Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Taíland-heilsuferðmeðGló Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Við kynnum einstaka heilsu- og matarmenningarferð til Taílands í samvinnu við Gló. Ferðin samanstendur af tveimur áfangastöðum í Taílandi, höfuðborginni Bangkok og paradísareyjunni Koh Samui. Markmið ferðarinnar er að kynna ferðalanga fyrir menningu landsins í gegnum taílenska matargerð og heilsusamlegan lífstíl í stórbrotinni suðrænni náttúru. 28. september - 12. október Fararstjórar: Páll Steinarsson & Solla á Gló Kynningarfundur verður haldinn 13. janúar kl. 20:00 í húsakynnum veitingastaðarins Gló, Engjateigi 19, 105 Reykjavík. sp ör eh f. gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Alþingi kemur saman á þriðju-dag eftir jólafrí og þá bíða þingmanna án efa mörg verkefni. Þó að ekki sé ástæða til að hvetja til aukinna afkasta á Alþingi er þó full ástæða til að hvetja til lagabóta og lagahreinsunar, ekki síst eftir lagasetningu síðasta kjörtímabils.    Eitt af því sem ástæða er til aðlagfæra eru lög um fjöl- miðla, 38/2011, en setning þeirra fól í sér mikil afskipti ríkisins af starfsemi fjölmiðla og marg- víslegan óþarfan kostnað fyrir fjölmiðla.    Dæmi um þennan kostnað erkrafa um skýrsluskrif fyrir Fjölmiðlanefnd með ýmiskonar upplýsingum um fjölmið- ilinn og dag- skrá hans og umfjöllunar- efni, til dæmis um „birtingarmyndir kynjanna, þ.m.t. hlutfall karla og kvenna í hópi viðmælenda í fréttum og fréttatengdu efni“.    Til viðbótar þeim kostnaði semá fjölmiðlana leggst við að sinna ýmsum verkefnum sem lög- in fela þeim er tugmilljóna kostn- aður við Fjölmiðlanefnd, sem hef- ur eftirlit með fjölmiðlunum.    Það eftirlit er í meira lagivafasamt. Segja má að þegar best lætur sé það óþarft en það skapar hættu á óeðlilegum af- skiptum ríkisins af sjálfstæðum og frjálsum fjölmiðlum, sem ekki síst þurfa að geta fjallað óhindr- að um starfsemi ríkisins.    Af þessum sökum ætti ríkið aðleggja þetta eftirlit af og spara um leið eigin fjármuni og annarra. Afnám þessa eftirlits er einföld lagabreyting en þörf. Lagabætur STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 slydda Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 3 slydda Nuuk -6 skafrenningur Þórshöfn 6 alskýjað Ósló -1 léttskýjað Kaupmannahöfn 6 skúrir Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 3 skýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 6 skúrir Glasgow 6 skúrir London 10 skýjað París 6 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 7 léttskýjað Moskva 2 skúrir Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 skýjað Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -7 snjókoma Montreal -7 snjóél New York 0 slydda Chicago 0 þoka Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:04 16:09 ÍSAFJÖRÐUR 11:39 15:44 SIGLUFJÖRÐUR 11:23 15:25 DJÚPIVOGUR 10:40 15:31 Fjórir voru fluttir á slysadeild Land- spítala eftir að eldur kom upp í íbúð fjölbýlishúss í Hraunbæ á öðrum tím- anum í fyrrinótt. Allir voru útskrif- aðir undir morgun og varð engum meint af. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kerti en rannsókn á upptökum eldsins stendur yfir. „Líkamlega erum við í lagi en and- lega erum við bara í rúst. Íbúðin er ónýt og allt inni í henni er ónýtt. Við stöndum bara á götunni á nærbux- unum,“ sagði Sædís Alma Sæbjörns- dóttir, einn af íbúum íbúðarinnar í samtali við mbl.is í gær, en móðir Sæ- dísar varð eldsins var og vakti hana og barnsföður hennar. Þurfti barns- faðir Sædísar að fara aftur inn í íbúð- ina til þess að bjarga móður hennar og hundinum. Auk Sædísar, barns- föðurins og móðurinnar var sjö ára frænka Sædísar líka í íbúðinni en hún slapp fyrst út. Á Sædís Alma von á barni hinn 10. mars næstkomandi. Íbúðin er mikið skemmd, auk þess reykur og sót barst inn í aðrar íbúðir hússins. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólkið sem var inni í íbúðinni hafi verið stálheppið að komast út og í raun hafi það verið með ólíkindum því gríðarlegur hiti var inni í íbúðinni. Kona sem býr á hæðinni fyrir ofan sagðist í samtali við blaðamann hafa vaknað um klukkan tvö við hróp úr íbúðinni fyrir neðan. Þegar hún leit fram á gang var þar kolsvartur og þykkur reykur og komst hún því hvorki lönd né strönd. Ekki þótti óhætt að vera úti á svölum og voru hún – og dóttir hennar – því við bað- herbergisgluggann meðan á slökkvi- starfi stóð. Var reykur kominn inn á baðherbergið þegar hún komst þaðan út. Aðrir íbúar á sömu hæð fóru út á svalir og voru þar þar til eldur hafði verið slökktur og óhætt þótti fyrir fólkið að yfirgefa fjölbýlishúsið. Íbúð- ir á neðri hæðum voru hins vegar rýmdar um leið og slökkvilið kom á vettvang. Starfsmenn Rauða krossins komu á staðinn og veittu íbúum hússins að- stoð, meðal annars áfallahjálp. Flest- ir íbúar fengu svo að snúa aftur til síns heima undir morgun. Morgunblaðið/Þórður Brunnið Íbúðin er mikið skemmd og sjá mátti ummerki um eldinn á gangi fjölbýlishússins. Þannig bráðnaði reykskynjari í loftinu og sót lá yfir öllu. Sluppu naumlega úr brennandi íbúð  Telja eld hafa kviknað út frá kerti Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.