Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Ómar BUGL Ekki er algengt að vista þurfi börn á fullorðinsgeðdeild því ekki er hægt að annast þau á BUGL, tilvikin eru líklega færri en fimm á ári. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Barna- og unglingageðdeild (BUGL) þyrfti að hafa meiri möguleika á að meðhöndla börn og unglinga sem glíma við alvarlega geðræna erfiðleika og eru jafnframt í umtalsverðum hegðunar- eða fíkniefnavanda, að mati Halldórs Hauksson- ar, sviðsstjóra meðferðar- og fóstursviðs Barna- verndarstofu. Sé vandi barnanna fyrst og fremst geðræns eðlis hljóti að vera eðlilegra að geðheilbrigðiskerfið sinni þeim börnum áfram þótt þau leiðist út í fíkniefna- neyslu, fremur en að vísa þeim til meðferðar á vegum barnaverndaryfirvalda. Á BUGL er meðferð við geðrænum kvillum haldið áfram þótt börn og unglingar séu byrj- uð að prófa fíkniefni en ef neyslan er mikil er máli þeirra vísað til barnaverndaryfirvalda. Halldór segir að BUGL vinni mjög gott starf en sé hegðun barna of erfið, m.a. vegna fíkniefnaneyslu, séu dæmi um að BUGL vísi þeim frá sér og þá taki þjónusta barnavernd- arinnar við. BUGL hætti þó alls ekki afskiptum af við- komandi börnum því börnin fái áfram geð- læknisþjónustu frá þeim lækni sem fer með mál þeirra. Að auki sé Barnaverndarstofa með þjónustusamning við barna- og ung- lingageðlækni og sömuleiðis við Vog um læknisþjónustu á Stuðlum. „En við rekum ekki sjúkrahús og getum ekki komið í staðinn fyrir deildir Landspítalans,“ segir Halldór. Ef þörf sé á sérhæfðum inngripum vegna geðræns vanda barna og unglinga í fíkniefna- neyslu þyrfti í sumum tilfellum að vera greiðara aðgengi að BUGL. Barnaverndarstofa hefur ýmis úrræði fyrir börn sem glíma við hegðunar- eða vímuefna- vanda. Á Stuðlum er bæði meðferðardeild og neyðarvistun og stofan rekur þrjú meðferð- arheimili að auki. Barnaverndarnefndir sækja um meðferð á vegum Barnaverndar- stofu en í þeim tilvikum sem unglingar fara í meðferð á Vogi eru það í flestum tilvikum for- eldrar sem snúa sér beint þangað. Barnaverndarstofa sagði um áramót upp samstarfssamningi við BUGL um að geð- læknar þaðan veiti geðlæknisþjónustu á Stuðlum og á meðferðarheimilunum og samdi þess í stað við sjálfstætt starfandi barna- og unglingageðlækni um þjónustu við Stuðla og meðferðarheimilin sem og við Vog um bráða- þjónustu við lokaða deild á Stuðlum. Of mikið mæddi á Stuðlum Halldór segir að ástæðan sé sú að Barna- verndarstofa hafi talið að með þessu hafi verkaskiptingin orðið skýrari. Tilgangur samningsins við Landspítalann hafi á sínum tíma verið að bæta geðlæknaþjónustu við börn á Stuðlum og meðferðarheimilum og að bæta bráðaþjónustu vegna geðrænna erfið- leika og vímuefnavanda með innlögn á BUGL eða aðrar deildir spítalans. Þjónusta spítal- ans hafi að miklu leyti verið mjög góð en Barnaverndarstofu hafi þótt sem Landspít- alinn hafi ekki getað staðið við þann hluta samningsins sem snéri að innlögnum og þess vegna hafi of mikið mætt á Stuðlum vegna barna sem einnig hafi þurft þjónustu heil- brigðiskerfisins. Þau tilfelli sem hér um ræðir, börn með al- varlegan geðrænan vanda og sem eru jafn- framt í mikilli fíkniefnaneyslu, eru sem betur fer mjög fá hverju sinni. Halldór minnir á að í langflestum tilfellum sé hægt að veita meðferð við hegðunar- og vímuefnavanda án innlagnar á meðferðar- stofnun. Svonefnd fjölkerfameðferð (MST), sem byggist á stuðningi við fjölskyldu og barn í nærumhverfi og samvinnu við skóla, barnavernd og aðrar þjónustustofnanir, hafi gefið góða raun. Það sé algjört lykilatriði að styrkja fjölskyldur til að takast á við vand- ann. BUGL og barnaverndaryfirvöld eigi oft í miklu og góðu samstarfi um slíka meðferð. Þá sé mikilvægt að hafa í huga að þjónusta við börn, hvort sem þau glíma við geðræna erfiðleika, hegðunar- eða vímuefnavanda þurfi fyrst og fremst að fara fram í tengslum við forelda, fjölskyldu og