson
Edda Snorradóttir
Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir
Nanna Sigurðardóttir
75 ára
Anna Þorleifsdóttir
Björn Tryggvi
Guðmundsson
Einar Jóhannsson
Hermann Ragnarsson
Skúli Jóhannsson
Sverrir Jóhannsson
Tómas Sigurjónsson
70 ára
Egill Guðmundsson
Gissur Jensen
Guðmundur Sigfússon
Gunnar Jónsson
Halldór Þórðarson
Jóhanna Magnúsdóttir
Jón Hallgrímsson
Kristján A. Kjartansson
Laufey Leifsdóttir
Reidar Kolsöe
60 ára
Anna Dóra Combs
Borghildur Sigurðardóttir
Dóra Rut Kristinsdóttir
Eysteinn Sigurðsson
Gísli Halldór Magnússon
Guðmundur Þorsteinsson
Haukur Hannesson
Ingveldur B.
Jóhannesdóttir
Jón Þórisson
Kristinn Skúlason
Margrét K. Frímannsdóttir
Paul Friðrik Hólm
Sigfús Þráinsson
Sigrún Sigurðardóttir
Steinunn Pétursdóttir
Tryggvi L. Skjaldarson
50 ára
Anna Sigurlaug
Hannesdóttir
Baldur Benónýsson
Einar Björgvin Ingvason
Erla Elíasdóttir
Ewa Lis
Guðrún Eggertsdóttir
Ingibjörg Fells Elíasdóttir
Jóhanna Beinteinsdóttir
Jóhanna Kristín
Hauksdóttir
Kristbjörn Guðmundsson
Sigríður Gísladóttir
Stefán Örn Valdimarsson
Thanita Chaemlek
Þóra Magnúsdóttir
40 ára
Konráð Jón Sigurgeirsson
Mariusz Kedzierski
Sigríður Hrund Pétursdóttir
Torben Gregersen
Þórður Már Jónsson
Þröstur Reyr Halldórsson
30 ára
Anna Fuks
Aron Guðnason
Beata Helena Domasiewicz
Birnir Sveinsson
Bjarni Pálmason
Björgvin Loftur Jónsson
Davíð Stefánsson
Egill Finnbogason
Elvar Magnússon
Fannar Berg Gunnólfsson
Jan Hnát
Jón Hjalti Brynjólfsson
Jökull Jóhannsson
Lukasz Toczydlowski
María Magnúsdóttir
Raúl Alfonso Sáenz Aburto
Rúna Vala Þorgrímsdóttir
Stefanía Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Lágkolvetnabrauð
Kolvetnasnautt & prótínríkt
Lágkolvetnabrauð er
sérlega bragðgott og
skemmtileg viðbót í
brauðaúrvalið okkar.
KOMDU OG
SMAKKAÐU