Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 ✝ GuðmundaJónína Guð- mundsdóttir fædd- ist á Brekku á Ingj- aldssandi 10.6. 1926. Hún lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði 31.12. 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Magnúsdóttir, f. 1877, d. 1967, og Guðmundur Einarsson, bóndi og refaskytta, f. 1873, d. 1964. Guðmunda átti fjögur hálfsystkini: Einar, f. 1892, d. 1966, Sigríði, f. 1894, d. 1992, Gunnar, f. 1898, d. 1987, og Herdísi, f. 1898, d. 1990. Al- systkini hennar voru: Helgi, f. 1899, d. 1986, Halldóra, f. 1900, d. 1991, Þóra, f. 1903, d. 1991, Magnúsína, f. 1905, d. 1916, Guðmundur Ó., f. 1906, d. 1986, Sigríður, f. 1909, d. 1909, Guð- rún, f. 1910, d. 1999, Guðríður, f. 1911, d. 1911, Helga, f. 1911, d. 1911, Guðríður, f. 1912, d. 2007, Jón H., f. 1913, d. 1991, Sigríður, f. 1915, d. 1917, Magnúsína, f. 1916, d. 2002, Kristján, f. 1918, d. 1988, Ragnar G., f. 1920, d. 2002, og Guðdís J., f. 1924, d. 2004. Á sumardaginn fyrsta 1949 giftist Guðmunda Jóni Hafsteini Oddssyni frá Álfadal á Ingjalds- sandi, f. á Flateyri 1.7. 1926. Hann var sonur hjónanna Vil- Tómas A. Rizzo, dóttir þeirra er Emma Lilja, og Guðjón Óskar. Sambýlismaður Dagbjartar er Thurstan Felstead. b) Páll Guð- mundur ferðamálafr., f. 1976, kvæntur Hildi Einarsdóttur. Dóttir Páls og Rósu Sveins- dóttur er Valbjörg. Synir Páls og Hildar: Guðmundur Arnar og Jón Hafsteinn, c) Sigríður Þóra verkakona, f. 1977, sambýlis- maður Stefán Aðalsteinsson. 3) Dagný félagsliði, f. 1957, gift Arnóri Magnússyni, f. 1955. Dætur þeirra: a) Harpa matart., f. 1978, gift Baldri S. Einarssyni. Dóttir Hörpu og Stefáns Guð- mundssonar er Íris Embla. Dótt- ir Hörpu og Baldurs er Anna Dagný. b) Tinna leikskólakenn- ari, f. 1983, sambýlismaður Frið- rik Smárason. Sonur hennar og Ragnars Elvarssonar er Elvar. Dóttir Tinnu og Friðriks er Helga Diljá. c)Dúna sjúkraliði, f. 1988, gift Þorvaldi Jóhann- essyni. Dóttir þeirra er Helen Birta. 4) Álfhildur álestrarm., f. 23.4. 1962, gift Þór Ólafi Helga- syni, f. 1959. Dætur þeirra: a) Þórunn Ágústa, vélav.fræð- ingur, f. 1979, gift Gunnari Run- ólfssyni. Dóttir hennar og Björns Jenssonar er Björg Jón- ína. Börn Þórunnar og Gunnars: Sveinbjörn Hugi og Guðný Magna. b) Guðný Ósk hár- snyrtir, f. 1984, sambýlismaður Jón Guðbjörnsson. Börn hennar og Þórhalls B. Snædals: Þórhild- ur Ósk og Benedikt Jóhann. Sonur Guðnýjar og Jóns er Guð- jón Þór. c) Sædís Ólöf nemi, f. 1991. Útför Guðmundu fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 11. jan- úar 2014, kl. 14. helmínu Jóns- dóttur, f. 1902, d. 1979, og Odds V. Guðmundssonar vélstjóra, f. 1902, d. 1964. Börn Guð- mundu og Jóns eru: 1) Einar jarð- ýtustjóri, f. 1948, kvæntur Maríu Pálsdóttur, f. 1949. Börn þeirra: a) Guðmundur Kort bifvélav., f. 1969, kv. Ernu B. Jónsdóttur, sonur þeirra er Rún- ar Ingi, dóttir Ernu er Lára Margrét. b) Árný stuðnings- fulltrúi, f. 1972, gift Sigurði B. Ásvaldssyni. Börn þeirra: Sig- rún Jónína, sambýlismaður Stef- án Sveinbjörnsson, dætur þeirra: Júlía Mist og Emilía Rós; Stefanía Rún, sambýlismaður Ragnar Einarsson, þeirra börn eru Haukur Logi og Sylvía Mjöll; Guðlaug Brynja, sambýlismaður Sigurður Rúnarsson og Einar Ásvaldur. 