nærumhverfi barns yfir langan tíma. Ekki dugi að einblína á inn- lögn á sjúkrahús eða vistun á meðferðar- stofnun þó að slíkt geti verið nauðsynlegt um tíma. Færast til í kerfinu ef fíkniefni bætast við  Vill auka möguleika BUGL á að meðhöndla börn með vímuefnavanda Halldór Hauksson 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI Halldóra Dröfn Gunn- arsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barna- verndar Reykjavíkur, telur þörf á sérhæfðri meðferð sem tekur á vanda barna sem glíma við geðrænan vanda og neyta fíkni- efna. Sú þjónusta sem nú sé í boði, hvort sem er hjá BUGL eða af hálfu Barnaverndarstofu, sé ekki sér- hæfð fyrir þessi börn. Eftir því sem geðræni vandinn sé erf- iðari því erfiðara eigi börnin með að ná árangri í meðferð sem ekki er ætluð börnum með fjölþættan vanda. Með auk- inni samvinnu megi koma upp slíkri sér- hæfðri meðferð, ekki þurfa nýja stofnun. Vill sérhæfða meðferð BARNAVERND Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir- læknir á BUGL, segir að hér á landi, líkt og annars staðar á Norðurlöndum, sé litið svo á að það sé hlutverk barnavernd- aryfirvalda að bregðast við fíkniefnaneyslu barna og ung- menna. Börn og unglingar með geð- rænan vanda og jafnframt í vímuefnavanda passi ekki vel inn í hóp barna sem ekki séu í vímuefnavanda. Taka þurfi sér- staklega á þeim sem eigi í þess- um tvíþætta vanda en það þurfi ekkert endilega að gera á BUGL eða undir merkjum Landspítalans. Börn og unglingar í fíkni- efnavanda sem ekki er hægt að leysa meðan þau búa í foreldra- húsum er hægt að vista á Stuðl- um, á meðferðarheimilum eða senda í meðferð á Vogi, en þar er unglingadeild. Ólafur segir að meðferð á Vogi henti þó ekki alltaf, sérstaklega ekki ef unglingarnir eigi við geðrænan vanda að etja, m.a. vegna þess að meðferðarkerfi Vogs sé fyrst og fremst sniðið að fullorðnum og byggist á að viðkomandi hafi áhuga á að hætta neyslunni. „Þessir unglingar hafa yfirleitt lítinn áhuga á að fá hjálp og telja sig ekki vera í neinum vanda. Við- horf krakkanna er nánast undantekningarlaust: Látið mig í friði, það er ekkert að mér.“ Til að ráða bót á vímuefnavanda sem sé sam- hliða geðrænum vanda, sé mikilvægt að heilbrigð- iskerfið og barnaverndarkerfið vinni vel saman. Samstarfið hafi verið gott. Samstarfssamningur BUGL og Barnaverndarstofu sem var sl. vor hafi verið barn síns tíma og þurft endurskoðunar við. Það sé þó bagalegt að þessi tvö kerfi skuli ekki lengur eiga formlegt samstarf sín á milli. Geta farið á fullorðinsgeðdeild Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á göngudeild BUGL, segir deildina ekki skorast undan því að veita meðferð við geðrænum ein- kennum hjá unglingum sem eiga í fíkniefnavanda. Oft er um að ræða einkenni sem hafa verið til stað- ar áður en neyslan hófst. „Hins vegar er það ljóst að ef krakkar eru í fíkniefnavanda sem er um- fangsmikill og foreldrum og öðrum tekst ekki að stöðva, þá þarf einhver önnur úrræði til viðbótar við þau sem við getum boðið,“ segir hún. „Við er- um ekki með lokaða deild sem getur sinnt börnum sem eru í mikilli neyslu. En ef um alvarlegan geð- rænan vanda er að ræða, ef börn eru til dæmis í geðrofi, þá koma þau hingað til innlagnar ef þörf er á. Ef vandinn er þess eðlis, til dæmis ef samfara alvarlegum geðrænum vanda er mikill hegð- unarvandi þá höfum við möguleika á að leggja þau inn á fullorðinsgeðdeild,“ segir hún. Á BUGL er ein innlagnardeild, þar sem eru börn allt frá 5-6 ára aldri með mismunandi geðrænan vanda. Í sumum tilvikum geta skjólstæðingar deildarinnar sýnt ógnandi eða ofbeldisfulla hegð- un og er þá erfitt að hafa þá saman á deild. Til að BUGL gæti vistað börn sem eiga í þessum vanda þyrfti aukið fjármagn og fleira starfsfólk. Samvinna nauðsynleg Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir Ólafur Ó. Guðmundsson  Sérhæfð úrræði þarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.