Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2014 Aðeins 0,196% af 7,7 milljörðum fást upp í kröfur í búið Hreiðar Már Sigurðsson ehf., félag Hreið- ars Más, fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka. Nema heimtur því um 15 milljónum króna. Þetta kemur fram í frumvarpi til úthlutunar úr búinu sem verður kynnt á skiptafundi eftir tvær vik- ur. Hreiðar Már var eigandi fé- lagsins en stærsti kröfuhafi er Ar- ion banki auk lítillar kröfu frá Tollstjóra. Félagið var stofnað kringum hlutabréfakaup Hreiðars í Kaup- þingi, en við fall bankans urðu bréfin verðlaus. Í apríl 2011 var fé- lagið lýst gjaldþrota af héraðs- dómi. Samkvæmt frétt í Morgun- blaðinu í desember 2009 tapaði eignarhaldsfélag Hreiðars Más 7,9 milljörðum árið 2008, en heildar- skuldir þess voru 7,3 milljarðar á þeim tíma. Félagið hélt utan um eignarhluta Hreiðars í Kaupþingi, en hann hafði fært alla hlutabréfa- eign sína yfir í félagið árið 2006. Hagnaðist um 325 milljónir Sérstakur saksóknari ákærði Hreiðar og fleiri lykilstjórnendur Kaupþings í fyrra fyrir markaðs- misnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már Sigurðsson ehf. er þar til skoðunar, en Hreiðar setti hluta- bréf sem hann fékk vegna kaup- rétta beint inn í félagið. Fjármagnaði bankinn kaupin að fullu og var hagnaður Hreiðars af þeim viðskiptum tæplega 325 millj- ónir. Ákært var í því máli í mars á síðasta ári, en fyrirtaka verður næstkomandi þriðjudag. thorsteinn@mbl.is Heimtur úr búi Hreið- ars Más aðeins 0,2%  Félag stofnað um hlutabréfakaup forstjóra Kaupþings Morgunblaðið/Kristinn Hlutabréfaviðskipti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings, færði hlutabréfaeign sína í bankanum yfir í eignarhaldsfélag 2006. 7,7 milljarða þrot » Kröfur í búið Hreiðar Már Sigurðarson ehf., félag í eigu fyrrverandi forstjóra Kaup- þings, nema 7,7 milljörðum. » Heimtur úr búinu nema 0,196%, eða um 15 milljónum. MP banki hefur selt 26,8% hlut sinn í rekstr- arfélaginu GAMMA til nokk- urra annarra hluthafa GAMMA, nýs hluthafa úr hópi starfsmanna og félagsins sjálfs. GAMMA er rekstrarfélag verðbréfasjóða sem Gísli Hauksson hagfræðingur og Agnar Tómas Möller verkfræðingur stofnuðu sumarið 2008. Starfsmenn GAMMA áttu fyrir 73,2% hlut í fé- laginu. Söluverð hlutarins er um 200 milljónir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir í tilkynningu að sal- an sé liður í að einfalda eignasafn bankans. Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, segir söluna ýta frekar undir óhæði félagsins. „Kaupin á eignarhlut MP banka eru mjög já- kvæð fyrir GAMMA og styrkja sér- stöðu félagsins sem óháðs fjármála- fyrirtækis. Vöxtur félagsins hefur verið mikill á síðustu árum og rekst- urinn góður. Við horfum björtum augum fram á veginn og þökkum MP banka fyrir samstarfið.“ MP selur hlut sinn í GAMMA  Söluverðið um 200 milljónir GAMMA Gísli Hauksson. ● Hagnaður smásölurisans Haga á þriðja ársfjórðungi 2013/14 nam 800 milljónum króna, en heildarvörusala var tæplega 18 milljarðar. Á fyrstu níu mán- uðum rekstrarársins var hagnaður Haga, sem meðal annars eiga og reka verslanirnar Bónus og Hagkaup, 2,7 milljarðar og heildarsala 55,7 milljarðar króna. Framlegð fyrstu níu mánaðanna var 24,2% og handbært fé félagsins 2,5 milljarðar. Eigið fé félagsins hefur hækkað um rúma 2 milljarða og er nú 10,9 milljarðar. Eiginfjárhlutfall Haga var 41% í lok tímabilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 4.236 millj- ónum, samanborið við 3.546 milljónir króna árið áður. Hagnaður eftir skatta jókst um 34% frá fyrra tímabili og nam 2.773 milljónum króna. 800 milljóna hagnaður Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/+-,+ +0.-1+ 2+-2,3 +4-41 +.-4./ +24-11 +-+++. +.4-43 +14-,. ++.-03 +/2-04 +0.-42 2+-52, +4-/0, +.-/5+ +24-/+ +-++1 +./-5. +1/-++ 2++-54,. ++.-52 +/2-11 +04-+5 2+-544 +4-/,2 +.-/45 +2/-2. +-++45 +./-/ +1/-11 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum og innihurðum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA VERKTAKAR – HÚSBYGGJENDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.