2) Bergljót Vilhelmína sérkennari, f. 1952, gift Ásgeiri Guðjóni Kristjánssyni, f. 1946, d. 2011. Dóttir Guðjóns er Þórhild- ur verkakona, f. 1969, börn hennar og Óskars Jónssonar eru Margrét Hlíf, sambýlismaður Fannar Sveinsson, og Stefán Örn. Börn Bergljótar og Guð- jóns: a) Dagbjört rithöfundur og leikskólakennari, f. 1970, börn hennar og Karls Óskarssonar: Lovísa Kristín, sambýlismaður Það er margs að minnast þeg- ar hugurinn hvarflar til baka í tíð og tíma. Við systkinin erum alin upp á Álfadal á Ingjaldssandi þar sem foreldrar okkar settust að í upphafi búskapar síns og bjuggu þar til 1969, ári eftir að hlaðan og vélageymslan brann. Pabbi og mamma tóku við búinu af föðurafa mínum og -ömmu ár- ið 1946. Mamma stýrði heimilinu af miklum myndarskap og gekk í öll verk inni sem úti. Á heimilinu voru gjarna fleiri börn en við systkinin og er þar fyrst að nefna hana Mundu, systur pabba, sem bjó áfram á bænum í nokkur ár eftir að afi og amma fluttu. Einnig voru þar frænka okkar, hún Rúna í Hrauni, Magga „okkar“ eins og mamma kallaði hana, frændi okkar Geiri Ragnars, Óli Hjalta og Hrefna ásamt fleirum. Það var alltaf nóg pláss hjá henni mömmu. Pabbi stundaði refaveiðar meðan hon- um entist heilsa til, eða í 49 ár. Það mæddi því oft mikið á mömmu, sem nestaði hann til farar og sá svo um börn og bú að honum fjarstöddum, gjarna um háannatímann um sauðburðinn. Frá Ingjaldssandi fluttu þau til Flateyrar, en voru öll sumur á Gerðhömrum við Dýrafjörð. Mamma vann í frystihúsinu á Flateyri á veturna, en vor og sumur veiddu þau hjónin grá- sleppu og rauðmaga ásamt því að halda sauðfé. Mamma og pabbi undu sér vel á Gerðhömrum og reistu sér íbúðarhús þar og fluttu þangað alfarin 1979. Barnabörnin sem komu í heiminn, hvert á fætur öðru, dvöldu hjá þeim í lengri eða skemmri tíma í góðu yfir- læti. Á Gerðhömrum ráku þau mikla harðfisksvinnslu, héldu sauðfé og unnu svo í sláturhús- inu á Ísafirði og Þingeyri á haustin, þar sem pabbi var slát- urhússtjóri. Árið 1993 fluttu þau búferlum til Ísfjarðar og bjuggu þar lengst af á Hlíf 2. Mömmu var margt til lista lagt hvort sem það var við mat- argerð, saumaskap, prjóna, út- saum eða ýmiskonar lagfæringar innan heimilisins. Hún var mjög frændrækin, einstaklega hjálp- söm og félagslynd og var því mikill gestagangur á heimili þeirra alla tíð. Hún hafði líka mjög gaman af að ferðast, heim- sækja skyldfólk og kynnast nýju fólki. Við mamma vorum mjög náin og áttum margar góðar stundir saman. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu af einlægum áhuga, vissi hvar ég var að vinna og hverja ég átti samneyti við. Ég á eftir að sakna samverunnar og símtala sem við áttum hvert kvöld. