Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 STÓRÚTSALA Vertu vinur okkar á facebook Engjateigur 5• Sími 581 2141• www.hjahrafnhildi.is• Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 St. 36-52 Ótrúlegt buxnaúrval! Gallabuxur, sparibuxur, stretsbuxur og leggings... Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is STÓRÚTSALAN HAFIN VETRARYFIRHAFNIR - SPARIKJÓLAR - PEYSUR - BUXUR - BOLIR OG M.FL. Ævintýri Alls eru um níutíu unglingar sem þátt taka í Fenris-verkefninu. Malín Brand malin@mbl.is K rakkarnir í leikhópnum Sögu eru þátttakendur í verkefninu sem nefn- ist einfaldlega Fenris sumarið 2014. Fenris er norrænt unglingaleikhús undir stjórn hins danska Jóakims sem einnig leikstýrir danska leikhópnum Ragnarock. Unglingaleikhúsið varð til fyrir tæpum þrjátíu árum vegna tengsla sem komið var á milli sex unglingaleikhópa á Norðurlöndum í tilefni af alþjóðaári unglinga á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Áramótin í Finnlandi Sigríður Valdís Bergvinsdóttir er talskona íslenska hópsins sem samanstendur af átta hraustum krökkum. Hún er jafnframt móðir eins drengsins í hópnum. Krakk- arnir eru allir fimmtán ára nema einn, en sá er fjórtán ára. „Þetta snýst um það að nor- rænu þjóðirnar láti vita hvort þær vilja vera með í þessu og Ísland og Danmörk eru einu löndin sem hafa verið með í öllum Fenris-verkefn- unum,“ segir Sigríður. Í ár eru auk Íslands Færeyjar, Finnland, Danmörk og Noregur með í Fenris. Íslensku krakkarnir átta fóru ásamt leikstjóranum sínum til Finn- lands í lok desembermánaðar. Þar voru þau yfir áramótin. „Þetta er alltaf þannig í Fenris-verkefninu að krakkarnir hittast í jólafríinu og páskafríinu. Þannig að þessir fimm- tán ára krakkar upplifðu menningu í öðru landi um áramót og það var mikil lífsreynsla,“ segir Sigríður. Þau voru þó ekki ein á ferð því leikstjórinn sér um krakkana, fer með þeim út og gætir þess að þau sinni æfingum. Hér heima æfa þau tvisvar í viku en oftar þegar allur hópurinn hittist. Allir til Íslands Vanalega samanstendur ís- lenski hópurinn af 12 ungmennum en í ár eru þau aðeins átta. Það verð- ur því ærið verk fyrir foreldrana að útvega öllum hópnum sem kemur að utan gistingu og mat í sumar þegar Unglingaleikhúsið Fenris skrifar leikrit Alls taka um níutíu krakkar frá Norðurlöndum þátt í leiklistarverkefninu Fenris. Þetta er í sjötta skipti sem verkefnið er unnið en það fyrsta var árið 1985. Átta hress ungmenni á aldrinum 14-15 ára taka þátt í verkefninu og búa þau á Akur- eyri. Þau vörðu áramótunum í Finnlandi með Fenrisfélögum og halda því næst til Danmerkur um páskana þar sem hópurinn hittist, semur og æfir leikrit. Finnland Íslenski hópurinn var hjá Finnunum yfir áramótin þar sem stilltir voru saman strengir fyrir leikritið en hér má sjá þau finnsku á sviði. Möguleikhúsið er atvinnuleikhús sem var stofnað árið 1990. Það hefur sérhæft sig í leiksýningum fyrir börn og unglinga. Á vefsíðu leikhússins má sjá eitt og annað úr sögu þess sem spannar tæpan ald- arfjórðung. Flestar sýningar Möguleikhúss- ins fara fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins. Aðrar sýningar hafa til dæmis verið í Tjarnarbíói og nú á sunnu- dagskvöldið klukkan 20 verður ein- leikurinn um Jón Steingrímsson og Skaftárelda sýndur í Tjarnarbíói. Verkið var frumsýnt í nóvember og fékk prýðilega dóma. Uppselt hefur verið á allar sýningar verksins og því eflaust einhverjir sem vilja nota tækifærið og bregða sér í Tjarnarbíó. Möguleikhúsið hefur unnið ötullega að því að kynna ís- lenska menningu á erlendri grundu með leikferðum og heimsóknum á alþjóðlegar hátíðir. Á undanförnum árum hefur leikhúsið farið í ellefu leikferðir til útlanda og fengið tíu erlenda leikhópa í heimsókn. Það má því með sanni segja að starf þess hafi verið viðurkennt á al- þjóðavettvangi. Allt mögulegt um Möguleikhúsið á www.moguleikhus- id.is. Vefsíðan www.moguleikhusid.is Fjölbreytt Möguleikhúsið hefur sett upp fjölda verka eins og Langafa prakkara. Ýmislegt á fjölunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sérstakir Vínartónleikar verða haldn- ir í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, klukkan 13 en Töfrahurð stendur fyrir tónleikunum. Töfrahurð hefur síðastliðin fimm ár haldið fjölda tónleika sem sér- staklega eru sniðnir að yngstu kyn- slóðinni. Í þetta skiptið verður Töfrahurð- inni hrundið upp með hvelli og sprengjum, enda nýtt ár og tilefni til að fagna. Vínartónlistin mun hljóma og dansinn duna. Tónskáldin Johann Strauss og Madame Pirruette verða aðalstjörnur tónleikanna og leikur Skólahljómsveit Kópavogs á hljóð- færin. Frá klukkan 12.30 verður boðið upp á barnafordrykk á torginu, sprell og flugelda. Gestir eru hvattir til að mæta í sínu fínasta pússi á þessa tónleika. Trúðar frá Sirkus Íslandi skemmta tónleikagestum í forsalnum fyrir tón- leika en einnig verður boðið upp á andlitsmálun. Boðið verður upp á danskennslu og öllum velkomið að dansa vínarvals. Töfrahurðinni hrundið upp með sprengjum og hvelli Vínartónleikar Töfrahurð heldur tón- leika í Salnum á morgun klukkan 13. Vínartónleikar fyrir börn og foreldra með sprellfjörugu ívafi Háskólanemar efna til hvatn- ingargöngu í dag klukkan 14 og verður gengið frá Al- þingi að Stjórn- arráðinu. Tilgangur göngunnar er að hvetja ríkisstjórnina til að gera betur, vanda til verka og endurskoða hvaðan peningar eru sóttir á erfiðum tímum. Það eru nemarnir Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, Kristín Þóra Péturs- dóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexander Ephrussi sem standa fyrir göngunni. Þau hvetja fólk til að mæta með luktir, stjörnuljós eða kyndla sem tákn vonarneista um breyttar áherslur. Hvatningarganga Háskólanemar efna til göngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.