Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 54
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það segir okkur ýmislegt um þá vigt sem Bruce Springsteen hefur að uppsópsplata, sem ber með sér endurhljóðritanir og afganga, er ein helsta útgáfufréttin í upphafi þessa árs. Það kemur hins vegar ekki á óvart, Springsteen hefur á síðustu árum hægt og bítandi nálg- ast svið sem menn eins og Dylan og Cash sitja á, þar sem eftirspurn og eftirvænting eftir hverju sem er frá þessum listamönnum er yfir- gengileg. Almennilegt heimili Þegar poppfræðin hófu inn- reið sína í akademíuna á níunda áratugnum voru Madonna og Springsteen vinsæl umfjöllunarefni og ekkert lát virðist vera á pæl- ingum um Stjórann frá öllum mögulegum sjónarhornum. Auk hefðbundinna ævisagna, ritaðra af lærðum sem leikum, er list hans og ævi skoðuð út frá trúmálum, stétt- arvitund, pólitík og hugmyndinni um „ameríska drauminn“ svo eitt- hvað sé nefnt. Merkilega margir fræðimenn (karlmenn, í öllum til- vikum) á vissum aldri (ca. 40-65) eru algjörlega hugfangnir af Springsteen og geta skrifað og rætt um hann út í eitt. Goðsögnin Springsteen styrk- Stjórinn tekur til Goðsögn Aðdáun á Bruce Springsteen fer vaxandi eftir því sem hann eldist. ist því með hverju árinu og þús- undir sem taka þessari „nýju“ plötu höndum tveim. Platan er kynnt sem átjánda hljóðversskífa Springsteens en sú síðasta, Wreck- ing Ball, kom út 2012. Um er að ræða að mestu lög sem hafa legið í salti undanfarinn áratug, lög sem rötuðu ekki inn á plötur einhverra hluta vegna, og lýsir Springsteen því að hann hafi viljað búa þessum lögum almennilegt heimili. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Springsteen hefur lagst í svona æf- ingar. Sem tónlistarmaður er hann afar upptekinn af heildarmynd þegar gefa skal út plötur og hefur margsinnis fórnað frábærum smíð- um á kostnað heildarinnar. Þetta átti sérstaklega við í kringum upp- tökur á meistaraverki hans, Dark- ness on the Edge of town (1978), en lög frá því tímabili litu loks dagsins ljós árið 2010 á tvöföldu plötunni The Promise. Einnig kom út, árið 1998, fjórfaldur kassi undir heitinu Tracks sem inniheldur viðlíka efni og svo skipta sjóræningjaútgáfur tugum. Enn eru afgangar Á plötunni nýtur Springsteen fulltingis sveitar sinnar, E Street band, og heyra má í tveimur fölln- um félögum, þeim Clarence Cle- mons og Danny Federici. Einnig kemur Tom Morello, gítarleikari Rage Against The Machine, við sögu. Vinna hófst í desember 2012 og var plötunni klastrað saman í hléum frá hinu umfangsmikla Wrecking Ball-hljómleika- ferðalagi. Titillag plötunnar er nærfellt tuttugu ára gamalt og kom upp- runalega út á stuttskífunni Blood Brothers árið 1995. Lagið „Americ- an Skin (41 Shots)“ fær loksins vís- an stað en hljóðversútgáfa af því hefur hingað til aðeins verið til á sjaldgæfri kynningarplötu sem kom út 2001. Fjölmörg lög eru þá frá tímabilinu 2002-2008, ætluð á plötur en pössuðu svo ekki inn í hina helgu heildarmynd Stjórans. Tvö tökulög prýða gripinn; „Just Like Fire Would“, lag sem ástr- alska pönksveitin The Saints gaf út árið 1986, og „Dream Baby Dream“ eftir Suicide, sem Spring- steen hefur flutt margsinnis á tón- leikum undanfarin ár. Fleiri lög voru tekin upp sem náðu ekki inn á plötuna. Við sjáum því fram á afgangaplötu byggða á afgangaplötu. Ef einhver kemst upp með slíkt í dag þá er það Bruce Springsteen. » Goðsögnin Springsteen styrk- ist því með hverju árinu og þúsundir sem taka þessari „nýju“ plötu höndum tveim.  Bruce Springsteen á fyrstu „stóru“ plötu ársins  High hopes er engu að síður nokkurs konar samantekt 54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Nýársgleði tónlistarhópsins Elektra Ensemble fer fram á morg- un á Kjarvalsstöðum en áramóta- tónleikar hópsins eru orðnir fastur liður í dagskrá Listasafns Reykja- víkur. Flutt verður efnisskrá sem höfðar til fjölbreytts hóps áheyr- enda og býður hópurinn upp í tangó með tónlistarhópnum Fimm í tangó. Á vef safnsins segir að efnis- skráin sé tileinkuð tangóforminu og að á tónleikunum verði fluttir ís- lenskir, finnskir og suðuramerískir tangóar eftir Björgvin Þ. Valdi- marsson, Hafdísi Bjarnadóttur, Harald Vigni Sveinbjörnsson, Toivo Kärki, Walter Rae, Astor Piazzolla og Carlos Gardel. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru styrktir af Tón- listarsjóði og Reykjavíkurborg. Hópurinn Elektra Ensemble er skipaður Ástríði Öldu Sigurðardóttur, Emilíu Rós Sigfús- dóttur, Helgu Björgu Arnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur og Margréti Árnadóttur. Boðið upp í tangó á Kjarvalsstöðum ís.Næstvinsælustu söfnin á listan- um eru síðan British Museum í London og Metropolitan-safnið í New York. Athygli vekur hve vinsælt hið Þrátt fyrir að gestum í Louvre- safnið hafi fækkað um nær hálfa milljón milli ára er það enn lang- vinsælasta listasafn jarðar. Laðar það að sér um þremur milljónum fleiri gesti en næstu söfn á listan- um. Samkvæmt upplýsingum The Art Newspaper skoðuðu um 9,2 milljónir manna Louvre í fyrra en 9,7 milljónir árið áður. Var þá met- aðsókn í safnið, að einhverju leyti eignuð opnun nýrrar álmu sem helguð er íslamskri list og gríðar- lega vinsælum og í raun einstökum sýningum með úrvali verka endur- reisnarmeistaranna Leonardos da Vincis og Rafaels. Þá fækkar þeim gestum ekki sem koma í safnið til þess eins að skoða frægasta lista- verkið, Monu Lisu eftir da Vinci. Um sjötíu prósent gesta Louvre eru erlendir ferðamenn og fjölgar Kín- verjum langmest í þeim hópi. Um 1,3 milljónir gestanna búa í Par- nýja útibú Louvre í borginni Lens var strax fyrsta árið sem það var opið. Um 900.000 gestir sóttu það heim og skoðuðu úrval verka úr móðursafninu. Vinsælt Málverk eftir Ingres fanga athygli í hinu nýja útibúi Louvre í Lens. Gestum fækkar en enn vinsælast AFP Fjölskyldu- tónleikarnir Töfrahurð verða haldnir á morg- un kl. 13 í Saln- um í Kópavogi. Á þeim mun Vín- artónlist hljóma og dansinn duna en hin síðustu ár hafa Vín- artónleikar Töfrahurðarinnar ver- ið í umsjá flautuleikarans Pamelu De Sensi. Að þessu sinni verða tónskáldin Jóhannes Strauss og Madame Pirruette í öndvegi og Vínarvalsarnir leiknir af Skólahljómsveit Kópavogs. undir styrkri stjórn Össurar Geirssonar og koma góðir gestir fram, m.a. tenórinn Gissur Páll Gissurarson, Ragnhildur Þórhallsdóttir sópran og listamenn frá Sirkus Íslandi. Boðið verður upp á danskennslu á staðnum og munu nemendur úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar leiða dansinn. Á undan tónleikum kl. 12:30 verður boðið upp á barnafordrykk, sprell og flugelda, skv. tilkynningu. Pamela De Sensi Vínarvalsar, dans og sirkuslistamenn Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands: Sigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar: Síðasta sýningarhelgi Sunnudagur 12. janúar kl. 14: Leiðsögn með Ingu Láru Baldvinsdóttur um sýninguna Sigfús Eymundsson myndasmiður Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is www.facebook.com/thjodminjasafn og www.facebook.com/thjodmenning Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. SKÖPUNARVERK - KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR 8.11. 2013 - 9.2. 2014 Sunnudag 12. jan. kl. 14 - Sýning á heimildamynd um Kristínu Gunnlaugsdóttur kl. 14:45 - Listamannasjall Kristínar um verkin á sýningunni GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 GERSEMAR 8.11. 2013 - 19.1. 2014 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánud. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Lokað í janúar. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Lokað í janúar. Dvalið hjá djúpu vatni Rúna – Sigrún Guðjónsdóttir Sunnudag 12. janúar kl. 15 Leiðsögn í fylgd með Rúnu og Ólöfu K. Sigurðardóttur Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Ný sýning verður opnuð 6. febrúar Opið í safnbúð Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.