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Einar og María. Elsku mamma, nú er komið að hinstu kveðjustund. Ég ætla að kveðja þig með nokkrum minn- ingabrotum. Það er sagt að börn læri það sem fyrir þeim er haft og margt sé líkt með skyldum. Þið pabbi voruð okkur systkinunum góðar fyrirmyndir og við ólumst upp við ástríki og öryggi. Þið voruð einstaklega hjálpsöm og umhug- að um fólk enda alin upp í ung- mennafélagsandanum. Það kom ekki síst fram þegar leið á ævina og þið höfðuð tök á að líta til með þeim sem á einhvern hátt voru einstæðingar eða áttu erfitt. Þessir jákvæðu eiginleikar eru nokkuð einkennandi fyrir afkom- endur ykkar. Það er ekkert mál að gera fólki greiða þegar á þarf að halda. Þú varst á margan hátt stór- brotin kona, gerðir miklar kröfur til sjálfrar þín og gekkst í verkin án þess að hafa mörg orð um það. Ég man alltaf eftir stór- þvottadögunum þegar ég horfði á þig skrúbba þvottinn á þvotta- brettinu og hugsaði hve þú fynd- ir mikið til enda voru hendurnar orðnar skinnlausar að kvöldi. Þú varst mikil matargerðar- kona, afar gestrisin og umhugað um að allir fengju nóg að borða. Á sumrin þegar margt var um manninn; krakkar í sveit, mikill gestagangur og menn í vinnu, var stórbakstur í hverri viku. Ég man alltaf eftir því hve okkur krökkunum þótti gott að fá laug- ardagssnúðana sem þú bakaðir gjarnan á laugardagskvöldum. Svo galdraðir þú ís þegar frost var um jólin, þrátt fyrir að það væri ekkert rafmagn í sveitinni. Mér þótti merkilegt að sjá hvernig þú fórst að; settir snjó í tágakörfu, blandaðir hann með salti og stakkst ísforminu niður í og ísinn smakkaðist alltaf vel. Það lék flest í höndunum á þér, hvort sem það var matar- gerð eða handverk. Þú saumaðir og prjónaðir á alla fjölskylduna og fyrir vini og skyldmenni. Þú varst lagin við að klippa fólk og gerðir við ýmislegt smálegt heima. Þú hafðir mjög gaman af handavinnu eftir að þú komst á efri ár og hafðir tíma til að sinna því. Saumaðir gjarnan svuntur til jólagjafa. Þar til nýlega prjón- aðir þú dúkkur og dúkkuföt fyrir yngstu afkomendurna, síðustu sokkana prjónaðir þú nú í des- ember. Barnabörnin voru alltaf vel- komin til ykkar pabba og nutu þess að koma til ykkar í sveitina. Dagbjört fór fyrst til þín sjö mánaða og dvaldi hjá ykkur í nokkrar vikur á meðan ég klár- aði kennaranámið. Við Guðjón sendum ykkur nokkrum sinnum barn um jólin svo þið væruð ekki tvö í kotinu og þær voru ófáar heimsóknirnar okkar að Gerð- hömrum og síðan á Hlíf. Mamma hafði nokkuð góða heilsu fram til síðasta hausts, þrátt fyrir að vera bundin hjóla- stól síðustu æviárin. Hún var myndarleg og flott kona, klæddi sig upp á og hafði gaman af því að vera innan um fólk. Hún fylgdist vel með afkomendum sínum, var jákvæð í hugsun, hafði áhuga á því hvernig þeim gengi og hvernig þeir byggju. Hún hafði mjög gaman af að ferðast og lét hjólastólinn ekki hefta sig. Það var því gaman að taka á móti henni þegar hún kom í heimsókn til Dalvíkur, fara með henni í heimsóknir eða í búðir. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur og umhyggjuna sem þú sýndir okkur afkomendum þínum. Þín Bergljót. Elsku mamma og tengda- mamma, nú er komið að kveðju- stund og yljum við okkur við yndislegar minningar. Æskuárin mín voru góð og er ég þakklát fyrir að hafa alist upp svona mik- ið í nálægð við náttúruna á Álfa- dal og fyrir sumardvöl okkar á Gerðhömrum. Mamma mín var mjög vinnusöm og dugleg kona, saumaði og hannaði mikið af föt- um á mig og stundum á vinkonu mína líka. Þegar við fluttum frá Ingjaldssandi til Flateyrar þá var ég sjö ára gömul og mamma fór að vinna í frystihúsinu allan daginn og reyndist mér oft erfitt að sætta mig við það. Þegar við Þór minn fórum að búa 1978 þá undirbjuggu mamma og pabbi að flytja alfarið að Gerðhömrum og árin þeirra þar voru örugglega þau bestu þótt vinnuálag hafi verið mikið, byggðu nýtt íbúðar- hús stórt og fallegt, stækkuðu harðfiskverkunina, voru með fólk í vinnu og var þetta nokkuð stórt fyrirtæki um tíma miðað Guðmunda Jónína Guðmundsdóttir ✝ Ásta Þór-gerður Jak- obsdóttir fæddist á Ísafirði 20. sept- ember 1930. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- fjarða, Ísafirði, 2. janúar 2014. Foreldrar Ástu voru Jakob Gísla- son skipstjóri, f. 3.12. 1897, d. 22.5. 1959, og Guðbjörg Hansdóttir húsfreyja, f. 22.8. 1907, d. 16.7. 1971. Systkini Ástu voru Krist- jana Sigrún Jakobsdóttir, f. 20.2. 1928, d. 17.5. 1958, Konráð Guð- mundur Jakobsson, f. 13.5. 1929, Erna Guðbjörg Benediktsdóttir, f. 16.3. 1930, Steinþór Jak- obsson, f. 7.11. 1931, d. 19.5. 1996, Jakobína Valdís Jak- obsdóttir, f. 21.11. 1932, og Katr- ín Svanfríður Halldórs Jak- obsdóttir, f. 17.7. 1934, d. 3.8. 1935. Ásta giftist 7.9. 1958 Stefáni Hauki Ólafssyni, f. 4.1. 1927. Hanna Mjöll Ólafsdóttir. Börn þeirra eru Ólafur Njáll, f. 1992, Hafrún Lilja, f. 1995, Ásthildur, f. 2002, og Hjálmar Helgi, f. 2007. 3) Heiðrún, f. 19.12. 1973. Eiginmaður hennar er Fjölnir Ásbjörnsson. Synir þeirra eru Tryggvi, f. 2000, Egill, f. 2002, Haukur, f. 2008, og Magni, f. 2010. 4) Ásta f. 1.5. 1976. Eig- inmaður hennar er Paul Eric Fuller. Börn Ástu eru Guðfinnur Tryggvi, f. 1996, og Bryndís Bára, f. 1999, faðir þeirra er Bjarni Freyr Guðmundsson. Ásta var fædd og uppalin á Ísafirði til 16 ára aldurs en þá flutti hún til Reykjavíkur. Eftir hefðbundna skólagöngu sinnti hún ýmsum störfum sem til féllu. Hún fór á síld, vann í hvalnum og á Álafossi ásamt fleiri störfum en lengst af vann hún í fisk- vinnslu og sem bókavörður á Tálknafirði þar sem þau hjónin bjuggu til margra ára. Frá árinu 2001 bjó Ásta ásamt eiginmanni sínum á Ísafirði, síðustu árin á Hlíf. Ásta var listræn og mikil handverkskona og ein af frum- kvöðlum þess að vinna úr ís- lensku fiskroði. Útför Ástu verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag, 11. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 11. Foreldrar hans voru Ólafur Dýr- mundsson bóndi, f. 24.11. 1889, d. 18.2. 1973, og Guðrún Sigurlaug Stef- ánsdóttir húsfreyja, f. 5.1. 1887, d. 23.5. 1970. Dóttir Ástu og Stefáns Hauks er Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, f. 20.1. 1948. Eig- inmaður hennar er Tryggvi Sig- tryggsson, f. 9.3. 1946. Börn þeirra eru: 1) Stefán Haukur, f. 3.2. 1965. Eiginkona hans er Guðbjörg Gísladóttir. Dætur þeirra eru Guðrún Ásbjörg, f. 1983, sambýlismaður Björn Fannar Hafsteinsson og eiga þau Stefán Andra og Emmu Rakel. Aldís Dröfn, f. 1989, sambýlis- maður Svavar Máni Guð- laugsson, dóttir Aldísar er Kol- brún María og faðir hennar er Pálmar Freyr Halldórsson. Anna María, f. 1994. 2) Jakob Ólafur, f. 27.8. 1967. Eiginkona hans er Ásta Þórgerður, tengdamóðir mín, er látin. Margs er að minnast eftir hálfrar aldar kynni. Efst í huga er stórbrotin kona með ákveðnar skoðanir en stórt hjarta. Hjarta sem var fullt af ást til afkomenda hennar og ég naut góðs af. Þegar ég hitti hana fyrst fann ég fyrir því að verið var að taka mig út. Það var kannski ekki skrýtið að Ásta vildi skoða þennan tilvon- andi tengdason þar sem ég var að gera mér dælt við einkabarn hennar. Seinna fluttum við Gósý með fyrsta barn okkar, Stefán Hauk, inn á heimili Ástu og Hauks. Það var góður tími þar sem ég kynntist tengdamömmu vel enda var vel látið með uppá- haldstengdasoninn. Ásta sá eftir okkur þegar við fluttum vestur á Ísafjörð en seinna fluttu þau Haukur til Tálknafjarðar og þá varð styttra á milli okkar. Marg- ar ferðir voru farnar þangað. Eft- ir að Ásta tók bílprófið munaði hana ekki um að skreppa norður heiðar til að sjá barnabörnin hvort sem það var að sumri eða vetri þegar Haukur var á sjónum. Ásta gladdist þegar Jakob Ólafur kom í heiminn og hún dekraði við „drengina sína“ og reyndi allt hvað hún gat að vera með þeim. Það sama átti við þegar Heiðrún og Ásta bættust í hópinn. Ófáar ferðir fór hún með barnabörnin um Vestfirði og landið allt og kynnti fyrir þeim söguna eins og hún ein gat sagt hana. Ásta hafði mikla ánægju af því að ferðast hvort sem það var inn- anlands eða utan. Þegar þau Haukur fóru í ferðir fékk fjöl- skyldan alltaf góðar gjafir og góðar ferðasögur, vel kryddaðar af frásagnargáfu Ástu. Mér eru minnisstæðar ferðir til Glasgow og Austurríkis en alltaf tókst Ástu að fylla töskur af gjöfum til barnabarna, maka þeirra og langömmubarna. Ásta var svolítil dellukerling og áhugamál hennar urðu að óþrjótandi frásögnum sem sagð- ar voru með mikilli tilfinningu því sagnamanneskja var hún með af- brigðum. Áhugi hennar á sagn- fræði og íslenskri þjóðmenningu var mikill og hún vissi miklu meira um mína ætt en ég sjálfur. Allt handverk lék í höndunum á Ástu, hún var listræn og naut fjölskyldan góðs af. Fyrir all- mörgum árum fékk hún áhuga á að vinna skartgripi, slaufur og töskur úr fiskroði og var ein af frumkvöðlum í þeirri vinnslu, þó kannski aðeins á undan sinni samtíð. Þegar Ásta og Haukur fluttu á Hlíf var hún í forsvari fyr- ir að innrétta samkomusal eldri borgara. Seinni árin áttum við svo sameiginlegt áhugamál sem er golfið. Hún stundaði púttvöll Hlífar af miklum eldmóði og tók þátt í Íslandsmótum 50 ára og eldri, nú síðast í sumar. Ásta og jólin eru í mínum huga samofin enda lögðu þau hjónin á sig ýmislegt til að geta verið með fjölskyldunni um jólin, meira að segja að fara til Danmerkur. Í augum Ástu átti hún ekki bara eina dóttur, Gósý, heldur mörg börn því þannig leit hún á börnin okkar og barnabörnin. Það var stór afkomendahópur sem mætti á sjúkrahúsið á aðfangadag til að fagna jólunum með Ástu. Börnin sungu fyrir hana og opnuðu með henni pakka og hún var uppá- klædd og klappaði fyrir börnun- um eftir sönginn. Þannig vil ég muna þig, Ásta mín, þakka þér fyrir allt. Minning þín mun lifa í afkomendum þínum. Tryggvi Sigtryggsson. Það tilheyrir áramótum að staldra við, líta til baka og horfa yfir farinn veg. Þannig var það um þessi áramót en þó á allt ann- an hátt en áður. Amma Ásta var orðin mjög veik og ljóst hvert stefndi og hugurinn reikaði því langt aftur. Þegar ég var lítil bjuggu amma og afi á Tálknafirði og oft dvöld- um við Ásta systir þar hluta úr sumri í góðu yfirlæti og fengum ýmislegt sem annars var ekki leyft og dekrað var við okkur á alla enda og kanta. Amma var þá eins og alla tíð mikið fyrir að fara í útilegur og vílaði ekki fyrir sér að fara ein með okkur systurnar ef svo bar undir. Þá var öllu skellt í Löduna, haldið af stað, sungið og sagðar skemmtilegar sögur á leiðinni. Alltaf fylgdi ömmu mikill farangur á ferðalögum og oft var gert góðlátlegt grín að henni fyr- ir en hún lét það ekki á sig fá. Reyndar mátti stundum litlu muna að farangurinn væri svo mikill að ekki væri pláss fyrir okkur farþegana en samkvæmt ömmu var mjög nauðsynlegt að vera við öllu búinn. Nokkrum sinnum ferðaðist ég með ömmu í útlöndum og það var gaman að fylgjast með hversu óhrædd hún var á framandi slóðum. Amma var nefnilega yfirleitt ekki að víla hlutina fyrir sér. Hún var fram- kvæmdakona og lét ekki sitja við orðin tóm ef henni datt eitthvað í hug. Ég undrast til dæmis alltaf hversu oft hún gat eiginlega breytt eldhúsinnréttingunni á Tálknafirði, ein og óstudd. En þannig var bara einhvern veginn amma. Hún fór sínar eigin leiðir, hvað sem tautaði og raulaði. Ég er þannig ekki viss um að margar ömmur hafi dansað við lög þungarokkshljómsveitar í brúð- kaupsveislu eins og amma gerði í brúðkaupinu mínu en ömmu fannst alla tíð ákaflega gaman að dansa. Amma var mikil handverks- kona og vann ýmiskonar hand- verk sem hún var ákaflega gjaf- mild á. Amma var líka fróð, fylgdist vel með og las alla tíð mikið og það var gaman að spjalla við hana um hina ólíkustu hluti. Hún var mikill grúskari og þar bar kannski ættfræðina hæst en amma var með öll ættartengsl á hreinu og ef nýtt tengdabarn kom í fjölskylduna var strax búið að rekja allar ættir sundur og saman. Það var ömmu því mikið áfall þegar sjónin fór að gefa sig fyrir nokkrum árum. Þegar hún var hætt að geta lesið fór hún að hlusta á hljóðbækur og áttum við margar góðar stundir saman þar sem við veltum fyrir okkur bók- um og hvaða bækur ætti að panta næst. Amma var mikil barnakona og naut sín vel með börn í kringum sig. Þegar við Fjölnir fluttum til baka vestur fyrir fimm árum með strákana okkar gladdist amma mjög enda fannst henni gott að hafa sína nánustu í kringum sig. Ásta Þórgerður Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.